feykir.is | Skagafjörður | 30.5.12 | 15:27

Sundlaugar loka – Breyttar reglur um aldurstakmark

sund-2

Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð 31. maí vegna endurmenntunar starfsmanna. Þá verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð frá klukkan 08:00-16:30 af sömu ástæðu þann 1. júní en opnar aftur klukkan 16:30 og verður opin til klukkan 21:00.

Aldurstakmark í  sundlaugar landsins hefur verið afmælisdagur 10 ára barna en þann 1. júní breytast reglurnar þannig að öll börn sem ná 10 ára aldri á árinu verður heimilt að fara ein í sund. Gott er þó að ítreka að fara að öllu með gát.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 27.5.15 | 13:33

Ingvi Rafn áfram hjá Stólunum

Ingvi Rafn og Stefán Jónsson formaður handsala samninginn. Ljósm./Kkd Tindastóls.

Ingvi Rafn Ingvarsson og Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafa komist að samkomulagi um að Ingvi leiki áfram með Tindastóli á næsta keppnistímabili. „Ingvi Rafn átti frábært tímabil með Tindastóli og var einn af  lykilmönnum liðsins,“ segir í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeildinni. Ingvi spilaði … lesa meira


Feykir.is | 27.5.15 | 10:33

Sjö sóttu um skólastjórastöðu

Varmahlíð Skagafirði

Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra Varmahlíðarskóla var til og með 25. maí síðastliðnum. Alls sóttu sjö manns um stöðuna, einn dró umsókn sína tilbaka. Verið að vinna úr umsóknunum.  Nafnalistinn er hér í stafrófsröð. Guðrún Helga Jónsdóttir Hanna Dóra Björnsdóttir Ingibjörg … lesa meira


Feykir.is | 27.5.15 | 10:10

Lestrarsumar á Blönduósi

bokasafn blonduosi

Bókasafnið á Blönduósi vill hvetja börn á grunnskólaaldri til að koma oftar á bókasafnið og lesa meira. Keyptar hafa verið margar nýjar og spennandi barna- og unglingabækur fyrir sumarið. Allir sem lesa að minnsta kosti þrjár bókasafnsbækur í sumarfríinu og … lesa meira


Feykir.is | 27.5.15 | 9:08

Ungmennavika NSU í Danmörku

Ungmennavika NSU fer að þessu sinni fram í Karpenhøj í Danmörku dagana 3.-8. ágúst. Ljósm./umfi.is

Ungmennafélag Íslands er aðili að NSU – Nordisk Samorgnaisations for Ungdomasarbejde en samtökin standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum á hverju ári. Ungmennavika NSU fer að þessu sinni fram í Karpenhøj sem er 50 km frá Aarhus dagana … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 22:54

Drög að nýjum kjarasamningi liggja fyrir

vmf_logo

Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar fundaði um stöðuna í kjaraviðræðum í kvöld, þriðjudaginn 26. maí. Samkvæmt fréttatilkynningu hefur verið fundað stíft síðustu daga og liggja nú fyrir meginlínur draga að nýjum kjarasamningi sem VR, LÍV, Flóafélögin og StéttVest hafa unnið að með … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 17:20

Ríkisstjórnin úthlutar 850 milljónum til brýnna verkefna á ferðamannastöðum

hegranesþing fornminjar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 850 milljónum til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Um er að ræða 104 verkefni á 51 stað á landinu, auk þess sem viðbótafé verður varið til aukinnar landvörslu um allt land. Af þessum verkefnum eru tíu … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 17:17

Veruleg röskun á starfsemi HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki.

Ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefst 27. maí. Á svæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands verður veruleg röskun á starfsemi stofnunarinnar ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur. Þetta kemur fram á vefsíðum HSN á Blönduósi og Sauðárkróki. Á heilsugæslu sinnir hjúkrunarfræðingur aðeins bráðatilfellum og því sem … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 15:57

Eyþór Jón ráðinn mótsstjóri LM 2016

Eyþór

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga hefur nú verið ráðinn mótsstjóri Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016. Fyrir valin varð Eyþór Jón Gíslason stjórnarmeðlimur Landssambands hestamannafélaga. Eyþór Jón Gíslason er Dalamaður, búsettur í Búðardal og félagi … lesa meira