feykir.is | Í matinn er þetta helst | 31.3.12 | 8:05

Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

 • 1 meðalstórt lambalæri
 • 1 tsk season-all
 • 1 tsk thymian
 • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
 • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

 • 1 tsk súpukraftur
 • ¼  tsk sítrónupipar
 • ½  tsk season-all
 • 2 msk tómatsósa
 • 1 tsk sósulitur
 • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

 • Kartöflubakstur:
 • 7-800 gr kartöflur
 • 150 gr 26% gouda-ostur
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

 • ½ dós kokkteilávextir
 • 1 kiwi
 • 1 banani
 • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

 • 6 eggjarauður
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ l þeyttur rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

 • 4 stk mars
 • 1 peli rjómi
 • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 22.8.14 | 14:06

Opna Fiskmarkaðsmótið 2014

golfklubbur skagastrond

Opna Fiskmarkaðsmótið í golfi, sem jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen, var haldið á Háagerðisvelli, Skagaströnd, laugardaginn 16. ágúst  sl. Mótið er þriðji hluti svokallaðar Norðvesturþrennu golfklúbbanna á Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki. Alls tóku 29 keppendur þátt í mótinu. Töluverður … lesa meira


Feykir.is | 22.8.14 | 10:47

Ketilbjöllur og jóga á haustönn

29295_109821065728150_1363218_n

Tveir nýjir íþróttaáfangar verða í boði á haustönn 2014 hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Á vef skólans kemur fram að í vetur mun nemendum gefast færi á að fá kennslu í bæði jóga og ketilbjöllum. ÍÞR 1K12 – Ketilbjöllur: Unnið er … lesa meira


Feykir.is | 22.8.14 | 9:52

Blanda í öðru sæti

Pétur Pálsson með fyrsta laxinn úr Blöndu þetta sumarið.
Mynd: Höskuldur B. Erlingsson.

Blanda skipar nú annað sæti á lista yfir aflahæstu laxveiðiár landsins, samkvæmt lista á heimasíðu Landssambands veiðifélaga, angling.is. Í Blöndu höfðu veiðst 1786 laxar þegar listinn var uppfærður sl. miðvikudag. Miðfjarðará er nú í 4. sæti með 1168 laxa og … lesa meira


Feykir.is | 22.8.14 | 9:37

Blóðugir og allsberir á reykfylltu sviðinu

Frá tónlistarhátíðinni.

Norðanpaunk hátíðin var haldin í fyrsta skiptið á Laugarbakka um verslunarmannahelgina. Aðsóknin á hátíðina var góð og á laugardeginum þurftu aðstandendur hátíðarinnar að senda út tilkynningu því ekki var hægt að taka við fleiri gestum. Feykir hafði samband við Árna … lesa meira


Feykir.is | 22.8.14 | 9:11

Brúðkaup í Borgarvirki

Frá brúkaupi Huldu Rósar Bjarnadóttur og Hermanns Arngrímssonar í Borgarvirki í sumar. Mynd: Rut Arngrímsdóttir.

Í sumar var töluvert talað um aukinn áhuga brúðhjóna á að gifta sig á óhefðbundnum stöðum og að æ fleiri veldu fallega staði í náttúrunni til slíkra athafna heldur en kirkjur eins og hefðbundnara má telja. Af því tilefni fór … lesa meira


Feykir.is | 22.8.14 | 9:11

GSS styrkið ljósið í minningu Ingvars

Halldór Halldórsson afhendir Hrefnu Þórarinsdóttir 100.000 króna styrk til Ljóssins í minningu Ingvars. Mynd: GSS.is

Síðastliðið miðvikudagskvöld afhenti Halldór Halldórsson varaformaður GSS Hrefnu Þórarinsdóttur 100.000 króna styrk til Ljóssins á lokamóti Ólafshússmótaraðarinnar, í minningu Ingvars Guðnasonar sem lést í júlí sl. Jafnframt fór fram verðlaunaafhending Ólafshússmótaraðarinnar. Samkvæmt vef GSS náði Ingvi Þór Óskarsson bestum árangri … lesa meira


Feykir.is | 22.8.14 | 9:04

Sýning fjölþjóðlegra listamanna-N2

n2 listasyning

Listamennirnir sem dvalið hafa í listamiðstöð Textílseturs Íslands í Kvennaskólanum í ágúst, munu standa fyrir sýningunni N2. Sýningin mun standa yfir fimmtudag, föstudag og laugardag 21.-23. ágúst frá kl. 13.00-17.00 að Árbraut 35. N2 er sýning fjölþjóðlegra listamanna og er … lesa meira


Feykir.is | 21.8.14 | 14:17

Laufey Kristín Skúladóttir ráðin í starf verkefnastjóra

Laufey Kristín Skúladóttir

Laufey Kristín  Skúladóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá sveitarfélaginu. Starfið var auglýst laust til umsóknar þann 21. júlí 2014 og rann umsóknarfrestur út 6. ágúst sl. Alls voru níu umsækjendur en þar af … lesa meira