feykir.is | Í matinn er þetta helst | 31.3.12 | 8:05

Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

 • 1 meðalstórt lambalæri
 • 1 tsk season-all
 • 1 tsk thymian
 • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
 • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

 • 1 tsk súpukraftur
 • ¼  tsk sítrónupipar
 • ½  tsk season-all
 • 2 msk tómatsósa
 • 1 tsk sósulitur
 • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

 • Kartöflubakstur:
 • 7-800 gr kartöflur
 • 150 gr 26% gouda-ostur
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

 • ½ dós kokkteilávextir
 • 1 kiwi
 • 1 banani
 • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

 • 6 eggjarauður
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ l þeyttur rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

 • 4 stk mars
 • 1 peli rjómi
 • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 21.9.14 | 19:24

Njarðvíkingar lagðir í Síkinu

umft_krokodillinn_ferh

Tindastóll og Njarðvík mættust í ágætum körfuboltaleik síðastliðið föstudagskvöld en þetta var síðari leikur Tindastóls í riðlakeppni Lengjubikarsins. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi þó svo að Stólarnir hafi ávallt verið skrefinu á undan gestunum. Lokatölur urðu 76-69. Leikurinn fór … lesa meira


Feykir.is | 21.9.14 | 14:12

Loftmengunarmælir væntanlegur

gasmengun 21-22.9.2014

Blá móða frá eldgosinu í Holuhrauni hefur verið greinileg á Norðurlandi vestra sl. daga en samkvæmt vef Veðurstofu Íslands liggur skýringin í að vind lægði á landinu sl. þriðjudag. Hæg austlæg átt var á miðvikudag og fimmtudag en fremur hæg … lesa meira


Feykir.is | 20.9.14 | 14:29

Bjart yfir mönnum og hrossum í Skrapatungurétt

Stóðið rekið í Skrapatungurétt, 14. september 2014. Ljósm./BÞ

Ævintýri norðursins í Skrapatungurétt í Laxárdal Austur-Húnavatnssýslu fór fram um sl. helgi. Farið var í stóðsmölun á laugardaginn og að venju var gestum boðið að taka þátt í smölun og upplifa þá tilkomumiklu sjón að sjá stóðið renna út Laxárdalinn … lesa meira


Feykir.is | 20.9.14 | 11:10

Síðasti leikur tímabilsins í dag

Fannar Kolbeins skallar naumlega framhjá marki gestanna í leik Tindastóls og Grindavíkur um sl. helgi.

Meistaraflokkur karla hjá Knattspyrnudeild Tindastóls spilar síðasta leik sinn á tímabilinu í dag við Leikni á Leiknisvelli í Breiðholtinu í Reykjavík kl. 14:00. Skagfirðingar sem staddir eru á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana á lokametrunum. … lesa meira


Feykir.is | 19.9.14 | 15:49

Króksbrautarhlaupið á morgun

Frá Króksbrautarhlaupinu í fyrra. Ljósm./GSG

Sumarstarfi Skokkhópsins á Sauðárkróki lýkur á morgun, þann 20. september, með hinu árlega Króksbrautarhlaupi. Þá velur fólk sér þá vegalengd sem það ætlar sér að leggja að baki og hleypur á Krókinn á brautinni milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Hægt er … lesa meira


Feykir.is | 19.9.14 | 15:44

FNV í 2. sæti í sínum flokki í átakinu Hjólum í skólann

Bóknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Mynd: fastrik.is

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra varð í 2. sæti í sínum flokki í átakinu Hjólum í skólann, sem varði frá 12. – 16. september, á eftir Menntaskólanum á Ísafirði. Í átakinu kepptust nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna um að nýta sem oftast virkan … lesa meira


Feykir.is | 19.9.14 | 12:05

Súpufundur Félags ferðaþjónustunnar

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri á fundinum í gær.

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði hélt súpufund á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki í gær. Meðal gesta fundarins voru Arnheiður Jóhannsdóttir hjá Markaðsstofu Norðurlands og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Félagsmenn fjölmenntu og hlýddu á fróðleg erindi um það sem er á brennidepli … lesa meira


Feykir.is | 19.9.14 | 11:30

Norræna skólahlaupinu frestað vegna gasmengunar

Mistur yfir Skagafirði, vegna gasmengunar. þann 18. september 2014. Ljósm./BÞ

Norræna skólahlaupinu, sem átti að fara fram í Varmahlíðarskóla í morgun, var frestað vegna gasmengunar. Á heimasíðu skólans segir að þrátt fyrir að skyggni og blítt veður sé úti voru ráðleggingar Umhverfisstofnunar í morgun á þá leið að mengunin gæti … lesa meira