feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 21.10.14 | 14:15

Ekki 52 m/s á Þverárfjalli

Ekki er 52 metra vindhraði á sekúndu á Þverárfjalli þó að vefur Vegagerðarinnar gefi það til kynna.

Þó að mörgum þyki eflaust fokið í flest skjól og að vetur konungur hafi komið með hvelli þetta árið, þá eiga upplýsingar þess efnis að vindhraði á Þverárfjalli sé 52 m/s ekki við rök að styðjast. Feyki barst ábending fyrir … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 14:03

Húnavallaskóli auglýstur til útleigu

20141009_164727

Húnavatnshreppur hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér sumarrekstur í húsnæði Húnavallaskóla. Húnavallaskóli er staðsettur í Austur Húnavatnsskýrslu um sjö km frá þjóðveginum. Undanfarin ár hefur verið rekið sumarhótel í skólanum, en margt annað kemur til greina. … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 13:51

Ellý og Vilhjálmur, Kanadaferð og 90 ára afmæli

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Vetrarstarf Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps hófst í gærkvöldi í Húnaveri. Mikil dagskrá er framundan en ákveðið var að æfa upp lög sem að Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms gerðu ódauðleg á ferli sínum. Verður sú dagskrá flutt á nýju ári. Einnig er … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 13:39

Kynningarfundur um flotbryggjur

Kynningarfundur um flotbryggjur verður haldinn á Skagaströnd kl. 16 á miðvikudaginn.

Hafnar og skipulagsnefnd Skagastandar býður þeim sem áhuga hafa að koma á kynningarfund um flotbryggjur sem haldinn verður í Fellsborg á morgun, miðvikudaginn 22. október, klukkan  16:00. Á fundinum mun Kristján Óli Hjaltason kynna flotbryggjur sem KROLI ehf. hefur til … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 10:06

Selkópur gekk á land á Hofsósi

Selkópurinn á Hofsósi. Mynd: Margrét Berglind Einarsdóttir.

Það var óvenjulegur gestur sem lagði leið sína á Vesturfarasetrið á Hofsósi í morgun, eða í það minnsta stefndi þangað. Margrét Berglind Einarsdóttir á Hofsósi var nýlega mætt til vinnu sinnar á fánasaumastofunni þegar hún varð vör við selkóp sem … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 8:55

Öruggur sigur kvennaliðs Tindastóls í fyrsta leik tímabilsins

Bríet Lilja Sigurðardóttir var með 24 stig og 14 fráköst í leiknum.

Kvennalið Tindastóls fór vel af stað í 1. deildinni í körfubolta um helgina en þá sóttu stúlkurnar lið FSu/Hrunamanna í Iðu á Selfossi. Tindastóll náði strax yfirhöndinni í leiknum, héldu öruggri forystu allt til leiksloka og unnu tuttugu stiga sigur. … lesa meira


Feykir.is | 20.10.14 | 15:52

Sótt um styrk til framkvæmdastjóðs ferðamannastaða

Gamla Blöndubrúin er ein elsta brú landsins. Mynd: huni.is.

Blönduósbær hefur sótt um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Styrkumsóknin lýtur að hönnun, rannsóknum og skipulagsvinnu við uppsetningu gömlu Blöndubrúarinnar yfir í Hrútey. Fyrr á árinu fór fram úthlutun styrkja úr sjóðnum og nam heildarfjárhæðin rúmlega 380 milljónum króna. Engum fjármunum … lesa meira


Feykir.is | 20.10.14 | 14:22

Eitt stærsta skip sem komið hefur í höfnina

m_horst_b-1-

Á föstudaginn var flutningaskipið Horst B. frá Samskipum að losa og lesta í Sauðárkrókshöfn. Komu nálægt 40 gámar í land, bæði lestaðir og tómir, og um borð fóru nálægt 50 gámar með um það bil 1.100 tonn af ýmsum varningi, … lesa meira