feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 30.9.14 | 14:51

Skíðaiðkendur hittast við Grettislaug

skidi_jonsmot

Annan sunnudag, 12. október kl. 14:00 er boðað til samverustundar hjá skíðaiðkendum hjá Tindastóls. Þar verður boðið upp á grillaðar pylsur og vetrarstarfið kynnt. Æfingar hefjast svo um áramót. Meðal þess sem er fyrirhugað í vetur er að stofna brettadeild. … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 14:49

Mótmæla harðlega skerðingum í fjárlagafrumvarpi

Glaumbær í Skagafirði. Ljósm./Glaumbaer.is

Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar hefur sent frá sér ályktun vegna fjárlagafrumvarps Ríkisstjórnarinnar. Móttmælir félagið harðlega þeim skerðingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpi 2015. „Þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar haldi því fram að fjárlagafrumvarpið bæti hag heimila að meðaltali, þá er ljóst … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 13:48

Áreittu stúlkur á Borgarsandi

Borgarsandur á Sauðárkróki er vinsælt  útivistarsvæði barna jafnt sem fullorðinna. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Þrír menn eltu þrjár stúlkur sem voru að leik á Borgarsandi á Sauðárkróki sl. sunnudag. Stúlkurnar, sem eru á aldrinum 12 til 13 ára, forðuðu sér undan mönnunum og tilkynntu athæfið til lögreglu. „Það var blístrað á þær og þeir … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 9:39

Jólagleði Geirmundar í Austurbæ

Jolagledi_bordi2

Í fyrsta skipti í tuttugu ár blæs sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson til tónleika í Reykjavík undir yfirskriftinni Jólagleði Geirmundar. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ þann 29. nóvember nk. og með honum í för verður frábært listafólk. Flutt verða þekktustu lög Geirmundar, … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 8:59

Hreyfivikan hófst í gær

Hreyfivikan 29. september - 5. október 2014.

Hreyfivikan (e. Move Week) hófst í gær en herferðin nær um gjörvalla Evrópu dagana 29. september – 5. október 2014. Hreyfivikan er hluti af „The NowWeMove 2012-2020“ herferð International Sport and Culture Association (ISCA) en framtíðarsýn herferðarinnar að 100 milljónir … lesa meira


Feykir.is | 30.9.14 | 8:44

Rigning með köflum í dag

Veðrið kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands.

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðaustan og síðar sunnan 10-15 og rigning með köflum. Hvessir síðdegis á morgun, sunnan 15-23 seinnipartinn. Hiti 5 til 10 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á miðvikudag: Suðvestan og sunnan 15-23 m/s og … lesa meira


Feykir.is | 29.9.14 | 22:42

KR-ingar sigruðu Tindastól í úrslitaleik Lengju-bikarsins

umft_krokodillinn_ferh

Tindastólsmenn gerðu þokkalega ferð suður um helgina en þar lék liðið fyrst í undanúrslitum Lengjubikarsins gegn Fjölni og hafði betur. Í úrslitaleiknum á laugardag voru það Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum sem reyndust sterkari og silfrið því hlutskipti Stólanna að þessu sinni. … lesa meira


Feykir.is | 29.9.14 | 14:21

Fljótafé til sýnis og sölu

Halldór Hálfdánarson bóndi á Molastöðum í Fljótum með forystuhrútinn Helga frá Snartastöðum í Öxarfirði. (Mynd úr jólablaði Feykis 2013).

Fjárræktarfélag Fljótamanna stendur fyrir hrútadegi á Þrasastöðum í Fljótum næstkomandi laugardag, 4. október. Dagskráin hefst kl 13:30. Hægt verður að kaupa kynbótalömb, en einnig verður á dagskrá hrútasýning og lambatrítl hjá börnum. Boðið verður upp á léttar veitingar að hætti … lesa meira