A-Húnavatnssýsla

Sókn í byggðamálum

Meira

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið frumvarp til fjárlaga

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp. Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá heilbrigðisstofnunni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana.
Meira

Boðið í jólaskóg

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga býður Húnvetningum og öðrum landsmönnum að koma í „jólaskóginn“ á Gunnfríðarstöðum um helgina. Þar verður hægt að fella sitt eigið jólatré laugardaginn 16. desember og sunnudaginn 17. desember milli kl. 11 – 15. Verð á jólatrjám er 5.000 krónur og eru ýmsar tegundir í boði. Hafa skal samband við Pál Ingþór Kristinsson í síma 865 3959.
Meira

Pálma á Akri minnst við setningu Alþingis

Á þingsetningarfundi Alþingis í gær var Pálma Jónssonar á Akri, fyrrv. alþingismanns og ráðherra, minnst. Það var starfsaldursforseti, Steingrímur J. Sigfússon, sem flutti en Pálmi var eini fyrrverandi alþingismaður sem látist hafði síðan Alþingi var síðast á fundum. Eftirfarandi eru minningarorðin sem flutt voru:
Meira

Héraðsbókasafn A-Húnvetninga með aðgang að Rafbókasafninu

Á Facebooksíðu Héraðsbókasafns A-Húnvetninga segir frá því að bókasafnið sé nú komið með aðgang að Rafbókasafninu en það var opnað 30. janúar á þessu ári. Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Hingað til hefur aðgangur að safninu verið takmarkaður við lánþega stærstu almenningsbókasafnana en nú er það opið öllum lánþegum almenningsbókasafna á Íslandi.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Ingimar Pálsson á Sauðárkróki var kjörinn maður ársins fyrir árið 2016 og nú vantar einhvern til að taka við.
Meira

Námskeið í kartöfluprentun í Kvennaskólanum á Blönduósi

Um þessar mundir dvelur Mira-Liina Skyttälä, textíllistamaður frá Finnlandi, í textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi en hún hlaut styrk úr verkefninu Nordic-Baltic Scholarship sem Þekkingarsetrið á Blönduósi og Textílsetur Íslands standa fyrir og er hún er síðasti styrkhafi verkefnisins. Á morgun, fimmtudaginn 14. desember, heldur hún námskeið í kartöfluprentun í stúdíóinu á annarri hæð í Kvennaskólanum og verður húsið opið milli 16 og 19.
Meira

USAH leitar eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2017

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga útnefnir árlega íþróttamann ársins. Sambandið leitar nú eftir því hjá íbúum sýslunnar að þeir tilnefnini íþróttafólk sem náð hefur góðum árangri í sinni keppnisgrein á árinu 2017. Rétt til tilnefningar eiga þeir sem eru 16 ára á árinu og eldri og keppa á yfirstandandi eða nýloknu keppnistímabili fyrir hönd USAH eða félaga innan USAH.
Meira

Lawrence mun leika Agnesi

Fyrir rúmum fjórum árum birti Feykir frétt þess efnis að kvikmyndaréttur bókarinnar Burial Rites eftir Hönnu Kent, þar sem sögð er sagan af Húnvetningunum Agnesi og Friðriki, hefði verið seldur og líkur væru á að stórleikkonan Jennifer Lawrence færi með aðalhlutverkið. Hlutirnir gerast oft löturhægt í kvikmyndaheimum en það hefur nú verið staðfest, fjórum árum síðar, að Jennifer Lawrence, sem nú er enn stærri stjarna en fyrir fjórum árum, fari með hlutverk Agnesar og að Luca Guadagnino, sem gerði eina bestu mynd þessa árs, Call Me By Your Name, ætli að leikstýra myndinni.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Lið Hofstorfunnar

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks er lið Hofstorfunnar en það er skipað miklu keppnisfólki sem finnst allt annað en sigur vera tap. Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson en með honum í liði er dóttir hans Ásdís Ósk, Bjarni Jónasson, Gústaf Ásgeir Hinriksson og Lilja S. Pálmadóttir.
Meira