feykir.is | Skagafjörður | 30.5.12 | 15:27

Sundlaugar loka – Breyttar reglur um aldurstakmark

sund-2

Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð 31. maí vegna endurmenntunar starfsmanna. Þá verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð frá klukkan 08:00-16:30 af sömu ástæðu þann 1. júní en opnar aftur klukkan 16:30 og verður opin til klukkan 21:00.

Aldurstakmark í  sundlaugar landsins hefur verið afmælisdagur 10 ára barna en þann 1. júní breytast reglurnar þannig að öll börn sem ná 10 ára aldri á árinu verður heimilt að fara ein í sund. Gott er þó að ítreka að fara að öllu með gát.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 6.7.15 | 18:18

Síða Sveitarfélagsins Skagafjarðar fær nýtt útlit

Skjáskot af nýju útliti heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Í dag leit ný útgáfa heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar dagsins ljós en hún er afrakstur undirbúnings og yfirlegu stýrihóps sveitarfélagsins og starfsfólks Stefnu, sem sá um vefhönnun. Í frétt á hinni nýju síðu segir að rétt eins og á fyrri vef … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 11:56

Maríudagar

unnamed (1)

Síðustu fjögur ár hefur fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í Vesturhópi heiðrað minningu hennar með listsýningu sem nefnist ,,Maríudagar“. Í ár ætlar fjölskylda hennar enn á ný að efna til ,,Maríudaga“ með sýningu á ýmsum listmunum eftir nokkra listamenn. Þeir verða … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 10:01

Tindastóll tekur á móti Dalvík/Reyni í kvöld

Áfram Tindastóll. Ljósm./fésbókarsíða Knattsp.deildar Tindastóls.

Strákarnir í mfl. Tindastóls í knattspyrnu taka á móti nágrönnum sínum í Dalvík/Reyni í 2. deild Íslandsmótsins kvöld kl. 20:00 og eru stuðningsmenn liðsins hvattir til þess að fjölmenna á völlinn. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:34

Stefanía Hermannsdóttir hreppti silfrið

umss_tindastoll_logo

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram á Selfossi helgina 27.- 28. júní. Á vef Tindastóls segir að um 240 keppendur hafi verið skráðir til leiks, þar af fimm frá UMSS. Stefanía Hermannsdóttir náði bestum árangri Skagfirðinga á mótinu, … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:22

Skoða staðsetningu fyrir sjálfsafgreiðsludælu

Smábátahöfnin á Sauðárkróki á góðum sumardegi.

Skeljungur hf. hefur hug á að setja upp sjálfsafgreiðsludælu fyrir smærri báta á Sauðárkrókshöfn. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Svf. Skagafjarðar hefur verið falið að koma með tillögu að staðsetningu í samráði við hafnarstarfsmenn og Skeljung hf. Þetta kemur fram í fundargerð … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:10

Gönguskilti sett upp við fjögur fjöll

Upplýsingaskilti við upphaf gönguleiðar á  Tindastól. Ljósm./Skagafjordur.is

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú hafið uppsetningu upplýsingaskilta við upphaf gönguleiða á Mælifellshnjúki, Tindastól, Hólabyrðu og Ennishnjúk. „Þessi fjöll og fleiri kalla gönguhrólfa til sín og njóta heilsusamlegar gönguferðir þannig sívaxandi vinsælda meðal almennings og ferðamanna,“ segir á vef sveitarfélagsins. Á … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:02

Umferðaöngþveiti á Blönduósi

Frá Blönduósi. Ljósm./BÞ

Mikil umferð var um vegi landsins í gær og varð hún mjög mikil um Blönduós enda margir á leiðinni suður og vestur af Pollamóti Þórs og N1 móti KA á Akureyri. Á Húna.is segir að föstudagsumferðin hafi verið mikil í gegnum bæinn … lesa meira


Feykir.is | 5.7.15 | 8:53

„Við höfum gaman á Barokkhátíðinni“ – skemmtilegt myndband ungs hátíðargests

Skáskot úr kynningarmyndbandi Sigurjóns Péturssomar um Barokkhátíðina á Hólum.

Um síðastliðna helgi var haldin Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal. Aðsókn að viðburðum Barokkhátíðarinnar á Hólum hefur aldrei verið meiri, samkvæmt facebook síðu hátíðarinnar en yfir 60 manns komu t.d. á upphafstónleika Björgvinjar gítarkvartetts fimmtudagskvöldið 25. júní. Meðfylgjandi er skemmtilegt myndband … lesa meira