feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 21.10.14 | 14:15

Ekki 52 m/s á Þverárfjalli

Ekki er 52 metra vindhraði á sekúndu á Þverárfjalli þó að vefur Vegagerðarinnar gefi það til kynna.

Þó að mörgum þyki eflaust fokið í flest skjól og að vetur konungur hafi komið með hvelli þetta árið, þá eiga upplýsingar þess efnis að vindhraði á Þverárfjalli sé 52 m/s ekki við rök að styðjast. Feyki barst ábending fyrir … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 14:03

Húnavallaskóli auglýstur til útleigu

20141009_164727

Húnavatnshreppur hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér sumarrekstur í húsnæði Húnavallaskóla. Húnavallaskóli er staðsettur í Austur Húnavatnsskýrslu um sjö km frá þjóðveginum. Undanfarin ár hefur verið rekið sumarhótel í skólanum, en margt annað kemur til greina. … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 13:51

Ellý og Vilhjálmur, Kanadaferð og 90 ára afmæli

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Vetrarstarf Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps hófst í gærkvöldi í Húnaveri. Mikil dagskrá er framundan en ákveðið var að æfa upp lög sem að Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms gerðu ódauðleg á ferli sínum. Verður sú dagskrá flutt á nýju ári. Einnig er … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 13:39

Kynningarfundur um flotbryggjur

Kynningarfundur um flotbryggjur verður haldinn á Skagaströnd kl. 16 á miðvikudaginn.

Hafnar og skipulagsnefnd Skagastandar býður þeim sem áhuga hafa að koma á kynningarfund um flotbryggjur sem haldinn verður í Fellsborg á morgun, miðvikudaginn 22. október, klukkan  16:00. Á fundinum mun Kristján Óli Hjaltason kynna flotbryggjur sem KROLI ehf. hefur til … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 10:06

Selkópur gekk á land á Hofsósi

Selkópurinn á Hofsósi. Mynd: Margrét Berglind Einarsdóttir.

Það var óvenjulegur gestur sem lagði leið sína á Vesturfarasetrið á Hofsósi í morgun, eða í það minnsta stefndi þangað. Margrét Berglind Einarsdóttir á Hofsósi var nýlega mætt til vinnu sinnar á fánasaumastofunni þegar hún varð vör við selkóp sem … lesa meira


Feykir.is | 21.10.14 | 8:55

Öruggur sigur kvennaliðs Tindastóls í fyrsta leik tímabilsins

Bríet Lilja Sigurðardóttir var með 24 stig og 14 fráköst í leiknum.

Kvennalið Tindastóls fór vel af stað í 1. deildinni í körfubolta um helgina en þá sóttu stúlkurnar lið FSu/Hrunamanna í Iðu á Selfossi. Tindastóll náði strax yfirhöndinni í leiknum, héldu öruggri forystu allt til leiksloka og unnu tuttugu stiga sigur. … lesa meira


Feykir.is | 20.10.14 | 15:52

Sótt um styrk til framkvæmdastjóðs ferðamannastaða

Gamla Blöndubrúin er ein elsta brú landsins. Mynd: huni.is.

Blönduósbær hefur sótt um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Styrkumsóknin lýtur að hönnun, rannsóknum og skipulagsvinnu við uppsetningu gömlu Blöndubrúarinnar yfir í Hrútey. Fyrr á árinu fór fram úthlutun styrkja úr sjóðnum og nam heildarfjárhæðin rúmlega 380 milljónum króna. Engum fjármunum … lesa meira


Feykir.is | 20.10.14 | 14:22

Eitt stærsta skip sem komið hefur í höfnina

m_horst_b-1-

Á föstudaginn var flutningaskipið Horst B. frá Samskipum að losa og lesta í Sauðárkrókshöfn. Komu nálægt 40 gámar í land, bæði lestaðir og tómir, og um borð fóru nálægt 50 gámar með um það bil 1.100 tonn af ýmsum varningi, … lesa meira