feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 23.9.14 | 22:08

Sjúklegur síðari hálfleikur skóp sigur í Síkinu

umft_krokodillinn_ferh

Snæfellingar sóttu Tindastólsmenn heim í kvöld í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn var með ólíkindum kaflaskiptur og varla hægt að ímynda sér að sömu lið hafi komið til leiks í síðari hálfleik og höfðu spilað þann fyrri. Eftir að hafa … lesa meira


Feykir.is | 23.9.14 | 13:38

Evrópuverkefnið Female

Málmey og Þórðarhöfði í Skagafirði. Ljósm./ÓAB

Vinnumálastofnun stýrir samstarfsverkefninu “Female”, en samstarfsaðilar koma frá fimm löndum, Bretlandi, Spáni, Litháen og Ítalíu en auk Vinnumálastofnunar á Íslandi er Háskólinn á Bifröst samstarfsaðili.  Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlakonur, sem hafa nýlega stofnað fyrirtæki, með því að bjóða … lesa meira


Feykir.is | 23.9.14 | 9:51

Þýskir kokkar elda úr íslensku hráefni

kaffi krokur2

Þýsku kokkanemarnir sem nú sjá um veitingastaðinn Kaffi Krók og taka um leið þátt í þýskum raunveruleikaþætti hafa í nógu að snúast. Þau ætla að hafa opið á staðnum í dag, á morgun, miðvikudag og á föstudag. Þá býðst Skagfirðingum … lesa meira


Feykir.is | 23.9.14 | 9:35

Kvöldstund með Helga Björns

Helgi_plakat_lowres

Hinn landsþekkti söngvari og leikari Helgi Björnsson fagnar 30 ára söngafmæli um þessar mundir, en það eru 30 ár síðan fyrsta hljómplatan kom út með þessum ástsæla söngvara. Hann heldur tónleika á Kaffi Krók laugardaginn 4. október. Helgi ætlar að … lesa meira


Feykir.is | 23.9.14 | 9:28

Fyrsti fræðafundurinn

Á myndinni eru, talið frá vinstri:  Ottó S. Michelsen, Ómar Örn Pálsson, Steinn Kárason, Vilhjálmur Egilsson, Stefán S. Guðjónsson og Snorri Stefánsson.

Fyrsti fræðafundurinn í röð þrettán slíkra sem auglýstir hafa verið heima á Hólum í vetur verður á fimmtudaginn klukkan 17. Þar mun Steinn Kárason fjalla um endurheimt Brimnesskóga. Fræðafundirnir eru haldnir í Auðunarstofu og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.


Feykir.is | 23.9.14 | 9:23

Gerir athugasemd við að vegum hafi ekki verið skilað í viðunandi ástandi

Frá Hvammstanga

Vegagerðin hyggist framvegis sjálf sjá um vetrarþjónustu á þjóðvegum í þéttbýli í Húnaþingi vestra, vegir 72 og 711. Sveitarstjóra hefur verið falið að kanna stöðu sveitarfélagsins gangvart samningi við núverandi verktaka um snjómokstur á þessum vegum. Þetta kemur fram í … lesa meira


Feykir.is | 23.9.14 | 8:31

Hæg vestlæg átt seinnipartinn

Veðrið kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands.

Suðvestan 5-10 og skúrir er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en hægari og vestlægari seinnipartinn. Hæg sunnanátt og léttir til í nótt. Suðaustan 8-13 og rigning með köflum á morgun. Hiti 5 til 10 stig, en heldur hlýnandi á morgun. … lesa meira


Feykir.is | 22.9.14 | 14:16

Stórleikur í Síkinu á morgun

Frá leik Tindastóls og Snæfells 2012. Ólafur Torfason og Svavar Birgisson eigast við.

Stórleikur verður í Síkinu á morgun, þriðjudag, þegar Tindastóll tekur á móti Snæfelli í átta liða úrslitum Lengjubikarsins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls má búast við hörkuleik, eins og alltaf þegar þessi lið mætast. „Liðið sem sigrar í þessum leik … lesa meira