Úr ljóðum Laxness – Tónleikar Kammerkórs Norðurlands í Hörpu

Kammerkór Norðurlands

Kammerkór Norðurlands

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness. Af því tilefni mun Kammerkór Norðurlands halda tónleika í Hörpunni næstkomandi sunnudag 22. apríl. Þar verða flutt lög við ljóð Nóbelskáldsins og eru tónleikarnir unnir í samstarfi við Gljúfrastein.

Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Miða á tónleikana er hægt að kaupa á vef Hörpu.

Nánari upplýsingar um dagskrá Gljúfrasteins í tilefni afmælisins má finna á hér.

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 21.4.15 | 13:04

Skrúðgöngu aflýst

sumardagurinn fyrsti

Vegna slæmrar veðurspár ætlar Skátafélagið Eilífsbúar ekki að vera með skrúðgöngu sumardaginn fyrsta. En skátamessan verður haldin að venju í Sauðárkrókskirkju og eru allir boðnir velkomnir, samkvæmt fréttatilkynningu. Skátamessan hefst kl. 11.


Feykir.is | 21.4.15 | 11:42

,,Mikilvægt að drekka nóg af vatni”

11110449_10204046926833343_8982371088037507570_n

Jóndís Inga Hinriksdóttir er 17 að verða 18 ára gömul. Hún er á öðru ári í FNV og býr á heimavistinni og hlakkar til að komast heim í sumarfrí. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál eru ljósmyndun, tíska … lesa meira


Feykir.is | 21.4.15 | 10:41

Barið í brestina á Króknum

Leikfélag Sauðárkróks sýnir gamanleikinn Barið í brestina á Sæluviku. Ljósm./BÞ

Næstkomandi sunnudag, 26. apríl frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks gamanleikinn Barið í brestina. Leikritið er skrifað af Guðmundi Ólafssyni og var það upprunalega sýnt af Leikfélagi Ólafsfjarðar árið 2001. Sögusviðið er sambyggð heilbrigðisstofnun og elliheimili og fá áhorfendur innsýn inn í líf … lesa meira


Feykir.is | 21.4.15 | 10:35

Sóknaráætlun – hvað er að frétta?

Stefán Haraldsson

Þann 22. júní næstkomandi skulu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa lokið gerð sóknaráætlunar landshlutans fyrir árin 2015-2019 samkvæmt samningi sem var undirritaður 10. febrúar síðastliðinn. Áætlunin mun marka stefnu landshlutans í menningarmálum, nýsköpun, atvinnuþróun, uppbyggingu mannauðs og lýðfræðilegri þróun … lesa meira


Feykir.is | 21.4.15 | 10:32

Hagnaðist um rúma tvo milljarða

Á fundinum voru þeir Björn Magni Svavarsson og Árni Kristinsson heiðraðir eftir 25 ára starf hjá KS.

Hagnaður varð á rekstri KS á árinu 2014 sem nam 2.129 millj. kr. samanborið við 1.704 millj.kr árið 2013. Þetta kemur fram í ársskýrslu Kaupfélagsins sem tekin var fyrir á aðalfundi KS sem haldinn var í Selinu, matsal Kjötafurðastöðvar KS … lesa meira


Feykir.is | 21.4.15 | 9:43

Krambúleraðir krummar og kremkexétandi krókódílar!

stolar_kr

Það er full ástæða til að leita í smiðju til hins kjarnyrta Kolbeins Kafteins þegar finna þarf fyrirsögn á skrif um fyrsta leikinn í einvígi KR og Tindastóls um Íslandsmeistaradolluna í körfubolta. Það fór nefnilega flest á annan veg en … lesa meira


Feykir.is | 20.4.15 | 17:26

„Erfitt að spá – sérstaklega um framtíðina,“ segir Axel Kára

Axel ásamt tveimur aðdáendum, Hebu og Huga. Myndina á Rúnar Birgir Gíslason.

Landsliðsmaðurinn eitilmagnaði, Axel Kárason, lét ekki sitt eftir liggja og var snöggur að svara laufléttum spurningum Feykis um einvígi Tindastóls og KR sem er í þann mund að hefjast. Axel hefur komið víða við í körfunni en auk þess að … lesa meira


Feykir.is | 20.4.15 | 17:07

Unglingaflokkur drengja í fjögurra liða úrslitum

Drengjaflokkur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls.

Á morgun, þriðjudag, mætir unglingaflokkur drengja í körfubolta hjá Tindastóli ÍR í fjögurra liða úrslitum í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Leikurinn hefst kl. 19:15. Körfuknattleiksdeildin vill hvetja alla vil að mæta á leikinn og styðja bið bakið á stráknum.