feykir.is | Í matinn er þetta helst | 31.3.12 | 8:05

Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

 • 1 meðalstórt lambalæri
 • 1 tsk season-all
 • 1 tsk thymian
 • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
 • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

 • 1 tsk súpukraftur
 • ¼  tsk sítrónupipar
 • ½  tsk season-all
 • 2 msk tómatsósa
 • 1 tsk sósulitur
 • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

 • Kartöflubakstur:
 • 7-800 gr kartöflur
 • 150 gr 26% gouda-ostur
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

 • ½ dós kokkteilávextir
 • 1 kiwi
 • 1 banani
 • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

 • 6 eggjarauður
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ l þeyttur rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

 • 4 stk mars
 • 1 peli rjómi
 • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 5.3.15 | 23:17

Kynning á gæðingafimi

lions kynbotasyning 018

Föstudagskvöldið 6. mars kl. 20:00 munu FT-norður og Reiðhöllin Svaðastaðir halda kynningu á keppnisgreininni gæðingafimi. Kynningin er ætluð knöpum jafnt sem áhorfendum. Anton Páll Níelsson og Mette Mannseth munu mæta og leiða þátttakendur gegnum helstu þætti gæðingafimi, svo sem hvað … lesa meira


Feykir.is | 5.3.15 | 22:53

Seiglusigur á Snæfelli í Hólminum og annað sætið gulltryggt

umft_krokodillinn_ferh

Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir í kvöld og tryggðu sér annað sætið í Dominos-deildinni með baráttusigri á liði Snæfells í Hólminum. Aldeilis glæsilegur árangur hjá strákunum því enn á eftir að spila tvær umferðir í deildinni. Stólarnir fóru betur af … lesa meira


Feykir.is | 5.3.15 | 19:14

Leikur Tindastóls og Snæfells sýndur beint á netinu

tindastoll logo

Leikur Tindastóls og Snæfells fer rétt að hefjast í Stykkishólmi, kl. 19:15. Leikurinn verður sýndur beint á TindastóllTv, Youtube rás Tindastóls.    Tindastóll er í 2. sæti í Dominos-deildinni með 28 stig en Snæfell er í 9. sæti með 16 stig.


Feykir.is | 5.3.15 | 9:25

Tindastóll skrifar undir samninga við fimm leikmenn

Við undirrituna í gær. Efri röð frá hægri:  Jónas Aron Ólafsson, Pálmi Þórsson og Arnar Ólafsson. Neðri röð frá vinstri:  Hólmar Daði Skúlason sem er með samning við félagið,  Jóhann Ulriksen og Ágúst Friðjónsson. Ljósm./Tindastóll.

Fimm ungir og efnilegir leikmenn skrifuðu undir samning við Tindastól í gær. Þeir eru Jóhann Ulriksen, Ágúst Friðjónsson, Jónas Aron Ólafsson, Pálmi Þórsson og Arnar Ólafsson og munu þeir leika með Mfl. karla í knattspyrnu í sumar.  Jóhann og Ágúst … lesa meira


Feykir.is | 4.3.15 | 16:59

Nes listamiðstöð á Eyrarrósarlistanum

Ninette Rothmüller og Melody Woodnutt. /BÞ

Nú hefur verið birtur listi yfir þau tíu verkefni sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina í ár, en Nes listamiðstöð á Skagaströnd er meðal þeirra. Mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina barst hvaðanæva af landinu.  Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt … lesa meira


Feykir.is | 4.3.15 | 16:22

Skagfirsku mótaröðinni frestað

Skagfirska mótaröðin frestast um óákveðinn tíma vegna slæmrar veðurspár.

Vegna slæmrar veðurspár hefur töltmótinu í Skagfirsku mótaröðinni, sem vera átti í kvöld, miðvikudagskvöldið 4. mars, verið frestað. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Frá þessu er sagt í tilkynningu frá Reiðhöllinni.


Feykir.is | 3.3.15 | 16:20

Riða greinist í Skagafirði

Kindur úr Staðarrétt 2011.

Riðuveiki greindist í síðustu viku á bænum Valagerði í Skagafirði. Fyrir aðeins mánuði síðan greindist riðuveiki á bænum Neðra-Vatnshorni í Húnaþingi-vestra. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Matvælastofnun er nú unnið að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Samkvæmt tilkynningunni fékk bóndinn í Valagerði … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 15:52

,,Vatn er galdur”

11043188_10153238903746004_6035271685115256433_n

Hugrún Lilja Hauksdóttir er Fljótamær sem er 24 ára gömul, en dettur í hálf fimmtugt seinna á árinu. Hún er búsett í 101 Reykjavík og er útskrifaður tækniteiknari og hefur nóg að gera. Hún lærir ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum og ásamt … lesa meira