feykir.is | Skagafjörður | 30.5.12 | 15:27

Sundlaugar loka – Breyttar reglur um aldurstakmark

sund-2

Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð 31. maí vegna endurmenntunar starfsmanna. Þá verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð frá klukkan 08:00-16:30 af sömu ástæðu þann 1. júní en opnar aftur klukkan 16:30 og verður opin til klukkan 21:00.

Aldurstakmark í  sundlaugar landsins hefur verið afmælisdagur 10 ára barna en þann 1. júní breytast reglurnar þannig að öll börn sem ná 10 ára aldri á árinu verður heimilt að fara ein í sund. Gott er þó að ítreka að fara að öllu með gát.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 23.10.14 | 16:07

ORÐ í Iðnó

Frá útgáfutónleikunum í Iðnó.

Róbert Óttarsson og Guðmundur Ragnarsson héldu útgáfutónleika í Iðnó í Reykjavík föstudaginn 17. október s.l. til kynningar á nýútkomnum geisladiski þeirra félaga ORÐ. Skemmst er frá því að segja að aðsókn var mjög góð og stemmingin frábær. Var mikil ánægja … lesa meira


Feykir.is | 23.10.14 | 15:22

Kaffi Kind á Ketilási í kvöld

kaffi kind

Mikið hefur verið um að vera þessa vikuna hjá nemendum Grunnskólans austan Vatna enda stendur nú yfir nýsköpunarvika. Nýsköpunarsýning verður í húsnæði skólans á Hofsósi föstudaginn 24. október kl 10:30-12. Meðan sýningin stendur yfir munu 9. bekkingar vera með opið … lesa meira


Feykir.is | 23.10.14 | 15:15

Menningarkvöld NFNV annað kvöld

Frá menningarkvöldi NFNV í fyrra.

Hið árlega Menningarkvöld NFNV verður haldið annað kvöld, föstudagskvöldið 24. október í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá byrjar kl. 20:00. Miðaverð er 3.000 krónur fyrir meðlimi NFNV og fyrir 16 ára og yngri en 3500 krónur … lesa meira


Feykir.is | 23.10.14 | 14:29

Ný stjórn SSNV

Adolf H Berndsen er nýkjörinn formaður stjórnar SSNV.

Ársþing SSNV, hið 22. Í röðinni, fór fram á Hvammstanga 16.-17.október sl. Að sögn Bjarna Jónssonar, fráfarandi formanns stjórnar, fór þingið vel fram. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra samtakanna en fráfarandi stjórn hafði samþykkt að fela nýrri stjórn … lesa meira


Feykir.is | 23.10.14 | 13:18

Skagfirðingar í Útsvari á föstudaginn

Lið Skagfirðinga í Útsvari 2013. Guðný Zoëga, Guðrún Rögnvaldardóttir og Sveinn Margeirsson. Skjáskot af Rúv.is.

Keppni í Útsvari er fyrir nokkru hafin þennan veturinn en þar keppa 24 sveitarfélög sín á milli í skemmtilegum spurningaleik á RÚV. Næstkomandi föstudagskvöld er komið að því að Skagfirðingar hefji þátttöku en þá mæta þeir vösku liði Árborgar. Þeir … lesa meira


Feykir.is | 23.10.14 | 9:50

„Finnst mér hafa verið ætlað að koma hingað aftur“

Þórarinn Brynjar fyrir utan Borgina á Skagaströnd. Mynd: Árni Geir.

Þórarinn Brynjar Ingvarsson snéri aftur á æskuslóðirnar á Skagaströnd nú á haustmánuðum eftir 27 ára fjarveru og hefur opnað veitingastaðinn Borgina. Hann segist spenntur yfir því að vera kominn aftur á Skagaströnd þar sem hann sleit barnskónum og gerði öll … lesa meira


Feykir.is | 23.10.14 | 8:48

Taka þarf á vanda Hólaskóla

Mynd: Hólar.is

Háskólinn á Hólum glímir við mikinn uppsafnaðan halla og skuldir sem að mati Ríkisendurskoðunar er mikið áhyggjuefni. Fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Hólaskóla að yfirvöld menntamála og forráðamenn skólans þurfi að taka á þessum vanda. Jafnframt þurfi yfirvöld að … lesa meira


Feykir.is | 23.10.14 | 8:44

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun

Myndatexti: Þessi rjúpa gerði sig heimakomna og virti fyrir sér kertastjaka í stofuglugganum í Bæ á Höfðaströnd á dögunum. Mynd: KSE

Veiðidagar rjúpu verða tólf talsins í ár og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 24. október til 16. nóvember 2014. Náttúrufræðistofnun Íslands metur veiðiþol rjúpnastofnsins 48.000 rjúpur. Sölubann á rjúpum er í gildi og fylgir Umhverfisstofnun því eftir. Þetta kemur … lesa meira