feykir.is | Skagafjörður | 1.9.09 | 14:23

Bandarískir nemendur á námskeiði á Hólum

holar nemendur fyrir framan NýjabæHópur nemenda frá University of Washington  í Seattle, Bandaríkjunum  voru á námskeiði á Hólum í tvær vikur í sumar. Þetta er í annað sinn sem námskeiðið er haldið á Hólum, og fyrirhugað er að auka þetta samstarf skólanna enn frekar.
 Námskeiðið heitir Comparative history of ideas og er viðfangsefnið íslensk menning og saga og samband manns og náttúru (sjá http://depts.washington.edu/chid/showprogram.php?id=69).

Nemendurnir ferðuðust nokkuð útfrá Hólum og fóru einnig í gönguferðir. Þeir tóku virkan þátt í menningarlífi á Hólum og voru t.d. duglegir að sækja sunnudagstónleika í kirkjunni. Leiðangursstjórar og kennarar hópsins voru þau  Phillip Thurtle professor og Francesca Hillery aðstoðarkennari.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 29.5.15 | 19:55

Arnþór Freyr úr spænska boltanum til Stólanna

Arnþór Freyr og Stefán Jónsson formaður Kkd Tindastóls handsala samninginn. Ljósm./Kkd Tindastóls.

Arnþór Freyr Guðmundsson mun leika með Tindastóli næstu leiktíð en stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls gekk nýverið frá samningi við leikmanninn. „Það er gríðarlega jákvætt fyrir félagið að jafn öflugur leikmaður og Arnþór skuli semja við félagið,“ sagði Stefán Jónsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar … lesa meira


Feykir.is | 29.5.15 | 19:24

Krefst þess að Birgitta Jónsdóttir biðjist opinberlega afsökunar

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar krefst þess að Birgitta Jónsdóttir biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsti furðu sinni og fullri vanþóknun á ummælum Birgittu Jónsdóttur, 8. þingmanns Reykjavíkur, í garð Skagfirðinga og Skagafjarðar á fundi í morgun. „Það að þingmaðurinn gefi í skin að Skagafjörður sé mafíusamfélag, sem þrífst á glæpum og … lesa meira


Feykir.is | 29.5.15 | 16:01

Markmið um 300 þúsund króna lágmarkslaun orðið að veruleika

verkfall

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, sem stéttarfélagið Samstaða á Blönduósi og Aldan í Skagafirði eru aðilar að, hefur undirritað nýjan kjarasamning vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Í frétt á vef sambandsins segir að í upphafi viðræðna fór Starfsgreinasambandið fram með þá … lesa meira


Feykir.is | 29.5.15 | 13:50

Pétur Rúnar og Viðar í U20 ára landsliðinu

Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson leikmenn Tindastóls. Ljósm./BÞ

Búið er að velja þá tólf leikmenn sem skipa U20 ára lið Íslands 2015 sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í ár. Á meðal þeirra eru Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson leikmenn Tindastóls. Í frétt á vef KKÍ segir að mótið fari fram … lesa meira


Feykir.is | 29.5.15 | 13:11

Norðlensku tenórunum í Miðgarði frestað

Tónleikunum í Miðgarði hefur verið frestað fram í október.

Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Viðburðaríkt: Af óviðráðanlegum ástæðum hefur tónleikum norðlensku tenóranna sem vera áttu í Hofi á sunnudag og í Miðgarði á mánudag verið frestað.  Stefnt er að því að halda þá um miðjan október, nánar auglýst … lesa meira


Feykir.is | 29.5.15 | 11:39

Gleðiganga Árskóla – Myndir

IMG_1488

Nemendur og starfsfólk Árskóla gengu sína árlegu gleðigöngu í morgun. Gengið var frá Árskóla að sjúkrahúsinu og þaðan niður í bæ og snúið við á Kirkjutorgi. Gleðigangan endaði svo með grillveislu við Árskóla.  Það var örlítið kalt úti og vætusamt … lesa meira


Feykir.is | 29.5.15 | 10:41

„Ekki hægt að forðast óheppni“

„Mér leið mjög illa út af þessu hryllilega ástandi í Nepal og aðstæðum fólksins í landinu. Ég gat ekki sofið. Þá ákvað ég að kaupa mér flugmiða til Nepal,“ segir Anup Gurung í viðtali í Feyki.  Ljósm./úr einkasafni.

Anup Gurung er búsettur í Varmahlíð í Skagafirði en hann kemur frá Nepal. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarin 15 ár í sjö til níu mánuði á hverju ári. Hann er þaulvanur kayak ræðari og er það hans aðal … lesa meira


Feykir.is | 29.5.15 | 10:31

Fimm kúabú í Húnaþingsdeildum verðlaunuð

Verðlaunahafar í Húnaþingsdeildum ásamt mjólkurbússtjóra MS Akureyri. Mynd: Bændablaðið.

Fimm kúabú í Húnaþingdeildum voru meðal alls 63 verðlaunahafa af landinu öllu þegar verðlaun voru veitt fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk á árinu 2014. Flestir voru verðlaunahafarnir í Norðausturdeild. Þeir sem hlutu verðlaun í Húnaþingsdeildum voru: Brúsi ehf. Brúsastöðum A-Hún., Jens … lesa meira