feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 17.4.15 | 19:00

Telur endalok sparisjóðakerfisins blasa við

Sparisjóðurinn á Siglufirði. Mynd: DV.is.

Stofnfjáreigendur í Afli sparisjóði, sem varð til við sameiningu Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar árið 2008, sátu í morgun fund sem boðað hafði verið til fundar á Siglufirði. Þar voru samþykktar breytingar á samþykktum sjóðsins á þann veg að atkvæðaréttur … lesa meira


Feykir.is | 17.4.15 | 15:59

Vorlestin á ferðinni á Norðurlandi vestra

0062-skjaauglysing-1920x1080_Vorlestin_skjar

Lífland heldur af stað í Vorlestina í dag og kemur við á 15 stöðum umhverfis landið á næstu dögum, með viðkomu á Varmahlíð, Blönduósi og Staðarskála. Vorlestin er samstarfsverkefni Jötuns, Líflands, Skeljungs, Mjallar-Friggjar, IB á Selfossi og Landsbankans. Megintilgangurinn er … lesa meira


Feykir.is | 17.4.15 | 15:48

Mið-Ísland með uppistand á Króknum

Mið-Íslands verður í Íþróttahúsinu Sauðárkróki 21. apríl nk.

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra stendur fyrir viðburði nk. þriðjudag, þann 21. apríl, en þá ætlar Mið-Ísland að vera með uppistand í Íþróttahúsi Sauðárkróks. „Við viljum hvetja alla í bænum sem hafa áhuga á að mæta. Þetta er alls ekki bara … lesa meira


Feykir.is | 17.4.15 | 15:27

Auglýsendur athugið

feykir_sjonhorn

Auglýsingar, sem eiga að birtast í Feyki fréttablað eða Sjónhorn í næstu viku, þurfa að berast í dag. Vinsamlegast hafið samband í netfangið nyprent@nyprent.is eða í síma 4557171.  


Feykir.is | 17.4.15 | 14:22

Lokað fyrir heita vatnið vegna viðgerðar

Sauðárkrókur. Ljósm./BÞ

Vegna viðgerðar á stofnæð þarf að loka fyrir heitavatnsrennsli í neðri bænum á Sauðárkróki sunnudaginn 19. apríl, frá kl. 8:00 og fram eftir degi. Aðeins er um að ræða neðri bæinn. Hlíða- og Túnahverfi munu ekki lenda í lokuninni. „Í … lesa meira


Feykir.is | 17.4.15 | 14:12

,,Sárakremið gjörbreytti húðinni minni”

11158037_10204481633217152_434380453_n

Úrsúla Ósk Lindudóttir er 19 ára gömul og býr í Reykjavík þar sem hún vinnur á elliheimilinu Grund. Hún stefnir á að flytja aftur á Sauðárkrók í ágúst til að fara á hestabraut og einbeita sér að því. Hver eru … lesa meira


Feykir.is | 17.4.15 | 13:57

Elín Ósk sigraði Stærðfræðikeppnina 2015

Elín Ósk Björnsdóttir  hreppti fyrsta sætið í Stærðfræðikeppninnar 2015. Úlfar Hörður Sveinsson var í 2. sæti. Þriðja sætinu deildu þau Ágústa Eyjólfsdóttir og Aron Ingi Ingþórsson.  Ljósm./mtr.is

Elín Ósk Björnsdóttir,  í Höfðaskóla á Skagaströnd, varð í fyrsta sæti í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólans á Tröllaskaga fyrir 9. bekki grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Í öðru sæti var Úlfar Hörður Sveinsson í Ársskóla … lesa meira


Feykir.is | 17.4.15 | 12:33

Fornbílarallý við Skagfirðingabúð

Svæðið sem keppt verður á við Skagfirðingabúð.

Á mánudaginn munu erlendir fornbílar heimsækja Sauðárkrók og efnt verður til fornbílarallýs á bílastæðinu við Skagfirðingabúð. Er um að ræða ökumenn sem eru að keppast við að aka hringinn um landið. Eru þeir á vegum félagsskapar sem kalla sig heroevents … lesa meira