Úr ljóðum Laxness – Tónleikar Kammerkórs Norðurlands í Hörpu

Kammerkór Norðurlands

Kammerkór Norðurlands

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness. Af því tilefni mun Kammerkór Norðurlands halda tónleika í Hörpunni næstkomandi sunnudag 22. apríl. Þar verða flutt lög við ljóð Nóbelskáldsins og eru tónleikarnir unnir í samstarfi við Gljúfrastein.

Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Miða á tónleikana er hægt að kaupa á vef Hörpu.

Nánari upplýsingar um dagskrá Gljúfrasteins í tilefni afmælisins má finna á hér.

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 25.1.15 | 18:39

Lokanir vegna kolvitlauss veðurs

Lokað er um Öxnadalsheiði, Þverárfjall, Vatnsskarð og Holtavörðuheiði vegna veðurs. Ljósm./BÞ

Lokað er um Öxnadalsheiði, Þverárfjall, Vatnsskarð og Holtavörðuheiði vegna hálku og óveðurs. Ekki er gert er ráð fyrir að lægi að gagni og rofi til á Holtavörðuheiði fyrr en upp úr kl. 19 til 21 í kvöld, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Eins … lesa meira


Feykir.is | 24.1.15 | 16:53

Varað við stormi á morgun

Óveðurský

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Gengur í suðaustan 10-18 í kvöld með snjókomu, en síðar slyddu og hiti rétt yfir frostmarki. Veðurstofan varar við stormi eða jafnvel roki … lesa meira


Feykir.is | 24.1.15 | 16:38

Halldór Broddi kallaður á æfingar fylkisliðs Rogalands

Halldór Broddi Þorsteinsson

Sauðkrækingurinn knái, Halldór Broddi Þorsteinsson hefur í vetur æft með 3. flokki norska fótboltaliðsins Sandnes ULF og spilað nokkra leiki með liðinu í landshlutadeild vestur Noregs. Hann hefur sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér í varnaleiknum og hefur núna … lesa meira


Feykir.is | 24.1.15 | 16:27

Opið hús hjá Nes listamiðstöð

open_studio_january_WEB

Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús nk. mánudag, 26. janúar, og eru gestir boðnir velkomnir í stúdíóið að Fjörubraut 8 á Skagaströnd á milli kl. 16 og 18. Þar verður hægt að hitta þá listamenn hvaðanæva úr heiminum … lesa meira


Feykir.is | 23.1.15 | 15:58

„Óásættanlegt að þjónusta í heimabyggð sé ekki nýtt“

Af fjölmennum  upplýsinga- og umræðufundi fyrir eldri borgara (60+) og aðstandendur í Húnaþingi vestra. Ljósm./Húnaþing.is

Upplýsinga- og umræðufundur fyrir eldri borgara (60+) og aðstandendur í Húnaþingi vestra var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga sl. þriðjudag.  Á fundinum var skorað á þingmenn kjördæmisins og heilbrigðisráðherra að tryggja fjármagn til að manna þau ónýttu legurými sem eru … lesa meira


Feykir.is | 23.1.15 | 15:49

Heimsklassa þorrablót Vökukvenna á morgun

þorratrog2

Hið árlega þorrablót Kvenfélagsins Vöku verður haldið á morgun, laugardaginn 24. janúar, í Félagsheimilinu á Blönduósi. Veislustjórn verður í höndum Þorgerðar Þóru Hlynsdóttur (Giggu). K.K. og Co. sjá um skemmtiatriði og Trukkarnir sjá um undirleik í fjöldasöng og leika fyrir dansi … lesa meira


Feykir.is | 23.1.15 | 15:24

Þrír jaxlar og Lilja Pálma keppa undir merkjum Hofstorfunar / 66° norður

Elvar Einarsson er liðsstjóri Hofstorfunar / 66° norður í KS-Deildinni 2015. Ljósm./Jón Björnsson, fengin af fb-síðu KS-Deildarinnar.

Meistaradeild Norðurlands kynnir annað lið vetrarins til leiks, Hofstorfan / 66° norður, en mótaröðin hefst 11. febrúar nk. Liðstjóri er sauðfjárbóndinn og skeiðkóngurinn Elvar Einarsson. Með honum í liði eru Bjarni Jónasson, Lilja Pálmadóttir og Tryggvi Björnsson. „Þrír jaxlar á … lesa meira


Feykir.is | 23.1.15 | 13:50

Vatnsrennibraut reist við sundlaugina á Hvammstanga

Vatnsrennibrautin er komin upp við sundlaugina á Hvammstanga. Ljósm./GHK

Framkvæmdum við vatnsrennibraut í Sundlauginni á Hvammstanga miðar vel. Að sögn Guðnýjar Hrund Karlsdóttur sveitarstjóra Húnaþings vestra er búið að reisa rennibrautina en eftir er að ganga frá tengingum vatns- og raflagna. Framkvæmdir hófust um miðjan desembermánuð en þar sem … lesa meira