feykir.is | Í matinn er þetta helst | 31.3.12 | 8:05

Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

 • 1 meðalstórt lambalæri
 • 1 tsk season-all
 • 1 tsk thymian
 • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
 • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

 • 1 tsk súpukraftur
 • ¼  tsk sítrónupipar
 • ½  tsk season-all
 • 2 msk tómatsósa
 • 1 tsk sósulitur
 • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

 • Kartöflubakstur:
 • 7-800 gr kartöflur
 • 150 gr 26% gouda-ostur
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

 • ½ dós kokkteilávextir
 • 1 kiwi
 • 1 banani
 • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

 • 6 eggjarauður
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ l þeyttur rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

 • 4 stk mars
 • 1 peli rjómi
 • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 30.7.14 | 12:42

0-2 sigur Hamranna í gærkvöldi

Hart barist í leik Tindastóls-Grindavíkur sl. laugardag. Mynd: GSG

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tók á móti liði Hamranna í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Hamrarnir byrjuðu leikinn með miklum meðvindi og sóttu hart að Tindastólsstúlkum og uppskáru tvö mörk í fyrri hálfleik. Ágústa Kristinsdóttir skoraði fyrsta mark Hamranna á 26. mínútu … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 11:10

Frábær árangur UMSS á MÍ 15-22 ára

UMSS

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram á Selfossi helgina 26.-27. júlí sl. Keppendur voru alls um 200 frá 16 félögum og samböndum. Lið UMSS stóð sig frábærlega á mótinu og vann tíu Íslandsmeistaratitla í aldursflokkunum fjórum sem … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 10:49

Synti frá Drangey í leiðinda veðri

Jón Kristinn kom við í Grettislaug eftir sundið. Mynd: Drangeyjarferðir

Lögreglumaðurinn Jón Kristinn Þórsson synti frá Drangey í gærkvöldi í leiðinda veðri og í land. Jón Kristinn er í sérsveit lögreglunnar og er fjórði lögreglumaðurinn sem syndir úr Drangey í Skagafirði. Sagt var frá þessu á Facebook síðu Drangeyjarferða og … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 10:04

Umhverfisviðurkenningar veittar í Húnaþingi vestra

Frá Hvammstanga.

Árlega veitir Húnaþing vestra þeim aðilum viðurkenningu sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun og hirðingu lóða/landareigna sinna. Viðurkenningarnar voru veittar á fjölskylduhátíðinni Eldur í Húnaþingi sl. laugardag. Á vef Húnaþings vestra kemur fram að í flokki fyrirtækjalóða/atvinnuhúsnæðis hlaut … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 9:41

Aðeins færri selir en í fyrra

selasetur

Selatalningin mikla var haldin á vegum Selaseturs Íslands sl. sunnudag. Talningin hefur farið fram árlega síðan árið 2007 en markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu landsela á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 9:19

Söfnun til styrktar Hrefnu og Sigurði

jolakerti

Stofnaður hefur verið reikningur til styrktar Hrefnu Samúelsdóttur og Sigurði Birni Gunnlaugssyni, en Hrefna liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans og er það ljóst að þetta verður löng barátta. Hrefna og Sigurður eiga þrjá unga syni og með frjálsum framlögum … lesa meira


Feykir.is | 29.7.14 | 13:08

Guðný Hrund ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Guðný Hrund Karlsdóttir. Mynd: nsaventures.is

Samkvæmt vef Húnaþings vestra hefur Guðný Hrund Karlsdóttir verið ráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra. Guðný Hrund hefur undanfarin tvö ár starfað sem verkefnastjóri hjá Wise í Kanada þar sem hún hefur leitt innleiðingu stórra hugbúnaðarverkefna fyrir þarlend fyrirtæki. Áður starfaði hún … lesa meira


Feykir.is | 29.7.14 | 12:01

Unglingalandsmótsvikan hafin!

Ljósm./Pálína Ósk Hraundal

Nú er Unglingalandsmótsvikan hafin og undirbúningur fyrir mótið í fullum gangi. Heimamenn eru hvattir til þess að taka þátt í dagskránni um helgina, en hún er opin öllum og næg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Heimamenn eru einnig hvattir til þess … lesa meira