feykir.is | Það var lagið | 28.8.12 | 8:45

DON’T WAKE ME UP / Chris Brown

Chris Brown

Maður er nefndur Christopher Maurice Brown, er 23 ára gamall og hefur vakið talsverða athygli á tónlistarsviðinu. Hér er lag með kappanum sem kallast Don’t Wake Me Up.

Vanalega gengur Christopher bara undir nafninu Chris Brown og er kannski þekktastur fyrir að hafa lagt hendur á fyrrum unnustu sína, hana Rihönnu, en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baka líflegan feril sem skemmtikraftur í USA. Brown er sjálfmenntaður söngvari og dansari og ku hafa haft Michael Jackson sem sinn helsta innblásara. Þrettán ára gamall komst hann síðan í feitt þegar útsendari frá Hitmission Records uppgötvaði hæfileika hans á bensínstöð pabba hans. Var þá hafist handa við að þjálfa Brown í söng, útbúa demó og reyna að koma honum á samning hjá hljómplötuútgefendum. Hann komst á samning hjá Jive Records árið 2004, 15 ára gamall, og restin er lygasögu líkust.

Don’t Wake Me Up er að finna á fimmtu skífu pilts, Fortune,  sem kom út í sumar og hefur notið talsverðrar hylli.

Nánar upplýsingar eru á Wikipediu > 

YouTube Preview Image

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 22.7.14 | 16:36

Þóranna Ósk íslandsmeistari í sjöþraut

Þóranna Ósk. Mynd; Tindastóll.is.

Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík helgina 19.-20. júlí. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Tindastól/UMSS, varð Íslandsmeistari í sjöþraut kvenna, hlaut 4066 stig. Þóranna var eini keppandi UMSS á mótinu. Úrslit mótsins er að finna á vef … lesa meira


Feykir.is | 22.7.14 | 13:19

Umsækjendur um starf sveitarstjóra Húnavatnshrepps

hunavatnshreppur

Starf sveitarstjóra Húnavatnshrepps var auglýst laust til umsóknar þann 19. júní sl. og rann umsóknarfrestur út þann 7. júlí. Samkvæmt vef Húnavatnshrepps bárust alls 16 umsóknir, en einn dró umsókn sína til baka. Umsækjendur eru: Björn S Lárusson, Reykjavík Egill … lesa meira


Feykir.is | 22.7.14 | 12:51

Eldur í Húnaþingi

011051_3d718de165e8c7978437a73e8aa3b968.jpg_srz_p_196_190_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz

Eldur í Húnaþingi er bæjarhátíð í Húnaþingi vestra sem haldin verður dagana 23.-27. júlí. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 og hefst á morgun með flottri opnunarhátíð. Miðvikudagurinn 23. júlí 2014 FM Eldur – FM 106,5  Útvarpsstöðin FM … lesa meira


Feykir.is | 22.7.14 | 12:25

Dansatriði á Unglingalandsmóti

UMSS

Nú eru allir heimamenn hvattir til að mæta á dansæfingu á aðalvöllinn á Sauðárkróki fimmtudagskvöldið 24. júlí kl. 20:00. Raggý danskennari ætlar að kenna okkur auðveld dansspor fimmtudaginn 24. júlí  kl 20:00 á vellinum. Við hvetjum alla heimamenn til þess … lesa meira


Feykir.is | 22.7.14 | 11:37

Kynningarmyndband á undirbúningi Unglingalandsmótsins

Ljósm./ Pálína Ósk Hraundal

Flottur hópur ungmenna úr vinnuskólanum tók sig til og útbjó kynningarmyndband á undirbúningi Unglingalandsmótsins á Sauðárkróki. Það voru þau Atli Dagur Stefánsson, Stella Finnbogadóttir og Mikael Snær Gíslason sem unnu myndbandið.


Feykir.is | 22.7.14 | 8:44

Slitlagið fræst upp vegna jarðsigs

almenningsnöf

Eins og sagt var frá á Feyki.is hefur jarðsig á Siglufjarðarvegi aukist gríðarlega. Í Morgunblaðinu í dag er aftur fjallað um þetta og haft eftir Sveini Zophoníssyni, verktaka á staðnum, að vatnsaginn að undanförnu virðist auka á sigið. Einnig nagi … lesa meira


Feykir.is | 21.7.14 | 13:30

Þriðja umferð í Rallý

TimOn

Um næstu helgi mun Bílaklúbbur Skagafjarðar standa fyrir þriðju umferð í Íslandsmeistaramótinu í rallý. Klúbburinn sem fagnar 25 ára afmæli sínu með þessu rallý hefur um árabil haldið eina bestu keppni mótsins í nágrenni Sauðárkróks. Leikar hefjast nk. föstudagskvöld klukkan … lesa meira


Feykir.is | 21.7.14 | 12:06

Fjallaskokk USVH

Frá fjallaskokki USVH síðasta sumar.

Fimmtudaginn 24. júlí n.k. verður gengið/skokkað/hlaupið frá Grund í Vesturhópi yfir Vatnsnesfjallið og endað ofan í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Um er að ræða 12 km leið og hækkun á milli 400-500 metra. Norðanátt.is segir frá þessu. Gangan/skokkið/hlaupið er keppni þar … lesa meira