feykir.is | Skagafjörður | 30.5.12 | 15:27

Sundlaugar loka – Breyttar reglur um aldurstakmark

sund-2

Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð 31. maí vegna endurmenntunar starfsmanna. Þá verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð frá klukkan 08:00-16:30 af sömu ástæðu þann 1. júní en opnar aftur klukkan 16:30 og verður opin til klukkan 21:00.

Aldurstakmark í  sundlaugar landsins hefur verið afmælisdagur 10 ára barna en þann 1. júní breytast reglurnar þannig að öll börn sem ná 10 ára aldri á árinu verður heimilt að fara ein í sund. Gott er þó að ítreka að fara að öllu með gát.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 29.8.14 | 10:39

Heitavatnslaust á Laugarbakka og Hvammstanga

image001

Vegna viðgerða í dælustöð hitaveitunnar á Laugarbakka verður lokað fyrir heitavatnið til Hvammstanga og Laugarbakka frá kl. 8:00 þriðjudaginn 2. sept. nk. og fram eftir degi, frá þessu er sagt á vef Húnaþings vestra. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 9:41

Opnað fyrir umsóknir um NATA

Ferðafélagsferð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru og er umsóknarfrestur til 9. september 2014. Sagt er frá þessu … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 9:33

Stefna að borun og álagsprófun í haust

Langhús í Fljótum á fallegu sumarkvöldi í júní 2013.

Á fundi veitunefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var meðal annars fjallað um stöðu mála vegna hitaveitu í Fljótum. Óskað hefur verið eftir fundi með landeiganda jarðarinnar Langhúsa vegna nýtingar á jarðhita við Dælislaug. Einnig hefur verið haft samband við Þórólf … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 9:22

20 starfsmenn FISK í fisktækninám

Frá kynningarfundi í Verinu fyrir væntanlega nemendur í fisktækni. Ljósm./Fisk.is

Nú í haust fer af stað nám í fisktækni á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólans og FISK Seafood ehf. í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands. Á heimasíðu FISK Seafood kemur fram að 20 starfsmenn fyrirtækisins hafa skráð sig til þátttöku en af … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 8:43

Margt um að vera í íþróttahúsinu um helgina

Korfuboltabudir2014-auglysing

Um helgina verður mikið um að vera í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Sirkus Baldoni verður þar með glæsilega sýningu á morgun, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00. Einnig verða Körfuboltabúðir Tindastóls 2014 í fullum gangi alla helgina sem og æfingar hjá meistaraflokki … lesa meira


Feykir.is | 28.8.14 | 15:46

Klippiskúrinn opnar eftir viku

Pála Rún Pálsdóttir og Jónína Róbertsdóttir munu starfa í Klippiskúrnum.

Ný hársnyrtistofa, Klippiskúrinn, opnar á Sauðárkróki á fimmtudaginn í næstu viku. Stofan opnar því EKKI í dag eins og misritað var í Sjónhorninu í dag, en dagsetningin þar er hins vegar rétt því opnað verður fimmtudaginn 4. september. Beðist er … lesa meira


Feykir.is | 28.8.14 | 14:36

Nýtt námsver á Blönduósi

Námsverið á Blönduósi hefur nú verið flutt frá Þverbraut yfir í Kvennaskólann á Blönduósi.

Nýlega var námsver sem áður var staðsett á Þverbrautinni flutt yfir í Kvennaskólann á Blönduósi. Á Norðurlandi vestra eru starfandi fjögur námsver, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Sveitarfélögin reka námsverin, hvert á sínu svæði. Í námsverunum er fjarfundabúnaður, FS … lesa meira


Feykir.is | 28.8.14 | 14:16

Hnúfubakur fastur í netatrossu í Skagafirði

Við björgunaraðgerðir. Mynd: lhg.is

Skipstjórinn á Gammi SK 12 hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gærmorgun og óskaði eftir aðstoð gæslunnar við að losa hnúfubak sem hafði fest sig í netatrossu sem hann var að draga í Skagafirði. Samkvæmt vef Landhelgisgæslunnar hafði skipstjórinn reynt að losa … lesa meira