feykir.is | Skagafjörður | 30.5.12 | 15:27

Sundlaugar loka – Breyttar reglur um aldurstakmark

sund-2

Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð 31. maí vegna endurmenntunar starfsmanna. Þá verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð frá klukkan 08:00-16:30 af sömu ástæðu þann 1. júní en opnar aftur klukkan 16:30 og verður opin til klukkan 21:00.

Aldurstakmark í  sundlaugar landsins hefur verið afmælisdagur 10 ára barna en þann 1. júní breytast reglurnar þannig að öll börn sem ná 10 ára aldri á árinu verður heimilt að fara ein í sund. Gott er þó að ítreka að fara að öllu með gát.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 30.3.15 | 17:28

Sólin blindar ökumenn

Sól er tekin að hækka á lofti. Mynd: KSE

„Nú þegar sól er lágt á lofti fjölgar umferðarslysum þar sem orsökin er að sólin blindar sýn ökumanna. Nauðsynlegt er gera það sem unnt er til að tryggja betra útsýni,“ segir í fréttatilkynningu frá sérfræðingi í forvörnum frá tryggingafélaginu VÍS. … lesa meira


Feykir.is | 30.3.15 | 17:12

Hætt að lítast á blikuna

Myndin er tekin þegar lögregla fór á staðinn og er fengin af heimasíðu Skagafjarðar.

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við miklum sprungum sem myndast hafa í Ketubjörgum í Syðri-Bjargavík á Skaga. Lögreglan hefur girt svæðið af og er allur aðgangur bannaður af öryggisástæðum. Málið var til umfjöllunar í byggðaráði Skagafjarðar sl. fimmtudag, líkt áður … lesa meira


Feykir.is | 30.3.15 | 16:56

Styrkur til ofnakaupa

Frá Skagaströnd. Mynd: KSE

Á vef Skagastrandar eru þeir sem hyggjast sækja um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vegna ofnakaupa í tengslum við hitaveituvæðinguna minntir á að sækja um og leggja fram gögn fyrir 1. maí 2015. „Einstaklingar sem eru eigendur íbúðarhúsa og þurfa að endurnýja ofna … lesa meira


Feykir.is | 30.3.15 | 11:31

Dæmdu eins og herforingjar þrátt fyrir þrekraun á leiðinni norður

Dómararnir Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson og Björgvin Rúnarsson, lentu í árekstri á Holtavörðuheiði á leiðinni norður.  Ljósm./Hjalti Árna/Karfan.is

Leikur Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar frestaðist um klukkustund og 15 mínútur sl. föstudags vegna óviðráðanlegra orsaka, eins og tilkynnt var um sl. föstudagskvöld. Mátti það rekja til þess að dómarar leiksins, þeir Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson og Björgvin … lesa meira


Feykir.is | 30.3.15 | 9:38

Verji hluta af útvarpsgjaldi til ljósvakamiðils að eigin vali

Sauðárkrókur. Ljósm./BÞ

Uppsögn aðstöðu RÚV á Sauðárkróki var tekin til umræðu á ný á 690. fundi byggðarráðs sl. fimmtudag. Málið var tekið fyrir að fundi byggðarráðs vikunni á undan og þá samþykkt bókun þess efnis að hörmuð væri sú ráðstöfun Ríkisútvarpsins að … lesa meira


Feykir.is | 28.3.15 | 13:23

Undirritað við hátíðlega athöfn á Hólum

Lárus Á. Hannesson formaður LH í ræðupúlti. Við hlið hans eru forsvarsmenn hestamannafélaganna í Skagafirði og á bak við Karlakórinn Heimir. Mynd:: KSE.

Í gær var skrifað undir samning vegna Landsmóts hestamanna 2016 við hátíðlega athöfn á Hólum í Hjaltadal. Fjölmenni var við athöfnina sem stýrt var af formanni LH, Lárusi Á. Hannessyni. Hestamannafélögin í Skagafirði stóðu fyrir fánareið og Karlakórinn Heimir söng … lesa meira


Feykir.is | 27.3.15 | 23:55

Skagfirsk sveifla á sópnum þegar Þórsurum var sópað heim í Þorlákshöfn

Govens skýtur en Lewis verst. Pétur og Helgi Viggós fylgjast með.

Lið Tindastóls sigraði lið Þórs úr Þorlákshöfn í kvöld í þriðja skiptið í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar og eru því komnir áfram í undanúrslitin. Lið Tindastóls vann einvígið 3-0 og sópaði því Þórsurum út úr keppninni án … lesa meira


Feykir.is | 27.3.15 | 18:48

Leik Tindastóls og Þórs seinkað til 20:30

umft_thor

Leik Tindastóls og Þór Þorlákshafnar, sem hefjast átti kl. 19.15 í kvöld hefur verið seinkað og er stefnt á að hann hefjist kl. 20:30 í kvöld. Samkvæmd frétt á vef KKÍ er ástæðan sú að dómarar leiksins lentu í umferðaróhappi á … lesa meira