feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 18.12.14 | 12:47

Hjalti, Lára og Svavar Knútur í Blönduóskirkju

Hjónin Hjalti og Lára verða ásamt Svavari Knúti með tónleika í Blönduóskirkju 22. desember kl. 20.

Mánudaginn 22. desember næstkomandi verða haldnir jólatónleikar í Blönduóskirkju en þar ætla þau  Svavar Knútur, Hjalti og Lára að flytja falleg og hugljúf lög. Þau sjá sjálf um allan tónlistarflutning og verður lagavalið litað aðventunni. Miðaverð er 2.500 krónur en … lesa meira


Feykir.is | 18.12.14 | 12:36

Þorláksmessutónleikar í Húnaþingi vestra

jolatonlist

Á Þorláksmessu verða jólatónleikar í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem tónlistarfólk úr Húnaþingi vestra spilar og syngur inn jólin. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00. Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri flytur inngangsorð og kynnir tónleikanna.  Aðgangur fyrir fullorðna er 2.000 kr., 1.000 kr. fyrir … lesa meira


Feykir.is | 18.12.14 | 12:25

Lúsíuhátíð í dag

Frá Lúsíuhátíð árið 2005.

Hin árlega Lúsíuhátíð 6. bekkjar í Árskóla, sem vera átt í gær verður í matsal Árskóla kl. 17 í dag, fimmtudaginn 18. desember. Allir eru hjartanlega velkomnir. Nemendur hafa undanfarnar vikur æft Lúsíulögin vel og eru í dag að heimsækja … lesa meira


Feykir.is | 18.12.14 | 12:12

Amy Fingerle varði meistararitgerð

Mynd: Erla Björk Örnólfsdóttir.

Síðastliðinn föstudag varði Amy Fingerle meistararitgerð sína í sjávar- og vatnalíffræði við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Ritgerð hennar ber heitið: „Effect of population density on diel activity and growth in stream-dwelling Arctic charr Salvelinus alpinus“, sem útleggst á íslensku: … lesa meira


Feykir.is | 18.12.14 | 10:56

Hitaveituframkvæmdir í Fljótum ganga vel

Frá hitaveitumframkvæmdum við Langhús í Fljótum. Ljósm./Örn Þórarinsson.

Undanfarna daga hefur verið unnið að borun á holu fyrir heitt vatn við Langhús í Fljótum en ráðgert er að hefja hitaveituvæðingu í Fljótum á næsta ári og er virkjun holunnar hluti af þeim framkvæmdum. Nýja holan ber auðkennið LH-02 … lesa meira


Feykir.is | 18.12.14 | 9:34

Sjúkraflutningar með aðstoð mokstursbíla og björgunarsveita  

sjukrabill

Sjúkraflutningamenn á Sauðárkróki stóðu í ströngu um síðustu helgi þegar útköll bárust aðfararnótt sunnudags og aðfararnótt mánudags. Annars vegar var um að ræða barnshafandi konu á Sauðárkróki sem komast þurfti á fæðingardeild á Akureyri og hins vegar flutning úr Fjótum … lesa meira


Feykir.is | 18.12.14 | 8:59

TIndastóll tekur á móti Skallagrími í kvöld

Skjáskot úr leik Tindastóls og Snæfells 4. des. 2014.

Tindastóll tekur á móti Skallagrím í Domino’s deildinni í kvöld. Leikurinn fer fram í Síkinu og hefst kl. 19:15. Er þetta síðasti leikur strákanna á þessu ári, en þeir hafa verið að standa sig frábærlega að undanförnu. Að sjálfsögðu hvetur … lesa meira


Feykir.is | 17.12.14 | 16:21

Jólatónleikum og jólaballi frestað

Lóuþrælar á jólatónleikum á Borðeyri 2010.

Vegna erfiðs tíðarfars verður jólatónleikum Karlakórsins Lóuþræla á Hvammstanga, áður auglýstum í kvöld, frestað til fimmtudagskvölds 18. desember og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Grunnskóli Húnaþings vestra og leikskólinn Ásagarður voru opnir í dag en enginn skólaakstur var og jólaballi sem vera … lesa meira