Úr ljóðum Laxness – Tónleikar Kammerkórs Norðurlands í Hörpu

Kammerkór Norðurlands

Kammerkór Norðurlands

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness. Af því tilefni mun Kammerkór Norðurlands halda tónleika í Hörpunni næstkomandi sunnudag 22. apríl. Þar verða flutt lög við ljóð Nóbelskáldsins og eru tónleikarnir unnir í samstarfi við Gljúfrastein.

Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Miða á tónleikana er hægt að kaupa á vef Hörpu.

Nánari upplýsingar um dagskrá Gljúfrasteins í tilefni afmælisins má finna á hér.

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 17.4.14 | 9:38

KS stofnar sölu og dreifingarfyrirtæki í Rússlandi

Ágúst Viðarsson, forstöðumaður Kjötafurðarstöðvar KS.

Á forsíðu Bændablaðsins, sem út kom í gær, er sagt frá því að KS hyggist á næstunni setja á fót fyrirtæki í St. Pétursborg í Rússlandi sem muni markaðssetja íslenskt lambakjöt fyrir Rússlandsmarkað. Jafnframt kemur fram að um sé að … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 8:35

Ferðumst af öryggi um páskana

bilar a vegi

Líkt og endranær verða margir á faraldsfæti um páskana. Útlit er fyrir fremur kalda páska miðað við árstíma og má búast við slyddu eða frosti á nokkrum stöðum á landinu, jafnvel snjókomu. Færð kann því að spillast, hætt er við … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 22:33

Áfram hagnaður í Húnaþingi vestra

húnaþing vestra

Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og fyrirtækja fyrir árið 2013 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl 2014, eins og segir í tilkynningu frá sveitarstjórn Húnaþings vestra, en þar segir orðrétt: “Niðurstaða ársreiknings Húnaþings vestra og fyrirtækja fyrir árið 2013 … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 14:49

Ráslisti Kvennatölts Norðurlands 2014

kvennatoltnordurlands

Kvennatölt Norðurlands 2014 verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á morgun, Skírdag 17. apríl og hefst kl. 17:00. Keppt verður í þremur flokkum; opinn flokkur, minna vanar og 21 árs og yngri. Ráslistinn er eftirfarandi: Opinn flokkur 1.Vigdís Gunnarsdóttir og Dökkvi … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 13:16

Sigríður Svavars leiðir lista Sjálfstæðisflokks

Sigríður Svavarsdóttir

Sigríður Svavarsdóttir framhaldsskólakennari leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði til sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014. Framboðslisti Sjálfsstæðisflokksins í Skagafirði er eftirfarandi.   Nafn:     Starfsheiti: Sigríður Svavarsdóttir               Framhaldsskólakennari Gunnsteinn Björnsson           … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 10:19

Atvinnulífs- og sæluvikublað Feykis kemur út eftir páska

feykir_logo2013_300px

Við minnum á að Feykir gefur ekki út blað í þessari viku vegna páskaleyfa en í næstu viku verður Feykir fyrr á ferðinni en vanalega og kemur út þriðjudaginn 22. apríl. Feykir verður þá með stærra sniði en venjulega og … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 10:01

Hraðatakmarkanir taka gildi 1. maí

Yfirlitskort yfir hraðatakmarkanir á Sauðárkróki. Mynd/fengin af vef Svf. Skagafjarðar.

Þessa dagana er unnið að uppsetningu skilta vegna lækkunar hámarkshraða í íbúagötum á Sauðárkróki. „Með lækkun hámarkshraða í íbúahverfum er stuðlað að auknu öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og unglinga sem oft eru að leik í íbúagötum … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 9:25

Öxnadalsheiði lokuð vegna flutningabíls

Veðurkort fyrir hádegið í dag, 16. apríl 2014. Mynd/Veður.is

Öxnadalsheiði er lokuð samkvæmt vef Vegagerðarinnar en unnið er að því að aðstoða flutningabíl sem lokar veginum. Snjóþekja og hálka er á köflum á Norðurlandi. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðvestan 8-15 m/s og stöku él. Gengur í norðan 5-10 … lesa meira