feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 20.9.14 | 14:29

Bjart yfir mönnum og hrossum í Skrapatungurétt

Stóðið rekið í Skrapatungurétt, 14. september 2014. Ljósm./BÞ

Ævintýri norðursins í Skrapatungurétt í Laxárdal Austur-Húnavatnssýslu fór fram um sl. helgi. Farið var í stóðsmölun á laugardaginn og að venju var gestum boðið að taka þátt í smölun og upplifa þá tilkomumiklu sjón að sjá stóðið renna út Laxárdalinn … lesa meira


Feykir.is | 20.9.14 | 11:10

Síðasti leikur tímabilsins í dag

Fannar Kolbeins skallar naumlega framhjá marki gestanna í leik Tindastóls og Grindavíkur um sl. helgi.

Meistaraflokkur karla hjá Knattspyrnudeild Tindastóls spilar síðasta leik sinn á tímabilinu í dag við Leikni á Leiknisvelli í Breiðholtinu í Reykjavík kl. 14:00. Skagfirðingar sem staddir eru á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana á lokametrunum. … lesa meira


Feykir.is | 19.9.14 | 15:49

Króksbrautarhlaupið á morgun

Frá Króksbrautarhlaupinu í fyrra. Ljósm./GSG

Sumarstarfi Skokkhópsins á Sauðárkróki lýkur á morgun, þann 20. september, með hinu árlega Króksbrautarhlaupi. Þá velur fólk sér þá vegalengd sem það ætlar sér að leggja að baki og hleypur á Krókinn á brautinni milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Hægt er … lesa meira


Feykir.is | 19.9.14 | 15:44

FNV í 2. sæti í sínum flokki í átakinu Hjólum í skólann

Bóknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Mynd: fastrik.is

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra varð í 2. sæti í sínum flokki í átakinu Hjólum í skólann, sem varði frá 12. – 16. september, á eftir Menntaskólanum á Ísafirði. Í átakinu kepptust nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna um að nýta sem oftast virkan … lesa meira


Feykir.is | 19.9.14 | 12:05

Súpufundur Félags ferðaþjónustunnar

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri á fundinum í gær.

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði hélt súpufund á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki í gær. Meðal gesta fundarins voru Arnheiður Jóhannsdóttir hjá Markaðsstofu Norðurlands og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Félagsmenn fjölmenntu og hlýddu á fróðleg erindi um það sem er á brennidepli … lesa meira


Feykir.is | 19.9.14 | 11:30

Norræna skólahlaupinu frestað vegna gasmengunar

Mistur yfir Skagafirði, vegna gasmengunar. þann 18. september 2014. Ljósm./BÞ

Norræna skólahlaupinu, sem átti að fara fram í Varmahlíðarskóla í morgun, var frestað vegna gasmengunar. Á heimasíðu skólans segir að þrátt fyrir að skyggni og blítt veður sé úti voru ráðleggingar Umhverfisstofnunar í morgun á þá leið að mengunin gæti … lesa meira


Feykir.is | 19.9.14 | 10:49

Einar Georg og Ásgeir Trausti árita Hverafugla

Kápa bókarinnar Hverafuglar.

Í dag klukkan 16:30 munu feðgarnir Einar Georg Einarsson á Laugarbakka og Ásgeir Trausti árita nýútkomna ljóðabók Einars, Hverafuglar, í kaffihorni KVH á Hvammstanga. Bókin er myndskreytt af Ásgeiri Trausta. Með þeim verður Þorsteinn Einarsson, sonur Einars, en hann er … lesa meira


Feykir.is | 19.9.14 | 10:07

Mesta umferð um Hringveginn frá 2007

Húnaþing vestra

Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 7,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Aldrei áður hafa fleiri bílar farið um Hringveginn í ágúst, samkvæmt vef Vegagerðarinnar.  „Það sem af er ári hefur umferðin á Hringveginum aukist um 5,1 … lesa meira