feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 30.9.14 | 14:51

Skíðaiðkendur hittast við Grettislaug

skidi_jonsmot

Annan sunnudag, 12. október kl. 14:00 er boðað til samverustundar hjá skíðaiðkendum hjá Tindastóls. Þar verður boðið upp á grillaðar pylsur og vetrarstarfið kynnt. Æfingar hefjast svo um áramót. Meðal þess sem er fyrirhugað í vetur er að stofna brettadeild. … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 14:49

Mótmæla harðlega skerðingum í fjárlagafrumvarpi

Glaumbær í Skagafirði. Ljósm./Glaumbaer.is

Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar hefur sent frá sér ályktun vegna fjárlagafrumvarps Ríkisstjórnarinnar. Móttmælir félagið harðlega þeim skerðingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpi 2015. „Þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar haldi því fram að fjárlagafrumvarpið bæti hag heimila að meðaltali, þá er ljóst … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 13:48

Áreittu stúlkur á Borgarsandi

Borgarsandur á Sauðárkróki er vinsælt  útivistarsvæði barna jafnt sem fullorðinna. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Þrír menn eltu þrjár stúlkur sem voru að leik á Borgarsandi á Sauðárkróki sl. sunnudag. Stúlkurnar, sem eru á aldrinum 12 til 13 ára, forðuðu sér undan mönnunum og tilkynntu athæfið til lögreglu. „Það var blístrað á þær og þeir … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 9:39

Jólagleði Geirmundar í Austurbæ

Jolagledi_bordi2

Í fyrsta skipti í tuttugu ár blæs sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson til tónleika í Reykjavík undir yfirskriftinni Jólagleði Geirmundar. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ þann 29. nóvember nk. og með honum í för verður frábært listafólk. Flutt verða þekktustu lög Geirmundar, … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 8:59

Hreyfivikan hófst í gær

Hreyfivikan 29. september - 5. október 2014.

Hreyfivikan (e. Move Week) hófst í gær en herferðin nær um gjörvalla Evrópu dagana 29. september – 5. október 2014. Hreyfivikan er hluti af „The NowWeMove 2012-2020“ herferð International Sport and Culture Association (ISCA) en framtíðarsýn herferðarinnar að 100 milljónir … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 8:44

Rigning með köflum í dag

Veðrið kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands.

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðaustan og síðar sunnan 10-15 og rigning með köflum. Hvessir síðdegis á morgun, sunnan 15-23 seinnipartinn. Hiti 5 til 10 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á miðvikudag: Suðvestan og sunnan 15-23 m/s og … lesa meira


Feykir.is | 29.9.14 | 22:42

KR-ingar sigruðu Tindastól í úrslitaleik Lengju-bikarsins

umft_krokodillinn_ferh

Tindastólsmenn gerðu þokkalega ferð suður um helgina en þar lék liðið fyrst í undanúrslitum Lengjubikarsins gegn Fjölni og hafði betur. Í úrslitaleiknum á laugardag voru það Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum sem reyndust sterkari og silfrið því hlutskipti Stólanna að þessu sinni. … lesa meira


Feykir.is | 29.9.14 | 14:21

Fljótafé til sýnis og sölu

Halldór Hálfdánarson bóndi á Molastöðum í Fljótum með forystuhrútinn Helga frá Snartastöðum í Öxarfirði. (Mynd úr jólablaði Feykis 2013).

Fjárræktarfélag Fljótamanna stendur fyrir hrútadegi á Þrasastöðum í Fljótum næstkomandi laugardag, 4. október. Dagskráin hefst kl 13:30. Hægt verður að kaupa kynbótalömb, en einnig verður á dagskrá hrútasýning og lambatrítl hjá börnum. Boðið verður upp á léttar veitingar að hætti … lesa meira