feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 17.4.14 | 14:46

Þýðing héraðsfréttamiðla fyrir landbyggðina

feykir_LLG2014_logo_samsett

Feykir fréttablað Norðurlands vestra stendur fyrir málstofu, í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð, í tengslum við atvinnulífssýninguna Skagafjörður – Lífsins gæði og gleði. Í málstofunni verða málefni héraðsfréttamiðla til umfjöllunar, hvaða gildi þeir hafa fyrir samfélagið og menningar- og sögulegt hlutverk … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 9:38

KS stofnar sölu og dreifingarfyrirtæki í Rússlandi

Ágúst Viðarsson, forstöðumaður Kjötafurðarstöðvar KS.

Á forsíðu Bændablaðsins, sem út kom í gær, er sagt frá því að KS hyggist á næstunni setja á fót fyrirtæki í St. Pétursborg í Rússlandi sem muni markaðssetja íslenskt lambakjöt fyrir Rússlandsmarkað. Jafnframt kemur fram að um sé að … lesa meira


Feykir.is | 17.4.14 | 8:35

Ferðumst af öryggi um páskana

bilar a vegi

Líkt og endranær verða margir á faraldsfæti um páskana. Útlit er fyrir fremur kalda páska miðað við árstíma og má búast við slyddu eða frosti á nokkrum stöðum á landinu, jafnvel snjókomu. Færð kann því að spillast, hætt er við … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 22:33

Áfram hagnaður í Húnaþingi vestra

húnaþing vestra

Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og fyrirtækja fyrir árið 2013 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl 2014, eins og segir í tilkynningu frá sveitarstjórn Húnaþings vestra, en þar segir orðrétt: “Niðurstaða ársreiknings Húnaþings vestra og fyrirtækja fyrir árið 2013 … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 14:49

Ráslisti Kvennatölts Norðurlands 2014

kvennatoltnordurlands

Kvennatölt Norðurlands 2014 verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á morgun, Skírdag 17. apríl og hefst kl. 17:00. Keppt verður í þremur flokkum; opinn flokkur, minna vanar og 21 árs og yngri. Ráslistinn er eftirfarandi: Opinn flokkur 1.Vigdís Gunnarsdóttir og Dökkvi … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 13:16

Sigríður Svavars leiðir lista Sjálfstæðisflokks

Sigríður Svavarsdóttir

Sigríður Svavarsdóttir framhaldsskólakennari leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði til sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014. Framboðslisti Sjálfsstæðisflokksins í Skagafirði er eftirfarandi.   Nafn:     Starfsheiti: Sigríður Svavarsdóttir               Framhaldsskólakennari Gunnsteinn Björnsson           … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 10:19

Atvinnulífs- og sæluvikublað Feykis kemur út eftir páska

feykir_logo2013_300px

Við minnum á að Feykir gefur ekki út blað í þessari viku vegna páskaleyfa en í næstu viku verður Feykir fyrr á ferðinni en vanalega og kemur út þriðjudaginn 22. apríl. Feykir verður þá með stærra sniði en venjulega og … lesa meira


Feykir.is | 16.4.14 | 10:01

Hraðatakmarkanir taka gildi 1. maí

Yfirlitskort yfir hraðatakmarkanir á Sauðárkróki. Mynd/fengin af vef Svf. Skagafjarðar.

Þessa dagana er unnið að uppsetningu skilta vegna lækkunar hámarkshraða í íbúagötum á Sauðárkróki. „Með lækkun hámarkshraða í íbúahverfum er stuðlað að auknu öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og unglinga sem oft eru að leik í íbúagötum … lesa meira