Úr ljóðum Laxness – Tónleikar Kammerkórs Norðurlands í Hörpu

Kammerkór Norðurlands

Kammerkór Norðurlands

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness. Af því tilefni mun Kammerkór Norðurlands halda tónleika í Hörpunni næstkomandi sunnudag 22. apríl. Þar verða flutt lög við ljóð Nóbelskáldsins og eru tónleikarnir unnir í samstarfi við Gljúfrastein.

Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Miða á tónleikana er hægt að kaupa á vef Hörpu.

Nánari upplýsingar um dagskrá Gljúfrasteins í tilefni afmælisins má finna á hér.

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 24.11.14 | 13:44

Auka aðalfundur Knattspyrnudeildar Tindastóls

tindastoll logo

Auka aðalfundur Knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn mánudaginn 1. desember nk.  Staðsetning og tímasetning verður kynnt þegar nær dregur. „Áhugafólk er hvatt til að mæta en það sárvantar gott fólk í stjórn,“ segir í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls. Samkvæmt fréttatilkynningunni verður … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 11:22

Umsækjendur um stjórnunarstörf hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands auglýsti laus til umsóknar í október sl. eftirfarandi stjórnunarstörf; framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra hjúkrunar, framkvæmdastjóra fjármála- og stoðþjónustu og mannauðsstjóra. 32 umsækjendur voru um starf fjármála- og stoðþjónustu eða mannauðsstjóra, fimm um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar og einn sótti um … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 10:46

Nám í hestamennsku í FNV

Frá FNV deginum 2007.

Ég hef allan minn starfaldur starfað við hestamennsku. Ég flyt í Skagafjörð 1998 og hef búið þar og tamið og ræktað hross síðan ásamt manni mínum Birni Jónssyni. Vorið 2003 útskrifast ég sem tamningamaður, þjálfari og reiðkennari frá Hólaskóla. Hef … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 10:27

Útafakstur vegna hálku

Bíll hafnaði utan vegar í Víðidal vegna hálku helgina 15.-16. nóvember. Ljósm./BÞ

Að sögn lögreglunnar á Blönduósi hefur að undanförnu verið nokkuð um útafakstur í umdæmi hennar síðustu daga, vegna hálku. Í gær lenti bíll út af veginum skammt frá Stóru-Giljá, en erlendir ferðamenn sem í bílnum voru sluppu með minniháttar meiðsl. … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 10:24

Jóhann Rúnar Skúlason ræktandi ársins í Danmörku

Jóhann Rúnar Skúlason

Skagfirðingurinn Jóhann Rúnar Skúlason var valinn ræktandi ársins í Danmörku. Þetta kemur fram á vef Hestafrétta en þar segist Jóhann Rúnar að hann hafi verið með efstu hrossin í þremur flokkum. Hrossin voru Snarfari frá Slippen, hann var hæst dæmdi 5 … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 10:20

Vann ljósmyndasamkeppni Norðurlandaráðs

Verðlaunamynd Magneu.

Magnea Rut Gunnarsdóttir, 15 ára íbúi í Húnavatnshreppi, vann á dögunum ljósmyndasamkeppni Norðurlandaráðs. Í verðlaun hlaut hún Ipad Air. Magnea hefur mikinn áhuga á hestum og ljósmyndum og segist staðráðin í að halda áfram að stunda þessi áhuga mál, þó … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 9:34

Platan Ýlfur komin út

Ýlfur, plata Gísla Þórs Ólafssonar.

Platan Ýlfur er komin út en um er að ræða þriðju sólóplötu skagfirska tónlistarmannsins Gísla Þórs Ólafssonar. Gísli hefur áður gefið út plöturnar Bláar raddir árið 2013, með lögum við ljóð Geirlaugs Magnússonar og Næturgárun undir flytjandanafninu Gillon, árið 2012. … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 9:14

Sunnanátt og rigning

Veðrið kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands.

Sunnan 10-18 og rigning er á Ströndum og Norðurlandi vestra, hægari og úrkomulítið síðdegis. Sunnan- og suðaustan 8-15 og rigning með köflum á morgun. Hiti 0 til 6 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Suðlæg átt, 5-13 m/s … lesa meira