feykir.is | Skagafjörður | 30.5.12 | 15:27

Sundlaugar loka – Breyttar reglur um aldurstakmark

sund-2

Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð 31. maí vegna endurmenntunar starfsmanna. Þá verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð frá klukkan 08:00-16:30 af sömu ástæðu þann 1. júní en opnar aftur klukkan 16:30 og verður opin til klukkan 21:00.

Aldurstakmark í  sundlaugar landsins hefur verið afmælisdagur 10 ára barna en þann 1. júní breytast reglurnar þannig að öll börn sem ná 10 ára aldri á árinu verður heimilt að fara ein í sund. Gott er þó að ítreka að fara að öllu með gát.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 25.7.14 | 16:45

Óska eftir sjálfboðaliðum nk. sunnudag

umfi

Ungmennahreyfingin er drifin áfram af kraftmiklu hugsjónarstarfi sjálfboðaliðans. Nú þegar Unglingalandsmót nálgast vantar okkur sjálfboðaliða í hin ýmsu störf. Næstkomandi sunnudag, þann 27. júlí, vantar fólk í flöggun og merkingu tjaldsvæða á milli kl. 17-19. Hefur þú lausan tíma næstkomandi … lesa meira


Feykir.is | 25.7.14 | 16:09

Eldur í Húnaþingi – laugardagsdagskrá

Frá sápurennibrautinni síðasta sumar. Mynd: eldurhunathing.com

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi er bæjarhátíð í Húnaþingi vestra hófst sl. miðvikudaginn og lýkur á morgun, laugardaginn 26. júlí á stórdansleik með hljómsveitinni Buff í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 og er stútfull af … lesa meira


Feykir.is | 25.7.14 | 15:08

Ben Griffiths til liðs við Tindastól

303123_168489839899812_28872448_n

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli hefur fengið nýjan leikmann til liðs við sig. Það er hinn bandaríski Ben Griffiths sem hefur bæst í leikmannahópinn og mun leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Ben Griffiths kom til landsins í … lesa meira


Feykir.is | 25.7.14 | 14:10

Skráningafrestur til miðnættis 27. júlí

Ljósm./Pálína Ósk Hraundal

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á Unglingalandsmót UMFÍ, en skráningafrestur er til miðnættis á sunnudaginn 27. júlí. Feykir hafði samband við þau Gunnhildi Dís Gunnarsdóttur, Bríeti Lilju Sigurðardóttur og Sæþór Má Hinriksson, en þau eru … lesa meira


Feykir.is | 25.7.14 | 12:10

Páll skipaður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra

logreglan logo

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur í kjölfar niðurstöðu sérstakrar valnefndar tilkynnt um skipan í embætti lögreglustjóra í nýjum umdæmum, segir á vef Innanríkisráðuneytisins, en Alþingi samþykkti í vor ný lög um breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglumanna og aðskilnað embættanna. … lesa meira


Feykir.is | 25.7.14 | 10:21

Gæruhljómsveitir – Myrká

Myrká

Nú er undirbúningurinn fyrir tónlistarhátíðina Gæruna í fullum gangi og miðasala hafin á miði.is. Gæran verður haldin í húsnæði Loðskins/Atlantic Leather á Sauðárkróki helgina 15. og 16. ágúst nk. Feykir hafði samband við hljómsveitirnar og tónlistarmennina sem koma fram á … lesa meira


Feykir.is | 25.7.14 | 8:39

Kynning á bogfimi fram að móti

Mynd: Indriði Ragnar Grétarsson

Kynningardagar eru nú í fullum gangi til að hita upp fyrir Unglingalandsmótið sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina, 1.-3. ágúst nk. Næstu daga bjóða íþróttagreinarnar upp á ókeypis æfingar svo allir geta komið og prófað. Í dag, föstudaginn 25. … lesa meira


Feykir.is | 24.7.14 | 14:44

Stundar bachelornám í Kaupmannahöfn

10522703_10203074378233622_2009444340_o

Jón Þorsteinn Reynisson frá Mýrakoti á Höfðaströnd hélt Takk tónleika fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar síðasta þriðjudag, til að sýna þakklæti sitt sem fyrrum nemandi skólans og rann allur ágóðinn óskiptur til skólans. Jón Þorsteinn er yngstur fjögurra barna hjónanna Reynis Sveinssonar … lesa meira