feykir.is | Það var lagið | 28.8.12 | 8:45

DON’T WAKE ME UP / Chris Brown

Chris Brown

Maður er nefndur Christopher Maurice Brown, er 23 ára gamall og hefur vakið talsverða athygli á tónlistarsviðinu. Hér er lag með kappanum sem kallast Don’t Wake Me Up.

Vanalega gengur Christopher bara undir nafninu Chris Brown og er kannski þekktastur fyrir að hafa lagt hendur á fyrrum unnustu sína, hana Rihönnu, en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baka líflegan feril sem skemmtikraftur í USA. Brown er sjálfmenntaður söngvari og dansari og ku hafa haft Michael Jackson sem sinn helsta innblásara. Þrettán ára gamall komst hann síðan í feitt þegar útsendari frá Hitmission Records uppgötvaði hæfileika hans á bensínstöð pabba hans. Var þá hafist handa við að þjálfa Brown í söng, útbúa demó og reyna að koma honum á samning hjá hljómplötuútgefendum. Hann komst á samning hjá Jive Records árið 2004, 15 ára gamall, og restin er lygasögu líkust.

Don’t Wake Me Up er að finna á fimmtu skífu pilts, Fortune,  sem kom út í sumar og hefur notið talsverðrar hylli.

Nánar upplýsingar eru á Wikipediu > 

YouTube Preview Image

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 28.4.15 | 9:37

„Fólk hljóp öskrandi og grátandi út“

Jóhanna Herdís Sævarsdóttir er stödd í Nepal þar sem hún starfar sem sjálfboðaliði á heimili fyrir munaðarlaus börn.  Ljósm. fengin af fb-síðu Jóhönnu.

Jóhanna Herdís Sævarsdóttir var stödd í níu hæða verslunarmiðstöð í höfuðborg Nepal, Kathmandu, þegar jarðskjálftinn reið yfir landið á sunnudag en höfuðborgin er á miðju upptakasvæði skjálftans. Jóhanna Herdís, sem er dóttir Katrínar Kristjánsdóttur og Sævars Sigurbjartssonar á Borðeyri, er … lesa meira


Feykir.is | 27.4.15 | 11:54

Kirkjukvöld kirkjukórs Sauðárkrókskirkju

Kirkjukvold

Kirkjukvöldið í Sauðárkrókskirkju er fastur liður á mánudagskvöldi í Sæluviku svo lengi sem elstu menn muna og hefst að þessu sinni kl. 20. Eins og áður er dagskráin fjölbreytt og metnaðarfull.  Gestasöngvari er hinn ungi og efnilegi Sigvaldi Helgi Gunnarsson. … lesa meira


Feykir.is | 27.4.15 | 11:12

Sumarbingó fært fram um einn dag

bingo

Vegna körfuboltaleiks Mfl. Tindastóls verður sumarbingó 10. bekkjar Árskóla, sem átti að vera miðvikudaginn 29. apríl, fært fram um einn dag til þriðjudagsins 28. apríl kl. 20. Fjöldi góðra vinninga í boði! /Fréttatilkynning


Feykir.is | 27.4.15 | 10:17

Lætur af störfum eftir margra ára dygga þjónustu

Arna Kristjánsdóttir lætur af störfum í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Ljósm./Skagafjordur.is

Arna Kristjánsdóttir lét af störfum í Ráðhúsinu á Sauðárkróki fyrir helgi eftir margra ára dygga þjónustu. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að Arna sé búin að starfa í Ráðhúsinu síðan um mitt ár 2003 eða í tæp 12 ár en … lesa meira


Feykir.is | 27.4.15 | 10:11

Stóladrengir Íslandsmeistarar

Það má með sanni segja að tímabilið hafi verið fullkomið hjá Stólunum sem þeir unnu alla leiki sína á Íslandsmótinu. Ljósm./Sumarliði Ásgeirsson.

Unglingaflokkur Tindastóls í körfu tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn þegar drengirnir mættu FSu í Stykkishólmi þar sem leikið var til úrslita. Það má með sanni segja að tímabilið hafi verið fullkomið hjá Stólunum sem þeir unnu alla sína leiki á … lesa meira


Feykir.is | 27.4.15 | 10:03

Úrslit í Vísnakeppni gerð kunn á setningu Sæluviku

Frá setningu Sæluviku í Húsi frítímans. Rannveig Lilja Ólafsdóttir tekur lagið ásamt Rögnvaldi Valbergssyni kennara sínum. Ljósm./Skagafjordur.is

Sæluvika Skagfirðinga 2015 var formlega sett í Húsi frítímans í gær, sunnudaginn 26. apríl, og var það Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðarráðs Svf. Skagafjarðar sem setti Sæluvikuna að þessu sinni. Rannveig Lilja Ólafsdóttir, nemandi við Tónlistarskóla Skagafjarðar flutti tvö lög … lesa meira


Feykir.is | 27.4.15 | 9:08

Snjókoma og skafrenningur

Veðrið kl. 12 í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands.

Lítið lát er á ofanhríðinni með skafrenningsskófi norðanlands í dag. Víða er hálka á vegum, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur nú um níu leytið, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Snjókoma og norðan og norðvestan 10-18 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra, hvassast … lesa meira


Feykir.is | 26.4.15 | 23:22

KR-ingar náðu toppleik í DHL-höllinni og skelltu Stólunum

Pétur Bigga Rafns var góður í liði Stólanna í kvöld. Hér glímir hann við Pavel.

Í kvöld fór fram þriðji leikur Tindastóls og KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Heimamenn í DHL-höllinni í Frostaskjóli hittu á toppleik og tóku forystuna í einvíginu með öruggum sigri. Stólarnir áttu ágætan leik, sérstaklega í sókninni, en lentu 25 stigum … lesa meira