feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 30.10.14 | 14:08

Landskeppni smalahundafélags Íslands

Halldór Pálsson, Súluvöllum, og smalahundurinn Píla. Mynd: Caroline Kerstin  Mende.

Landskeppni smalahundafélags Íslands verður haldið á Vorboðavelli við Blönduós helgina 1.-2. nóvember. Allir áhugasamir eru velkomnir að fylgjast með þessum viðburðum og er ókeypis aðgangur fyrir áhorfendur. Keppt verður í A flokki, opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa … lesa meira


Feykir.is | 30.10.14 | 14:03

Listi Vísbendingar yfir draumasveitarfélögin

Einkunnir sveitarfélaganna, samkvæmt lista Vísbendingar.

Á vef Húnaþings vestra, www.hunathing.is, segir frá því að Húnaþing vestra er í 5.-8. sæti yfir draumasveitarfélög 2014 með einkunnina 6,9. Það var tímaritið Vísbending, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, sem skoðaði hag 36 stærstu sveitarfélaga landsins. Um er að … lesa meira


Feykir.is | 30.10.14 | 13:59

Eldað fyrir Ísland í Ásbyrgi – Myndir

0000030297-IMG_5477

Rauði krossinn stóð fyrir landsæfingu í neyðarvörnum, sunnudaginn 19. október, eins og greint var frá í Feyki í síðustu viku.. Æfingin vakti mikla athygli enda í fyrsta sinn í heiminum sem staðið hefur verið fyrir neyðarvarnaræfingu meðal heillar þjóðar. Klúbbur … lesa meira


Feykir.is | 30.10.14 | 12:28

Sr. Gísli í Glaumbæ kjörinn í kirkjuráð

Nýkjörið kirkjuráð. Mynd: kirkjan.is.

Nýtt kirkjuráð var kjörið á kirkjuþingi í dag. Í ráðinu sitja tveir fulltrúar vígðra og tveir fulltrúar leikmanna, kjörnir af þinginu, auk biskups Íslands sem er forseti kirkjuráðs. Sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ í Skagafirði er annar hinna vígðu fulltrúa … lesa meira


Feykir.is | 30.10.14 | 12:17

Mikil mengun en enginn mælir á Blönduósi

Blönduós í morgun. Mynd: Mbl.is/ Jón Sigurðsson.

Mik­il meng­un er á Blönduósi en eng­inn meng­un­ar­mæl­ir er á svæðinu og því vita íbú­ar ekki hversu mik­il meng­un mæl­ist frá eld­gos­inu í Holu­hrauni, að því er haft er eftir Jóni Sigurðssyni fréttaritara Morgunblaðsins á vefnum mbl.is. Til­kynn­ing barst frá skóla­stjóra … lesa meira


Feykir.is | 30.10.14 | 12:05

Hótel Tindastóll 130 ára

Hótel Tindastóll. Hallur J. Gunnarsson sendi Feyki þessa mynd.

Hótel Tindastóll á Sauðárkróki er elsta starfandi hótel landsins en það er 130 ára um þessar mundir. Hótelið er enn í fullum rekstri og ætla núverandi eigendur, Tómas H.Árdal og Selma Hjörvarsdóttir að fagna afmælinu með því að bjóða Skagfrðingum, … lesa meira


Feykir.is | 30.10.14 | 11:46

Kaffi Kind á Ketilási – Myndir

Meðal þess sem boðið var upp á í kaffihúsinu var dýrindis kjötsúpa. Mynd: KSE.

Nýsköpunarvika er árlegur viðburður í Grunnskólanum austan Vatna í Skagafirði. Er hefðbundið skólastarf þá stokkað upp og lögð áhersla á nýsköpun hvers konar. Vikan endar svo með sýningu fyrir foreldra og aðra aðstandendur. Einnig stóðu 9.bekkingar fyrir kaffihúsi á Ketilási … lesa meira


Feykir.is | 30.10.14 | 10:49

Skjaldborgin rís eftir langa bið

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir.

Innan skamms verða verðtryggð húsnæðislán heimilanna leiðrétt. Um jafnræðisaðgerð er að ræða sem mun koma flestum íslenskum heimilum til góða. Loksins fá heimilin að njóta einhverrar sanngirni og réttlætis. Húsnæðismálin eru einnig í brennidepli en húsnæðismálaráðherra mun leggja fram fjögur … lesa meira