feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 19.4.14 | 9:54

Fimmtíu og einn mætti í Fljótagönguna

Frá skíðagöngumóti í Fljótum á skírdag. Ljósm./ÖÞ

Skíðagöngumót var haldið við Ketilás í Fljótum á skírdag. Fimmtíu og einn var skráður til þátttöku og voru keppendur fleiri en skipuleggendur þorðu að vona fyrirfram.  Keppt var í nokkrum flokkum allt frá 1 kílómetra í barnaflokki ,en lengsta ganga … lesa meira


Feykir.is | 19.4.14 | 9:36

Herdís og Grettir frá Grafarkoti glæsilegasta par mótsins

Sigurvegarar í opnum flokki í Kvennatölti Norðurlands 2014.

Kvennatölt Norðurlands var haldið með glæsibrag á skírdag þar sem hópur kvenna mætti til að etja kappi í tölti með bleiku þema.  Samkvæmt fréttatilkynningu frá reiðhöllinni Svaðastöðum startaði Hallfríður Óladóttir kvöldinu með góðri sýnikennslu. Hófst svo keppni í flokki 21. … lesa meira


Feykir.is | 18.4.14 | 13:27

Sverrir Bergmann og Brynjar Elefsen leiða lokahóf körfunnar

Sverrir Bergmann. Ljósm./tindastoll.is

Lokahóf körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldið á Kaffi Krók í kvöld, föstudaginn langa. „Gullbarkinn og sjarmatröllið Sverrir Bergmann verður veislustjóri ásamt Brynjari Elefsen á lokahófinu[...]. Endilega að fjölmenna á þessa frábæru skemmtun og njóta góðs kvölds með okkur,“ segir á heimasíðu … lesa meira


Feykir.is | 18.4.14 | 13:15

Úrslit Grunnskólamótsins í Þytsheimum

Frá Gunnskólamóti hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra í Þytsheimum Hvammstanga. Ljósmynd/Hestamannafélagið Þytur.

Annað Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra fór fram í Þytsheimum á Hvammstanga þann 15. apríl sl. Samkvæmt heimasíðu hestamannafélagsins Þyts gekk allt ljómandi vel. Úrslitin voru eftirfarandi. Fegurðarreið 1. – 3. bekkur: Dagbjört Jóna Tryggvadóttir  Þokki frá Hvoli  2.bekkur  Grsk.Húnaþ.vestra … lesa meira


Feykir.is | 18.4.14 | 12:20

Ófært og óveður á Öxnadalsheiði

Lokað á Öxnadalsheiði.

Á Norðurlandi er flestir vegir á láglendi greiðfærir þó eru hálkublettir í Húnavatnssýslum. Hálkublettir og skafrenningur er á Þverárfjalli en ófært og óveður á Öxnadalsheiði. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðvestan 15-20, en 18-23 m/s í éljum fram eftir … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 14:46

Þýðing héraðsfréttamiðla fyrir landbyggðina

feykir_LLG2014_logo_samsett

Feykir fréttablað Norðurlands vestra stendur fyrir málstofu, í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð, í tengslum við atvinnulífssýninguna Skagafjörður – Lífsins gæði og gleði. Í málstofunni verða málefni héraðsfréttamiðla til umfjöllunar, hvaða gildi þeir hafa fyrir samfélagið og menningar- og sögulegt hlutverk … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 9:38

KS stofnar sölu og dreifingarfyrirtæki í Rússlandi

Ágúst Viðarsson, forstöðumaður Kjötafurðarstöðvar KS.

Á forsíðu Bændablaðsins, sem út kom í gær, er sagt frá því að KS hyggist á næstunni setja á fót fyrirtæki í St. Pétursborg í Rússlandi sem muni markaðssetja íslenskt lambakjöt fyrir Rússlandsmarkað. Jafnframt kemur fram að um sé að … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 8:35

Ferðumst af öryggi um páskana

bilar a vegi

Líkt og endranær verða margir á faraldsfæti um páskana. Útlit er fyrir fremur kalda páska miðað við árstíma og má búast við slyddu eða frosti á nokkrum stöðum á landinu, jafnvel snjókomu. Færð kann því að spillast, hætt er við … lesa meira