feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 24.4.14 | 12:30

Gleðilegt sumar!

fanar

Feykir óskar landsmönnum gleðilegs sumars. Vonandi er veðurblíðan sem dagurinn hefur í för með sér fyrirboði um það sem koma skal í sumar. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Á morgun … lesa meira


Feykir.is | 23.4.14 | 13:47

Sumarfagnaður Karlakórs Bólstaðarhliðarhrepps

karlakor bolstadarhlidarhrepps 001

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur fyrir sumarfagnaði í Húnaveri í kvöld, síðasta vetrardag. Boðið verður upp á söng, kveðskap og dans. Gestakór verður Karlakór Eyjafjarðar. Hagyrðingar úr röðum kórmanna sýna hvað í þeim býr undir styrkri stjórn Gísla H. Geirssonar. Síðan mun … lesa meira


Feykir.is | 23.4.14 | 13:39

Sumarskemmtun á Blönduósi á sumardaginn fyrsta

Frá sumarskemmtun á Blönduósi. Mynd: Blönduskóli.is

Hin árlega sumarskemmtun Blönduskóla verður haldin sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Nemendur í 1.-7. bekk sjá um öll skemmtiatriði undir leiðsögn kennara. Skemmtunin hefst kl. 14:00. Potturinn er styrktaraðili þessarar sumarskemmtunar. Í auglýsingu í dagskrárritinu Glugganum segir að aðgangseyrir sé 1000 … lesa meira


Feykir.is | 23.4.14 | 13:31

Hátíðarhöld á Sauðárkróki á sumardaginn fyrsta

sumardagurinn fyrsti

Á sumardaginn fyrsta verður að vanda gengin skrúðganga á vegum Skátafélagsins Eilífsbúa og leggur hún af stað frá bóknámshúsi FNV kl. 10:30. Klukkan 11:00 hefst svo skátamessa í Sauðárkrókskirkju. Eftir hádegi, eða kl. 14-17 verður svo tónlist og kaffihús í … lesa meira


Feykir.is | 23.4.14 | 13:24

Hátíðarhöld á Hvammstanga á sumardaginn fyrsta

Hvammstangakirkja og grunnskólinn á Hvammstanga.

Á Norðanátt.is segir frá því að hátíðarhöld á Hvammstanga á sumardaginn fyrsta eigi sér sögu allt frá árinu 1957. Upphaflega var stofnað til hátíðarhalda á staðnum þennan dag af Fegrunarfélaginu, en það félag stóð fyrir gróðursetningu og byggði upp garðinn … lesa meira


Feykir.is | 23.4.14 | 13:17

Kormákshlaupið

kormakur

Umf. Kormákur stendur fyrir fjórum götuhlaupum á næstunni þar sem keppt verður í sex flokkum karla og kvenna. Fyrsta hlaupið er á sumardaginn fyrsta, 24. apríl n.k., og verður hlaupið frá félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 11:00. Samkvæmt auglýsingu í Sjónaukanaum … lesa meira


Feykir.is | 23.4.14 | 11:57

Sumarkomu fagnað á Sumarkaffi Sjálfsbjargar

Tilvalið að kíkja í sumarkaffi Sjálfsbjargar, gæða sér á girnilegum nýbökuðum kleinum og muffins og styrkja um leið gott málefni. Ljósm,/skjáskot af myndbandi FeykirTV.

Sumarkaffi Sjálfsbjargar verður haldið í Húsi frítímans við Sæmundargötu frá kl. 14 – 17 á morgun, sumardaginn fyrsta. Veðurspáin er góð og er stefnt að því að skapa jafn góða stemningu og var á sumarkaffinu í fyrra. „Kristjana Arngrímsdóttir söngkona … lesa meira


Feykir.is | 23.4.14 | 10:47

B-listi Framsóknar og annara framfarasinna

Elín R. Líndal leiðir lista framsóknar í Húnaþingi vestra.

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Húnaþingi vestra var samþykktur af aðalfundi Frammsóknarfélags Húnaþing vestra þann 7. apríl síðastliðinn og eru eftirfarandi í framboði til sveitarstórnar 2014: B-listi Framsóknar og annara framfarasinna í Húnaþingi vestra: 1. Elín R Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Lækjamóti … lesa meira