feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 23.11.14 | 13:06

Látum sönginn hljóma

Karlakór Bólstaðarhrepps ásamt hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar.

Geisladiskur með söng Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps við undirleik Hljómsveitar Skarphéðins H. Einarssonar er kominn í sölu. „Árið 2013 var aðalverkefni Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps söngdagskrá með lögum Geirmundar Valtýssonar en lögin eru  útsett  af Rögnvaldi Valbergssyni. Undirleik annaðist hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar. Söngdagskráin fékk … lesa meira


Feykir.is | 23.11.14 | 12:43

Þrymarar þrælgóðir á Würth fótboltamóti

Þrymarar þrælgóðir á Würth fótboltamóti. Mynd/Páll Friðriksson

Würth Iceland – football&fun, eitt stærsta fótboltamót eldri leikmanna á norðurhveli jarðar var haldið laugardaginn 15. nóvember sl. í Egilshöll í Grafarvogi. Um fimmtíu lið skráðu sig til leiks, innlend sem erlend, kvenna og karla og í nokkrum aldursflokkum. Þrymur, … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 14:19

„Eingáttastefna stjórnvalda skaðar Ísland“

Flugstöðin á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók.

Tíu hagsmunasamtök á landsbyggðinni hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér tafarlaust fyrir breyttri stefnu hvað millilandaflug um Ísland varðar og opna þegar í stað aðra gátt inn í landið. „Fjölgun ferðamanna … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 12:30

Tónlistarnemi á Hofsósi skrifar ráðherra

Bréfið sem Hrafnhildur Karen ritaði til menntamálaráðherra.

Hrafnhildur Karen Hauksdóttir er tíu ára tónlistarnemandi hjá Tónlistarskóla Skagafjarðar, búsett á Hofsósi. Hún er orðin langþreytt á verkfalli tónlistarkennara og tók því til sinna ráða og skrifaði bréf til menntamálaráðherra um málið. Bréfið frá Hrafnhildi hljóðar svo: Kæri menntamálaráðherra … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 11:35

Hrossasaltkjötsveisla í Torfgarði

Skagafjörður

Hrossasaltkjötsveisla verður haldinn í félagsheimilinu Torfgarði föstudaginn 28. nóvember kl. 19:00. „Sigurður Hansen og Ingimar Jónsson þjóna til borðs. Komum og eigum góða kvöldstund saman,“ segir í auglýsingu í Sjónhorninu. Borðapantanir eru til 26. nóvember kl. 17 hjá Agnari í … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 9:28

Miðar á Sönglög á aðventu rjúka út!

songlog a adventu

Rífandi gangur er í miðasölu á jólatónleikana Sönglög á aðventu sem haldnir verða í Menningarhúsinu Miðgarði 5. desember nk. „Þetta hefur nú aldrei farið svona vel af stað verð ég að segja og mikil stemning í hópnum sem stendur að … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 8:54

Gott kvöld á Kaffi Krók

gottkvold

Felix Bergsson og Hlynur Ben verða með tónleika á Kaffi Krók í kvöld, föstudaginn 21. nóvember, kl. 21. „Þeir eru á ferð um landi og leika efni á nýjum plötum þeirra beggja, segja sögur og eiga saman skemmtilega kvöldstund,“ segir … lesa meira


Feykir.is | 21.11.14 | 8:36

Árskóli móðurskóli Vinaliðaverkefnsins

Kjartan Eide og Tommy Bottenvik, eigendur verkefnisins í Noregi, ásamt Óskari Björnssyni skólastjóra Árskóla og Herdísi Sæmundardóttur fræðslustjóra í Skagafirði undirrita samninginn.

Árskóli varð í gær móðurskóli Vinaliðaverkefnisins þegar Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla og Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, undirrituðu samning þess efnis. Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna, það hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir … lesa meira