feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 6.7.15 | 11:56

Maríudagar

unnamed (1)

Síðustu fjögur ár hefur fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í Vesturhópi heiðrað minningu hennar með listsýningu sem nefnist ,,Maríudagar“. Í ár ætlar fjölskylda hennar enn á ný að efna til ,,Maríudaga“ með sýningu á ýmsum listmunum eftir nokkra listamenn. Þeir verða … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 10:01

Tindastóll tekur á móti Dalvík/Reyni í kvöld

Áfram Tindastóll. Ljósm./fésbókarsíða Knattsp.deildar Tindastóls.

Strákarnir í mfl. Tindastóls í knattspyrnu taka á móti nágrönnum sínum í Dalvík/Reyni í 2. deild Íslandsmótsins kvöld kl. 20:00 og eru stuðningsmenn liðsins hvattir til þess að fjölmenna á völlinn. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:34

Stefanía Hermannsdóttir hreppti silfrið

umss_tindastoll_logo

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram á Selfossi helgina 27.- 28. júní. Á vef Tindastóls segir að um 240 keppendur hafi verið skráðir til leiks, þar af fimm frá UMSS. Stefanía Hermannsdóttir náði bestum árangri Skagfirðinga á mótinu, … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:22

Skoða staðsetningu fyrir sjálfsafgreiðsludælu

Smábátahöfnin á Sauðárkróki á góðum sumardegi.

Skeljungur hf. hefur hug á að setja upp sjálfsafgreiðsludælu fyrir smærri báta á Sauðárkrókshöfn. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Svf. Skagafjarðar hefur verið falið að koma með tillögu að staðsetningu í samráði við hafnarstarfsmenn og Skeljung hf. Þetta kemur fram í fundargerð … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:10

Gönguskilti sett upp við fjögur fjöll

Upplýsingaskilti við upphaf gönguleiðar á  Tindastól. Ljósm./Skagafjordur.is

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú hafið uppsetningu upplýsingaskilta við upphaf gönguleiða á Mælifellshnjúki, Tindastól, Hólabyrðu og Ennishnjúk. „Þessi fjöll og fleiri kalla gönguhrólfa til sín og njóta heilsusamlegar gönguferðir þannig sívaxandi vinsælda meðal almennings og ferðamanna,“ segir á vef sveitarfélagsins. Á … lesa meira


Feykir.is | 6.7.15 | 9:02

Umferðaöngþveiti á Blönduósi

Frá Blönduósi. Ljósm./BÞ

Mikil umferð var um vegi landsins í gær og varð hún mjög mikil um Blönduós enda margir á leiðinni suður og vestur af Pollamóti Þórs og N1 móti KA á Akureyri. Á Húna.is segir að föstudagsumferðin hafi verið mikil í gegnum bæinn … lesa meira


Feykir.is | 5.7.15 | 8:53

„Við höfum gaman á Barokkhátíðinni“ – skemmtilegt myndband ungs hátíðargests

Skáskot úr kynningarmyndbandi Sigurjóns Péturssomar um Barokkhátíðina á Hólum.

Um síðastliðna helgi var haldin Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal. Aðsókn að viðburðum Barokkhátíðarinnar á Hólum hefur aldrei verið meiri, samkvæmt facebook síðu hátíðarinnar en yfir 60 manns komu t.d. á upphafstónleika Björgvinjar gítarkvartetts fimmtudagskvöldið 25. júní. Meðfylgjandi er skemmtilegt myndband … lesa meira


Feykir.is | 4.7.15 | 10:31

Yfir 200 manns mættu á opnunarhátíð búminjasafns

Frá opnun búminjasafns að Lindabæ í Sæmundarhlíð þann 28. júní 2015. Ljósm./Jóhann Sigmarsson.

Mikið fjölmenni var við opnunarhátíð búminjasafns að Lindabæ í Sæmundarhlíð sl. sunnudag. Talið er að rúmlega 200 manns hafi heimsótt safnið þennan dag. Það er Sigmar Jóhannsson, sem margir Skagfirðingar þekkja sem Simma póst, sem stendur að þessu safni og … lesa meira