feykir.is | Skagafjörður | 30.5.12 | 15:27

Sundlaugar loka – Breyttar reglur um aldurstakmark

sund-2

Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð 31. maí vegna endurmenntunar starfsmanna. Þá verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð frá klukkan 08:00-16:30 af sömu ástæðu þann 1. júní en opnar aftur klukkan 16:30 og verður opin til klukkan 21:00.

Aldurstakmark í  sundlaugar landsins hefur verið afmælisdagur 10 ára barna en þann 1. júní breytast reglurnar þannig að öll börn sem ná 10 ára aldri á árinu verður heimilt að fara ein í sund. Gott er þó að ítreka að fara að öllu með gát.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 25.11.14 | 17:12

Björgunarsveitin Grettir 80 ára – Myndir

IMG_9804

Eina og fram kom í síðasta tölublaði Feykis fagnar Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi 80 ára starfsafmæli ár ár, en sveitin var stofnuð árið 1934, þá sem Björgunarfélag Hofshrepps. Starfaði félagið nokkuð skrykkjótt fram til ársins 1950 en var svo endurvakin úr … lesa meira


Feykir.is | 25.11.14 | 14:11

Gjörónýtur eftir bílveltu við Geitagerði

Bílvelta varð í hálku við Geitagerði í Skagafirði sl. sunnudag. Ljósm./KSE

Bílvelta varð í hálku við Geitagerði í Skagafirði sl. sunnudag. Mikið mildi þykir að bílstjórinn hafi sloppið með lítils háttar meiðsl eftir að bíllinn fór tvær til þrjár veltur útaf veginum. Bílstjórinn var með bílbelti sem hafa klárlega bjargað en … lesa meira


Feykir.is | 25.11.14 | 10:53

Smáframleiðsla matvæla í Skagafirði

matarkistan_maturinn (3)

Sveitarfélagið Skagafjörður leitar nú upplýsinga um aðila sem eru í smáframleiðslu matvæla í Skagafirði og selja matvöru eða matarhandverk. Einnig ef einhverjir hyggjast ráðast í slíka starfsemi. Tilgangurinn er sá að kanna grundvöll hugsanlegs samstarfsvettvangs á milli aðila eða veita … lesa meira


Feykir.is | 25.11.14 | 10:44

Fyrirhuguð hækkun leikskólagjalda í Skagafirði

arsalir sumarhatid 031

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar síðasta fimmtudag var fjallað um gjaldskrá fyrir leikskóladvöl. Lög var fram tillaga um að gjald fyrir dvöl á leikskólum í Skagafirði hækkaði um 8% frá og með 1. janúar 2015. Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum … lesa meira


Feykir.is | 25.11.14 | 10:42

Styrktarkvöld á Ólafshúsi

Elísabet Sóley Stefánsdóttir ásamt dóttur sinni. Ljósm./Innihald.is

Í dag, þriðjudaginn 25. nóvember frá kl 17-22 mun öll innkoma af pizzusölu renna beint til Elísabetar Sóleyjar Stefánsdóttur og dætra hennar. Elísabet berst nú harðri baráttu við illvígan sjúkdóm. Í auglýsingu frá Ólafshúsi er fólk hvatt til að taka … lesa meira


Feykir.is | 25.11.14 | 9:37

Þórarinn Eymundsson kynbótaknapi ársins og knapi ársins í Skagafirði

Þórarinn Eymundsson var valinn knapi ársins í Skagafirði og kynbótaknapi ársins á uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagafjarðar og hestaíþróttaráðs. Ljósm./úr einkasafni.

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagafjarðar og hestaíþróttaráð var haldin um sl. helgi. Þar var Þórarinn Eymundsson valinn knapi ársins í Skagafirði og jafnframt kynbótaknapi ársins. Gísli Gíslason var kjörin gæðingaknapi árins og Mette Mannseth íþróttaknapi. Í yngri flokkunum voru þær Stefanía Sigfúsdóttir … lesa meira


Feykir.is | 25.11.14 | 8:45

Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum

Veðrið kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands.

Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en suðlægari og skúrir eða slydduél nærri hádegi. Dregur úr vindi í nótt, sunnan 5-10 á morgun og stöku skúrir eða él. Hiti 3 til 8 stig framan af degi í dag, síðan … lesa meira


Feykir.is | 24.11.14 | 13:44

Auka aðalfundur Knattspyrnudeildar Tindastóls

tindastoll logo

Auka aðalfundur Knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn mánudaginn 1. desember nk.  Staðsetning og tímasetning verður kynnt þegar nær dregur. „Áhugafólk er hvatt til að mæta en það sárvantar gott fólk í stjórn,“ segir í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls. Samkvæmt fréttatilkynningunni verður … lesa meira