feykir.is | Í matinn er þetta helst | 13.10.08 | 21:16

Nokkrar góðar fiskibollu uppskriftir

Hver man ekki eftir góðu fiskibollunum sem þær amma og mamma töfruðu fram á köldum vetrarkvöldum. Þessar úr búðinni toppa þær hreinlega ekki og þó dósabollur standi fyrir sínu er fátt betra en heimagerðar fiskibollur, eldaðar af ást.

Feykir.is fann nokkrar góðar fiskibolluuppskriftir. Þeir sem luma á fleirum eru beðnir að senda þær á feykir@feykir.is
Bestu fiskibollur í heimi

 

500 gr. ýsuhakk
4 msk. heilhveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)

Aðferð:  Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.

 
Fiskibollur – Má frysta
300 gr. Þorsk- eða ýsuflök
1 egg
2 msk rasp
1 dl söxuð steinselja
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 msk jurtasmjörlíki.
Remúlaðisósa
½dl. gaio
2 msk kapers
2 msk saxaðar salt-agúrkur
örlítið karrý.

Aðferð:
Fiskurinn skorinn í lítil stykki, hakkaður í hakkavél eða matvinnsluvél.
Egg, rasp, steinselja, salt og pipar hrært saman við hakkið.
4 bollur mótaðar úr farsinu og steiktar í smjörlíkinu ca. 3 mín á hvorri hlið.
Öllum efnum í remúlaðisósuna er hrært saman.
Borið fram með soðnum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
 

 

Þessar klikka sjaldan
150 gr fiskur
¼ egg
30 gr laukur
15 gr kartöflumjöl
10 gr undanrennuduft
1 tesk salt
½ tesk pipar

Steikja í 1 tesk af olíu – t.d. olía af sólþurrkuðu tómötunum.

Gott að setja 1-2 sólþurrkaða tómata og mauka þá með lauknum og fiskinum og strá svo nokkrum kornum af sesam fræum á bollurnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Það gerir mjög gott bragð.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Feykir.is | 2.7.15 | 15:43

Kínverjar fjármagna álver á Hafurstöðum

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar á milli Klappa Development ehf. og NFC í ráðherrabústaðnum í gær. Wang Hongqian, forstjóri NFC og Ingvar Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa, takast í hendur að undirritun lokinni. Að baki þeim eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi. Á myndinni eru einnig fulltrúar sveitarstjórna á Norðurlandi vestra, NFC og China Development Bank. Ljósm./Klappir ehf.

Kínverskt fyrirtæki ætlar að reisa álver á Hafurstöðum í Skagabyggð en viljayfirlýsing um fjármögnun verkefnisins var undirrituð í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í gær. „Þetta er mikilvægur áfangi í undirbúningsferlinu. Klappir og sveitarfélögin á Norðurlandi vestra fagna því að … lesa meira


Feykir.is | 2.7.15 | 11:28

Litríkir og lokkandi ljósastaurar

Erna Björg Jónmundsdóttir og Berglind Björnsdóttir  prjónagraffa fyrir Húnavöku á Blönduósi. Ljósm./BÞ

Það var hátíðarbragur yfir Blönduósbæ þegar blaðamaður Feykis átti þar leið um sl. föstudag. Sólin var hátt á lofti, landsmótsfánar blöktu og víða mátti sjá skrautlega og litfagra ljósastaura sem vöktu athygli. Þær Magdalena Berglind Björnsdóttir og Erna Björg Jónmundsdóttir … lesa meira


Feykir.is | 2.7.15 | 9:47

Je T’aime í Bifröst

Tekið hraustlega á því í lokalaginu.

Föstudagskvöldið 26. júní fóru fram hinir ákaflega hressilegu VSOT tónleikar fyrir fullri Bifröst. Tónleikar þessir hafa verið nánast árlegur viðburður síðustu ár en standa og falla með því hvort gítarséníið Þórólfur Stefánsson skýst í sumarheimsókn upp á skerið frá Jönköping í … lesa meira


Feykir.is | 2.7.15 | 9:34

Eldur kviknar í dráttarvél 

Dráttarvélin í ljósum logum. Ljósm./Björn Ólafsson

Björn Ólafsson var við í slátt á Krithóli í Skagafirði sl. laugardag þegar kviknaði í dráttarvélinni hans. Hann segir eldinn hafi byrjað með því að smá reyk lagði undan vélarhlífinni. Þegar hann stöðvaði vélina til að kanna málið nánar blossaði upp … lesa meira


Feykir.is | 2.7.15 | 8:53

Söfnuðu rúmum tíu þúsund krónum

Svanbjört Hrund Jökulsdóttir, Katrín Sif Arnardóttir og Tinna Björg Jóhannesdóttir héldu tombólu og gáfu ágóðann til RKÍ Skagafirði.

Svanbjört Hrund Jökulsdóttir, Katrín Sif Arnardóttir og Tinna Björg Jóhannesdóttir söfnuðu 10.348 krónum á tombólu sem þær héldu við Skagfirðingabúð og Hlíðarkaup á Sauðárkróki og afhentu Rauða Krossinum í Skagafirði.  „Stuðningur tombólubarna er ákaflega mikils virði og fara peningar sem … lesa meira


Feykir.is | 2.7.15 | 8:43

Aðeins eitt stig þrátt fyrir rútuferð

Ben Griffiths, Páll Sindri og Arnar Skúli í baráttu við J. Chase Tyler.

Það var sannkallaður stórleikur á Sauðárkróksvelli nú á þriðjudaginn þegar grannarnir í Fjallabyggð sóttu lið Tindastóls heim í 2. deild karla. Langt er síðan jafn margir áhorfendur hafa sótt leik á Króknum enda alltaf heilbrigður og skemmtilegur rígur á milli … lesa meira


Feykir.is | 30.6.15 | 18:22

1000 telpur á takkaskóm á Landsbankamótinu á Króknum

_MG_5565

Landsbankamót Tindastóls fór fram um helgina á Sauðárkróksvelli en þar börðust og glöddust þúsund stelpur í fótbolta við hin bestu skilyrði. Veðrið lék við keppendur og gesti og stemningin alveg frábær.  Það eru stelpur í 6. og 7. flokki sem … lesa meira


Feykir.is | 30.6.15 | 17:36

Eyðibýli og afdalir í Skagafirði

Skálárkot í landi Skálár í Sléttuhlíð. Mynd: Fésbókarsíða Byggðasafns Skagfirðinga.

Síðustu vikur hafa Guðný Zoëga og Guðmundur Sigurðarson hjá fornleifadeild Byggðasafnsins ásamt Hjalta Pálssyni og Kára Gunnarssyni hjá Byggðasögu Skagafjarðar verið við rannsóknir á fornum byggðaleifum í Fljótum og Sléttuhlíð. Rannsóknirnar eru hluti af samstarfsverkefni Byggðasafnsins og Byggðasögunnar sem kallast … lesa meira