feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 15.9.14 | 9:11

Skúrir síðdegis

Veðrið kl. 12 í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands.

Sunnan 10-15 m/s og dálítil rigning er á Ströndum og Norðurlandi vestra, vestlægari og skúrir síðdegis. Hiti 8 til 14 stig. Hægari og bjart með köflum á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á miðvikudag og fimmtudag: Hæg austlæg eða … lesa meira


Feykir.is | 14.9.14 | 9:23

Badminton í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi

Frá Blönduósi  Mynd: Jón Guðmann

Badmintonfélagar á Blönduósi eru byrjaðir af fullum krafti í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi samkvæmt Húna.is og verða þar tvisvar í viku. Spilað verður mánudaga og fimmtudaga frá kl. 19:00-20:30. „Félagarnir vilja endilega fjölga í hópnum og hvetja því alla til að … lesa meira


Feykir.is | 13.9.14 | 19:53

Viðeigandi 3-0 tap í síðasta heimaleik sumarsins

Fannar Kolbeins skallar naumlega framhjá marki gestanna.

Aðeins 47 áhorfendur sáu leik Tindastóls og Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Gestirnir náðu snemma yfirhöndinni og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu þó svo að Stólarnir ættu nokkra ágæta spretti í leiknum. Lokatölur … lesa meira


Feykir.is | 13.9.14 | 8:18

SSNV auglýsir eftir atvinnuráðgjafa í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra

SSNV atvinnuþróun óskar eftir að ráða fjölhæfan og metnaðarfullan einstakling í starf atvinnuráðgjafa. Um er að ræða mjög fjölbreytt og spennandi starf sem gefur sjálfstæðum og skapandi einstaklingi möguleika á að þróast í starfi. Starfsstöð atvinnuráðgjafans verður á Hvammstanga. Starfssvið: … lesa meira


Feykir.is | 12.9.14 | 15:38

Sendibifreið ekið í veg fyrir bifhjól

Sauðárkrókur Skagafirði.

Ökumaður bifhjóls hlaut minniháttar meiðsl er sendibifreið ók í veg fyrir hann á Eyrarvegi á Sauðárkróki, við innkeyrsluna að Vörumiðlun, síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki leitaði ökumaður bifhjólsins sér sjálfur læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og fór … lesa meira


Feykir.is | 12.9.14 | 14:54

Sjö hlutu umhverfisviðurkenningar Svf. Skagafjarðar

Frá afhendingu umhverfisviðurkenninga Svf. Skagafjarðar í Húsi frítímans. Ljósm./BÞ

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2014 voru afhent í tíunda sinn í Húsi frítímans í gær. Að þessu sinni fengu sjö viðurkenningar en Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar stendur að framkvæmdinni fyrir hönd sveitarfélagsins. „Þetta er 10 árið sem Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sér um … lesa meira


Feykir.is | 12.9.14 | 13:07

Stóðréttardansleikur á Blönduósi

Hljómsveitin Made in sveitin. /Mynd fengin vef fb síðu hljómsveitarinnar.

Laugardaginn 13. sept. verður hinn árlegi stóðréttardansleikur í félagsheimilinu á Blönduósi. Í fréttatilkynningu frá félagsheimilinu segir að hljómsveitin Made in sveitin ásamt Magna Ásgeirssyni halda uppi stanslausu fjöri langt fram á nótt. Húsið opnar kl. 23:00 og er aðgangseyrir kr. … lesa meira


Feykir.is | 12.9.14 | 9:14

Prófa nýja aðferð við selatalningar úr lofti

Tryggvi Stefánsson serfræðingur hjá Svarma með ómannaða loftfarið sem notað er við talningarnar. Ljósm./Selasetur.is

Sérfræðingar Selasetursins vinna nú að selatalningu úr lofti en slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011 og var þá talið um land allt. Samkvæmt vef Selasetursins fékkst ekki fjárveiting til talninga af sömu stærðargráðu í ár, þ.e. um land allt, … lesa meira