feykir.is | Skagafjörður | 15.9.12 | 9:29

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

skagafjordur_logo

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag bókun þar sem fyrirhugaðri skattahækkun á gistingu er harðlega mótmælt. Telur ráðið að aðgerðirnar muni m.a. leiða til samdráttar í ferðaþjónustu í landinu.

Bókun byggðaráðsins er eftirfarandi:

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%

Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.

Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.

Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistirými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 30.8.14 | 8:31

Nauðsynlegt að huga að lausamunum

Óveðurský

Á heimasíðu VÍS er fólk hvatt til að vera á varðbergi og fylgjast vel með veðurspám vegna djúprar lægðar sem á að ganga yfir landið á morgun, sunnudag. Vísað er í orð Einars Sveinbjörnssonar hjá Veðurvaktinni: „Óvenjulegt veðurkerfi gengur yfir … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 13:32

Höfuðdegi fylgir svipað veðurfar í þrjár vikur

Ef veðrið næstu þrjár vikurnar verður eitthvað svipað og í dag, á höfuðdegi, þurfa íbúar svæðisins engu að kvíða.

Nú er 29. ágúst er höfuðdagur, en skv. gamalli þjóðtrú er veðrátta þann dag fyrirboði um komandi tíð, það er á höfuðdegi á veðrátta að breytast og haldast þannig næstu þrjár vikur. Mikilvægt þótti hafa lokið heyskapur þann dag ef … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 10:39

Heitavatnslaust á Laugarbakka og Hvammstanga

image001

Vegna viðgerða í dælustöð hitaveitunnar á Laugarbakka verður lokað fyrir heitavatnið til Hvammstanga og Laugarbakka frá kl. 8:00 þriðjudaginn 2. sept. nk. og fram eftir degi, frá þessu er sagt á vef Húnaþings vestra. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 9:41

Opnað fyrir umsóknir um NATA

Ferðafélagsferð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru og er umsóknarfrestur til 9. september 2014. Sagt er frá þessu … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 9:33

Stefna að borun og álagsprófun í haust

Langhús í Fljótum á fallegu sumarkvöldi í júní 2013.

Á fundi veitunefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var meðal annars fjallað um stöðu mála vegna hitaveitu í Fljótum. Óskað hefur verið eftir fundi með landeiganda jarðarinnar Langhúsa vegna nýtingar á jarðhita við Dælislaug. Einnig hefur verið haft samband við Þórólf … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 9:22

20 starfsmenn FISK í fisktækninám

Frá kynningarfundi í Verinu fyrir væntanlega nemendur í fisktækni. Ljósm./Fisk.is

Nú í haust fer af stað nám í fisktækni á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólans og FISK Seafood ehf. í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands. Á heimasíðu FISK Seafood kemur fram að 20 starfsmenn fyrirtækisins hafa skráð sig til þátttöku en af … lesa meira


Feykir.is | 29.8.14 | 8:43

Margt um að vera í íþróttahúsinu um helgina

Korfuboltabudir2014-auglysing

Um helgina verður mikið um að vera í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Sirkus Baldoni verður þar með glæsilega sýningu á morgun, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00. Einnig verða Körfuboltabúðir Tindastóls 2014 í fullum gangi alla helgina sem og æfingar hjá meistaraflokki … lesa meira


Feykir.is | 28.8.14 | 15:46

Klippiskúrinn opnar eftir viku

Pála Rún Pálsdóttir og Jónína Róbertsdóttir munu starfa í Klippiskúrnum.

Ný hársnyrtistofa, Klippiskúrinn, opnar á Sauðárkróki á fimmtudaginn í næstu viku. Stofan opnar því EKKI í dag eins og misritað var í Sjónhorninu í dag, en dagsetningin þar er hins vegar rétt því opnað verður fimmtudaginn 4. september. Beðist er … lesa meira