feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 29.8.14 | 13:32

Höfuðdegi fylgir svipað veðurfar í þrjár vikur

Ef veðrið næstu þrjár vikurnar verður eitthvað svipað og í dag, á höfuðdegi, þurfa íbúar svæðisins engu að kvíða.

Nú er 29. ágúst er höfuðdagur, en skv. gamalli þjóðtrú er veðrátta þann dag fyrirboði um komandi tíð, það er á höfuðdegi á veðrátta að breytast og haldast þannig næstu þrjár vikur. Mikilvægt þótti hafa lokið heyskapur þann dag ef … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 10:39

Heitavatnslaust á Laugarbakka og Hvammstanga

image001

Vegna viðgerða í dælustöð hitaveitunnar á Laugarbakka verður lokað fyrir heitavatnið til Hvammstanga og Laugarbakka frá kl. 8:00 þriðjudaginn 2. sept. nk. og fram eftir degi, frá þessu er sagt á vef Húnaþings vestra. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 9:41

Opnað fyrir umsóknir um NATA

Ferðafélagsferð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru og er umsóknarfrestur til 9. september 2014. Sagt er frá þessu … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 9:33

Stefna að borun og álagsprófun í haust

Langhús í Fljótum á fallegu sumarkvöldi í júní 2013.

Á fundi veitunefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var meðal annars fjallað um stöðu mála vegna hitaveitu í Fljótum. Óskað hefur verið eftir fundi með landeiganda jarðarinnar Langhúsa vegna nýtingar á jarðhita við Dælislaug. Einnig hefur verið haft samband við Þórólf … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 9:22

20 starfsmenn FISK í fisktækninám

Frá kynningarfundi í Verinu fyrir væntanlega nemendur í fisktækni. Ljósm./Fisk.is

Nú í haust fer af stað nám í fisktækni á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólans og FISK Seafood ehf. í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands. Á heimasíðu FISK Seafood kemur fram að 20 starfsmenn fyrirtækisins hafa skráð sig til þátttöku en af … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 8:43

Margt um að vera í íþróttahúsinu um helgina

Korfuboltabudir2014-auglysing

Um helgina verður mikið um að vera í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Sirkus Baldoni verður þar með glæsilega sýningu á morgun, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00. Einnig verða Körfuboltabúðir Tindastóls 2014 í fullum gangi alla helgina sem og æfingar hjá meistaraflokki … lesa meira


Feykir.is | 28.8.14 | 15:46

Klippiskúrinn opnar eftir viku

Pála Rún Pálsdóttir og Jónína Róbertsdóttir munu starfa í Klippiskúrnum.

Ný hársnyrtistofa, Klippiskúrinn, opnar á Sauðárkróki á fimmtudaginn í næstu viku. Stofan opnar því EKKI í dag eins og misritað var í Sjónhorninu í dag, en dagsetningin þar er hins vegar rétt því opnað verður fimmtudaginn 4. september. Beðist er … lesa meira


Feykir.is | 28.8.14 | 14:36

Nýtt námsver á Blönduósi

Námsverið á Blönduósi hefur nú verið flutt frá Þverbraut yfir í Kvennaskólann á Blönduósi.

Nýlega var námsver sem áður var staðsett á Þverbrautinni flutt yfir í Kvennaskólann á Blönduósi. Á Norðurlandi vestra eru starfandi fjögur námsver, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Sveitarfélögin reka námsverin, hvert á sínu svæði. Í námsverunum er fjarfundabúnaður, FS … lesa meira