Úr ljóðum Laxness – Tónleikar Kammerkórs Norðurlands í Hörpu

Kammerkór Norðurlands

Kammerkór Norðurlands

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness. Af því tilefni mun Kammerkór Norðurlands halda tónleika í Hörpunni næstkomandi sunnudag 22. apríl. Þar verða flutt lög við ljóð Nóbelskáldsins og eru tónleikarnir unnir í samstarfi við Gljúfrastein.

Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Miða á tónleikana er hægt að kaupa á vef Hörpu.

Nánari upplýsingar um dagskrá Gljúfrasteins í tilefni afmælisins má finna á hér.

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 31.3.15 | 17:37

Kvennatölt Norðurlands á skírdag

Kvennatolt_augl

Kvennatölt Norðurlands fer fram í Reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki á skírdag, fimmtudaginn 2. apríl. Keppt verður í þremur flokkum; opinn flokkur, minna vanar og 21 árs og yngri. Húsið er opnað kl. 17:00 með spennandi sýningu sem enginn má missa … lesa meira


Feykir.is | 31.3.15 | 15:40

Ánægja með nýtt töfrateppi

Börn sem fullorðnir prófuðu nýtt töfrateppi á Skíðasvæði Tindastóls um sl. helgi. Ljósm./fb-síða Skíðadeildar Tindastóls.

„Með tilkomu þessa töfrateppis erum við að auka fjölbreytnina í fjallinu og getur fólk sem ekki á gott með að fara í lyftu notað það,“ sagði Viggó Jónsson framkvæmdastjóri Skíðadeildar Tindastóls. Töfrateppið reyndist mjög vel þegar það var tekið í … lesa meira


Feykir.is | 31.3.15 | 11:35

Landinn lítur inn á frumsýningu Péturs Pans

Skjáskot úr Landanum þegar nemendur 10. bekks Árskóla voru heimsóttir á frumsýningardag Péturs Pans.

Landinn heimsótti nemendur 10. bekks Árskóla á Sauðárkróki á dögunum þegar þeir settu leikritið Pétur Pan á svið í Bifröst. „Þetta skemmtilegasti parturinn núna, þegar sýningarnar byrja. Við rúllum þessu,“ sagði Malen Áskelsdóttir, sem fór með hlutverk Vöndu, í viðtali … lesa meira


Feykir.is | 31.3.15 | 10:44

Töluvert tjón þegar sjóðandi heitt vatn flæddi um kjallara

Varmahlíð Skagafirði

Sjóðandi heitt vatn flæddi um kjallara Menningarhússins Miðgarðs í Varmahlíð aðfaranótt fimmtudags. Að sögn Stefáns Gísla Haraldssonar rekstaraaðila menningarhússins er verið að meta tjónið sem varð vegna óhappsins en ljóst er að það er töluvert.   Óhappið átti sér stað þegar þrýstiventill í … lesa meira


Feykir.is | 31.3.15 | 9:50

Hópíþrótt sem snýst um samvinnu, traust og aga

Hressir hestafimleikakrakkar á Sirkus Voltivóila á Hvammstanga 22. mars sl. Ljósm./Eydís Ósk Indriðadóttir

Krakkarnir í hestafimleikum hjá Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra buðu í sirkus þann 22. mars var og sýndu u.þ.b. 160 gestum sem komu í Reiðhöllina á Hvammstanga listir sínar. „Sýningin tókst mjög vel. Krakkarnir voru búnir að æfa stíft, sömdu … lesa meira


Feykir.is | 31.3.15 | 8:52

Gönguleiðir bættar og bekkjum fjölgað

Frá Skagaströnd.

Bæjarmálafélagið á Skagaströnd hefur sent sveitarstjórn Skagastrandar bréf þar sem kynntur er áhugi, sem fram hafi komið á fundum Bæjarmálafélagsins, um að gönguleiðir verði bættar og komið verði fyrir bekkjum meðfram þeim. Bréfið var lagt til kynningar á fundi sveitarstjórnar … lesa meira


Feykir.is | 30.3.15 | 17:28

Sólin blindar ökumenn

Sól er tekin að hækka á lofti. Mynd: KSE

„Nú þegar sól er lágt á lofti fjölgar umferðarslysum þar sem orsökin er að sólin blindar sýn ökumanna. Nauðsynlegt er gera það sem unnt er til að tryggja betra útsýni,“ segir í fréttatilkynningu frá sérfræðingi í forvörnum frá tryggingafélaginu VÍS. … lesa meira


Feykir.is | 30.3.15 | 17:12

Hætt að lítast á blikuna

Myndin er tekin þegar lögregla fór á staðinn og er fengin af heimasíðu Skagafjarðar.

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við miklum sprungum sem myndast hafa í Ketubjörgum í Syðri-Bjargavík á Skaga. Lögreglan hefur girt svæðið af og er allur aðgangur bannaður af öryggisástæðum. Málið var til umfjöllunar í byggðaráði Skagafjarðar sl. fimmtudag, líkt áður … lesa meira