feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 1.10.14 | 11:53

Tölvuvædd fjárhús á Brúnastöðum

Jóhannes bóndi á Brúnastöðum í Fljótum við nýju græjurnar. Mynd: ruv.is.

Á Brúnastöðum í Fljótum hefur nýlega verið fjárfest í  tölvubúnaði í fjárhúsunum sem skannar örmerki á hverri kind og kallar fram allar nauðsynlegar upplýsingar um bústofninn. Aðferðir við val á lömbum til slátrunar, sem nú stendur sem hæst í sveitum … lesa meira


Feykir.is | 1.10.14 | 11:23

Frítt í sund í hreyfiviku

Sundlaug Sauðárkróks. Ljósm./KSE

Nú stendur yfir alþjóðleg hreyfivika og í tilefni hennar býður Sveitarfélagið Skagafjörður öllum frítt í sund milli kl 17 og 19 dagana 29. september til 5. október í sundlaugum í firðinum. Gildir það í Varmahlíð, Hofsósi og Sauðárkróki.  Þar sem … lesa meira


Feykir.is | 1.10.14 | 11:20

KS deildin 2015

Ísólfur L Þórisson sigraði fjórganginn í KS deildinni 2012.

Dagsetningar hafa verið ákveðnar fyrir KS-Deildina 2015. Sú nýbreytni verður í vetur að hvert lið verður skipað fjórum knöpum í stað þriggja áður. Þá hefur verið bætt við einni keppnisgrein, gæðingafimi. „Töluverður spenningur er að myndast fyrir norðan og stefnir … lesa meira


Feykir.is | 1.10.14 | 10:06

Einar Mikael og Töfrahetjurnar með sýningu á Króknum föstudag

einar mikael tofrahetjur

Einar Mikael og Töfrahetjurnar ætla að leggja land undir fót og halda sýningar víða um Norðurland, með viðkomu á Sauðárkróki nk. föstudag. Að sögn Einars er sýningin troðfull af flottum sjónhverfingum og nýjum atriðum sem hafa aldrei sést áður á … lesa meira


Feykir.is | 1.10.14 | 9:27

Búist við hvassviðri eða stormi síðdegis

Veðrið kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands.

Sunnan 10-15 m/s og skúrir er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hvessir síðdegis, suðvestan 13-23 undir kvöld, hvassast A-til og úrkomumeira. Hægari í nótt en gengur í norðan 10-18 með rigningu á morgun. Hiti 3 til 9 stig en 2 … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 14:51

Skíðaiðkendur hittast við Grettislaug

skidi_jonsmot

Annan sunnudag, 12. október kl. 14:00 er boðað til samverustundar hjá skíðaiðkendum hjá Tindastóls. Þar verður boðið upp á grillaðar pylsur og vetrarstarfið kynnt. Æfingar hefjast svo um áramót. Meðal þess sem er fyrirhugað í vetur er að stofna brettadeild. … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 14:49

Mótmæla harðlega skerðingum í fjárlagafrumvarpi

Glaumbær í Skagafirði. Ljósm./Glaumbaer.is

Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar hefur sent frá sér ályktun vegna fjárlagafrumvarps Ríkisstjórnarinnar. Móttmælir félagið harðlega þeim skerðingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpi 2015. „Þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar haldi því fram að fjárlagafrumvarpið bæti hag heimila að meðaltali, þá er ljóst … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 13:48

Áreittu stúlkur á Borgarsandi

Borgarsandur á Sauðárkróki er vinsælt  útivistarsvæði barna jafnt sem fullorðinna. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Þrír menn eltu þrjár stúlkur sem voru að leik á Borgarsandi á Sauðárkróki sl. sunnudag. Stúlkurnar, sem eru á aldrinum 12 til 13 ára, forðuðu sér undan mönnunum og tilkynntu athæfið til lögreglu. „Það var blístrað á þær og þeir … lesa meira