feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 3.9.15 | 14:50

Beint frá býli á Kvikmyndahátíðinni í Cannes

Lilja og Baltasar á rauða teppinu í Cannes.

Bíóbændurnir frá Hofi á Höfðaströnd, Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir, gerðu gott mót á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í gær en þar frumsýndi Baltasar nýjustu afurð sína, Everest, sem hefur að öllu jöfnu hlotið lof gagnrýnenda og er hvarvetna … lesa meira


Feykir.is | 3.9.15 | 14:28

Brjáluð stemning og svaka fjör í Amsterdam

Jóhannes (til vinstri) í fræknum félagsskap Frónverja. Mynd: Einar Friðfinnur

Það er varla nema eitt umræðuefni á Klakanum í dag en það er leikur Hollands og Íslands í undankeppni EM sem fram fer í Amsterdam í kvöld. Mikill spenningur er fyrir leiknum og nokkur þúsund Íslendinga mættir á svæðið. Það … lesa meira


Feykir.is | 3.9.15 | 13:28

Fullur vilji til móttöku flóttafólks

Úr Glerhallavík í Skagafirði. Mynd: KSE.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsti á fundi sínum í morgun fullum vilja sínum til að taka þátt í því mikilvæga og aðkallandi verkefni er viðkemur komu flóttamanna frá Sýrlandi til Íslands. „Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög að gera slíkt hið … lesa meira


Feykir.is | 3.9.15 | 12:51

Vetrarstarf Sóldísa að fara af stað

Sóldísir á tónleikum 2011.

Vetrarstarf kvennakórsins Sóldísar er að fara í fullan gang og hefjast æfingar hjá kórnum þriðjudaginn 8. september kl 17 í Menningarhúsinu Miðgarði. Söngstjóri er Helga Rós Indriðadóttir og undirleikari Rögnvaldur Valbergsson. Nýjar konur eru boðnar velkomnar í kórinn og er … lesa meira


Feykir.is | 3.9.15 | 12:35

Ósk um hjólabrettagarð

Bréfritarar vilja fá hjólabrettagarð á Sauðárkróki. Mynd: KSE.

Á síðasta fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar þann 27. ágúst sl. var lagt fram bréf frá þeim Gunnari Þorleifssyni, Ásgeiri Braga Ægissyni, Óskari Halli Svavarssyni og Auðuni Elí Midfjord Jóhannssyni, 14 ára unglingum sem óska eftir að sveitarfélagið hlutist til með … lesa meira


Feykir.is | 3.9.15 | 12:28

Farsæl öldrun

Félag eldri borgara Húnaþingi vestra og Landsamband eldri borgara, héldu fræðslufund um „farsæla öldrun“ og hagsmunamál eldri borgara, í Nestúni Hvammstanga síðast liðinn mánudag. Mæting á fundinn var með ágætum og umræður líflegar. Frummælendur á fundinum voru Haukur Ingibergsson formaður … lesa meira


Feykir.is | 3.9.15 | 12:24

Vonbrigði með fjárveitingar

Ungar blómarósir á Hofsósi á sjómannadaginn 2014. sumar. Mynd: KSE

Eins og áður hefur verið greint frá í Feyki sótti Svf. Skagafjörður um þátttöku í verkefninu brothættar byggðir vegna Hofsóss, en var ekki meðal þeirra byggðarlaga sem tekin voru inn að þessu sinni. Í fundargerð atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá … lesa meira


Feykir.is | 3.9.15 | 12:19

„Ævintýrin eru oft nær en maður heldur“

Jórunn Árnadóttir er í opnuviðtali Feykis í dag. Mynd: KSE.

Jórunn Árnadóttir er nýlega flutt til Akureyrar eftir að hafa búið í Skagafirði um 40 ár. Áður en þangað kom upplifði hún ýmis ævintýri á bernskuslóðunum á Melrakkasléttu. Hún stóð daginn langan og saltaði síld í tunnur og er ein … lesa meira