feykir.is | Það var lagið | 28.8.12 | 8:45

DON’T WAKE ME UP / Chris Brown

Chris Brown

Maður er nefndur Christopher Maurice Brown, er 23 ára gamall og hefur vakið talsverða athygli á tónlistarsviðinu. Hér er lag með kappanum sem kallast Don’t Wake Me Up.

Vanalega gengur Christopher bara undir nafninu Chris Brown og er kannski þekktastur fyrir að hafa lagt hendur á fyrrum unnustu sína, hana Rihönnu, en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baka líflegan feril sem skemmtikraftur í USA. Brown er sjálfmenntaður söngvari og dansari og ku hafa haft Michael Jackson sem sinn helsta innblásara. Þrettán ára gamall komst hann síðan í feitt þegar útsendari frá Hitmission Records uppgötvaði hæfileika hans á bensínstöð pabba hans. Var þá hafist handa við að þjálfa Brown í söng, útbúa demó og reyna að koma honum á samning hjá hljómplötuútgefendum. Hann komst á samning hjá Jive Records árið 2004, 15 ára gamall, og restin er lygasögu líkust.

Don’t Wake Me Up er að finna á fimmtu skífu pilts, Fortune,  sem kom út í sumar og hefur notið talsverðrar hylli.

Nánar upplýsingar eru á Wikipediu > 

YouTube Preview Image

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 1.9.15 | 9:48

Fræðsludagur skólanna í Skagafirði

Ketill Berg Sigurðsson flutti erindi á fræðsludeginum. Mynd: skagafjordur.is.

Árlegur fræðsludagur leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar var haldinn í Miðgarði s.l. föstudag. Dagurinn markar upphafið að nýju skólaári og er þetta í sjötta sinn sem fræðsludagurinn er haldinn. Þar koma saman allir starfsmenn skólanna, um 200 manns. Markmið fræðsludagsins … lesa meira


Feykir.is | 1.9.15 | 9:18

Ræða flutt við messu í Ábæjarkirkju 2. ágúst 2015

Gísli Gunnarsson

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. “Hvar skal byrja? hvar skal standa? hátt til fjalla? lágt til stranda.“ Þannig spyr sr. Matthías Jochumsson í fyrsta erindi sínu í ljóðinu Skagafjörður. Ljóðið … lesa meira


Feykir.is | 31.8.15 | 15:20

Dramatísk þriðja umferð í rallýinu

Baldur og Alli eru efstir að stigum eftir þriðju umferð Íslandsmótsins í rallý. Mynd: Guðný G.

Dagana 27. til 29. ágúst fór fram þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý, Rallý Reykjavík en keppnin, sem var sú 36., fór fram víðs vegar um Suðurnes, Suðurland og Vesturland. Strax í upphafi var ljóst að barist yrði með öllu afli … lesa meira


Feykir.is | 31.8.15 | 9:32

Blanda slær Íslandsmet

Veitt í Víðidalsá. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson.

Heildarveiði í Blöndu sem af er sumri er komin í 4.303 laxa en Landsamband veiðifélaga birtir vikulega nýjar tölur um laxveiði úr helstu laxveiðiám landsins og voru þær nýjustu birtar á miðvikudaginn var. Vikuveiðin í Blöndu var 286 laxar en … lesa meira


Feykir.is | 29.8.15 | 20:54

Flott mæting og mikil stemming á Uppskeruhátíð

Frá Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks. Ljósm./gss.is

Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin í gær. Samkvæmt heimasíðu golfklúbbsins var flott mæting og mikil stemming.  „Byrjað var á því að taka létt „speed-golf“ mót áður en uppskeruhátíðin sjálf hófst. Að því búnu var farið í golfskálann … lesa meira


Feykir.is | 29.8.15 | 20:13

Siglufjarðarvegur lokaður vegna skriðufalla

Siglufjarðarvegur er lokaður vegna skriðufalla. Mynd/Vegagerðin

Siglufjarðarvegur er lokaður vestan við Strákagöng vegna skriðufalla, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Í frétt á Vísi.is segir að starfsmenn Vegagerðarinnar vinni hörðum höndum að því hreinsa veginn sitthvoru megin við Strákagöng. „Þetta er margra daga vinna að hreinsa þetta upp. Það … lesa meira


Feykir.is | 29.8.15 | 14:22

Byggðasafn Skagfirðinga í BBC

Starfsmenn Fornleifadeildar BSk og MÍ við störf í Keflavík á Hegranesi, ásamt Þóreyju Jónsdóttur bónda. F.v. Þórey Jónsdóttir bóndi, Guðmundur St. Sigurðarson og Bryndís Zoëga sérfræðingar hjá BSk, Þór Hjaltalín minjavörður NLV og Guðný Zoëga deildarstjóri Fornleifadeildar BSk.

Tökulið frá sjónvarpstöðinni BBC var statt hér á landi í sumar til að taka upp heimildaþátt sem ber vinnuheitið „Leyndarmál víkinganna“. Að sögn Guðnýjar Zoëga hjá fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga fréttu þáttagerðarmenn BBC af byggðasögurannsókn byggðasafnsins í Hegranesi og höfðu samband. … lesa meira


Feykir.is | 29.8.15 | 14:07

Bifhjólaslys í Gyltuskarði

Lögreglan

Bifhjólaslys varð í Gyltuskarði í Skagafirði laust fyrir hádegi í dag. Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra var ökumaður hjólsins staddur þar ásamt 30 manna hóp á krossurum þegar hann féll af hjóli sínu og viðbeinsbrotnaði.   Gyltuskarð er á … lesa meira