feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 26.11.14 | 15:09

4G símans á Sauðárkrók

4g sauðárkrókur

Sauðkrækingar eru komnir í blússandi 4G samband.  Þessi fjórða kynslóð farsímasenda eflir sambandið til muna, þar sem hraðinn um netið eykst. Auk þess leyfir tæknin áhorf í háskerpu og niðurhal kvikmynda á mettíma.  Ljóst er að sífellt fleiri landsmenn eru tilbúnir fyrir 4G … lesa meira


Feykir.is | 26.11.14 | 14:19

Ungmennaþing í Húnaþingi vestra

húnaþing vestra

Næstkomandi föstudag, 28. nóvember, verður ungmennaþing haldið í Grunnskóla Húnaþings vestra milli kl. 10:30 og 13:00. Ungmennaráð Húnaþings vestra býður öllum ungmennum á aldrinum 16-25 ára að taka þátt í þinginu ásamt nemendum í 5.-10. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra. Frá þessu … lesa meira


Feykir.is | 26.11.14 | 13:48

Sjóböð til heilsubótar

Benedikt Lafleur syndir reglulega í sjónum hefur verið duglegur við að reyna að fá fólk til að dýfa sér í sjóinn enda um heilsueflandi íþrótt að ræða.

Á morgun, fimmtudaginn 27. nóvember, mun Benedikt S. Lafleur kynna lokaverkefni sitt til MA í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum.  Yfirskrift kynningarinnar er Sjóböð til heilsubótar. Í verkefninu leitast Benedikt við að svara rannsóknarspurningunni Á hvern hátt má nýta reynslu … lesa meira


Feykir.is | 26.11.14 | 10:42

Söngkeppni Friðar í desember

Sigurvegarar í söngkeppni Friðar 7. desember 2012. Mynd: Félagsmiðstöðin Friður.

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Friðar verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði þann 12. desember næstkomandi og eru nemendur 8. – 10. bekkjar, sem hafa áhuga á að taka þátt, hvattir til að hafa samband við Hús frítímans. Keppnin er undankeppni söngkeppni … lesa meira


Feykir.is | 26.11.14 | 9:55

Kósý aðventukvöld

kerti_0.thumbnail[1]

Næstkomandi mánudagskvöld stendur Sjálfsbjörg í Skagafirði fyrir aðventukvöldi í Húsi Frítímans. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í tali og tónum og eru Skagfirðingar hvattir til að fjölmenna og taka þátt í notalegri kvöldstund. Við þetta tilefni verður endurhæfingardeild HSS … lesa meira


Feykir.is | 26.11.14 | 9:40

Ferðastúdentar með bingó

bingomynd

Ferðastúdentar FNV ætla að halda bingó í sal bóknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í kvöld, miðvikudagskvöldið 26. nóvember. Húsið opnar kl 19:30 og bingóið hefst kl. 20:00. Mikið af glæsilegum vinningum í boði. Hægt verður að greiða með greiðslukortum og eru … lesa meira


Feykir.is | 26.11.14 | 9:16

Nýtt fjós á Hóli í Sæmundarhlíð – Myndir

Ábúendur á Hóli í Sæmundarhlíð.

Á laugardaginn var boðið til opnunar á nýju fjósi að Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Ábúendur eru þau Jón Grétarsson og Hrefna Hafsteinsdóttir. Bygging fjóssins hófst sl. vor og í því eru legubásar fyrir 72 mjólkurkýr, auk þess sem legubásar … lesa meira


Feykir.is | 26.11.14 | 8:56

Sveitarstjórnarfundur í dag

Skagafjörður

Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn í dag, miðvikudaginn 26. nóvember 2014 kl 16:15 í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Mörg mál eru á dagskrá, eins og sést á meðfylgjandi: Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1.            1410018F – Byggðarráð Skagafjarðar – 676 … lesa meira