Úr ljóðum Laxness – Tónleikar Kammerkórs Norðurlands í Hörpu

Kammerkór Norðurlands

Kammerkór Norðurlands

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness. Af því tilefni mun Kammerkór Norðurlands halda tónleika í Hörpunni næstkomandi sunnudag 22. apríl. Þar verða flutt lög við ljóð Nóbelskáldsins og eru tónleikarnir unnir í samstarfi við Gljúfrastein.

Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Miða á tónleikana er hægt að kaupa á vef Hörpu.

Nánari upplýsingar um dagskrá Gljúfrasteins í tilefni afmælisins má finna á hér.

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 28.7.14 | 9:56

Tónlistarhátíðin Gæran – sólóistakvöld

Þrumuguðirnir í Dimmu trylltu lýðinn á Tónlistarhátíðinni Gærunni 2012. Ljósm./BÞ

Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin fimmta árið í röð í húsakynnum Loðskins á Sauðárkróki, dagana 14.-16. ágúst 2014. Sólóistakvöld Gærunnar verður haldið fimmtudaginn 14. ágúst á Mælifelli og nú hafa þeir tónlistarmenn sem koma fram á sólóistakvöldinu verið tilkynntir. Einu sinni … lesa meira


Feykir.is | 28.7.14 | 9:31

Sögustund tileinkuð Sturlu Þórðarsyni sagnaritara

kakalaskali

Sögustund tileinkuð Sturlu Þórðarsyni sagnaritara verður í Kakalaskála þriðjudaginn 29. júlí kl 20. Einar Kárason rithöfundur og Sigurður Hansen sagnaþulur flytja erindi í tilefni af 800 ára fæðingardegi skáldsins en Sturla skrifaði m.a. Íslendingasögu þar sem segir frá einu róstursamasta … lesa meira


Feykir.is | 28.7.14 | 9:12

Annasöm vika hjá björgunarsveitinni Húnum

Seinni bíllinn í pyttinum. Mynd: Björgunarsveitin Húnar

Björgunarsveitin Húnar hafði í nógu að snúast í síðustu viku, en auk þess að laga, bæta og yfirfara merkingar á Vatnsnesfjalli fyrir Fjallaskokkið og sjá um flugeldasýninguna í tengslum við opnunarhátíð Elds í Húnaþingi, voru þrjú útköll þar sem bílar … lesa meira


Feykir.is | 28.7.14 | 8:38

Opna Hlíðarkaupsmótið – úrslit

Verðlaunahafar. Mynd: GSS.is

Opna Hlíðarkaupsmótið fór fram sl. laugardag. 26. júlí á Hlíðarendavelli. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og samkvæmt vef GSS voru veitt verðlaun fyrir sjö efstu sætin í punktakeppni og nándarverðlaun á 3/12 og 6/12. Helstu úrslit voru: Friðjón Bjarnason GSS- … lesa meira


Feykir.is | 27.7.14 | 18:25

Yfir 1000 laxar veiðst í Blöndu

Páll Magnússon að sleppa stórlaxi. Mynd: lax-á.is/HBE

Samkvæmt veiðitölum á vef Landssambands veiðifélaga er Blanda fyrsta laxveiðiáin á landinu til að fara yfir 1000 veidda laxa í sumar, en miðað við tölur sem birtust á vefnum þann 23. júlí sl. voru 1060 laxar komnir á land. Blanda … lesa meira


Feykir.is | 27.7.14 | 7:39

Stór dagur á Hólum í dag

Alexandra Chernyshova kemur frá á tónleikunum í Hóladómkirkju í dag.

Prestsvígsla verður í Hóladómkirkju í dag kl. 11:00 f.h. Oddur Bjarni Þorkelsson cand. theol. verður vígður til prestsþjónustu í Dalvíkurprestakalli með aðsetur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma til messunnar. Klukkan 14:00 verða svo tónleikar í … lesa meira


Feykir.is | 26.7.14 | 22:15

Margar hendur vinna létt verk

Ljósm./Pálína Ósk Hraundal

Á morgun, sunnudaginn 27. júlí, vantar sjálfboðaliða til að aðstoða við undirbúning fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki um næstu helgi. Allir þeir sem geta séð af smá tíma á morgun á milli kl. 17:00-19:00 eru hvattir til … lesa meira


Feykir.is | 26.7.14 | 21:46

Tindastólsmenn enn án sigurs

Frá leik Tindastóls og ÍA á Sauðárkróki fyrr í suma. Ljósm. /BÞ

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli mætti liði KV á KR-vellinum í dag. Tindastólsmenn mættu af krafti í leikinn og uppskáru vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Mark Magee brenndi af en dómarinn dæmdi að spyrnan ætti að vera tekin aftur því varnarmenn … lesa meira