feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 29.7.14 | 13:08

Guðný Hrund ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Guðný Hrund Karlsdóttir. Mynd: nsaventures.is

Samkvæmt vef Húnaþings vestra hefur Guðný Hrund Karlsdóttir verið ráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra. Guðný Hrund hefur undanfarin tvö ár starfað sem verkefnastjóri hjá Wise í Kanada þar sem hún hefur leitt innleiðingu stórra hugbúnaðarverkefna fyrir þarlend fyrirtæki. Áður starfaði hún … lesa meira


Feykir.is | 29.7.14 | 12:01

Unglingalandsmótsvikan hafin!

Ljósm./Pálína Ósk Hraundal

Nú er Unglingalandsmótsvikan hafin og undirbúningur fyrir mótið í fullum gangi. Heimamenn eru hvattir til þess að taka þátt í dagskránni um helgina, en hún er opin öllum og næg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Heimamenn eru einnig hvattir til þess … lesa meira


Feykir.is | 29.7.14 | 11:37

Þriðja mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga á Ólafsfirði

Frá mótinu. Mynd: Hjörtur Geirmundsson.

Þriðja mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram á Ólafsfirði síðastliðinn sunnudag, 27. júlí. Samkvæmt vef GSS átti Golfklúbbur Sauðárkróks 11 af 47 þátttakendum. Þátttakendur frá GSS voru þau Anna Karen Hjartardóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Arnar Geir Hjartarson, Elvar … lesa meira


Feykir.is | 29.7.14 | 11:28

Gæruhljómsveitir – Sjálfsprottin Spévísi

Sjálfsprottin Spévísi

Nú er undirbúningurinn fyrir tónlistarhátíðina Gæruna í fullum gangi og miðasala hafin á miði.is. Gæran verður haldin í húsnæði Loðskins/Atlantic Leather á Sauðárkróki helgina 15. og 16. ágúst nk. Feykir hafði samband við hljómsveitirnar og tónlistarmennina sem koma fram á … lesa meira


Feykir.is | 29.7.14 | 11:18

Góð helgi hjá Skotfélaginu Markviss

Guðmann og Snjólaug sigruðu um helgina. Mynd: Skotfélagið Markviss

Landsmót STÍ var haldið á Akureyri um helgina, 26.-27. júlí. Skotfélagið Markviss átti tvo keppendur á mótinu, Snjólaugu M. Jónsdóttur og Guðmann Jónasson. Samkvæmt færslu sem Skotfélagið Markviss biri á Facebook síðu sinni í gær jafnaði Snjólaug Íslandmet sitt, 47 … lesa meira


Feykir.is | 29.7.14 | 10:57

Marjolijn van Dijk fyrst kvenna í mark í Urriðavatnssundinu 2014

Frá Urriðavatnssundinu 2014. Mynd: Urridavatnssund.is

Urriðavatnssund 2014 fór fram síðastliðinn laugardag. Alls voru 54 þátttakendur sem luku sundinu og þar af 49 sem syntu Landvættasund, 2,5 km. Samkvæmt vef Urriðasunds voru aðstæður hinar bestu, hlýtt í veðri, sólarlaust og nánast logn. Fyrst af konunum í … lesa meira


Feykir.is | 29.7.14 | 10:26

Úrslit í Opna Steinullarmótinu

gss-logo

Opna Steinullarmótið í golfi fór fram 19. júlí sl. Samkvæmt vef GSS var keppt bæði í punktakeppni án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Úrslit: Punktatkeppni án forgjafar – karlar: Arnar Geir Hjartarson – 38 punktar Jóhann Örn Bjarkason – 30 … lesa meira


Feykir.is | 29.7.14 | 9:38

Kaffihlaðborð um verslunarmannahelgina

Hamarsbúð

Hamarsbúð er fyrir norðan Hvammstanga við veg 711. Þar er einnig Hamarsréttin en hún er afar fallega staðsett. Húsfreyjur í Hamarsbúð er félagsskapur kvenna með það að markmiði að halda í hefðir og bjóða upp á hefðbundinn mat um leið … lesa meira