feykir.is | Í matinn er þetta helst | 31.3.12 | 8:05

Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

 • 1 meðalstórt lambalæri
 • 1 tsk season-all
 • 1 tsk thymian
 • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
 • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

 • 1 tsk súpukraftur
 • ¼  tsk sítrónupipar
 • ½  tsk season-all
 • 2 msk tómatsósa
 • 1 tsk sósulitur
 • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

 • Kartöflubakstur:
 • 7-800 gr kartöflur
 • 150 gr 26% gouda-ostur
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

 • ½ dós kokkteilávextir
 • 1 kiwi
 • 1 banani
 • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

 • 6 eggjarauður
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ l þeyttur rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

 • 4 stk mars
 • 1 peli rjómi
 • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 26.5.15 | 22:54

Drög að nýjum kjarasamningi liggja fyrir

vmf_logo

Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar fundaði um stöðuna í kjaraviðræðum í kvöld, þriðjudaginn 26. maí. Samkvæmt fréttatilkynningu hefur verið fundað stíft síðustu daga og liggja nú fyrir meginlínur draga að nýjum kjarasamningi sem VR, LÍV, Flóafélögin og StéttVest hafa unnið að með … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 17:20

Ríkisstjórnin úthlutar 850 milljónum til brýnna verkefna á ferðamannastöðum

hegranesþing fornminjar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 850 milljónum til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Um er að ræða 104 verkefni á 51 stað á landinu, auk þess sem viðbótafé verður varið til aukinnar landvörslu um allt land. Af þessum verkefnum eru tíu … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 17:17

Veruleg röskun á starfsemi HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki.

Ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefst 27. maí. Á svæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands verður veruleg röskun á starfsemi stofnunarinnar ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur. Þetta kemur fram á vefsíðum HSN á Blönduósi og Sauðárkróki. Á heilsugæslu sinnir hjúkrunarfræðingur aðeins bráðatilfellum og því sem … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 15:57

Eyþór Jón ráðinn mótsstjóri LM 2016

Eyþór

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga hefur nú verið ráðinn mótsstjóri Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016. Fyrir valin varð Eyþór Jón Gíslason stjórnarmeðlimur Landssambands hestamannafélaga. Eyþór Jón Gíslason er Dalamaður, búsettur í Búðardal og félagi … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 15:54

Hinn síungi Darrel Lewis áfram hjá Tindastóli

Darrel Lewis leikur með Tindastóli næsta vetur. Ljósm./Hjalti Árna

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur endurnýjað samninginn við hinn síunga leikmann, Darrel Keith Lewis, fyrir næsta leiktímabil. Lewis fór á kostum á síðasta leiktímabili og var m.a. valinn í úrvalslið Dominos deildarinnar öll þrjú skiptin sem valið fór fram í vetur. „Stjórn … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 12:29

Margrét Eva hjá Matís á Sauðárkróki í sigurliðinu

Margrét Eva Ásgeirsdóttir (t.v.) og Þórhildur Sigurðardóttir (t.h.).

Nýsköpunarkeppnin Ecotrophelia Ísland fór fram 20. maí síðastliðinn. Í sigurliðinu, sem þróaði humarpaté, var meðal sex annarra Margrét Eva Ásgeirsdóttir, nemi við HÍ og starfsmaður Matís á Sauðárkróki, sem staðsett er í Verinu vísindagörðum. Fimm lið tóku þátt í keppninni. … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 10:21

Glaumbæjarkirkja vill hlutdeild í fjármunum ferðamanna

Gríðarlegur fjöldi ferðamanna leggur árlega leið sína í Glaumbæ. Mynd: KSE.

Á fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar síðast liðinn föstudag var tekið fyrir erindi frá sóknarpresti og sóknarnefndarformanni Glaumbæjarsóknar. Sr Gísli Gunnarsson sóknarprestur kom á fundinn til viðræðna. Í apríl sl. hafði verið óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um að Glaumbæjarkirkja fái … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 9:34

Styrkur úr sprotasjóði

Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir. Mynd: Skagafjörður.is.

Á dögunum hlaut Grunnskólinn austan Vatna veglegan styrk úr Sprotasjóði 400.000 þúsund kr. Sjóðurinn er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi. Styrkurinn til skólans er ætlaður til að prufukeyra og þróa áfram … lesa meira