feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 24.7.14 | 14:44

Stundar bachelornám í Kaupmannahöfn

10522703_10203074378233622_2009444340_o

Jón Þorsteinn Reynisson frá Mýrakoti á Höfðaströnd hélt Takk tónleika fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar síðasta þriðjudag, til að sýna þakklæti sitt sem fyrrum nemandi skólans og rann allur ágóðinn óskiptur til skólans. Jón Þorsteinn er yngstur fjögurra barna hjónanna Reynis Sveinssonar … lesa meira


Feykir.is | 24.7.14 | 14:22

Tónleikaferðir um allan heim

Tónlistarmaðurinn Júlíus Aðalsteinn.

Júlíus Aðalsteinn Róbertsson er fæddur og uppalinn í Hrútafirði í Húnaþingi vestra, sonur Hafdísar Þorsteinsdóttur og Róberts Júlíussonar. Hann stundaði nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um tíma með nokkrum hléum og lauk þar 1. stigi vélstjórnar og útskrifaðist einnig sem … lesa meira


Feykir.is | 24.7.14 | 13:47

Tónlistarviðburður á Hafgrímsstöðum

acoustic concert

Það fer að líða að lokum Júlí mánaðar og eins og vanalega þá ætlum við hér hjá Viking Rafting á Hafgrímsstöðum í Lýtingstaðarhrepp, að hafa lifandi tónlistarviðburð næstkomandi Laugardag eða þann 26. Júlí kl. 20:00. Við fáum tónlistarmenn frá Reykjavík … lesa meira


Feykir.is | 24.7.14 | 13:36

Eldur í Húnaþingi – föstudagsdagskrá

Úr myndasafni Elds í Húnaþingi. Mynd:eldurhunathing.com

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi er bæjarhátíð í Húnaþingi vestra sem haldin verður dagana 23.-27. júlí. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 og er stútfull af skemmtilegri afþreyingu sem enginn ætti að missa af. Föstudagurinn 25. júlí 2014 – … lesa meira


Feykir.is | 24.7.14 | 12:45

Bjarni skipaður sýslumaður á Norðurlandi vestra

Bjarni G. Stefánsson sýslumaður

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur í kjölfar niðurstöðu sérstakrar valnefndar tilkynnt um skipan í embætti sýslumanna í nýjum umdæmum, segir á vef Innanríkisráðuneytisins, en Alþingi samþykkti í vor ný lög um breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglumanna og aðskilnað embættanna. … lesa meira


Feykir.is | 24.7.14 | 11:25

Stund fyrir Sturlu Þórðarson

kakalaskali

Á þriðjudagskvöldið í næstu viku standa félagið Á Sturlungaslóð og Kakalaskáli á Kringlumýri í Blönduhlíð fyrir viðburði sem nefndur er Stund fyrir Sturlu Þórðarson. Munu þeir Sigurður Hansen sagnaþulur og Einar Kárason rithöfundur fjalla um þessa merku hetju Sturlungaaldar, en … lesa meira


Feykir.is | 24.7.14 | 11:05

48 þúsund lítrar af mjólk í sjóinn

Mjólkursamlagið 007

Aðfararnótt miðvikudags kom upp bilun í mjólkursílói við Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga í fyrrinótt og varð til þess að 48 þúsund lítrar af mjólk fóru til spillis. Uppgötvaðist þetta þegar starfsmenn mættu til vinnu í gærmorgun. Að sögn Magnúsar Freys Jónssonar … lesa meira


Feykir.is | 24.7.14 | 10:09

Bílvelta á Vatnsnesi

Lögreglan

Bílvelta varð á Vatnsnesvegi í Vestur-Húnavatnssýslu uppúr klukkan 15 í gær. Samkvæmt mbl.is urðu engin meiriháttar meiðsli á farþegum en sjúkrabíll mætti á svæðið. Haft er eftir lögreglunni á Blönduósi að vegurinn á svæðinu sé lélegur og oft hafi verið … lesa meira