feykir.is | Skagafjörður | 1.9.09 | 14:23

Bandarískir nemendur á námskeiði á Hólum

holar nemendur fyrir framan NýjabæHópur nemenda frá University of Washington  í Seattle, Bandaríkjunum  voru á námskeiði á Hólum í tvær vikur í sumar. Þetta er í annað sinn sem námskeiðið er haldið á Hólum, og fyrirhugað er að auka þetta samstarf skólanna enn frekar.
 Námskeiðið heitir Comparative history of ideas og er viðfangsefnið íslensk menning og saga og samband manns og náttúru (sjá http://depts.washington.edu/chid/showprogram.php?id=69).

Nemendurnir ferðuðust nokkuð útfrá Hólum og fóru einnig í gönguferðir. Þeir tóku virkan þátt í menningarlífi á Hólum og voru t.d. duglegir að sækja sunnudagstónleika í kirkjunni. Leiðangursstjórar og kennarar hópsins voru þau  Phillip Thurtle professor og Francesca Hillery aðstoðarkennari.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 18.9.14 | 16:46

Fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyrr

namsvisir

Námsvísir Farskólans fyrir þessa önn er kominn út og var honum dreift á öll heimili á Norðurlandi vestra í síðustu viku. Að sögn Halldórs Gunnlaugssonar, verkefnastjóra hjá Farskólanum, hefur framboð á námskeiðum aldrei verið fjölbreyttara en nú og er sérstök … lesa meira


Feykir.is | 18.9.14 | 15:04

Brass Con Brio í Hólaneskirkju

Brass Con Brio. Ljósm./fengin af vef Svf. Skagastrandar

Sænska blásarasveitin Brass Con Brion heldur tónleika í Hólaneskirkju fimmtudaginn 18. september kl 17:30. Brass Con Brion er átta manna hljómsveit nemenda í Menningarskóla Växjöbæjar sem er vinabær Skagastrandar. Hljómsveitarmeðlimir eru á aldrinum 15-18 ára og spila allt frá sígildri … lesa meira


Feykir.is | 18.9.14 | 13:46

Gasmengun í Skagafirði og við Húnaflóa

Spákort gasdreifingar fyrir daginn í dag. Kort/Veðurstofa Íslands.

Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni er á norðanverðu hálendinu vestur að Langjökli, norður til Skagafjarðar og inn á Húnaflóa í dag. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands má búast við áframhaldandi gasmengun í landshlutanum á morgun, allt frá Ströndum til Eyjafjarðar, á … lesa meira


Feykir.is | 18.9.14 | 12:16

Spennandi verkefni með mikla möguleika

Þrjú nýsköpunarverkefni verða þróuð áfram í tengslum við verkefnið Ræsingu í Skagafirði, samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Svf. Skagafjarðar og KS. Ljósm./Valur Valsson

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörð, efndi á dögunum til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir undir yfirskriftinni Ræsing í Skagafirði. Þrjú verkefni voru valin til frekari þróunar af 24 umsóknum og voru þau kynnt í Verinu Vísindagörðum … lesa meira


Feykir.is | 18.9.14 | 11:20

Skin og skúrir í eyðifirði

Hópurinn sem tók þátt í ferðinni. Mynd: Arnþrúður Heimisdóttir.

Hestamannafélagið Léttfeti á Sauðárkróki hefur í áratugi skipulagt hestaferðir fyrir félagsmenn sína um héraðið eða í næstu sýslur og hafa tveir til þrír dagar farið í reið og jafnvel fleiri. Hafa ferðirnar notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina þótt eitthvað … lesa meira


Feykir.is | 18.9.14 | 10:58

Þrengir að í rekstri Hólaskóla

Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Hólaskóla. Mynd; RÚV.is.

Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að víða væri farið að sverfa verulega að í rekstri Háskólans á Hólum. Haft var eftir Erlu Björk Örnólfsdóttur, rektor Hólaskóla, að útlit væri fyrir að á næsta ári yrði enn … lesa meira


Feykir.is | 18.9.14 | 9:43

Raunveruleikasjónvarp á Kaffi Krók

Þátttakendur í þýska raunveruleikaþættinum fyrir utan Kaffi Krók ásamt Kristínu Magnúsdóttur.

Þessa dagana er hópur á vegum þýskrar sjónvarpsstöðvar staddur í Skagafirði við gerð raunveruleikaþátta þar sem fjórir kokkanemar spreyta sig í matargerð. Þeir munu sjá um veitingastaðinn Kaffi Krók næstu vikuna og elda fyrir gesti og gangandi. Eru bæjarbúar hvattir … lesa meira


Feykir.is | 17.9.14 | 16:04

Skagaströnd í Útsvari

Frá Skagaströnd.

Skagaströnd hefur verið dregið út til þátttöku í sjónvarpsþættinum Útsvari. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Svf. Skagastrandar frá 12. september sl. „Sveitarstjórn lýsti ánægju sinni með að fulltrúar sveitarfélagsins taki þátt í góðum skemmtiþætti og fól sveitarstjóra að gera … lesa meira