feykir.is | Í matinn er þetta helst | 31.3.12 | 8:05

Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

 • 1 meðalstórt lambalæri
 • 1 tsk season-all
 • 1 tsk thymian
 • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
 • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

 • 1 tsk súpukraftur
 • ¼  tsk sítrónupipar
 • ½  tsk season-all
 • 2 msk tómatsósa
 • 1 tsk sósulitur
 • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

 • Kartöflubakstur:
 • 7-800 gr kartöflur
 • 150 gr 26% gouda-ostur
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

 • ½ dós kokkteilávextir
 • 1 kiwi
 • 1 banani
 • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

 • 6 eggjarauður
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ l þeyttur rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

 • 4 stk mars
 • 1 peli rjómi
 • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 25.4.15 | 13:13

Skutlaði sér í ískalda ánna við Sauðármýrina

Benedikt Lafleur brá sér í ískalda ánna við Sauðármýrina á Sauðárkróki. Ljósm./Vita

Til að forða sér frá þunglyndi sumardagsins fyrsta, í ljósi vetrarbyls og ofankomu á dagins, brá Benedikt Lafleur á það ráð að skutla sér í ískalda ánna við Sauðármýrina á Sauðárkróki. Í samtali við Feyki sagði hann baðið hafa reynst svo … lesa meira


Feykir.is | 25.4.15 | 12:48

Margir viðburðir í boði á forsælunni

Sæluvikudagskránna má sjá með að smella á auglýsinguna hér til hægri.

Lista- og menningarhátíð Skagfirðinga, Sæluvikan, verður sett á morgun, sunnudag. Þó er forsælan komin á skrið og margir viðburðir í boði, svo sem Vormót Molduxa sem hófst kl. 12 og er í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þá verður opnun myndlistarsýningarinnar Litbrigði … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 17:34

Litbrigði Samfélags í Sæluviku

Myndlistarfélagið Sólon verður með myndlistarsýninguna Litbrigði Samfélags í Gúttó í Sæluviku Skagfirðinga 2015. Mynd/Kristín Ragnars

Myndlistarfélagið Sólon verður með myndlistarsýninguna Litbrigði Samfélags í Gúttó í Sæluviku Skagfirðinga 2015. Sýningin er samsýning félaga í Sólon, listamanna úr Skagafirði og nágrenni og er nú haldin 7. árið í röð í Sæluviku. Sýningin opnar á morgun, laugardaginn 25. … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 16:50

Öskubusku ævintýrið hjá Unglingaflokki drengja

karfa_unglinga_logo

Unglingaflokkur körfuknattleiksdeildar Tindastóls tók á móti ÍR í undanúrslitaleik sl. þriðjudag. „Sýndu strákarnir okkar hvernig ætti að spila körfubolta og tóku strákana úr Breiðholtinu í kennslustund,“ segir í fréttatilkynningu frá Tindastól en lokatölur urðu 104 – 66. Næst eru strákarnir … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 15:35

Frí sætaferð í boði Kaupfélags Skagfirðinga á sunnudaginn

stolar_kr

Stemningin fyrir körfunni á Króknum er í efstu hæðum þessa dagana og ekki urðu úrslitin í gærkvöldi til að draga eitthvað úr – þvert á móti. Þriðji leikur Tindastóls og KR verður á sunnudaginn í DHL-höllinni í Vesturbænum og af … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 14:53

Varað við stórfelldu eldi á frjóum laxi af norskum uppruna í sjókvíum

Laxá á Ásum. Mynd: lax-a.is

Nýlega var haldinn fundur forustumanna veiðifélaga í Húnaþingi. Þar var samþykkt ályktun þar sem varað er alvarlega við stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi á Vestfjörðum og í Eyjafirði. Sérstaklega er lagst gegn því að eldi á norskum eldislaxi í sjókvíum … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 12:20

Íslensk reiðhefð í fortíð og nútíð – kennslusýning Hólanema

kennslusyning_ttk_2015

Nemendur á lokaári til BS í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum ætla að vera með kennslusýningu á morgun, laugardaginn 25. apríl. Sýningin ber heitið Íslensk reiðhefð í fortíð og nútíð og verður flutt með leikrænum tilburðum, samkvæmt fréttatilkynningu.  … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 11:53

Skagfirðingar með sælubros á vör eftir leik Stóla og KR

Áhorfendur fylltu Síkið sem aldrei fyrr og voru staðráðnir í að gefa sínum mönnum allan þann stuðning sem mögulegur var. Ljósm./Davíð Már Sigurðsson.

Skagfirðingar svífa enn um á skýi eftir ógleymanlega viðureign Tindastóls við KR í öðrum leik úrslitarimmu Domino´s-deildarinnar í Síkinu, Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Leikurinn var hreint út sagt geggjuð skemmtun frá upphafi til enda, eins og segir í umfjöllun … lesa meira