feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 25.4.15 | 13:13

Skutlaði sér í ískalda ánna við Sauðármýrina

Benedikt Lafleur brá sér í ískalda ánna við Sauðármýrina á Sauðárkróki. Ljósm./Vita

Til að forða sér frá þunglyndi sumardagsins fyrsta, í ljósi vetrarbyls og ofankomu á dagins, brá Benedikt Lafleur á það ráð að skutla sér í ískalda ánna við Sauðármýrina á Sauðárkróki. Í samtali við Feyki sagði hann baðið hafa reynst svo … lesa meira


Feykir.is | 25.4.15 | 12:48

Margir viðburðir í boði á forsælunni

Sæluvikudagskránna má sjá með að smella á auglýsinguna hér til hægri.

Lista- og menningarhátíð Skagfirðinga, Sæluvikan, verður sett á morgun, sunnudag. Þó er forsælan komin á skrið og margir viðburðir í boði, svo sem Vormót Molduxa sem hófst kl. 12 og er í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þá verður opnun myndlistarsýningarinnar Litbrigði … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 17:34

Litbrigði Samfélags í Sæluviku

Myndlistarfélagið Sólon verður með myndlistarsýninguna Litbrigði Samfélags í Gúttó í Sæluviku Skagfirðinga 2015. Mynd/Kristín Ragnars

Myndlistarfélagið Sólon verður með myndlistarsýninguna Litbrigði Samfélags í Gúttó í Sæluviku Skagfirðinga 2015. Sýningin er samsýning félaga í Sólon, listamanna úr Skagafirði og nágrenni og er nú haldin 7. árið í röð í Sæluviku. Sýningin opnar á morgun, laugardaginn 25. … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 16:50

Öskubusku ævintýrið hjá Unglingaflokki drengja

karfa_unglinga_logo

Unglingaflokkur körfuknattleiksdeildar Tindastóls tók á móti ÍR í undanúrslitaleik sl. þriðjudag. „Sýndu strákarnir okkar hvernig ætti að spila körfubolta og tóku strákana úr Breiðholtinu í kennslustund,“ segir í fréttatilkynningu frá Tindastól en lokatölur urðu 104 – 66. Næst eru strákarnir … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 15:35

Frí sætaferð í boði Kaupfélags Skagfirðinga á sunnudaginn

stolar_kr

Stemningin fyrir körfunni á Króknum er í efstu hæðum þessa dagana og ekki urðu úrslitin í gærkvöldi til að draga eitthvað úr – þvert á móti. Þriðji leikur Tindastóls og KR verður á sunnudaginn í DHL-höllinni í Vesturbænum og af … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 14:53

Varað við stórfelldu eldi á frjóum laxi af norskum uppruna í sjókvíum

Laxá á Ásum. Mynd: lax-a.is

Nýlega var haldinn fundur forustumanna veiðifélaga í Húnaþingi. Þar var samþykkt ályktun þar sem varað er alvarlega við stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi á Vestfjörðum og í Eyjafirði. Sérstaklega er lagst gegn því að eldi á norskum eldislaxi í sjókvíum … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 12:20

Íslensk reiðhefð í fortíð og nútíð – kennslusýning Hólanema

kennslusyning_ttk_2015

Nemendur á lokaári til BS í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum ætla að vera með kennslusýningu á morgun, laugardaginn 25. apríl. Sýningin ber heitið Íslensk reiðhefð í fortíð og nútíð og verður flutt með leikrænum tilburðum, samkvæmt fréttatilkynningu.  … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 11:53

Skagfirðingar með sælubros á vör eftir leik Stóla og KR

Áhorfendur fylltu Síkið sem aldrei fyrr og voru staðráðnir í að gefa sínum mönnum allan þann stuðning sem mögulegur var. Ljósm./Davíð Már Sigurðsson.

Skagfirðingar svífa enn um á skýi eftir ógleymanlega viðureign Tindastóls við KR í öðrum leik úrslitarimmu Domino´s-deildarinnar í Síkinu, Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Leikurinn var hreint út sagt geggjuð skemmtun frá upphafi til enda, eins og segir í umfjöllun … lesa meira