feykir.is | Í matinn er þetta helst | 31.3.12 | 8:05

Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

 • 1 meðalstórt lambalæri
 • 1 tsk season-all
 • 1 tsk thymian
 • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
 • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

 • 1 tsk súpukraftur
 • ¼  tsk sítrónupipar
 • ½  tsk season-all
 • 2 msk tómatsósa
 • 1 tsk sósulitur
 • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

 • Kartöflubakstur:
 • 7-800 gr kartöflur
 • 150 gr 26% gouda-ostur
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

 • ½ dós kokkteilávextir
 • 1 kiwi
 • 1 banani
 • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

 • 6 eggjarauður
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ l þeyttur rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

 • 4 stk mars
 • 1 peli rjómi
 • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 7.7.15 | 9:15

Einum færri náðu Stólarnir að sigra Dalvík/Reyni

tindastoll_logo

Tindastóll tók á móti Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Liðin skipuðu tvö neðstu sætin í deildinni fyrir leikinn en ljóst var að með sigri næðu Stólarnir að þoka sér ofar í deildinni. Þrátt fyrir glampandi sól … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 18:18

Síða Sveitarfélagsins Skagafjarðar fær nýtt útlit

Skjáskot af nýju útliti heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Í dag leit ný útgáfa heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar dagsins ljós en hún er afrakstur undirbúnings og yfirlegu stýrihóps sveitarfélagsins og starfsfólks Stefnu, sem sá um vefhönnun. Í frétt á hinni nýju síðu segir að rétt eins og á fyrri vef … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 11:56

Maríudagar

unnamed (1)

Síðustu fjögur ár hefur fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í Vesturhópi heiðrað minningu hennar með listsýningu sem nefnist ,,Maríudagar“. Í ár ætlar fjölskylda hennar enn á ný að efna til ,,Maríudaga“ með sýningu á ýmsum listmunum eftir nokkra listamenn. Þeir verða … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 10:01

Tindastóll tekur á móti Dalvík/Reyni í kvöld

Áfram Tindastóll. Ljósm./fésbókarsíða Knattsp.deildar Tindastóls.

Strákarnir í mfl. Tindastóls í knattspyrnu taka á móti nágrönnum sínum í Dalvík/Reyni í 2. deild Íslandsmótsins kvöld kl. 20:00 og eru stuðningsmenn liðsins hvattir til þess að fjölmenna á völlinn. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:34

Stefanía Hermannsdóttir hreppti silfrið

umss_tindastoll_logo

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram á Selfossi helgina 27.- 28. júní. Á vef Tindastóls segir að um 240 keppendur hafi verið skráðir til leiks, þar af fimm frá UMSS. Stefanía Hermannsdóttir náði bestum árangri Skagfirðinga á mótinu, … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:22

Skoða staðsetningu fyrir sjálfsafgreiðsludælu

Smábátahöfnin á Sauðárkróki á góðum sumardegi.

Skeljungur hf. hefur hug á að setja upp sjálfsafgreiðsludælu fyrir smærri báta á Sauðárkrókshöfn. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Svf. Skagafjarðar hefur verið falið að koma með tillögu að staðsetningu í samráði við hafnarstarfsmenn og Skeljung hf. Þetta kemur fram í fundargerð … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:10

Gönguskilti sett upp við fjögur fjöll

Upplýsingaskilti við upphaf gönguleiðar á Tindastól. Ljósm./Skagafjordur.is

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú hafið uppsetningu upplýsingaskilta við upphaf gönguleiða á Mælifellshnjúki, Tindastól, Hólabyrðu og Ennishnjúk. „Þessi fjöll og fleiri kalla gönguhrólfa til sín og njóta heilsusamlegar gönguferðir þannig sívaxandi vinsælda meðal almennings og ferðamanna,“ segir á vef sveitarfélagsins. Á … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:02

Umferðaöngþveiti á Blönduósi

Frá Blönduósi. Ljósm./BÞ

Mikil umferð var um vegi landsins í gær og varð hún mjög mikil um Blönduós enda margir á leiðinni suður og vestur af Pollamóti Þórs og N1 móti KA á Akureyri. Á Húna.is segir að föstudagsumferðin hafi verið mikil í gegnum bæinn … lesa meira