feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 30.7.14 | 12:42

0-2 sigur Hamranna í gærkvöldi

Hart barist í leik Tindastóls-Grindavíkur sl. laugardag. Mynd: GSG

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tók á móti liði Hamranna í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Hamrarnir byrjuðu leikinn með miklum meðvindi og sóttu hart að Tindastólsstúlkum og uppskáru tvö mörk í fyrri hálfleik. Ágústa Kristinsdóttir skoraði fyrsta mark Hamranna á 26. mínútu … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 11:10

Frábær árangur UMSS á MÍ 15-22 ára

UMSS

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram á Selfossi helgina 26.-27. júlí sl. Keppendur voru alls um 200 frá 16 félögum og samböndum. Lið UMSS stóð sig frábærlega á mótinu og vann tíu Íslandsmeistaratitla í aldursflokkunum fjórum sem … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 10:49

Synti frá Drangey í leiðinda veðri

Jón Kristinn kom við í Grettislaug eftir sundið. Mynd: Drangeyjarferðir

Lögreglumaðurinn Jón Kristinn Þórsson synti frá Drangey í gærkvöldi í leiðinda veðri og í land. Jón Kristinn er í sérsveit lögreglunnar og er fjórði lögreglumaðurinn sem syndir úr Drangey í Skagafirði. Sagt var frá þessu á Facebook síðu Drangeyjarferða og … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 10:04

Umhverfisviðurkenningar veittar í Húnaþingi vestra

Frá Hvammstanga.

Árlega veitir Húnaþing vestra þeim aðilum viðurkenningu sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun og hirðingu lóða/landareigna sinna. Viðurkenningarnar voru veittar á fjölskylduhátíðinni Eldur í Húnaþingi sl. laugardag. Á vef Húnaþings vestra kemur fram að í flokki fyrirtækjalóða/atvinnuhúsnæðis hlaut … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 9:41

Aðeins færri selir en í fyrra

selasetur

Selatalningin mikla var haldin á vegum Selaseturs Íslands sl. sunnudag. Talningin hefur farið fram árlega síðan árið 2007 en markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu landsela á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á … lesa meira


Feykir.is | 30.7.14 | 9:19

Söfnun til styrktar Hrefnu og Sigurði

jolakerti

Stofnaður hefur verið reikningur til styrktar Hrefnu Samúelsdóttur og Sigurði Birni Gunnlaugssyni, en Hrefna liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans og er það ljóst að þetta verður löng barátta. Hrefna og Sigurður eiga þrjá unga syni og með frjálsum framlögum … lesa meira


Feykir.is | 29.7.14 | 13:08

Guðný Hrund ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Guðný Hrund Karlsdóttir. Mynd: nsaventures.is

Samkvæmt vef Húnaþings vestra hefur Guðný Hrund Karlsdóttir verið ráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra. Guðný Hrund hefur undanfarin tvö ár starfað sem verkefnastjóri hjá Wise í Kanada þar sem hún hefur leitt innleiðingu stórra hugbúnaðarverkefna fyrir þarlend fyrirtæki. Áður starfaði hún … lesa meira


Feykir.is | 29.7.14 | 12:01

Unglingalandsmótsvikan hafin!

Ljósm./Pálína Ósk Hraundal

Nú er Unglingalandsmótsvikan hafin og undirbúningur fyrir mótið í fullum gangi. Heimamenn eru hvattir til þess að taka þátt í dagskránni um helgina, en hún er opin öllum og næg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Heimamenn eru einnig hvattir til þess … lesa meira