feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 26.2.15 | 14:07

Gengið um garða Kvennaskólans í 50 ár

Aðalbjörg Ingvarsdóttir er í viðtali í Feyki vikunnar.

Aðalbjörg Ingvarsdóttir hefur hlúð að Kvennaskólanum á Blönduósi í rúm 50 ár. Hún hóf störf þar sem kennari árið 1964 en frá 1967 veitti hún skólanum forstöðu allt til lokunar árið 1978. Á þessum upphafsárum var enn mikið líf við … lesa meira


Feykir.is | 26.2.15 | 13:49

Upplestrarhátíð í Árskóla

Bækur. Ljósm./Lestu.is

Upplestrarhátíð 7. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki verður haldin í matsal skólans í dag, fimmtudaginn 26. febrúar kl. 17:00.  Þar verða valdir átta fulltrúar 7. bekkjar, sex aðalmenn og tveir til vara, sem taka munu þátt í upplestrarhátíð grunnskólanna í Skagafirði. … lesa meira


Feykir.is | 26.2.15 | 13:34

Íbúafundur vegna riðu á Norðurlandi vestra

kindur

Íbúafundur vegna riðu í Vatnsneshólfi verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 26. febrúar, kl. 20:30 í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem farið verður yfir stöðu mála með bændum. Fulltrúar frá Matvælastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu verða á fundinum og mun Jón … lesa meira


Feykir.is | 26.2.15 | 13:30

Stórleikur í Síkinu í kvöld

Frá leik Tindastóls við Grindvíkinga.

Meistaraflokkur karla í körfu tekur á móti Grindavík í Dominos-deildinni kvöld kl. 19:15. „Grindavík hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og má því búast við hörkuleik,“ segir á heimasíðu Tindastóls. Tindastóll er í öðru sæti deildarinnar með 28 stig en … lesa meira


Feykir.is | 26.2.15 | 11:25

„Nú látum við verkin tala“

Frá setningu Lummudaga í Litla-Skógi 2012. Mynd: BÞ.

Á degi Rótarý, sem er næstkomandi laugardag, mun Rótarýklúbbur Skagafjarðar blása til fundar þar sem ræddar verða hugmyndir að átaksverkefni varðandi uppbyggingu útivistarsvæðis í Litla-Skógi á Sauðárkróki. „Þetta er samfélagsverkefni sem Rótarýklúbburinn tók að sér og þetta er í rauninni … lesa meira


Feykir.is | 26.2.15 | 11:20

Málverk boðin upp til styrktar Pálma í Garðakoti

Málverk eftir Söruh-Jane Caird boðin upp til styrktar Pálma í Garðakoti. Mynd 1 (að ofan): Undir stjörnubjörtum himni (80x40 sm). Myndir 2 (t.h.) og 3 (t.v.) : Hestar að hugleiða (30x40 sm).

Eins og mörgum er kunnugt hefur Pálmi Ragnarsson bóndi í Garðakoti í Hjaltadal barist hatrammlega við illvígt krabbamein undangengin þrjú ár. Eftir langa bið og þrautagöngu tókst honum að afla samþykkis heilbrigðisyfirvalda til Proton-geislameðferðar í Munchen í Þýskalandi, í einu … lesa meira


Feykir.is | 26.2.15 | 10:57

Lífið í jafnvægi

Guðrún Darshan. Mynd: andartak.is.

Á laugardaginn kl. 9:30-12:30 verður haldið námskeið í Kundalini jóga, hugleiðslu og gong slökun á sal FNV á Sauðárkróki. Kenndar verða leiðir til að takast á við streitu og endurnærast. Kennari á námskeiðinu er Guðrún Darshan. Kynning á kennaranámi í … lesa meira


Feykir.is | 25.2.15 | 13:55

Bellmann, Presley og Raggi Bjarna

Karlakórinn Heimir ásamt stjórnandanum Sveini Arnari Sæmundssyni og Thomasi Higgerson undirleikara. Mynd: Hjalti Árnason.

Næst komandi sunnudag, þann 1. mars mun Karlakórinn Heimir halda tónleika í Frímúrarasalnum á Sauðárkróki. Ari Jóhann Sigurðsson tenór syngur einsöng. „Hinn stórefnilegi sólórokkari frá Löngumýri, Sigvaldi Gunnarsson á Löngumýri, þreytir frumraun sína sem einsöngvari með kórnum og klípur gítarstrengi,“ … lesa meira