Úr ljóðum Laxness – Tónleikar Kammerkórs Norðurlands í Hörpu

Kammerkór Norðurlands

Kammerkór Norðurlands

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness. Af því tilefni mun Kammerkór Norðurlands halda tónleika í Hörpunni næstkomandi sunnudag 22. apríl. Þar verða flutt lög við ljóð Nóbelskáldsins og eru tónleikarnir unnir í samstarfi við Gljúfrastein.

Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Miða á tónleikana er hægt að kaupa á vef Hörpu.

Nánari upplýsingar um dagskrá Gljúfrasteins í tilefni afmælisins má finna á hér.

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 22.9.14 | 14:16

Stórleikur í Síkinu á morgun

Frá leik Tindastóls og Snæfells 2012. Ólafur Torfason og Svavar Birgisson eigast við.

Stórleikur verður í Síkinu á morgun, þriðjudag, þegar Tindastóll tekur á móti Snæfelli í átta liða úrslitum Lengjubikarsins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls má búast við hörkuleik, eins og alltaf þegar þessi lið mætast. „Liðið sem sigrar í þessum leik … lesa meira


Feykir.is | 22.9.14 | 11:45

Drottning stóðrétta um næstu helgi

Söngur og skagfirsk gleði á Laufskálarétt 2012. Ljósm./BÞ

Viðamikil dagskrá fer að venju fram í tengslum við Laufskálarétt, drottningu stóðrétta landsins, en réttað er laugardaginn 27. september nk. Á vef Svf. Skagafjarðar kemur fram að gleðin hefjist föstudaginn 26. september með stórsýningu og skagfirskri gleði í reiðhöllinni Svaðastöðum … lesa meira


Feykir.is | 22.9.14 | 11:45

Óvissuferð í Húnaþingi vestra á N4

Þættir um óvissuferð í Húnaþingi vestra hefjast kl 18:30 á fimmtudaginn.

Fimmtudaginn 25. september n.k. frumsýnir sjónvarpsstöðin N4 þáttaröðina „Óvissuferð í Húnaþingi vestra“, en þar er um að ræða nýja íslenska sjónvarpsþáttaröð fulla af fjöri í fallegu umhverfi. Í hverjum þætti glíma þrjú pör við hinar ýmsu þrautir, þar til eitt … lesa meira


Feykir.is | 22.9.14 | 11:22

Gestir Byggðasafnsins hátt í 40 þúsund

Glaumbær í Skagafirði. Ljósm./Glaumbaer.is

Sumarið hjá Byggðasafni Skagfirðinga var gestkvæmt en samkvæmt vef safnsins var tekið á móti 38480 gestum. Nú hefur vetraropnunartími tekið við en enstarfsmaður verður á vakt í Glaumbæ alla daga milli 10 og 16 til 19. október. Frá 20. til … lesa meira


Feykir.is | 22.9.14 | 11:21

Ferðamálafélagið í A-Hún fundar

Ferðalangar á leið á Spákonufell,

Ferðamálafélag A- Hún heldur fund á Hótel Blönduós þriðjudaginn 23. sept. kl. 17:00. Nýr starfsmaður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra, Hildur Þóra Magnúsdóttir,verður kynntur til sögunnar og mun hún einnig segja frá ferð sinni á Birdfar fuglaskoðunarsýninguna í Bretlandi. Hildur Þóra … lesa meira


Feykir.is | 22.9.14 | 11:09

HVE færðar gjafir vegna 100 ára afmælis

Unnur Valborg Hilmarsdóttir afhenti gjöfina fyrir hönd afkomenda Hjartar Eiríkssonar og Ingibjargar Levý.

Á laugardaginn var hefði Hjörtur Eiríksson á Hvammstanga orðið 100 ára og af því tilefni voru Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga færðar gjafir til minningar um hann og konu hans, Ingibjörgu Levý. Afkomendur og tengdabörn þeirra hjóna fjölmenntu á Heilbrigðisstofnunina og … lesa meira


Feykir.is | 22.9.14 | 10:56

Sigursælar skyttur frá Blönduósi

Jóna og Snjólaug voru sigursælar á mótinu.

Hið árlega kvennamót í leirdúfuskotfimi “SKYTTAN” var haldið á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur í gær. Skotfélagið Markviss á Blönduósi átti tvo keppendur og sigruðu þær hvor sinn flokk. Markmið kvennamótsins er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í þessari skemmtilegu íþrótt. … lesa meira


Feykir.is | 22.9.14 | 10:02

Víðimýrarsókn færir HS gjöf

Víðimýrarsókn færir HS gjöf. Ljósm./hskrokur.is

Víðimýrarsókn færði Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki (HS) gjöf á dögunum. Um er að ræða tvö sjónvarpstæki, tvo myndlykla, húsgögn á deildir I og II og rúmfatnað. „Framkvæmdastjórn HS þakkar innilega þessar höfðinglegu gjafir sem sýna rausnarskap og hlýhug sóknarinnar  til stofnunarinnar og … lesa meira