feykir.is | Skagafjörður | 30.5.12 | 15:27

Sundlaugar loka – Breyttar reglur um aldurstakmark

sund-2

Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð 31. maí vegna endurmenntunar starfsmanna. Þá verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð frá klukkan 08:00-16:30 af sömu ástæðu þann 1. júní en opnar aftur klukkan 16:30 og verður opin til klukkan 21:00.

Aldurstakmark í  sundlaugar landsins hefur verið afmælisdagur 10 ára barna en þann 1. júní breytast reglurnar þannig að öll börn sem ná 10 ára aldri á árinu verður heimilt að fara ein í sund. Gott er þó að ítreka að fara að öllu með gát.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 2.9.15 | 15:37

Veðurklúbburinn spáir fyrir september

Veðurklúbburinn á Dalvík spáir mildum septembermánuði. Mynd: KSE

Veðurklúbburinn í Dalbæ á Dalvík hefur gefið út spá fyrir september mánuð og lofar hún góðu. Á fjölmennum fundi klúbbsins í gær var ennfremur farið yfir forspárgildi ágústspár klúbbsins og voru menn sáttir við þá útkomu, eins og segir í … lesa meira


Feykir.is | 2.9.15 | 8:39

Íbúafundur um búsetuskilyrði í Skagafirði

Í Skagafirði á fallegum ágústdegi. Mynd: KSE.

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem haldinn var þann 24. apríl 2015, var samþykkt að ráðast í gerð könnunar á búsetuskilyrðum í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem m.a. væri leitað skýringa á fólksfækkun á svæðinu. Leitað var til … lesa meira


Feykir.is | 1.9.15 | 9:48

Fræðsludagur skólanna í Skagafirði

Ketill Berg Sigurðsson flutti erindi á fræðsludeginum. Mynd: skagafjordur.is.

Árlegur fræðsludagur leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar var haldinn í Miðgarði s.l. föstudag. Dagurinn markar upphafið að nýju skólaári og er þetta í sjötta sinn sem fræðsludagurinn er haldinn. Þar koma saman allir starfsmenn skólanna, um 200 manns. Markmið fræðsludagsins … lesa meira


Feykir.is | 1.9.15 | 9:18

Ræða flutt við messu í Ábæjarkirkju 2. ágúst 2015

Gísli Gunnarsson

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. “Hvar skal byrja? hvar skal standa? hátt til fjalla? lágt til stranda.“ Þannig spyr sr. Matthías Jochumsson í fyrsta erindi sínu í ljóðinu Skagafjörður. Ljóðið … lesa meira


Feykir.is | 31.8.15 | 15:20

Dramatísk þriðja umferð í rallýinu

Baldur og Alli eru efstir að stigum eftir þriðju umferð Íslandsmótsins í rallý. Mynd: Guðný G.

Dagana 27. til 29. ágúst fór fram þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý, Rallý Reykjavík en keppnin, sem var sú 36., fór fram víðs vegar um Suðurnes, Suðurland og Vesturland. Strax í upphafi var ljóst að barist yrði með öllu afli … lesa meira


Feykir.is | 31.8.15 | 9:32

Blanda slær Íslandsmet

Veitt í Víðidalsá. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson.

Heildarveiði í Blöndu sem af er sumri er komin í 4.303 laxa en Landsamband veiðifélaga birtir vikulega nýjar tölur um laxveiði úr helstu laxveiðiám landsins og voru þær nýjustu birtar á miðvikudaginn var. Vikuveiðin í Blöndu var 286 laxar en … lesa meira


Feykir.is | 29.8.15 | 20:54

Flott mæting og mikil stemming á Uppskeruhátíð

Frá Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks. Ljósm./gss.is

Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin í gær. Samkvæmt heimasíðu golfklúbbsins var flott mæting og mikil stemming.  „Byrjað var á því að taka létt „speed-golf“ mót áður en uppskeruhátíðin sjálf hófst. Að því búnu var farið í golfskálann … lesa meira


Feykir.is | 29.8.15 | 20:13

Siglufjarðarvegur lokaður vegna skriðufalla

Siglufjarðarvegur er lokaður vegna skriðufalla. Mynd/Vegagerðin

Siglufjarðarvegur er lokaður vestan við Strákagöng vegna skriðufalla, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Í frétt á Vísi.is segir að starfsmenn Vegagerðarinnar vinni hörðum höndum að því hreinsa veginn sitthvoru megin við Strákagöng. „Þetta er margra daga vinna að hreinsa þetta upp. Það … lesa meira