feykir.is | Það var lagið | 28.8.12 | 8:45

DON’T WAKE ME UP / Chris Brown

Chris Brown

Maður er nefndur Christopher Maurice Brown, er 23 ára gamall og hefur vakið talsverða athygli á tónlistarsviðinu. Hér er lag með kappanum sem kallast Don’t Wake Me Up.

Vanalega gengur Christopher bara undir nafninu Chris Brown og er kannski þekktastur fyrir að hafa lagt hendur á fyrrum unnustu sína, hana Rihönnu, en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baka líflegan feril sem skemmtikraftur í USA. Brown er sjálfmenntaður söngvari og dansari og ku hafa haft Michael Jackson sem sinn helsta innblásara. Þrettán ára gamall komst hann síðan í feitt þegar útsendari frá Hitmission Records uppgötvaði hæfileika hans á bensínstöð pabba hans. Var þá hafist handa við að þjálfa Brown í söng, útbúa demó og reyna að koma honum á samning hjá hljómplötuútgefendum. Hann komst á samning hjá Jive Records árið 2004, 15 ára gamall, og restin er lygasögu líkust.

Don’t Wake Me Up er að finna á fimmtu skífu pilts, Fortune,  sem kom út í sumar og hefur notið talsverðrar hylli.

Nánar upplýsingar eru á Wikipediu > 

YouTube Preview Image

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 1.9.14 | 11:02

Mikið umleikis í Sauðárkrókshöfn

Úr Sauðárkrókshöfn.

Það er þó nokkuð umleikis í Sauðárkrókshöfn í dag. Verið er að landa úr Klakki SK-5 og Farsæli SH-30. Klakkur er með 116 tonn af þorski og 5,5 tonn af ufsa. Farsæll með um það bil 26 tonn af þorski og 4,5 tonn af … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 9:50

Kenýsk áhrif á Krókinn?

Carren er 25 ára sjálfboðaliði á vegum AUS samtakanna sem vantar heimili á Sauðárkróki.

Um þessar mundir eru sjálfboðaliðasamtökin Alþjóðleg ungmennaskipti, AUS, að leita að fósturfjölskyldum fyrir unga sjálfboðaliða sem munu dveljast á Íslandi á komandi starfsári.  Samtökin hafa það að markmiðið að vinna gegn fordómum með því að bjóða Íslendingum að ferðast til … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 9:28

Baldur og Aðalsteinn Íslandsmeistarar

Baldur og Aðalsteinn í lok Skagafjarðarrallýsins í júlí sl.

Átján áhafnir mættu til leiks í Alþjóðarallýinu, sem í daglegu tala gengur undir nafninu Reykjavíkurrallýið, en það fór fram um helgina. TímON félagarnir Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi og Baldur Haraldsson frá Sauðárkróki mættu til keppni með sextán stiga forskot. Lönduðu … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 9:11

Rigning með köflum í dag

Veðrið kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands. Mynd: Veður.is

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er vaxandi suðvestan átt, 5-10 um hádegi og rigning með köflum. Suðvestan 8-15 í kvöld og úrkomumeira, en dregur úr vindi og úrkomu á morgun. Hiti 7 til 15 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga: … lesa meira


Feykir.is | 31.8.14 | 12:05

Nýtt skólaár hafið í Háskólanum á Hólum

Frá nýnemadögum í Háskólanum á Hólum. Ljósm. fengin af vef skólans.

Nýnemadögum við Háskólann á Hólum lauk í síðustu viku en haustönn 2014 hófst formlega mánudaginn 25. ágúst. Samkvæmt vef Hólaskóla var dagskrá nýnemadaga ætluð öllum nýnemum, jafnt staðnemum sem fjarnemum – sem mættu þá í sína fyrstu staðbundnu lotu, hvort … lesa meira


Feykir.is | 31.8.14 | 11:37

Einn fótbrotinn og annar úr mjaðmarlið

Björgunarsvetin Húnar við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósm./hunar.123.is

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu sóttu slasaðan mann innan og ofan við bæinn Þorgrímsstaði í Vatnsnesi í gær. Samkvæmt heimasíðu Landsbjargar var talið að maðurinn, sem var á göngu, hafi verið fótbrotinn. Ábúendur Þórgrímsstaða komu manninum til aðstoðar og biðu með honum … lesa meira


Feykir.is | 30.8.14 | 19:54

Þrjú á þremur mínútum hjá Þrótti

303123_168489839899812_28872448_n

Tindastóll spilaði við lið Þróttar Reykjavík á Valbjarnarvellinum í dag. Ekki tókst strákunum að næla í stig og fóru leikar þannig að heimamenn gerðu fjögur mörk en Stólarnir ekkert. Tindastólsmenn náðu að halda markinu hreinu í fyrri hálfleik en eitthvað … lesa meira


Feykir.is | 30.8.14 | 8:31

Nauðsynlegt að huga að lausamunum

Óveðurský

Á heimasíðu VÍS er fólk hvatt til að vera á varðbergi og fylgjast vel með veðurspám vegna djúprar lægðar sem á að ganga yfir landið á morgun, sunnudag. Vísað er í orð Einars Sveinbjörnssonar hjá Veðurvaktinni: „Óvenjulegt veðurkerfi gengur yfir … lesa meira