feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 24.7.14 | 11:25

Stund fyrir Sturlu Þórðarson

kakalaskali

Á þriðjudagskvöldið í næstu viku standa félagið Á Sturlungaslóð og Kakalaskáli á Kringlumýri í Blönduhlíð fyrir viðburði sem nefndur er Stund fyrir Sturlu Þórðarson. Munu þeir Sigurður Hansen sagnaþulur og Einar Kárason rithöfundur fjalla um þessa merku hetju Sturlungaaldar, en … lesa meira


Feykir.is | 24.7.14 | 11:05

48 þúsund lítrar af mjólk í sjóinn

Mjólkursamlagið 007

Aðfararnótt miðvikudags kom upp bilun í mjólkursílói við Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga í fyrrinótt og varð til þess að 48 þúsund lítrar af mjólk fóru til spillis. Uppgötvaðist þetta þegar starfsmenn mættu til vinnu í gærmorgun. Að sögn Magnúsar Freys Jónssonar … lesa meira


Feykir.is | 24.7.14 | 10:09

Bílvelta á Vatnsnesi

Lögreglan

Bílvelta varð á Vatnsnesvegi í Vestur-Húnavatnssýslu uppúr klukkan 15 í gær. Samkvæmt mbl.is urðu engin meiriháttar meiðsli á farþegum en sjúkrabíll mætti á svæðið. Haft er eftir lögreglunni á Blönduósi að vegurinn á svæðinu sé lélegur og oft hafi verið … lesa meira


Feykir.is | 24.7.14 | 9:56

“Skagafjörður er frábær!”

Það vantar ekki húmorinn í bloggfærslum Dr. Gunna. Í bloggi úr Skagafirði er meðal annars að finna þessa mynd ásamt tilheyrandi myndatexta: „Gamall Chesterfield sófi er þarna líka og má muna fífil sinn fegurri (þótt fíflarnir í honum hafi reyndar verið mjög fagrir).“

Á hinni vinsælu bloggsíðu Dr. Gunna kemur fram að hann hafi brugðið sér í Skagafjörð og átt þar góða dvöl þrátt fyrir þoku á köflum. „Þar er umhorfs eins og á plötuumslagi með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna, fnæsandi hestar … lesa meira


Feykir.is | 23.7.14 | 16:34

Kynningardagar

UMSS

Ert þú á aldrinum 11–18 ára og hefur áhuga á því að prófa hluta af þeim íþróttagreinum sem verða á Unglingalandsmótinu eða hita aðeins upp fyrir mót? Næstu daga bjóða íþróttagreinarnar ykkur upp á ókeypis æfingar og vonumst við til … lesa meira


Feykir.is | 23.7.14 | 11:32

Eftirspurn eftir fellihýsum og tjaldvögnum

fellihysi

Töluverð eftirspurn er eftir fellihýsum og tjaldvögnum meðal landsmótsgesta sem hyggjast leggja leið sína á Unglingalandsmót á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Að sögn Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra mótsins, geta þeir Skagfirðingar sem vilja leigja slíka ferðavagna mótsgestum yfir helgina haft samband … lesa meira


Feykir.is | 23.7.14 | 10:31

Sumarlokun á Héraðsbókasafni Skagfirðinga

safnahus

Héraðsbókasafn Skagfirðinga verður lokað dagana 25. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa. Safnið verður opnað aftur mánudaginn 11. ágúst. Skila má  bókum á héraðsskjalasafnið, sem er opið frá kl. 13-17 alla virka daga. Héraðsbókavörður


Feykir.is | 23.7.14 | 9:58

Nýtt fyrirtæki á sviði vinnustaðaeineltis

officium

Ráðgjafarfyrirtækin Greining & Lausnir og Heilbrigðir stjórnarhættir hafa sameinað starfsemi sína undir nafninu „Officium ráðgjöf“. Fyrirtækið er í eigu Brynju Bragadóttur vinnusálfræðings (PhD) og Hildar Jakobínu Gísladóttur MBA. Officium sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og leggur áherslu á forvarnir og heilbrigða … lesa meira