feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 22.5.15 | 20:14

Fyrstu Gæruböndin kynnt til leiks

gaeran

Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin í húsnæði Loðskins/Atlantic Leather á Sauðárkróki helgina 13. og 15. ágúst nk. Nú hafa fyrstu bönd hátíðarinnar verið kynnt til leiks og eru þau hljómsveitin góðkunna Lockerbie, unga og efnilega bandið VIO og sólóistinn Óskar Harðar.   … lesa meira


Feykir.is | 22.5.15 | 15:38

„Hlutir eiga að vera fallegir og gleðja augað“

Áslaug S. Árnadóttir er búsett í Árósum á Jótlandi og hefur búið þar síðan haustið 1992. ljósm./úr einkasafni

Arkitektinn og Dýllarinn frá Sauðárkróki Áslaug S. Árnadóttir hefur búið í Árhúsum í Danmörku undanfarin 25 ár og vinnur nú að því að stofna sitt eigið fyrirtæki þar sem ber nafnið „Nebengesjæft“. Þar gefur hún teikningum sínum líf og notagildi … lesa meira


Feykir.is | 22.5.15 | 15:03

Tófa felld við Flúðabakka

Vignir Björnsson  skaut tófu við elliheimilið Flúðabakka á Blönduósi. Ljósm./Róbert Daníel Jónsson.

Vignir Björnsson skaut tófu við elliheimilið Flúðabakka á Blönduósi þegar hann var að bera út Moggann í gærmorgun. „Við fyrstu sýn fannst mér þetta vera köttur, ég trúði því ekki að þetta væri tófa en svo sá ég það þegar … lesa meira


Feykir.is | 22.5.15 | 14:51

Tónlistarkennsla í Skagafirði í 50 ár

Tónlistarskóli Skagafjarðar 1979. Ljósm./HSk.

Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því að formleg tónlistarkennsla hófst í Skagafirði. Til mikils er að fagna og því verða haldnir hátíðartónleikar og skólaslit í dag, föstudaginn 22. maí, í sal frímúrara Borgarflöt 1 á Sauðárkróki kl. … lesa meira


Feykir.is | 22.5.15 | 11:16

Settu umferðaslys á svið

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Í mars sl. voru tvær ungar konur sakfelldar fyrir tilraun til fársvika og að hafa gabbað lögreglu og annað neyðarlið með því að hafa í félagi, þann 4. júní 2011, sett á svið umferðarslys við rétt norðan við brúna yfir … lesa meira


Feykir.is | 22.5.15 | 10:59

Skokkið fer af stað í tuttugasta sinn

Skokkhópurinn á Sauðárkróki saman kominn árið 2008.

Skokkhópurinn á Sauðárkróki fer af stað þann 26. maí nk. en þetta er 20. sumarið sem hópurinn skokkar saman. „Endilega komið og verið með, það kostar ekkert að mæta og prófa,“ sagði Árni Stefánsson, sem heldur utan um hópinn, í … lesa meira


Feykir.is | 22.5.15 | 8:43

Ráslisti WR hestaíþróttamóts á Hólum

Hólar í Hjaltadal

WR íþróttamót verður haldið á Hólum í Hjaltadal um helgina 22.-23. maí, föstudag og laugardag. Eftirfarandi eru endanlegir ráslistar fyrir mótið.     Föstudagur 15:00 Knapafundur 16:00 Fimmgangur F1 Meistaraflokkur 17:30 Fimmgangur F2 1.Flokkur 18:00 Fimmgangur F2 Ungmenni – Úrslit … lesa meira


Feykir.is | 21.5.15 | 15:28

Sundlaugin í Varmahlíð opnar að nýju

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð. Mynd: Tindastoll.is.

Nú geta áhugamenn um Sundlaugina í Varmahlíð tekið gleði sína að nýju því búið er að opna laugina að nýju eftir fjögurra vikna viðgerðartörn. Að sögn Moniku Borgarsdóttur sundlaugarstjóra er sundlaugin nú hrein og fín og því ekki neitt annað … lesa meira