feykir.is | Í matinn er þetta helst | 31.3.12 | 8:05

Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

 • 1 meðalstórt lambalæri
 • 1 tsk season-all
 • 1 tsk thymian
 • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
 • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

 • 1 tsk súpukraftur
 • ¼  tsk sítrónupipar
 • ½  tsk season-all
 • 2 msk tómatsósa
 • 1 tsk sósulitur
 • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

 • Kartöflubakstur:
 • 7-800 gr kartöflur
 • 150 gr 26% gouda-ostur
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

 • ½ dós kokkteilávextir
 • 1 kiwi
 • 1 banani
 • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

 • 6 eggjarauður
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ l þeyttur rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

 • 4 stk mars
 • 1 peli rjómi
 • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 24.11.14 | 13:44

Auka aðalfundur Knattspyrnudeildar Tindastóls

tindastoll logo

Auka aðalfundur Knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn mánudaginn 1. desember nk.  Staðsetning og tímasetning verður kynnt þegar nær dregur. „Áhugafólk er hvatt til að mæta en það sárvantar gott fólk í stjórn,“ segir í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls. Samkvæmt fréttatilkynningunni verður … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 11:22

Umsækjendur um stjórnunarstörf hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands auglýsti laus til umsóknar í október sl. eftirfarandi stjórnunarstörf; framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra hjúkrunar, framkvæmdastjóra fjármála- og stoðþjónustu og mannauðsstjóra. 32 umsækjendur voru um starf fjármála- og stoðþjónustu eða mannauðsstjóra, fimm um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar og einn sótti um … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 10:46

Nám í hestamennsku í FNV

Frá FNV deginum 2007.

Ég hef allan minn starfaldur starfað við hestamennsku. Ég flyt í Skagafjörð 1998 og hef búið þar og tamið og ræktað hross síðan ásamt manni mínum Birni Jónssyni. Vorið 2003 útskrifast ég sem tamningamaður, þjálfari og reiðkennari frá Hólaskóla. Hef … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 10:27

Útafakstur vegna hálku

Bíll hafnaði utan vegar í Víðidal vegna hálku helgina 15.-16. nóvember. Ljósm./BÞ

Að sögn lögreglunnar á Blönduósi hefur að undanförnu verið nokkuð um útafakstur í umdæmi hennar síðustu daga, vegna hálku. Í gær lenti bíll út af veginum skammt frá Stóru-Giljá, en erlendir ferðamenn sem í bílnum voru sluppu með minniháttar meiðsl. … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 10:24

Jóhann Rúnar Skúlason ræktandi ársins í Danmörku

Jóhann Rúnar Skúlason

Skagfirðingurinn Jóhann Rúnar Skúlason var valinn ræktandi ársins í Danmörku. Þetta kemur fram á vef Hestafrétta en þar segist Jóhann Rúnar að hann hafi verið með efstu hrossin í þremur flokkum. Hrossin voru Snarfari frá Slippen, hann var hæst dæmdi 5 … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 10:20

Vann ljósmyndasamkeppni Norðurlandaráðs

Verðlaunamynd Magneu.

Magnea Rut Gunnarsdóttir, 15 ára íbúi í Húnavatnshreppi, vann á dögunum ljósmyndasamkeppni Norðurlandaráðs. Í verðlaun hlaut hún Ipad Air. Magnea hefur mikinn áhuga á hestum og ljósmyndum og segist staðráðin í að halda áfram að stunda þessi áhuga mál, þó … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 9:34

Platan Ýlfur komin út

Ýlfur, plata Gísla Þórs Ólafssonar.

Platan Ýlfur er komin út en um er að ræða þriðju sólóplötu skagfirska tónlistarmannsins Gísla Þórs Ólafssonar. Gísli hefur áður gefið út plöturnar Bláar raddir árið 2013, með lögum við ljóð Geirlaugs Magnússonar og Næturgárun undir flytjandanafninu Gillon, árið 2012. … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 9:14

Sunnanátt og rigning

Veðrið kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands.

Sunnan 10-18 og rigning er á Ströndum og Norðurlandi vestra, hægari og úrkomulítið síðdegis. Sunnan- og suðaustan 8-15 og rigning með köflum á morgun. Hiti 0 til 6 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Suðlæg átt, 5-13 m/s … lesa meira