feykir.is | Skagafjörður | 30.5.12 | 15:27

Sundlaugar loka – Breyttar reglur um aldurstakmark

sund-2

Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð 31. maí vegna endurmenntunar starfsmanna. Þá verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð frá klukkan 08:00-16:30 af sömu ástæðu þann 1. júní en opnar aftur klukkan 16:30 og verður opin til klukkan 21:00.

Aldurstakmark í  sundlaugar landsins hefur verið afmælisdagur 10 ára barna en þann 1. júní breytast reglurnar þannig að öll börn sem ná 10 ára aldri á árinu verður heimilt að fara ein í sund. Gott er þó að ítreka að fara að öllu með gát.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 2.9.14 | 15:12

Einar Mikael og Töfrahetjurnar heimsækja Krókinn

tofra

Einar Mikael og Töfrahetjurnar ætla að leggja land undir fót og halda sýningar víða um Norðurland, með viðkomu á Sauðárkróki föstudaginn 3. október í sal FNV kl. 19:30. „Það er mikið búið verið að spyrja mig hvenær ég kæmi aftur … lesa meira


Feykir.is | 2.9.14 | 15:04

Handmjaltir heyra brátt sögunni til

mjolk_robot

Um næstu áramót verður mjólkursölu frá Ytri-Mælifellsá í Efribyggð í Skagafirði hætt. Er það sögulegt fyrir þær sakir að um er að ræða síðasta kúabú landsins þar sem handmjaltir eru stundaðar. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Arnljótsson, … lesa meira


Feykir.is | 2.9.14 | 11:22

Salurinn tók undir á söngskemmtuninni „Syngdu mig heim“

Frá söngskemmtuninni „Syngdu mig heim“ í félagsheimilinu á Hvammstanga í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum. Ljósm./Norðanátt.is

Síðastliðið föstudagskvöld var söngskemmtunin „Syngdu mig heim“ í félagsheimilinu á Hvammstanga í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum. Tæplega 100 tónleikagestir klöppuðu tónlistarfólkinu lof í lófa að dagskrá lokinni samkvæmt vef Norðanáttar og tók salurinn saman lögin Káta Vikurmær eða Fornar … lesa meira


Feykir.is | 2.9.14 | 11:07

Vetraropnunartími sundlauganna í Skagafirði

Sundlaug Sauðárkróks. Ljósm./KSE

Á heimasíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur verið birtur vetraropnunartími sundlauganna í Skagafirði og er hann sem hér segir: Sundlaug Sauðárkróks verður opin alla virka daga frá 6:50 til 20:30 og um helgar frá 10:00 til 16:00 Sundlaugin á Hofsósi er opin … lesa meira


Feykir.is | 2.9.14 | 9:26

Fundur fyrir áhugafólk um hjólreiðar

Úlfur Úlfur

Boðað er til fundar áhugamanna um hjólreiðar í Skagafirði í aðstöðu Siglingaklúbbsins Drangeyjar fimmtudaginn 4. september kl. 19:30. Í tilkynningu frá fundarboðendum segir að allar gerðir hjólreiðamanna séu boðnar velkomnar á fundinn, karlar, konur, ungir sem aldnir og heilu fjölskyldurnar. … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 15:47

Ullarþvottur í Sauðá ljósmynd mánaðarins á vef Þjóðminjasafnsins

Ullarþvottur í Sauðá. Stefanía Emilía Guðrún Lárusdóttir (1896-1993) og var frá Skarði í Gönguskörð­um. Brynjólfur Danivalsson (1897-1972) í Árbæ, Suðurgötu 24, á Sauðárkróki. Ljósm./Þorsteinn Jósepsson, fengin af vef Þí.

Ljósmynd septembermánaðar hjá Þjóðminjasafni Íslands er af Stefaníu Emilíu Guðrúnu Lárusdóttur (1896-1993) frá Skarði í Gönguskörðum og Brynjólfi Danivalssyni (1897-1972) frá Litla-Vatnsskarði. Þau voru einnig þekkt sem Emma og Binni í Árbænum, sem nú er Suðurgata 24 á Sauðárkróki. Á … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 11:52

Vetraropnun í sundlauginni í Varmahlíð

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð. Mynd: Tindastoll.is.

Frá og með deginum í dag, 1. september, verður opið í sundlauginni í Varmahlíð sem hér segir: Mánudaga og fimmtudaga kl.  9:00-21:00. Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9:00-20:00. Föstudaga kl. 9:00-14:00. Laugardaga kl. 10:00-15:00. Sunnudaga í september kl. 10:-15:00. Frá og … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 11:35

Tíu Íslandsmeistaratitlar til Skagfirðinga

UMSS hópurinn á Gautaborgarleikarnir í frjálsíþróttum sem haldnir voru á Ullevi-leikvanginum í Gautaborg í júní sl. Ljósm./fengin af facebook síðu Frjálsíþróttadeild Tindastóls.

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram á Selfossi helgina 26.-27. júlí. Lið UMSS stóð sig frábærlega á mótinu en samkvæmt vef Tindastóls vann liðið 10 Íslandsmeistaratitla í aldursflokkunum fjórum sem keppt var í, og alls til 30 … lesa meira