feykir.is | Skagafjörður | 1.9.09 | 14:23

Bandarískir nemendur á námskeiði á Hólum

holar nemendur fyrir framan NýjabæHópur nemenda frá University of Washington  í Seattle, Bandaríkjunum  voru á námskeiði á Hólum í tvær vikur í sumar. Þetta er í annað sinn sem námskeiðið er haldið á Hólum, og fyrirhugað er að auka þetta samstarf skólanna enn frekar.
 Námskeiðið heitir Comparative history of ideas og er viðfangsefnið íslensk menning og saga og samband manns og náttúru (sjá http://depts.washington.edu/chid/showprogram.php?id=69).

Nemendurnir ferðuðust nokkuð útfrá Hólum og fóru einnig í gönguferðir. Þeir tóku virkan þátt í menningarlífi á Hólum og voru t.d. duglegir að sækja sunnudagstónleika í kirkjunni. Leiðangursstjórar og kennarar hópsins voru þau  Phillip Thurtle professor og Francesca Hillery aðstoðarkennari.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 28.3.15 | 13:23

Undirritað við hátíðlega athöfn á Hólum

Lárus Á. Hannesson formaður LH í ræðupúlti. Við hlið hans eru forsvarsmenn hestamannafélaganna í Skagafirði og á bak við Karlakórinn Heimir. Mynd:: KSE.

Í gær var skrifað undir samning vegna Landsmóts hestamanna 2016 við hátíðlega athöfn á Hólum í Hjaltadal. Fjölmenni var við athöfnina sem stýrt var af formanni LH, Lárusi Á. Hannessyni. Hestamannafélögin í Skagafirði stóðu fyrir fánareið og Karlakórinn Heimir söng … lesa meira


Feykir.is | 27.3.15 | 23:55

Skagfirsk sveifla á sópnum þegar Þórsurum var sópað heim í Þorlákshöfn

Govens skýtur en Lewis verst. Pétur og Helgi Viggós fylgjast með.

Lið Tindastóls sigraði lið Þórs úr Þorlákshöfn í kvöld í þriðja skiptið í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar og eru því komnir áfram í undanúrslitin. Lið Tindastóls vann einvígið 3-0 og sópaði því Þórsurum út úr keppninni án … lesa meira


Feykir.is | 27.3.15 | 18:48

Leik Tindastóls og Þórs seinkað til 20:30

umft_thor

Leik Tindastóls og Þór Þorlákshafnar, sem hefjast átti kl. 19.15 í kvöld hefur verið seinkað og er stefnt á að hann hefjist kl. 20:30 í kvöld. Samkvæmd frétt á vef KKÍ er ástæðan sú að dómarar leiksins lentu í umferðaróhappi á … lesa meira


Feykir.is | 27.3.15 | 16:19

Hættulegar sprungur í Ketubjörgum

Myndin er tekin þegar lögregla fór á staðinn og er fengin af heimasíðu Skagafjarðar.

Í fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gærmorgun kom fram að lögreglan í Skagafirði hefði varað við miklum sprungum sem myndast hafa í Ketubjörgum á Skaga, nánar tiltekið í Syðri-Bjargarvík. Þarna er vinsæll útsýnisstaður yfir björgin og út á Skagafjörðinn. Hreyfingar … lesa meira


Feykir.is | 27.3.15 | 14:53

Fer sópurinn á loft í kvöld?

karfa_tindastoll (2)

Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum í kvöld í Síkinu, íþróttahúsinu Sauðárkróki. Stólarnir hafa verið að standa sig mjög vel í deildinni í vetur og hafa tvisvar sinnum sigrað Þórsara, því verður spennandi að sjá hvernig fer á … lesa meira


Feykir.is | 27.3.15 | 14:16

Öfugu megin uppí

Leikararnir sex í hlutverkum sínum.

Leikdeild ungmennfélagsins Grettis mun frumsýna farsann „Öfugu megin uppí“ þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 21:00 í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. Um er að ræða gamanleik og taka sex leikarar þátt. Leikritið segir frá Friðþjófi, sem tekur að sér að gæta sveitahótels … lesa meira


Feykir.is | 27.3.15 | 13:34

Sundlaugin á Hofsósi opnar eftir viðgerðir

Frá Sundlauginni á Hofsósi.

Sundlaugin á Hofsósi opnar á morgun, laugardaginn 28. mars, klukkan 11, eftir lokun vegna viðhalds. Eftirfarandi eru opnunartímar sundlauganna í Skagafirði um páskana: Sundlaugin á Sauðárkróki verður opin 2.apríl – 6. apríl frá kl. 10-17:30 og sundlaugin á Hofsósi 2.apríl – … lesa meira


Feykir.is | 26.3.15 | 16:39

Sól slær silfri á voga

Myndir: KSE

Jafndægur að vori var fyrir viku síðan, eða 20. mars. Þá eru dagur og nótt jafnlöng. Eftir umhleypingasaman vetur er rétt að grípa hvert tækifæri til að njóta veðursins og þrátt fyrir að frostið biti kinn var hressandi að bregða … lesa meira