feykir.is | Dreifarinn | 1.12.11 | 8:46

Eitt súkkulaðidagatal á sólarhring

24 svona á sólarhring!

24 svona á sólarhring!

Einar Finnsson datt í lukkupottinn sem ungur drengur og súkkulaðidagatölin fóru að verða hvers barns eign fyrir jólin. Móðir hans misskildi eitthvað í upphafi og hélt að hvert dagatal – með 24 hólfum, ætti við hverja klukkustund sólarhringsins og keypti því 24 dagatöl handa syni sínum. „Nú síðan hef ég haldið þessum góða sið og alltaf keypt mér 24 dagatöl af Læons,“ sagði Einar við Dreifarann.

En Einar viðurkennir að þetta sé farið að verða meira mál en þegar hann var ungur. „Það er nú ekkert auðvelt að vakna á klukkutíma fresti yfir nóttina til að fá sér súkkulaði og þurfa að bursta alltaf á eftir. Næturnar verða nokkuð erilsamar eins og gefur að skilja, en þetta eru bara 24 dagar fram að jólum og ég vil endilega halda í þessa hefð sem skapaðist hjá mér sem ungum dreng.“

Seinni árin hefur maginn eitthvað verið að mótmæla öllu þessu súkkulaðiáti. „Læknirinn minn hefur pínu áhyggjur af þessu súkkulaðiáti í mér í desember, hann segir þetta ekki gott fyrir magann en tannlæknirinn segir að þetta sé allt í lagi svo framarlega sem ég bursti tennurnar eftir hvern mola, sérstaklega á nóttunni. Ég fæ yfirleitt í magann svona um 3-4 leytið á nóttunni og verkurinn hverfur ekki fyrr en ég hef fengið mér morgunverðinn,“ segir Einar að lokum.

En hvað með hans börn? „Nei þau fá bara venjulegt dagatal, einn mola á dag. Ég er ekki hlynntur miklu sælgætisáti barna og þau verða bara að skilja það“! sagði Einar að lokum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 1.9.14 | 15:47

Ullarþvottur í Sauðá ljósmynd mánaðarins á vef Þjóðminjasafnsins

Ullarþvottur í Sauðá. Stefanía Emilía Guðrún Lárusdóttir (1896-1993) og var frá Skarði í Gönguskörð­um. Brynjólfur Danivalsson (1897-1972) í Árbæ, Suðurgötu 24, á Sauðárkróki. Ljósm./Þorsteinn Jósepsson, fengin af vef Þí.

Ljósmynd septembermánaðar hjá Þjóðminjasafni Íslands er af Stefaníu Emilíu Guðrúnu Lárusdóttur (1896-1993) frá Skarði í Gönguskörðum og Brynjólfi Danivalssyni (1897-1972) frá Litla-Vatnsskarði. Þau voru einnig þekkt sem Emma og Binni í Árbænum, sem nú er Suðurgata 24 á Sauðárkróki. Á … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 11:52

Vetraropnun í sundlauginni í Varmahlíð

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð. Mynd: Tindastoll.is.

Frá og með deginum í dag, 1. september, verður opið í sundlauginni í Varmahlíð sem hér segir: Mánudaga og fimmtudaga kl.  9:00-21:00. Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9:00-20:00. Föstudaga kl. 9:00-14:00. Laugardaga kl. 10:00-15:00. Sunnudaga í september kl. 10:-15:00. Frá og … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 11:35

Tíu Íslandsmeistaratitlar til Skagfirðinga

UMSS hópurinn á Gautaborgarleikarnir í frjálsíþróttum sem haldnir voru á Ullevi-leikvanginum í Gautaborg í júní sl. Ljósm./fengin af facebook síðu Frjálsíþróttadeild Tindastóls.

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram á Selfossi helgina 26.-27. júlí. Lið UMSS stóð sig frábærlega á mótinu en samkvæmt vef Tindastóls vann liðið 10 Íslandsmeistaratitla í aldursflokkunum fjórum sem keppt var í, og alls til 30 … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 11:02

Mikið umleikis í Sauðárkrókshöfn

Úr Sauðárkrókshöfn.

Það er þó nokkuð umleikis í Sauðárkrókshöfn í dag. Verið er að landa úr Klakki SK-5 og Farsæli SH-30. Klakkur er með 116 tonn af þorski og 5,5 tonn af ufsa. Farsæll með um það bil 26 tonn af þorski og 4,5 tonn af … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 9:50

Kenýsk áhrif á Krókinn?

Carren er 25 ára sjálfboðaliði á vegum AUS samtakanna sem vantar heimili á Sauðárkróki.

Um þessar mundir eru sjálfboðaliðasamtökin Alþjóðleg ungmennaskipti, AUS, að leita að fósturfjölskyldum fyrir unga sjálfboðaliða sem munu dveljast á Íslandi á komandi starfsári.  Samtökin hafa það að markmiðið að vinna gegn fordómum með því að bjóða Íslendingum að ferðast til … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 9:28

Baldur og Aðalsteinn Íslandsmeistarar

Baldur og Aðalsteinn í lok Skagafjarðarrallýsins í júlí sl.

Átján áhafnir mættu til leiks í Alþjóðarallýinu, sem í daglegu tala gengur undir nafninu Reykjavíkurrallýið, en það fór fram um helgina. TímON félagarnir Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi og Baldur Haraldsson frá Sauðárkróki mættu til keppni með sextán stiga forskot. Lönduðu … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 9:11

Rigning með köflum í dag

Veðrið kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands. Mynd: Veður.is

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er vaxandi suðvestan átt, 5-10 um hádegi og rigning með köflum. Suðvestan 8-15 í kvöld og úrkomumeira, en dregur úr vindi og úrkomu á morgun. Hiti 7 til 15 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga: … lesa meira


Feykir.is | 31.8.14 | 12:05

Nýtt skólaár hafið í Háskólanum á Hólum

Frá nýnemadögum í Háskólanum á Hólum. Ljósm. fengin af vef skólans.

Nýnemadögum við Háskólann á Hólum lauk í síðustu viku en haustönn 2014 hófst formlega mánudaginn 25. ágúst. Samkvæmt vef Hólaskóla var dagskrá nýnemadaga ætluð öllum nýnemum, jafnt staðnemum sem fjarnemum – sem mættu þá í sína fyrstu staðbundnu lotu, hvort … lesa meira