feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 25.4.15 | 13:13

Skutlaði sér í ískalda ánna við Sauðármýrina

Benedikt Lafleur brá sér í ískalda ánna við Sauðármýrina á Sauðárkróki. Ljósm./Vita

Til að forða sér frá þunglyndi sumardagsins fyrsta, í ljósi vetrarbyls og ofankomu á dagins, brá Benedikt Lafleur á það ráð að skutla sér í ískalda ánna við Sauðármýrina á Sauðárkróki. Í samtali við Feyki sagði hann baðið hafa reynst svo … lesa meira


Feykir.is | 25.4.15 | 12:48

Margir viðburðir í boði á forsælunni

Sæluvikudagskránna má sjá með að smella á auglýsinguna hér til hægri.

Lista- og menningarhátíð Skagfirðinga, Sæluvikan, verður sett á morgun, sunnudag. Þó er forsælan komin á skrið og margir viðburðir í boði, svo sem Vormót Molduxa sem hófst kl. 12 og er í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þá verður opnun myndlistarsýningarinnar Litbrigði … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 17:34

Litbrigði Samfélags í Sæluviku

Myndlistarfélagið Sólon verður með myndlistarsýninguna Litbrigði Samfélags í Gúttó í Sæluviku Skagfirðinga 2015. Mynd/Kristín Ragnars

Myndlistarfélagið Sólon verður með myndlistarsýninguna Litbrigði Samfélags í Gúttó í Sæluviku Skagfirðinga 2015. Sýningin er samsýning félaga í Sólon, listamanna úr Skagafirði og nágrenni og er nú haldin 7. árið í röð í Sæluviku. Sýningin opnar á morgun, laugardaginn 25. … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 16:50

Öskubusku ævintýrið hjá Unglingaflokki drengja

karfa_unglinga_logo

Unglingaflokkur körfuknattleiksdeildar Tindastóls tók á móti ÍR í undanúrslitaleik sl. þriðjudag. „Sýndu strákarnir okkar hvernig ætti að spila körfubolta og tóku strákana úr Breiðholtinu í kennslustund,“ segir í fréttatilkynningu frá Tindastól en lokatölur urðu 104 – 66. Næst eru strákarnir … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 15:35

Frí sætaferð í boði Kaupfélags Skagfirðinga á sunnudaginn

stolar_kr

Stemningin fyrir körfunni á Króknum er í efstu hæðum þessa dagana og ekki urðu úrslitin í gærkvöldi til að draga eitthvað úr – þvert á móti. Þriðji leikur Tindastóls og KR verður á sunnudaginn í DHL-höllinni í Vesturbænum og af … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 14:53

Varað við stórfelldu eldi á frjóum laxi af norskum uppruna í sjókvíum

Laxá á Ásum. Mynd: lax-a.is

Nýlega var haldinn fundur forustumanna veiðifélaga í Húnaþingi. Þar var samþykkt ályktun þar sem varað er alvarlega við stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi á Vestfjörðum og í Eyjafirði. Sérstaklega er lagst gegn því að eldi á norskum eldislaxi í sjókvíum … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 12:20

Íslensk reiðhefð í fortíð og nútíð – kennslusýning Hólanema

kennslusyning_ttk_2015

Nemendur á lokaári til BS í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum ætla að vera með kennslusýningu á morgun, laugardaginn 25. apríl. Sýningin ber heitið Íslensk reiðhefð í fortíð og nútíð og verður flutt með leikrænum tilburðum, samkvæmt fréttatilkynningu.  … lesa meira


Feykir.is | 24.4.15 | 11:53

Skagfirðingar með sælubros á vör eftir leik Stóla og KR

Áhorfendur fylltu Síkið sem aldrei fyrr og voru staðráðnir í að gefa sínum mönnum allan þann stuðning sem mögulegur var. Ljósm./Davíð Már Sigurðsson.

Skagfirðingar svífa enn um á skýi eftir ógleymanlega viðureign Tindastóls við KR í öðrum leik úrslitarimmu Domino´s-deildarinnar í Síkinu, Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Leikurinn var hreint út sagt geggjuð skemmtun frá upphafi til enda, eins og segir í umfjöllun … lesa meira