feykir.is | Í matinn er þetta helst | 31.3.12 | 8:05

Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

 • 1 meðalstórt lambalæri
 • 1 tsk season-all
 • 1 tsk thymian
 • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
 • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

 • 1 tsk súpukraftur
 • ¼  tsk sítrónupipar
 • ½  tsk season-all
 • 2 msk tómatsósa
 • 1 tsk sósulitur
 • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

 • Kartöflubakstur:
 • 7-800 gr kartöflur
 • 150 gr 26% gouda-ostur
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

 • ½ dós kokkteilávextir
 • 1 kiwi
 • 1 banani
 • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

 • 6 eggjarauður
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ l þeyttur rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

 • 4 stk mars
 • 1 peli rjómi
 • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 22.10.14 | 9:23

Góðar gjafir til HS

Fulltrúar Víðimýrarsóknar ásamt Hafsteini Sæmundssyni og Herdísi Clausen.

Margir hugsa hlýlega til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki og er töluvert um að gjafir berist stofnuninni. Í byrjun þessa mánaðar færði Magnús Guðmundsson, íbúi á deild VI stofnuninni áheit að upphæð 300.000 krónur.´Var þessi höfðinglega gjöf notuð til búnaðarkaupa. Þá færði Víðimýrarsókn … lesa meira


Feykir.is | 22.10.14 | 9:06

Erfitt að verðmeta verk Sölva Helgasonar

solvi helgason

Engin tilboð bárust í litla blómamynd eftir Sölva Helgason sem boðin var upp hjá Gallerý Fold á mánudagskvöldið. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Tryggva Páli Friðrikssyni, uppboðshaldara, að erfitt sé að verðmeta verk Sölva þar sem hann var … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 14:15

Ekki 52 m/s á Þverárfjalli

Ekki er 52 metra vindhraði á sekúndu á Þverárfjalli þó að vefur Vegagerðarinnar gefi það til kynna.

Þó að mörgum þyki eflaust fokið í flest skjól og að vetur konungur hafi komið með hvelli þetta árið, þá eiga upplýsingar þess efnis að vindhraði á Þverárfjalli sé 52 m/s ekki við rök að styðjast. Feyki barst ábending fyrir … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 14:03

Húnavallaskóli auglýstur til útleigu

20141009_164727

Húnavatnshreppur hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér sumarrekstur í húsnæði Húnavallaskóla. Húnavallaskóli er staðsettur í Austur Húnavatnsskýrslu um sjö km frá þjóðveginum. Undanfarin ár hefur verið rekið sumarhótel í skólanum, en margt annað kemur til greina. … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 13:51

Ellý og Vilhjálmur, Kanadaferð og 90 ára afmæli

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Vetrarstarf Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps hófst í gærkvöldi í Húnaveri. Mikil dagskrá er framundan en ákveðið var að æfa upp lög sem að Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms gerðu ódauðleg á ferli sínum. Verður sú dagskrá flutt á nýju ári. Einnig er … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 13:39

Kynningarfundur um flotbryggjur

Kynningarfundur um flotbryggjur verður haldinn á Skagaströnd kl. 16 á miðvikudaginn.

Hafnar og skipulagsnefnd Skagastandar býður þeim sem áhuga hafa að koma á kynningarfund um flotbryggjur sem haldinn verður í Fellsborg á morgun, miðvikudaginn 22. október, klukkan  16:00. Á fundinum mun Kristján Óli Hjaltason kynna flotbryggjur sem KROLI ehf. hefur til … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 10:06

Selkópur gekk á land á Hofsósi

Selkópurinn á Hofsósi. Mynd: Margrét Berglind Einarsdóttir.

Það var óvenjulegur gestur sem lagði leið sína á Vesturfarasetrið á Hofsósi í morgun, eða í það minnsta stefndi þangað. Margrét Berglind Einarsdóttir á Hofsósi var nýlega mætt til vinnu sinnar á fánasaumastofunni þegar hún varð vör við selkóp sem … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 8:55

Öruggur sigur kvennaliðs Tindastóls í fyrsta leik tímabilsins

Bríet Lilja Sigurðardóttir var með 24 stig og 14 fráköst í leiknum.

Kvennalið Tindastóls fór vel af stað í 1. deildinni í körfubolta um helgina en þá sóttu stúlkurnar lið FSu/Hrunamanna í Iðu á Selfossi. Tindastóll náði strax yfirhöndinni í leiknum, héldu öruggri forystu allt til leiksloka og unnu tuttugu stiga sigur. … lesa meira