feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 1.2.15 | 13:16

Vel heppnað veitingahúsakvöld nemenda Höfðaskóla

Frá veitingahúsakvöldi nemenda Höfðaskóla á Borginni Skagaströnd, sl. fimmtudag. Ljósm./Ólafur Bernódusson.

Nemendur í 9. og 10. bekk Höfðaskóla héldu veitingahúsakvöld á Borginni sem fjáröflun fimmtudagskvöldið 29. janúar sl.  Samkvæmt fréttatilkynningu frá nemendum Höfðaskóla var verkefnið unnið í samstarfi við Þórarinn Ingvarsson (Tóta) vert á Borginni og Markús Inga Guðnason kokk á … lesa meira


Feykir.is | 1.2.15 | 12:58

Áhugaverðir fyrirlestrar á Hólum í vikunni

Frá Hólum í Hjaltadal. Ljósm./BÞ

Dr. Edward Huijbens, sérfræðingur Rannsóknarmiðstöð ferðamála, og Dr. Ingeborg Nordbø, dósent í ferðamálafræðum Háskólanum í Telemark í Noregi, halda fyrirlestur á Hólum í Hjaltadal í vikunni, en fyrirlestarnir eru hluti af Vísindi og graut, árlegri fyrirlestraröð ferðamáladeildar Háskólans á Hólum. … lesa meira


Feykir.is | 1.2.15 | 12:15

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna fagnað

Menningarhúsið Miðgarður. Ljósm./midgardur.skagafjordur.is

Í dag,  1. febrúar, stendur Samband skagfirskra kvenna fyrir Afmælisfagnaði í Miðgarði í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin 100 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Dagskráin er frá kl. 15:00 – 17:30, þá verða meðal annars fyrirlestrar … lesa meira


Feykir.is | 1.2.15 | 11:09

Króksblót 2015 um næstu helgi

Kampakátir Króksblótargestir árið 2012.

Króksblótið 2015 verður haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 7. febrúar nk. kl 20:00. Húsið opnar kl.19:15. Veislustjóri er Óskar Pétursson og Spútnik með Kristjáni Gísla. leikur fyrir dansi. Miðasala er í Blóma-og gjafabúðinni og lýkur henni föstudaginn 6. febrúar. … lesa meira


Feykir.is | 31.1.15 | 21:24

Bjartsýni hjá skagfirskum fyrirtækjum þrátt fyrir ástandið

Frá Sauðárkróki. Ljósm./BÞ

Í byrjun vikunnar bárust af því fréttir að Standard og Poor´s hefði fyrst greiningarfyrirtækja lækkað lánshæfismat á Rússlandi niður í svonefndan ruslflokk. Nokkur fyrirtæki í Skagafirði eru í umtalsverðum viðskiptum við Rússland en forsvarsmenn þeirra eru þrátt fyrir ástandið bjartsýnir … lesa meira


Feykir.is | 30.1.15 | 15:34

Eldur í Húnaþingi 22-25. júlí 2015

Þessi börn stilltu sér upp við hlið forsetahjónanna í garði einum í rauða hverfinu á Hvammstanga.

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin dagana 22.-25. júlí. Vinnuhópur sem sem mun annast undirbúning ásamt framkvæmdastjóra hefur verið skipaður. Framkvæmdastjóri er Sigurvald Ívar Helgason. Hátíðin hefur skapað sér fastan sess í Húnaþingi vestra undirfarin ár, en hún verður nú … lesa meira


Feykir.is | 30.1.15 | 11:37

Byltingakennd nýjung um borð í Málmey – FeykirTV

Málmey SK-1 við Sauðárkrókshöfn. Ljósm./ÓAB

Togarinn Málmey SK 1 kom í byrjun vikunnar á Krókinn eftir gagngerar endurbætur í Póllandi og síðan Akranesi. FeykirTV leit um borð í skipið og fékk að skoða aðstæður og berja augum hina nýju vinnslulínu og kælibúnað sem sögð er … lesa meira


Feykir.is | 30.1.15 | 9:29

Tap eftir framlengingu í Ljónagryfjunni

Minnstu munaði að Darrel Flake næði að stela sigrinum á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Tindastólsmenn komu niður úr skýjunum eftir sigurinn gegn KR þegar þeir mættu spræku liði Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni suður með sjó í gærkvöldi. Hörmulegur annar leikhluti Stólanna setti þá í bobba en strákarnir náðu að jafna og komast yfir með harðfylgi … lesa meira