Úr ljóðum Laxness – Tónleikar Kammerkórs Norðurlands í Hörpu

Kammerkór Norðurlands

Kammerkór Norðurlands

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness. Af því tilefni mun Kammerkór Norðurlands halda tónleika í Hörpunni næstkomandi sunnudag 22. apríl. Þar verða flutt lög við ljóð Nóbelskáldsins og eru tónleikarnir unnir í samstarfi við Gljúfrastein.

Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Miða á tónleikana er hægt að kaupa á vef Hörpu.

Nánari upplýsingar um dagskrá Gljúfrasteins í tilefni afmælisins má finna á hér.

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 21.10.14 | 14:15

Ekki 52 m/s á Þverárfjalli

Ekki er 52 metra vindhraði á sekúndu á Þverárfjalli þó að vefur Vegagerðarinnar gefi það til kynna.

Þó að mörgum þyki eflaust fokið í flest skjól og að vetur konungur hafi komið með hvelli þetta árið, þá eiga upplýsingar þess efnis að vindhraði á Þverárfjalli sé 52 m/s ekki við rök að styðjast. Feyki barst ábending fyrir … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 14:03

Húnavallaskóli auglýstur til útleigu

20141009_164727

Húnavatnshreppur hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér sumarrekstur í húsnæði Húnavallaskóla. Húnavallaskóli er staðsettur í Austur Húnavatnsskýrslu um sjö km frá þjóðveginum. Undanfarin ár hefur verið rekið sumarhótel í skólanum, en margt annað kemur til greina. … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 13:51

Ellý og Vilhjálmur, Kanadaferð og 90 ára afmæli

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Vetrarstarf Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps hófst í gærkvöldi í Húnaveri. Mikil dagskrá er framundan en ákveðið var að æfa upp lög sem að Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms gerðu ódauðleg á ferli sínum. Verður sú dagskrá flutt á nýju ári. Einnig er … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 13:39

Kynningarfundur um flotbryggjur

Kynningarfundur um flotbryggjur verður haldinn á Skagaströnd kl. 16 á miðvikudaginn.

Hafnar og skipulagsnefnd Skagastandar býður þeim sem áhuga hafa að koma á kynningarfund um flotbryggjur sem haldinn verður í Fellsborg á morgun, miðvikudaginn 22. október, klukkan  16:00. Á fundinum mun Kristján Óli Hjaltason kynna flotbryggjur sem KROLI ehf. hefur til … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 10:06

Selkópur gekk á land á Hofsósi

Selkópurinn á Hofsósi. Mynd: Margrét Berglind Einarsdóttir.

Það var óvenjulegur gestur sem lagði leið sína á Vesturfarasetrið á Hofsósi í morgun, eða í það minnsta stefndi þangað. Margrét Berglind Einarsdóttir á Hofsósi var nýlega mætt til vinnu sinnar á fánasaumastofunni þegar hún varð vör við selkóp sem … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 8:55

Öruggur sigur kvennaliðs Tindastóls í fyrsta leik tímabilsins

Bríet Lilja Sigurðardóttir var með 24 stig og 14 fráköst í leiknum.

Kvennalið Tindastóls fór vel af stað í 1. deildinni í körfubolta um helgina en þá sóttu stúlkurnar lið FSu/Hrunamanna í Iðu á Selfossi. Tindastóll náði strax yfirhöndinni í leiknum, héldu öruggri forystu allt til leiksloka og unnu tuttugu stiga sigur. … lesa meira


Feykir.is | 20.10.14 | 15:52

Sótt um styrk til framkvæmdastjóðs ferðamannastaða

Gamla Blöndubrúin er ein elsta brú landsins. Mynd: huni.is.

Blönduósbær hefur sótt um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Styrkumsóknin lýtur að hönnun, rannsóknum og skipulagsvinnu við uppsetningu gömlu Blöndubrúarinnar yfir í Hrútey. Fyrr á árinu fór fram úthlutun styrkja úr sjóðnum og nam heildarfjárhæðin rúmlega 380 milljónum króna. Engum fjármunum … lesa meira


Feykir.is | 20.10.14 | 14:22

Eitt stærsta skip sem komið hefur í höfnina

m_horst_b-1-

Á föstudaginn var flutningaskipið Horst B. frá Samskipum að losa og lesta í Sauðárkrókshöfn. Komu nálægt 40 gámar í land, bæði lestaðir og tómir, og um borð fóru nálægt 50 gámar með um það bil 1.100 tonn af ýmsum varningi, … lesa meira