feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 27.3.15 | 14:53

Fer sópurinn á loft í kvöld?

karfa_tindastoll (2)

Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum í kvöld í Síkinu, íþróttahúsinu Sauðárkróki. Stólarnir hafa verið að standa sig mjög vel í deildinni í vetur og hafa tvisvar sinnum sigrað Þórsara, því verður spennandi að sjá hvernig fer á … lesa meira


Feykir.is | 27.3.15 | 14:16

Öfugu megin uppí

Leikararnir sex í hlutverkum sínum.

Leikdeild ungmennfélagsins Grettis mun frumsýna farsann „Öfugu megin uppí“ þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 21:00 í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. Um er að ræða gamanleik og taka sex leikarar þátt. Leikritið segir frá Friðþjófi, sem tekur að sér að gæta sveitahótels … lesa meira


Feykir.is | 27.3.15 | 13:34

Sundlaugin á Hofsósi opnar eftir viðgerðir

Frá Sundlauginni á Hofsósi.

Sundlaugin á Hofsósi opnar á morgun, laugardaginn 28. mars, klukkan 11, eftir lokun vegna viðhalds. Eftirfarandi eru opnunartímar sundlauganna í Skagafirði um páskana: Sundlaugin á Sauðárkróki verður opin 2.apríl – 6. apríl frá kl. 10-17:30 og sundlaugin á Hofsósi 2.apríl – … lesa meira


Feykir.is | 27.3.15 | 11:19

Fer sópurinn á loft í kvöld?

Dempsey leggur boltann í körfu Þórsara í leik liðanna 20. mars sl. Mynd: Pétur Ingi

Stórleikur verður í Síkinu, Íþróttahúsinu Sauðárkróki, í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum. Stólarnir hafa verið að standa sig mjög vel í deildinni í vetur og hafa tvisvar sinnum sigrað Þórsara, því verður spennandi að … lesa meira


Feykir.is | 26.3.15 | 16:39

Sól slær silfri á voga

Myndir: KSE

Jafndægur að vori var fyrir viku síðan, eða 20. mars. Þá eru dagur og nótt jafnlöng. Eftir umhleypingasaman vetur er rétt að grípa hvert tækifæri til að njóta veðursins og þrátt fyrir að frostið biti kinn var hressandi að bregða … lesa meira


Feykir.is | 26.3.15 | 14:26

Blönduósbær kominn á Facebook

blonduos a facebook

Blönduósbær er kominn á Facebook. Byggðaráð Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum 19. mars síðastliðinn að opnuð yrði Fasbókarsíða á vegum bæjarins, þegar er komin í loftið og má nálgast hér. Á fundinum var jafnframt lagður fram samningur við Róbert D. … lesa meira


Feykir.is | 26.3.15 | 13:59

Formleg opnun á Sjávarborg

Kennimerki veitingarstaðarins Sjávarborgar á Hvammstanga.

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga verður formlega opnaður á morgun, föstudaginn 27. mars, og verða ýmiskonar tilboð á boðstólnum alla helgina. Veitingastaðurinn er staðsettur á efri hæð Selaseturs Íslands á Hvammstanga.  Á föstudeginum verður réttur dagsins á sínum stað í hádeginu, … lesa meira


Feykir.is | 26.3.15 | 13:34

„Slow Travel í A-Hún“

Úr Vatnsdal

Súpu og kynningarfundur vegna samstarfsverkefnis „Reshape your journey – slow travel í A-Hún“ verður haldinn fimmtudaginn 26. mars nk. á Hótel Blönduós, kl. 17:00. Verkefnið hlaut styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Ferðamálafélag A-Hún, Byggðarsamlag í A-Hún, Þekkingarsetrið … lesa meira