feykir.is | Skagafjörður | 1.9.09 | 14:23

Bandarískir nemendur á námskeiði á Hólum

holar nemendur fyrir framan NýjabæHópur nemenda frá University of Washington  í Seattle, Bandaríkjunum  voru á námskeiði á Hólum í tvær vikur í sumar. Þetta er í annað sinn sem námskeiðið er haldið á Hólum, og fyrirhugað er að auka þetta samstarf skólanna enn frekar.
 Námskeiðið heitir Comparative history of ideas og er viðfangsefnið íslensk menning og saga og samband manns og náttúru (sjá http://depts.washington.edu/chid/showprogram.php?id=69).

Nemendurnir ferðuðust nokkuð útfrá Hólum og fóru einnig í gönguferðir. Þeir tóku virkan þátt í menningarlífi á Hólum og voru t.d. duglegir að sækja sunnudagstónleika í kirkjunni. Leiðangursstjórar og kennarar hópsins voru þau  Phillip Thurtle professor og Francesca Hillery aðstoðarkennari.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 21.11.14 | 14:19

„Eingáttastefna stjórnvalda skaðar Ísland“

Flugstöðin á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók.

Tíu hagsmunasamtök á landsbyggðinni hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér tafarlaust fyrir breyttri stefnu hvað millilandaflug um Ísland varðar og opna þegar í stað aðra gátt inn í landið. „Fjölgun ferðamanna … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 12:30

Tónlistarnemi á Hofsósi skrifar ráðherra

Bréfið sem Hrafnhildur Karen ritaði til menntamálaráðherra.

Hrafnhildur Karen Hauksdóttir er tíu ára tónlistarnemandi hjá Tónlistarskóla Skagafjarðar, búsett á Hofsósi. Hún er orðin langþreytt á verkfalli tónlistarkennara og tók því til sinna ráða og skrifaði bréf til menntamálaráðherra um málið. Bréfið frá Hrafnhildi hljóðar svo: Kæri menntamálaráðherra … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 11:35

Hrossasaltkjötsveisla í Torfgarði

Skagafjörður

Hrossasaltkjötsveisla verður haldinn í félagsheimilinu Torfgarði föstudaginn 28. nóvember kl. 19:00. „Sigurður Hansen og Ingimar Jónsson þjóna til borðs. Komum og eigum góða kvöldstund saman,“ segir í auglýsingu í Sjónhorninu. Borðapantanir eru til 26. nóvember kl. 17 hjá Agnari í … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 9:28

Miðar á Sönglög á aðventu rjúka út!

songlog a adventu

Rífandi gangur er í miðasölu á jólatónleikana Sönglög á aðventu sem haldnir verða í Menningarhúsinu Miðgarði 5. desember nk. „Þetta hefur nú aldrei farið svona vel af stað verð ég að segja og mikil stemning í hópnum sem stendur að … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 8:54

Gott kvöld á Kaffi Krók

gottkvold

Felix Bergsson og Hlynur Ben verða með tónleika á Kaffi Krók í kvöld, föstudaginn 21. nóvember, kl. 21. „Þeir eru á ferð um landi og leika efni á nýjum plötum þeirra beggja, segja sögur og eiga saman skemmtilega kvöldstund,“ segir … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 8:36

Árskóli móðurskóli Vinaliðaverkefnsins

Kjartan Eide og Tommy Bottenvik, eigendur verkefnisins í Noregi, ásamt Óskari Björnssyni skólastjóra Árskóla og Herdísi Sæmundardóttur fræðslustjóra í Skagafirði undirrita samninginn.

Árskóli varð í gær móðurskóli Vinaliðaverkefnisins þegar Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla og Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, undirrituðu samning þess efnis. Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna, það hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 8:24

Fisktækninámið í fullum gangi

 

Andrea, Jóhanna, Ólöf og Hafrún um borð í Arnari.

Kennsla í fisktækninámi á vegum Farskólans og Fisk Seafood er í fullum gangi og gengur vel, að sögn bæði nemenda og kennara. Nýlega fengu fjórir nemendur það verkefni að bera saman þrjár tegundir fiskvinnslu. Stúlkurnar fjórar fóru í heimsókn í … lesa meira


Feykir.is | 20.11.14 | 23:48

Keflvíkingar áttu ekki möguleika gegn Stólunum í kvöld

umft_krokodillinn_ferh

Það var mikil gleði hjá stuðningsmönnum Tindastóls í Síkinu í kvöld þegar Keflvíkingar komu í heimsókn. Búið var að trekkja upp mikið og gott stuðningsmannateymi í stúkunni sem hélt uppi frábærri stemningu á meðan Stólarnir spiluðu enn einn glimrandi leikinn … lesa meira