feykir.is | Í matinn er þetta helst | 31.3.12 | 8:05

Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

 • 1 meðalstórt lambalæri
 • 1 tsk season-all
 • 1 tsk thymian
 • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
 • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

 • 1 tsk súpukraftur
 • ¼  tsk sítrónupipar
 • ½  tsk season-all
 • 2 msk tómatsósa
 • 1 tsk sósulitur
 • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

 • Kartöflubakstur:
 • 7-800 gr kartöflur
 • 150 gr 26% gouda-ostur
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

 • ½ dós kokkteilávextir
 • 1 kiwi
 • 1 banani
 • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

 • 6 eggjarauður
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ l þeyttur rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

 • 4 stk mars
 • 1 peli rjómi
 • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 23.7.14 | 11:32

Eftirspurn eftir fellihýsum og tjaldvögnum

fellihysi

Töluverð eftirspurn er eftir fellihýsum og tjaldvögnum meðal landsmótsgesta sem hyggjast leggja leið sína á Unglingalandsmót á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Að sögn Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra mótsins, geta þeir Skagfirðingar sem vilja leigja slíka ferðavagna mótsgestum yfir helgina haft samband … lesa meira


Feykir.is | 23.7.14 | 10:31

Sumarlokun á Héraðsbókasafni Skagfirðinga

safnahus

Héraðsbókasafn Skagfirðinga verður lokað dagana 25. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa. Safnið verður opnað aftur mánudaginn 11. ágúst. Skila má  bókum á héraðsskjalasafnið, sem er opið frá kl. 13-17 alla virka daga. Héraðsbókavörður


Feykir.is | 23.7.14 | 9:58

Nýtt fyrirtæki á sviði vinnustaðaeineltis

officium

Ráðgjafarfyrirtækin Greining & Lausnir og Heilbrigðir stjórnarhættir hafa sameinað starfsemi sína undir nafninu „Officium ráðgjöf“. Fyrirtækið er í eigu Brynju Bragadóttur vinnusálfræðings (PhD) og Hildar Jakobínu Gísladóttur MBA. Officium sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og leggur áherslu á forvarnir og heilbrigða … lesa meira


Feykir.is | 23.7.14 | 9:53

Eldur í Húnaþingi – fimmtudagsdagskrá

Frá hátíðinni Eld í Húnaþingi í fyrra. Ljósm./eldurhunathing.com

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi er bæjarhátíð í Húnaþingi vestra sem haldin verður dagana 23.-27. júlí. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 og er stútfull af skemmtilegri afþreyingu sem enginn ætti að missa af. Fimmtudagurinn 24. júlí 2014 – … lesa meira


Feykir.is | 23.7.14 | 9:18

Selatalningin mikla 2014

selir-5

Síðan 2007 hefur farið fram árleg selatalning á Vatnsnesi og á Heggstaðarnesi í Húnaþingi vestra á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Markmiðið með talningunni er að afla þekkingar á fjölda sela á þessum slóðum. Selatalningin mikla fer í ár fram … lesa meira


Feykir.is | 23.7.14 | 9:15

Gæruhljómsveitir – Kiriyama Family

Kiriyama Family

Nú er undirbúningurinn fyrir tónlistarhátíðina Gæruna í fullum gangi og miðasala hafin á miði.is. Gæran verður haldin í húsnæði Loðskins/Atlantic Leather á Sauðárkróki helgina 15. og 16. ágúst nk. Feykir hafði samband við hljómsveitirnar og tónlistarmennina sem koma fram á … lesa meira


Feykir.is | 23.7.14 | 8:34

Úrslit í British Open á Sauðárkróki

Frá mótinu. Mynd: GSS.is

Góð stemning var á British Open á Sauðárkróki. Samkvæmt vef Golfklúbbs Sauðárkróks var keppnin jöfn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en síðustu menn á Hoylake komu í hús.       Keppendur á Sauðárkróki   Nettó skor      … lesa meira


Feykir.is | 22.7.14 | 16:36

Þóranna Ósk íslandsmeistari í sjöþraut

Þóranna Ósk. Mynd; Tindastóll.is.

Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík helgina 19.-20. júlí. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Tindastól/UMSS, varð Íslandsmeistari í sjöþraut kvenna, hlaut 4066 stig. Þóranna var eini keppandi UMSS á mótinu. Úrslit mótsins er að finna á vef … lesa meira