feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 3.3.15 | 11:16

Fjórgangur næsta mót í Mótaröð Neista

neisti_logo

Næsta mót í Mótaröð Neista, sem er fjórgangur, verður haldið á annað kvöld, miðvikudagskvöldið kl.19:00 í reiðhöllinni Arnargerði. „Hvetjum áhorfendur að mæta og horfa á skemmtilega keppni,“ segir á vef Neista. Skráning er á netfang Neista heneisti@gmail.com fyrir kl. 22:00 … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 11:05

Náms- og akstursstyrkir til nemenda á framhalds- og háskólastigi

Frá Skagaströnd. Mynd: KSE

Sveitarstjórn Skagastrandar tók ákvörðun við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 um að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi sem nemur 20 þús. kr. skólaárið 2014-2015. Styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð. Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 11:04

Ráslisti fyrir Skagfirsku mótaröðina

Verðlaunaafhending í fimmgangi í Skagfirsku mótaröðinni 6. mars 2014.

Þriðja mót Skagfirsku mótaraðarinnar verður haldið á morgun miðvikudaginn 4. mars. Keppt verður í tölti.  Keppni hefst kl. 18:30 á barnaflokki. Ráslistar mótsins eru hér að neðan:  Barnaflokkur – V5  Nr        Holl      Nafn    Hestur Hönd 1          1          Þórgunnur Þórarinsdóttir        Gola frá … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 10:46

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðahættu

Færð á vegum rétt fyrir kl. 11 3. mars 2015. Mynd/Vegagerðin.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja  á vegum og snjókoma eða éljagangur nokkuð víða. Siglufjarðarvegur er lokaður milli Ketiláss og Siglufjarðar vegna snjóflóðahættu. Vestlæg átt 3-10 er á Ströndum og Norðurlandi vestra, hvassast og él A-til. Þurrt seint í … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 9:50

Úrslit í upplestrarkeppni Árskóla

Þau munu taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Mynd: vefur Árskóla.

Upplestrarkeppni 7. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki fór fram í síðustu og stóðu nemendur sig með mikilli prýði, eins og sagt er frá á vef skólans. Lokakeppnin fer fram á sal FNV þriðjudaginn 10. mars. Eftirtaldir nemendur komust í úrslit og … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 9:20

Háskólinn á Hólum og Þelamerkurháskóli í Erasmus samstarfi

Leah Burns.

Í síðustu viku heimsótti deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, dr. Georgette Leah Burns, Þelamerkurháskóla í Noregi, vegna samstarfs skólanna undir merkum Erasmus plús. Í heimsókninni flutti Leah fyrirlestra um náttúrutengda ferðaþjónustu og um stýringu gesta á vernduðum svæðum. Þá flutti … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 9:01

Skóladagvistun ódýrust í Skagafirði

leikskoli_skrudganga (8)

Í frétt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er vakin athygli á því, að þrátt fyrir að sveitarfélagið sé í hópi þeirra sveitarfélaga sem hækka leikskólagjöld hvað mest, eða um 8%, sé það eftir sem áður í hópi þeirra sveitarfélaga þar sem … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 8:37

Álag ferðamennsku á náttúru Íslands

Glaumbær er einn helsti viðkomustaður ferðamanna í Skagafirði.

Í fyrirlestraröðinni Vísindi og grautur á miðvikudaginn mun Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, fjalla um álag ferðamennsku á náttúru Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 10:00 og fer fram í stofu 205 í Háskólanum á Hólum. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir. Hin … lesa meira