feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 2.9.14 | 15:12

Einar Mikael og Töfrahetjurnar heimsækja Krókinn

tofra

Einar Mikael og Töfrahetjurnar ætla að leggja land undir fót og halda sýningar víða um Norðurland, með viðkomu á Sauðárkróki föstudaginn 3. október í sal FNV kl. 19:30. „Það er mikið búið verið að spyrja mig hvenær ég kæmi aftur … lesa meira


Feykir.is | 2.9.14 | 15:04

Handmjaltir heyra brátt sögunni til

mjolk_robot

Um næstu áramót verður mjólkursölu frá Ytri-Mælifellsá í Efribyggð í Skagafirði hætt. Er það sögulegt fyrir þær sakir að um er að ræða síðasta kúabú landsins þar sem handmjaltir eru stundaðar. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Arnljótsson, … lesa meira


Feykir.is | 2.9.14 | 11:22

Salurinn tók undir á söngskemmtuninni „Syngdu mig heim“

Frá söngskemmtuninni „Syngdu mig heim“ í félagsheimilinu á Hvammstanga í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum. Ljósm./Norðanátt.is

Síðastliðið föstudagskvöld var söngskemmtunin „Syngdu mig heim“ í félagsheimilinu á Hvammstanga í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum. Tæplega 100 tónleikagestir klöppuðu tónlistarfólkinu lof í lófa að dagskrá lokinni samkvæmt vef Norðanáttar og tók salurinn saman lögin Káta Vikurmær eða Fornar … lesa meira


Feykir.is | 2.9.14 | 11:07

Vetraropnunartími sundlauganna í Skagafirði

Sundlaug Sauðárkróks. Ljósm./KSE

Á heimasíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur verið birtur vetraropnunartími sundlauganna í Skagafirði og er hann sem hér segir: Sundlaug Sauðárkróks verður opin alla virka daga frá 6:50 til 20:30 og um helgar frá 10:00 til 16:00 Sundlaugin á Hofsósi er opin … lesa meira


Feykir.is | 2.9.14 | 9:26

Fundur fyrir áhugafólk um hjólreiðar

Úlfur Úlfur

Boðað er til fundar áhugamanna um hjólreiðar í Skagafirði í aðstöðu Siglingaklúbbsins Drangeyjar fimmtudaginn 4. september kl. 19:30. Í tilkynningu frá fundarboðendum segir að allar gerðir hjólreiðamanna séu boðnar velkomnar á fundinn, karlar, konur, ungir sem aldnir og heilu fjölskyldurnar. … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 15:47

Ullarþvottur í Sauðá ljósmynd mánaðarins á vef Þjóðminjasafnsins

Ullarþvottur í Sauðá. Stefanía Emilía Guðrún Lárusdóttir (1896-1993) og var frá Skarði í Gönguskörð­um. Brynjólfur Danivalsson (1897-1972) í Árbæ, Suðurgötu 24, á Sauðárkróki. Ljósm./Þorsteinn Jósepsson, fengin af vef Þí.

Ljósmynd septembermánaðar hjá Þjóðminjasafni Íslands er af Stefaníu Emilíu Guðrúnu Lárusdóttur (1896-1993) frá Skarði í Gönguskörðum og Brynjólfi Danivalssyni (1897-1972) frá Litla-Vatnsskarði. Þau voru einnig þekkt sem Emma og Binni í Árbænum, sem nú er Suðurgata 24 á Sauðárkróki. Á … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 11:52

Vetraropnun í sundlauginni í Varmahlíð

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð. Mynd: Tindastoll.is.

Frá og með deginum í dag, 1. september, verður opið í sundlauginni í Varmahlíð sem hér segir: Mánudaga og fimmtudaga kl.  9:00-21:00. Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9:00-20:00. Föstudaga kl. 9:00-14:00. Laugardaga kl. 10:00-15:00. Sunnudaga í september kl. 10:-15:00. Frá og … lesa meira


Feykir.is | 1.9.14 | 11:35

Tíu Íslandsmeistaratitlar til Skagfirðinga

UMSS hópurinn á Gautaborgarleikarnir í frjálsíþróttum sem haldnir voru á Ullevi-leikvanginum í Gautaborg í júní sl. Ljósm./fengin af facebook síðu Frjálsíþróttadeild Tindastóls.

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram á Selfossi helgina 26.-27. júlí. Lið UMSS stóð sig frábærlega á mótinu en samkvæmt vef Tindastóls vann liðið 10 Íslandsmeistaratitla í aldursflokkunum fjórum sem keppt var í, og alls til 30 … lesa meira