feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 5.3.15 | 9:25

Tindastóll skrifar undir samninga við fimm leikmenn

Við undirrituna í gær. Efri röð frá hægri:  Jónas Aron Ólafsson, Pálmi Þórsson og Arnar Ólafsson. Neðri röð frá vinstri:  Hólmar Daði Skúlason sem er með samning við félagið,  Jóhann Ulriksen og Ágúst Friðjónsson. Ljósm./Tindastóll.

Fimm ungir og efnilegir leikmenn skrifuðu undir samning við Tindastól í gær. Þeir eru Jóhann Ulriksen, Ágúst Friðjónsson, Jónas Aron Ólafsson, Pálmi Þórsson og Arnar Ólafsson og munu þeir leika með Mfl. karla í knattspyrnu í sumar.  Jóhann og Ágúst … lesa meira


Feykir.is | 4.3.15 | 16:59

Nes listamiðstöð á Eyrarrósarlistanum

Ninette Rothmüller og Melody Woodnutt. /BÞ

Nú hefur verið birtur listi yfir þau tíu verkefni sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina í ár, en Nes listamiðstöð á Skagaströnd er meðal þeirra. Mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina barst hvaðanæva af landinu.  Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt … lesa meira


Feykir.is | 4.3.15 | 16:22

Skagfirsku mótaröðinni frestað

Skagfirska mótaröðin frestast um óákveðinn tíma vegna slæmrar veðurspár.

Vegna slæmrar veðurspár hefur töltmótinu í Skagfirsku mótaröðinni, sem vera átti í kvöld, miðvikudagskvöldið 4. mars, verið frestað. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Frá þessu er sagt í tilkynningu frá Reiðhöllinni.


Feykir.is | 3.3.15 | 16:20

Riða greinist í Skagafirði

Kindur úr Staðarrétt 2011.

Riðuveiki greindist í síðustu viku á bænum Valagerði í Skagafirði. Fyrir aðeins mánuði síðan greindist riðuveiki á bænum Neðra-Vatnshorni í Húnaþingi-vestra. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Matvælastofnun er nú unnið að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Samkvæmt tilkynningunni fékk bóndinn í Valagerði … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 15:52

,,Vatn er galdur”

11043188_10153238903746004_6035271685115256433_n

Hugrún Lilja Hauksdóttir er Fljótamær sem er 24 ára gömul, en dettur í hálf fimmtugt seinna á árinu. Hún er búsett í 101 Reykjavík og er útskrifaður tækniteiknari og hefur nóg að gera. Hún lærir ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum og ásamt … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 15:19

Anna Valgerður sigraði Söngkeppni NFNV 2015

Anna Valgerður Svavarsdóttir er sigurvegari Söngkeppni NFNV 2015. Ljósm.: Alexandra Ósk Guðjónsdóttir/NFNV

Söngkeppni Nemendafélags FNV fór fram sl. föstudagskvöld. Fjöldi glæsilegra atriða voru á sviðinu í Sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þetta kvöld en það var Anna Valgerður Svavarsdóttir sem sigraði með flutningi sínum á laginu góðkunna, House of the Rising Sun, og … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 11:16

Fjórgangur næsta mót í Mótaröð Neista

neisti_logo

Næsta mót í Mótaröð Neista, sem er fjórgangur, verður haldið á annað kvöld, miðvikudagskvöldið kl.19:00 í reiðhöllinni Arnargerði. „Hvetjum áhorfendur að mæta og horfa á skemmtilega keppni,“ segir á vef Neista. Skráning er á netfang Neista heneisti@gmail.com fyrir kl. 22:00 … lesa meira


Feykir.is | 3.3.15 | 11:05

Náms- og akstursstyrkir til nemenda á framhalds- og háskólastigi

Frá Skagaströnd. Mynd: KSE

Sveitarstjórn Skagastrandar tók ákvörðun við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 um að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi sem nemur 20 þús. kr. skólaárið 2014-2015. Styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð. Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem … lesa meira