feykir.is | Skagafjörður | 1.9.09 | 14:23

Bandarískir nemendur á námskeiði á Hólum

holar nemendur fyrir framan NýjabæHópur nemenda frá University of Washington  í Seattle, Bandaríkjunum  voru á námskeiði á Hólum í tvær vikur í sumar. Þetta er í annað sinn sem námskeiðið er haldið á Hólum, og fyrirhugað er að auka þetta samstarf skólanna enn frekar.
 Námskeiðið heitir Comparative history of ideas og er viðfangsefnið íslensk menning og saga og samband manns og náttúru (sjá http://depts.washington.edu/chid/showprogram.php?id=69).

Nemendurnir ferðuðust nokkuð útfrá Hólum og fóru einnig í gönguferðir. Þeir tóku virkan þátt í menningarlífi á Hólum og voru t.d. duglegir að sækja sunnudagstónleika í kirkjunni. Leiðangursstjórar og kennarar hópsins voru þau  Phillip Thurtle professor og Francesca Hillery aðstoðarkennari.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 1.8.14 | 9:39

Fákaflug 2014 – skráning

stigandi_logo

Fákaflug 2014 verður haldið dagana 9.og 10.ágúst nk. á Vindheimamelum í Skagafirði. Keppt verður í A og B-flokk, barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Sérstök forkeppni þar sem eru tveir til þrír inná. Einnig verður keppt í tölti. Skràning lýkur mánudaginn 4. … lesa meira


Feykir.is | 31.7.14 | 13:44

Stórlax á Handverkshátíðinni um aðra helgi

The middle age camp

Undirbúningur 22. Handverkshátíðar stendur sem hæst enda aðeins vika í hátíðina. Sýningin verður sett fimmtudaginn 7. ágúst og lýkur sunnudaginn 10. ágúst. Sýningin hefur fengið að gjöf 1,5 m háa gestabók klædda laxaroði og verður hún staðsett í hjarta sýningarinnar … lesa meira


Feykir.is | 31.7.14 | 11:22

Gæruhljómsveitir – Reykjavíkurdætur

Reykjavíkurdætur

Nú er undirbúningurinn fyrir tónlistarhátíðina Gæruna í fullum gangi og miðasala hafin á miði.is. Gæran verður haldin í húsnæði Loðskins/Atlantic Leather á Sauðárkróki helgina 14. og 16. ágúst nk. Feykir hafði samband við hljómsveitirnar og tónlistarmennina sem koma fram á … lesa meira


Feykir.is | 31.7.14 | 11:06

Hallgrímur á heimaslóðum

Steinunn Jóhannesdóttir við Grafarkirkju. Mynd: Einar Karl Haraldsson.

Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir eru rithöfundinum Steinunni Jóhannesdóttur hugleikin. Steinunn skrifaði Reisubók Guðríðar Símonardóttur árið 2001. Þegar hún fór svo að huga að bók um sambúðarár Guðríðar og Hallgríms fannst henni sig vanta meiri upplýsingar til að skilja bakgrunn … lesa meira


Feykir.is | 31.7.14 | 10:49

Stanslaust fjör alla helgina

Ómar Bragi og Pálína Ósk. Mynd: GSG

17. Unglingalandsmót UMFÍ er haldið á Sauðárkróki um helgina og verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. UMFÍ er landssamband ungmennafélaga og með ungmennahreyfingunni er verið að efla og hvetja til heilbrigðis, en UMFÍ leggur áherslu á að allir … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 23:59

Afdalabarn Guðrúnar frá Lundi endurútgefin

Mynd af Guðrúnu á bókarkápu er eftir Hallgrím Helgason.

Á morgun er væntanleg í verslanir bókin Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi. Er það fyrsta bók Guðrúnar sem er endurútgefin síðan Dalalíf var endurútgefin árin 1982-1984 og aftur 2000, og kom einnig út sem hljóðbók árið 2012. Aðrar bækur Guðrúnar … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 23:08

Stólarnir voru jafnvel verri en veðrið!

Loftur Páll

Tindastóll fékk lið Hauka úr Hafnarfirði í heimsókn á Sauðárkróksvöll í kvöld. Völlurinn var fínn en veðrið frekar hryssingslegt; norðan-kuldaboli. Stólarnir voru nálægt því að næla í stig í síðasta leik og gerðu stuðningsmenn sér vonir um að hægt væri … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 12:42

0-2 sigur Hamranna í gærkvöldi

Hart barist í leik Tindastóls-Grindavíkur sl. laugardag. Mynd: GSG

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tók á móti liði Hamranna í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Hamrarnir byrjuðu leikinn með miklum meðvindi og sóttu hart að Tindastólsstúlkum og uppskáru tvö mörk í fyrri hálfleik. Ágústa Kristinsdóttir skoraði fyrsta mark Hamranna á 26. mínútu … lesa meira