feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 28.7.14 | 9:56

Tónlistarhátíðin Gæran – sólóistakvöld

Þrumuguðirnir í Dimmu trylltu lýðinn á Tónlistarhátíðinni Gærunni 2012. Ljósm./BÞ

Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin fimmta árið í röð í húsakynnum Loðskins á Sauðárkróki, dagana 14.-16. ágúst 2014. Sólóistakvöld Gærunnar verður haldið fimmtudaginn 14. ágúst á Mælifelli og nú hafa þeir tónlistarmenn sem koma fram á sólóistakvöldinu verið tilkynntir. Einu sinni … lesa meira


Feykir.is | 28.7.14 | 9:31

Sögustund tileinkuð Sturlu Þórðarsyni sagnaritara

kakalaskali

Sögustund tileinkuð Sturlu Þórðarsyni sagnaritara verður í Kakalaskála þriðjudaginn 29. júlí kl 20. Einar Kárason rithöfundur og Sigurður Hansen sagnaþulur flytja erindi í tilefni af 800 ára fæðingardegi skáldsins en Sturla skrifaði m.a. Íslendingasögu þar sem segir frá einu róstursamasta … lesa meira


Feykir.is | 28.7.14 | 9:12

Annasöm vika hjá björgunarsveitinni Húnum

Seinni bíllinn í pyttinum. Mynd: Björgunarsveitin Húnar

Björgunarsveitin Húnar hafði í nógu að snúast í síðustu viku, en auk þess að laga, bæta og yfirfara merkingar á Vatnsnesfjalli fyrir Fjallaskokkið og sjá um flugeldasýninguna í tengslum við opnunarhátíð Elds í Húnaþingi, voru þrjú útköll þar sem bílar … lesa meira


Feykir.is | 28.7.14 | 8:38

Opna Hlíðarkaupsmótið – úrslit

Verðlaunahafar. Mynd: GSS.is

Opna Hlíðarkaupsmótið fór fram sl. laugardag. 26. júlí á Hlíðarendavelli. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og samkvæmt vef GSS voru veitt verðlaun fyrir sjö efstu sætin í punktakeppni og nándarverðlaun á 3/12 og 6/12. Helstu úrslit voru: Friðjón Bjarnason GSS- … lesa meira


Feykir.is | 27.7.14 | 18:25

Yfir 1000 laxar veiðst í Blöndu

Páll Magnússon að sleppa stórlaxi. Mynd: lax-á.is/HBE

Samkvæmt veiðitölum á vef Landssambands veiðifélaga er Blanda fyrsta laxveiðiáin á landinu til að fara yfir 1000 veidda laxa í sumar, en miðað við tölur sem birtust á vefnum þann 23. júlí sl. voru 1060 laxar komnir á land. Blanda … lesa meira


Feykir.is | 27.7.14 | 7:39

Stór dagur á Hólum í dag

Alexandra Chernyshova kemur frá á tónleikunum í Hóladómkirkju í dag.

Prestsvígsla verður í Hóladómkirkju í dag kl. 11:00 f.h. Oddur Bjarni Þorkelsson cand. theol. verður vígður til prestsþjónustu í Dalvíkurprestakalli með aðsetur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma til messunnar. Klukkan 14:00 verða svo tónleikar í … lesa meira


Feykir.is | 26.7.14 | 22:15

Margar hendur vinna létt verk

Ljósm./Pálína Ósk Hraundal

Á morgun, sunnudaginn 27. júlí, vantar sjálfboðaliða til að aðstoða við undirbúning fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki um næstu helgi. Allir þeir sem geta séð af smá tíma á morgun á milli kl. 17:00-19:00 eru hvattir til … lesa meira


Feykir.is | 26.7.14 | 21:46

Tindastólsmenn enn án sigurs

Frá leik Tindastóls og ÍA á Sauðárkróki fyrr í suma. Ljósm. /BÞ

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli mætti liði KV á KR-vellinum í dag. Tindastólsmenn mættu af krafti í leikinn og uppskáru vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Mark Magee brenndi af en dómarinn dæmdi að spyrnan ætti að vera tekin aftur því varnarmenn … lesa meira