feykir.is | Skagafjörður | 30.5.12 | 15:27

Sundlaugar loka – Breyttar reglur um aldurstakmark

sund-2

Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð 31. maí vegna endurmenntunar starfsmanna. Þá verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð frá klukkan 08:00-16:30 af sömu ástæðu þann 1. júní en opnar aftur klukkan 16:30 og verður opin til klukkan 21:00.

Aldurstakmark í  sundlaugar landsins hefur verið afmælisdagur 10 ára barna en þann 1. júní breytast reglurnar þannig að öll börn sem ná 10 ára aldri á árinu verður heimilt að fara ein í sund. Gott er þó að ítreka að fara að öllu með gát.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 1.10.14 | 11:53

Tölvuvædd fjárhús á Brúnastöðum

Jóhannes bóndi á Brúnastöðum í Fljótum við nýju græjurnar. Mynd: ruv.is.

Á Brúnastöðum í Fljótum hefur nýlega verið fjárfest í  tölvubúnaði í fjárhúsunum sem skannar örmerki á hverri kind og kallar fram allar nauðsynlegar upplýsingar um bústofninn. Aðferðir við val á lömbum til slátrunar, sem nú stendur sem hæst í sveitum … lesa meira


Feykir.is | 1.10.14 | 11:23

Frítt í sund í hreyfiviku

Sundlaug Sauðárkróks. Ljósm./KSE

Nú stendur yfir alþjóðleg hreyfivika og í tilefni hennar býður Sveitarfélagið Skagafjörður öllum frítt í sund milli kl 17 og 19 dagana 29. september til 5. október í sundlaugum í firðinum. Gildir það í Varmahlíð, Hofsósi og Sauðárkróki.  Þar sem … lesa meira


Feykir.is | 1.10.14 | 11:20

KS deildin 2015

Ísólfur L Þórisson sigraði fjórganginn í KS deildinni 2012.

Dagsetningar hafa verið ákveðnar fyrir KS-Deildina 2015. Sú nýbreytni verður í vetur að hvert lið verður skipað fjórum knöpum í stað þriggja áður. Þá hefur verið bætt við einni keppnisgrein, gæðingafimi. „Töluverður spenningur er að myndast fyrir norðan og stefnir … lesa meira


Feykir.is | 1.10.14 | 10:06

Einar Mikael og Töfrahetjurnar með sýningu á Króknum föstudag

einar mikael tofrahetjur

Einar Mikael og Töfrahetjurnar ætla að leggja land undir fót og halda sýningar víða um Norðurland, með viðkomu á Sauðárkróki nk. föstudag. Að sögn Einars er sýningin troðfull af flottum sjónhverfingum og nýjum atriðum sem hafa aldrei sést áður á … lesa meira


Feykir.is | 1.10.14 | 9:27

Búist við hvassviðri eða stormi síðdegis

Veðrið kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands.

Sunnan 10-15 m/s og skúrir er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hvessir síðdegis, suðvestan 13-23 undir kvöld, hvassast A-til og úrkomumeira. Hægari í nótt en gengur í norðan 10-18 með rigningu á morgun. Hiti 3 til 9 stig en 2 … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 14:51

Skíðaiðkendur hittast við Grettislaug

skidi_jonsmot

Annan sunnudag, 12. október kl. 14:00 er boðað til samverustundar hjá skíðaiðkendum hjá Tindastóls. Þar verður boðið upp á grillaðar pylsur og vetrarstarfið kynnt. Æfingar hefjast svo um áramót. Meðal þess sem er fyrirhugað í vetur er að stofna brettadeild. … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 14:49

Mótmæla harðlega skerðingum í fjárlagafrumvarpi

Glaumbær í Skagafirði. Ljósm./Glaumbaer.is

Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar hefur sent frá sér ályktun vegna fjárlagafrumvarps Ríkisstjórnarinnar. Móttmælir félagið harðlega þeim skerðingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpi 2015. „Þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar haldi því fram að fjárlagafrumvarpið bæti hag heimila að meðaltali, þá er ljóst … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 13:48

Áreittu stúlkur á Borgarsandi

Borgarsandur á Sauðárkróki er vinsælt  útivistarsvæði barna jafnt sem fullorðinna. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Þrír menn eltu þrjár stúlkur sem voru að leik á Borgarsandi á Sauðárkróki sl. sunnudag. Stúlkurnar, sem eru á aldrinum 12 til 13 ára, forðuðu sér undan mönnunum og tilkynntu athæfið til lögreglu. „Það var blístrað á þær og þeir … lesa meira