feykir.is | Skagafjörður | 30.5.12 | 15:27

Sundlaugar loka – Breyttar reglur um aldurstakmark

sund-2

Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð 31. maí vegna endurmenntunar starfsmanna. Þá verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð frá klukkan 08:00-16:30 af sömu ástæðu þann 1. júní en opnar aftur klukkan 16:30 og verður opin til klukkan 21:00.

Aldurstakmark í  sundlaugar landsins hefur verið afmælisdagur 10 ára barna en þann 1. júní breytast reglurnar þannig að öll börn sem ná 10 ára aldri á árinu verður heimilt að fara ein í sund. Gott er þó að ítreka að fara að öllu með gát.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 20.4.15 | 17:26

„Erfitt að spá – sérstaklega um framtíðina,“ segir Axel Kára

Axel ásamt tveimur aðdáendum, Hebu og Huga. Myndina á Rúnar Birgir Gíslason.

Landsliðsmaðurinn eitilmagnaði, Axel Kárason, lét ekki sitt eftir liggja og var snöggur að svara laufléttum spurningum Feykis um einvígi Tindastóls og KR sem er í þann mund að hefjast. Axel hefur komið víða við í körfunni en auk þess að … lesa meira


Feykir.is | 20.4.15 | 17:07

Unglingaflokkur drengja í fjögurra liða úrslitum

Drengjaflokkur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls.

Á morgun, þriðjudag, mætir unglingaflokkur drengja í körfubolta hjá Tindastóli ÍR í fjögurra liða úrslitum í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Leikurinn hefst kl. 19:15. Körfuknattleiksdeildin vill hvetja alla vil að mæta á leikinn og styðja bið bakið á stráknum.


Feykir.is | 20.4.15 | 16:54

Tónleikar í Byggðasafninu á Reykjum

Krakkar heimsækja Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna. Mynd fengin af Facebook-síðu safnsins.

Kirkjukór Hvammstanga ásamt Barnakór Tónlistarskólans og félögum úr Kirkjukór Melstaðar- og Staðarbakkasókna heldur tónleika í Byggðasafninu á Reykjatanga síðasta vetrardag, miðvikudaginn 22. apríl n.k. kl. 20:30. Á efnisskránni er þjóðleg tónlist í stíl við umhverfið. Stjórnandi er organisti Hvammstangakirkju, Pálína … lesa meira


Feykir.is | 20.4.15 | 16:19

„Að minnsta kosti er ég óvenju rólegur,“ segir Palli Kolbeins

Palli Kolbeins glaðbeittur.

Síðastur til svara um einvígi Tindastóls og KR er Páll Kolbeinsson sem líkt og Björgvin og Gústi hefur spilað með báðum liðunum. Palli er hins vegar alinn upp í Vesturbænum og nánast í KR-gallanum. Hann hefur einnig þjálfað bæði liðin … lesa meira


Feykir.is | 20.4.15 | 13:59

Kemur á óvart að Helgi Viggós skuli hitta utan af velli

Gústi Kára og Helga Einars – sprungulausir Stólar?

Feykir.is setti sig í samband við Tindastólsmanninn og KR-inginn Ágúst Kárason – eða bara Gústa Kára – til að fá hans álit á einvígi Tindastóls og KR. Gústi leiddi lið Tindastóls þegar það tryggði sér í fyrsta sinn sæti í … lesa meira


Feykir.is | 20.4.15 | 13:23

Tindastólsmenn heimsækja Vesturbæinn í kvöld

stolar_kr

Fyrsti leikur í einvígi Tindastóls og KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik fer fram í DHL-höllinni í Reykjavík í kvöld. Ekki vantar spenninginn í stuðningsmenn Tindastóls sem gera sér vonir um gott gengi. Þegar tölfræðin er skoðuð er kannski ekki tilefni … lesa meira


Feykir.is | 20.4.15 | 10:46

Varnarleikur, fráköst og tapaðir boltar skipta sköpum

Kalli Jóns og Helgi Margeirs fagna sætum sigri í Síkinu vorið 2010.

Það er ekkert að flækjast fyrir Karli Jónssyni með hverjum á að halda í einvígi Tindastóls og KR um Íslandsmeistaratitilinn. KR-baninn lauflétti hefur lengi verið viðriðinn körfuboltann og meðal annars leikið með og þjálfað lið Tindastóls frá unga aldri. Kalla … lesa meira


Feykir.is | 20.4.15 | 9:43

Gaman að sjá tvö bestu lið deildarinnar mætast í úrslitum

Björgvin í uppvaskinu. KR-svuntan á sínum stað og spariskyrtan rústrauð að hætti Stólanna.

Feykir sendi nokkrar spurningar nú í morgunsárið á gamlar og góðar körfuboltakempur í tilefni af einvígi Tindastóls og KR um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrstur til að svara er Björgvin Reynisson, Króksarinn hárnetti, sem spólaði um völlinn sem leikstjórnandi fyrir bæði Tindastól og … lesa meira