feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 18.4.14 | 13:27

Sverrir Bergmann og Brynjar Elefsen leiða lokahóf körfunnar

Sverrir Bergmann. Ljósm./tindastoll.is

Lokahóf körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldið á Kaffi Krók í kvöld, föstudaginn langa. „Gullbarkinn og sjarmatröllið Sverrir Bergmann verður veislustjóri ásamt Brynjari Elefsen á lokahófinu[...]. Endilega að fjölmenna á þessa frábæru skemmtun og njóta góðs kvölds með okkur,“ segir á heimasíðu … lesa meira


Feykir.is | 18.4.14 | 13:15

Úrslit Grunnskólamótsins í Þytsheimum

Frá Gunnskólamóti hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra í Þytsheimum Hvammstanga. Ljósmynd/Hestamannafélagið Þytur.

Annað Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra fór fram í Þytsheimum á Hvammstanga þann 15. apríl sl. Samkvæmt heimasíðu hestamannafélagsins Þyts gekk allt ljómandi vel. Úrslitin voru eftirfarandi. Fegurðarreið 1. – 3. bekkur: Dagbjört Jóna Tryggvadóttir  Þokki frá Hvoli  2.bekkur  Grsk.Húnaþ.vestra … lesa meira


Feykir.is | 18.4.14 | 12:20

Ófært og óveður á Öxnadalsheiði

Lokað á Öxnadalsheiði.

Á Norðurlandi er flestir vegir á láglendi greiðfærir þó eru hálkublettir í Húnavatnssýslum. Hálkublettir og skafrenningur er á Þverárfjalli en ófært og óveður á Öxnadalsheiði. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðvestan 15-20, en 18-23 m/s í éljum fram eftir … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 14:46

Þýðing héraðsfréttamiðla fyrir landbyggðina

feykir_LLG2014_logo_samsett

Feykir fréttablað Norðurlands vestra stendur fyrir málstofu, í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð, í tengslum við atvinnulífssýninguna Skagafjörður – Lífsins gæði og gleði. Í málstofunni verða málefni héraðsfréttamiðla til umfjöllunar, hvaða gildi þeir hafa fyrir samfélagið og menningar- og sögulegt hlutverk … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 9:38

KS stofnar sölu og dreifingarfyrirtæki í Rússlandi

Ágúst Viðarsson, forstöðumaður Kjötafurðarstöðvar KS.

Á forsíðu Bændablaðsins, sem út kom í gær, er sagt frá því að KS hyggist á næstunni setja á fót fyrirtæki í St. Pétursborg í Rússlandi sem muni markaðssetja íslenskt lambakjöt fyrir Rússlandsmarkað. Jafnframt kemur fram að um sé að … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 8:35

Ferðumst af öryggi um páskana

bilar a vegi

Líkt og endranær verða margir á faraldsfæti um páskana. Útlit er fyrir fremur kalda páska miðað við árstíma og má búast við slyddu eða frosti á nokkrum stöðum á landinu, jafnvel snjókomu. Færð kann því að spillast, hætt er við … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 22:33

Áfram hagnaður í Húnaþingi vestra

húnaþing vestra

Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og fyrirtækja fyrir árið 2013 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl 2014, eins og segir í tilkynningu frá sveitarstjórn Húnaþings vestra, en þar segir orðrétt: “Niðurstaða ársreiknings Húnaþings vestra og fyrirtækja fyrir árið 2013 … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 14:49

Ráslisti Kvennatölts Norðurlands 2014

kvennatoltnordurlands

Kvennatölt Norðurlands 2014 verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á morgun, Skírdag 17. apríl og hefst kl. 17:00. Keppt verður í þremur flokkum; opinn flokkur, minna vanar og 21 árs og yngri. Ráslistinn er eftirfarandi: Opinn flokkur 1.Vigdís Gunnarsdóttir og Dökkvi … lesa meira