feykir.is | Í matinn er þetta helst | 31.3.12 | 8:05

Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

 • 1 meðalstórt lambalæri
 • 1 tsk season-all
 • 1 tsk thymian
 • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
 • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

 • 1 tsk súpukraftur
 • ¼  tsk sítrónupipar
 • ½  tsk season-all
 • 2 msk tómatsósa
 • 1 tsk sósulitur
 • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

 • Kartöflubakstur:
 • 7-800 gr kartöflur
 • 150 gr 26% gouda-ostur
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

 • ½ dós kokkteilávextir
 • 1 kiwi
 • 1 banani
 • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

 • 6 eggjarauður
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ l þeyttur rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

 • 4 stk mars
 • 1 peli rjómi
 • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 18.4.14 | 13:27

Sverrir Bergmann og Brynjar Elefsen leiða lokahóf körfunnar

Sverrir Bergmann. Ljósm./tindastoll.is

Lokahóf körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldið á Kaffi Krók í kvöld, föstudaginn langa. „Gullbarkinn og sjarmatröllið Sverrir Bergmann verður veislustjóri ásamt Brynjari Elefsen á lokahófinu[...]. Endilega að fjölmenna á þessa frábæru skemmtun og njóta góðs kvölds með okkur,“ segir á heimasíðu … lesa meira


Feykir.is | 18.4.14 | 13:15

Úrslit Grunnskólamótsins í Þytsheimum

Frá Gunnskólamóti hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra í Þytsheimum Hvammstanga. Ljósmynd/Hestamannafélagið Þytur.

Annað Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra fór fram í Þytsheimum á Hvammstanga þann 15. apríl sl. Samkvæmt heimasíðu hestamannafélagsins Þyts gekk allt ljómandi vel. Úrslitin voru eftirfarandi. Fegurðarreið 1. – 3. bekkur: Dagbjört Jóna Tryggvadóttir  Þokki frá Hvoli  2.bekkur  Grsk.Húnaþ.vestra … lesa meira


Feykir.is | 18.4.14 | 12:20

Ófært og óveður á Öxnadalsheiði

Lokað á Öxnadalsheiði.

Á Norðurlandi er flestir vegir á láglendi greiðfærir þó eru hálkublettir í Húnavatnssýslum. Hálkublettir og skafrenningur er á Þverárfjalli en ófært og óveður á Öxnadalsheiði. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðvestan 15-20, en 18-23 m/s í éljum fram eftir … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 14:46

Þýðing héraðsfréttamiðla fyrir landbyggðina

feykir_LLG2014_logo_samsett

Feykir fréttablað Norðurlands vestra stendur fyrir málstofu, í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð, í tengslum við atvinnulífssýninguna Skagafjörður – Lífsins gæði og gleði. Í málstofunni verða málefni héraðsfréttamiðla til umfjöllunar, hvaða gildi þeir hafa fyrir samfélagið og menningar- og sögulegt hlutverk … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 9:38

KS stofnar sölu og dreifingarfyrirtæki í Rússlandi

Ágúst Viðarsson, forstöðumaður Kjötafurðarstöðvar KS.

Á forsíðu Bændablaðsins, sem út kom í gær, er sagt frá því að KS hyggist á næstunni setja á fót fyrirtæki í St. Pétursborg í Rússlandi sem muni markaðssetja íslenskt lambakjöt fyrir Rússlandsmarkað. Jafnframt kemur fram að um sé að … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 8:35

Ferðumst af öryggi um páskana

bilar a vegi

Líkt og endranær verða margir á faraldsfæti um páskana. Útlit er fyrir fremur kalda páska miðað við árstíma og má búast við slyddu eða frosti á nokkrum stöðum á landinu, jafnvel snjókomu. Færð kann því að spillast, hætt er við … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 22:33

Áfram hagnaður í Húnaþingi vestra

húnaþing vestra

Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og fyrirtækja fyrir árið 2013 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl 2014, eins og segir í tilkynningu frá sveitarstjórn Húnaþings vestra, en þar segir orðrétt: “Niðurstaða ársreiknings Húnaþings vestra og fyrirtækja fyrir árið 2013 … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 14:49

Ráslisti Kvennatölts Norðurlands 2014

kvennatoltnordurlands

Kvennatölt Norðurlands 2014 verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á morgun, Skírdag 17. apríl og hefst kl. 17:00. Keppt verður í þremur flokkum; opinn flokkur, minna vanar og 21 árs og yngri. Ráslistinn er eftirfarandi: Opinn flokkur 1.Vigdís Gunnarsdóttir og Dökkvi … lesa meira