Úr ljóðum Laxness – Tónleikar Kammerkórs Norðurlands í Hörpu

Kammerkór Norðurlands

Kammerkór Norðurlands

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness. Af því tilefni mun Kammerkór Norðurlands halda tónleika í Hörpunni næstkomandi sunnudag 22. apríl. Þar verða flutt lög við ljóð Nóbelskáldsins og eru tónleikarnir unnir í samstarfi við Gljúfrastein.

Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Miða á tónleikana er hægt að kaupa á vef Hörpu.

Nánari upplýsingar um dagskrá Gljúfrasteins í tilefni afmælisins má finna á hér.

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 27.11.14 | 16:18

Jólablað Feykis er komið út

Emilía Ásta Örlygsdóttir á Hólum í Hjaltadal tók myndina framan á JólaFeyki.

Jólablaðið Feykis kom út í dag. Að venju er blaðið fjölbreytt og vandað til útlits þess. Meðal efnis er viðtal við Stefán Pedersen ljósmyndara á Sauðárkróki, sem rifjar upp nærri 60 ára feril í því fagi. Þá er rætt við Þórdísi Þormóðsdóttur … lesa meira


Feykir.is | 27.11.14 | 12:59

Friðarganga Árskóla

Friðarganga 2013. Mynd: Hjalti Árna.

Hin árlega friðarganga Árskóla verður föstudaginn 28. nóvember, þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfunum. Lagt verður af stað kl. 8:30 frá skólanum. Eftir friðargönguna er boðið upp á kakó og piparkökur á lóð skólans. Foreldrar, bæjarbúar og aðrir … lesa meira


Feykir.is | 27.11.14 | 12:36

Aðventustund og aðventuhátíð

Frá aðventukvöldi í Hvammstangakirkju. Mynd: Norðanátt.is.

Aðventan hefst n.k. sunnudag, 30. nóvember, og verður aðventustund og aðventuhátíð af því tilefni á Hvammstanga. Aðventustundin verður á sjúkrahúsinu en aðventuhátíðin í Hvammstangakirkju. Aðventustundin verður í setustofu sjúkrahússins og hefst hún kl. 17:00. Þar mun Kirkjukór Hvammstanga flytja aðventu- og … lesa meira


Feykir.is | 27.11.14 | 12:24

Íslenskt prjón komin út á íslensku

Helene Magnusson við opnun sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins í fyrra. Mynd: KSE.

Bókin Íslenskt prjón eftir Héléne Magnússon er komin út á íslensku. Á síðastliðnu ári var bókin gefin út í Bandaríkjunum undir heitinu Icelandic Handknits. Bókin byggir á rannsóknarvinnu Héléne Magnússon á prjónafatnaði í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Á vef Heimilisiðnaðarsafnsins segir að bókin … lesa meira


Feykir.is | 27.11.14 | 11:48

Kjötsúpa í Maddömukoti

Maddömur í ham á Lummudögum.

Á laugardaginn ætla Maddömurnar að opna Maddömukot frá kl. 14-17. Boðið verður upp á kjötsúpu að hætti hússins og handverk verður til sölu. Áfram verður svo opið á laugardögum fram til jóla, á sama tíma. Laugardagana 6., 13. og 20. … lesa meira


Feykir.is | 27.11.14 | 11:31

Aðalfundur Ferðafélags Skagfirðinga

Úr Jónsmessuferð í Glerhallarvík. Mynd: ffs,is.

Aðalfundur ferðafélags Skagfirðinga fyrir árið 2014 verður haldinn miðvikudaginn 10. desember n.k. kl. 20:00. Verður hann haldinn í Sveinsbúð, húsnæði Skagfirðingasveitar, að Borgarröst 1. Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf. Allir eru boðnir velkomnir á fundinn, en nánar má fræðast um … lesa meira


Feykir.is | 27.11.14 | 11:09

Verðlaun í jólamyndakeppni Feykis

Emilía ásamt Úlfi og Völvu, með verðlaunin góðu.

Sigurvegari í myndasamkeppni Feykis vegna jólablaðsins 2014 er Emilía Ásta Örlygsdóttir á Hólum í Hjaltadal og prýðir falleg mynd hennar Jólablað Feykis 2014. Emilía hlýtur að launum glæsleg verðlaun, Canon Eos 1200D myndavél með 18-55 linsu frá Tengli og auk … lesa meira


Feykir.is | 26.11.14 | 15:09

4G símans á Sauðárkrók

4g sauðárkrókur

Sauðkrækingar eru komnir í blússandi 4G samband.  Þessi fjórða kynslóð farsímasenda eflir sambandið til muna, þar sem hraðinn um netið eykst. Auk þess leyfir tæknin áhorf í háskerpu og niðurhal kvikmynda á mettíma.  Ljóst er að sífellt fleiri landsmenn eru tilbúnir fyrir 4G … lesa meira