feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 26.5.15 | 22:54

Drög að nýjum kjarasamningi liggja fyrir

vmf_logo

Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar fundaði um stöðuna í kjaraviðræðum í kvöld, þriðjudaginn 26. maí. Samkvæmt fréttatilkynningu hefur verið fundað stíft síðustu daga og liggja nú fyrir meginlínur draga að nýjum kjarasamningi sem VR, LÍV, Flóafélögin og StéttVest hafa unnið að með … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 17:20

Ríkisstjórnin úthlutar 850 milljónum til brýnna verkefna á ferðamannastöðum

hegranesþing fornminjar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 850 milljónum til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Um er að ræða 104 verkefni á 51 stað á landinu, auk þess sem viðbótafé verður varið til aukinnar landvörslu um allt land. Af þessum verkefnum eru tíu … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 17:17

Veruleg röskun á starfsemi HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki.

Ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefst 27. maí. Á svæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands verður veruleg röskun á starfsemi stofnunarinnar ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur. Þetta kemur fram á vefsíðum HSN á Blönduósi og Sauðárkróki. Á heilsugæslu sinnir hjúkrunarfræðingur aðeins bráðatilfellum og því sem … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 15:57

Eyþór Jón ráðinn mótsstjóri LM 2016

Eyþór

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga hefur nú verið ráðinn mótsstjóri Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016. Fyrir valin varð Eyþór Jón Gíslason stjórnarmeðlimur Landssambands hestamannafélaga. Eyþór Jón Gíslason er Dalamaður, búsettur í Búðardal og félagi … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 15:54

Hinn síungi Darrel Lewis áfram hjá Tindastóli

Darrel Lewis leikur með Tindastóli næsta vetur. Ljósm./Hjalti Árna

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur endurnýjað samninginn við hinn síunga leikmann, Darrel Keith Lewis, fyrir næsta leiktímabil. Lewis fór á kostum á síðasta leiktímabili og var m.a. valinn í úrvalslið Dominos deildarinnar öll þrjú skiptin sem valið fór fram í vetur. „Stjórn … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 12:29

Margrét Eva hjá Matís á Sauðárkróki í sigurliðinu

Margrét Eva Ásgeirsdóttir (t.v.) og Þórhildur Sigurðardóttir (t.h.).

Nýsköpunarkeppnin Ecotrophelia Ísland fór fram 20. maí síðastliðinn. Í sigurliðinu, sem þróaði humarpaté, var meðal sex annarra Margrét Eva Ásgeirsdóttir, nemi við HÍ og starfsmaður Matís á Sauðárkróki, sem staðsett er í Verinu vísindagörðum. Fimm lið tóku þátt í keppninni. … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 10:21

Glaumbæjarkirkja vill hlutdeild í fjármunum ferðamanna

Gríðarlegur fjöldi ferðamanna leggur árlega leið sína í Glaumbæ. Mynd: KSE.

Á fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar síðast liðinn föstudag var tekið fyrir erindi frá sóknarpresti og sóknarnefndarformanni Glaumbæjarsóknar. Sr Gísli Gunnarsson sóknarprestur kom á fundinn til viðræðna. Í apríl sl. hafði verið óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um að Glaumbæjarkirkja fái … lesa meira


Feykir.is | 26.5.15 | 9:34

Styrkur úr sprotasjóði

Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir. Mynd: Skagafjörður.is.

Á dögunum hlaut Grunnskólinn austan Vatna veglegan styrk úr Sprotasjóði 400.000 þúsund kr. Sjóðurinn er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi. Styrkurinn til skólans er ætlaður til að prufukeyra og þróa áfram … lesa meira