feykir.is | Skagafjörður | 1.9.09 | 14:23

Bandarískir nemendur á námskeiði á Hólum

holar nemendur fyrir framan NýjabæHópur nemenda frá University of Washington  í Seattle, Bandaríkjunum  voru á námskeiði á Hólum í tvær vikur í sumar. Þetta er í annað sinn sem námskeiðið er haldið á Hólum, og fyrirhugað er að auka þetta samstarf skólanna enn frekar.
 Námskeiðið heitir Comparative history of ideas og er viðfangsefnið íslensk menning og saga og samband manns og náttúru (sjá http://depts.washington.edu/chid/showprogram.php?id=69).

Nemendurnir ferðuðust nokkuð útfrá Hólum og fóru einnig í gönguferðir. Þeir tóku virkan þátt í menningarlífi á Hólum og voru t.d. duglegir að sækja sunnudagstónleika í kirkjunni. Leiðangursstjórar og kennarar hópsins voru þau  Phillip Thurtle professor og Francesca Hillery aðstoðarkennari.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 16.4.14 | 14:49

Ráslisti Kvennatölts Norðurlands 2014

kvennatoltnordurlands

Kvennatölt Norðurlands 2014 verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á morgun, Skírdag 17. apríl og hefst kl. 17:00. Keppt verður í þremur flokkum; opinn flokkur, minna vanar og 21 árs og yngri. Ráslistinn er eftirfarandi: Opinn flokkur 1.Vigdís Gunnarsdóttir og Dökkvi … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 13:16

Sigríður Svavars leiðir lista Sjálfstæðisflokks

Sigríður Svavarsdóttir

Sigríður Svavarsdóttir framhaldsskólakennari leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði til sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014. Framboðslisti Sjálfsstæðisflokksins í Skagafirði er eftirfarandi.   Nafn:     Starfsheiti: Sigríður Svavarsdóttir               Framhaldsskólakennari Gunnsteinn Björnsson           … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 10:19

Atvinnulífs- og sæluvikublað Feykis kemur út eftir páska

feykir_logo2013_300px

Við minnum á að Feykir gefur ekki út blað í þessari viku vegna páskaleyfa en í næstu viku verður Feykir fyrr á ferðinni en vanalega og kemur út þriðjudaginn 22. apríl. Feykir verður þá með stærra sniði en venjulega og … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 10:01

Hraðatakmarkanir taka gildi 1. maí

Yfirlitskort yfir hraðatakmarkanir á Sauðárkróki. Mynd/fengin af vef Svf. Skagafjarðar.

Þessa dagana er unnið að uppsetningu skilta vegna lækkunar hámarkshraða í íbúagötum á Sauðárkróki. „Með lækkun hámarkshraða í íbúahverfum er stuðlað að auknu öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og unglinga sem oft eru að leik í íbúagötum … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 9:25

Öxnadalsheiði lokuð vegna flutningabíls

Veðurkort fyrir hádegið í dag, 16. apríl 2014. Mynd/Veður.is

Öxnadalsheiði er lokuð samkvæmt vef Vegagerðarinnar en unnið er að því að aðstoða flutningabíl sem lokar veginum. Snjóþekja og hálka er á köflum á Norðurlandi. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðvestan 8-15 m/s og stöku él. Gengur í norðan 5-10 … lesa meira


Feykir.is | 15.4.14 | 18:15

Lóuþrælar syngja á Blönduósi

Lóuþrælar að syngja í Vesturkirkju sumarið 2012,

Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra verður með tónleika í Blönduóskirkju miðvikudaginn 16. april kl. 21:00. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson, undirleikari, Elinborg Sigurgeirsdóttir og einsöngvari, Guðmundur Þorbergsson. Aðgangseyrir kr. 3.000,- (enginn posi á staðnum) en … lesa meira


Feykir.is | 15.4.14 | 12:03

Auglýst eftir umsóknum í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra

Ráðhúsið á Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl sl. að auglýsa eftir umsóknum um úthlutun styrkja úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar … lesa meira


Feykir.is | 15.4.14 | 11:34

Ráslisti Grunnskólamótsins í Þytsheimum

Sigurvegarar í fegurðarreið á Grunnskólamóti hestamannafélaga á NV 2013. Mynd: Þytur.

Annað Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra fer fram í Þytsheimum á Hvammstanga í dag, þriðjudaginn 15. apríl kl. 18. Dagskrá er eftirfarandi: Fegurðarreið 1. – 3. bekkur Tölt 8. – 10. bekkur B-úrslit í tölti 8. – 10. bekkjar 15 … lesa meira