A-Húnavatnssýsla

Kynningarfundir Ferðamálastofu og SSNV um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á Norðurlandi vestra í dag eins og sagt var frá á Feyki.is á dögunum. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka eins og áður hefur verið auglýst klukkan 10:30 – 12:00 en staðsetning þess síðari hefur breyst og verður hann haldinn í Miðgarði kl. 14:00 – 15:30.
Meira

Heilbrigðiskerfið þarf að virka fyrir fólk

Í lok síðustu viku vakti ungt fólk athygli á þeim mikla aðstöðumun sem felst í því að eiga langveikt barn á landsbyggðinni. Þórir og Guðrún Kristín eru búsett á Ísafirði og eiga soninn Birkir Snær sem er tæplega tveggja ára gamall. Birkir Snær hefur verið veikur frá fæðingu, og var greindur með krabbamein í apríl í fyrra. Það fylgir því mikið álag og vinna að eiga langveikt barn. Birkir Snær þarf að sækja sína sérhæfðu læknisþjónustu á Landsspítalann, þar er hann í lyfjameðferð og rannsóknum að minnsta kosti einu sinni í mánuði, stundum oftar.
Meira

Saga Natans og Skáld-Rósu

Nú síðsumars var mál þeirra Agnesar og Friðriks og aftaka þeirra á Þrístöpum í Vatnsdal fyrir tæpum 200 árum nokkuð í umræðunni þegar Lögfræðingafélag Íslands ákvað að „endurupptaka" málið á hendur þeim þar sem þeim var gefið að sök að hafa drepið og brennt inni þá Natan Ketilsson bónda á Illugastöðum og Pétur Jónsson vinnumann. Var það gert með þeim hætti að réttarhöldin yfir þeim voru sett á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga eftir vettvangsferð um söguslóðir. Bókaútgáfan Sæmundur hefur nú endurútgefið bók Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi um Natan Ketilsson og Skáld-Rósu sem var ástkona Natans um tíma. Í fréttatilkynningu frá útgáfunni segir:
Meira

Frambjóðendur Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi

Búið er að raða á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Bergþór Ólason framkvæmdastjóri leiðir listann en Sigurður Páll Jónsson, Jón Þór Þorvaldsson og Maríanna Eva Ragnarsdóttir bóndi á Stórhóli í Húnaþingi koma næst.
Meira

Indverskur smjörkjúklingur og indverskur kartöflurétti ásamt naan-brauði

„Við hjónin höfum alltaf verið hrifin af austurlenskum mat og ekki minnkaði sá áhugi eftir brúðkaupsferðina okkar en þar heimsóttum við fjögur ólík og bragðmikil Asíulönd,“ segja Skagfirðingurinn Lilja Ingimundardóttir og eiginmaður hennar, Gísli Kristján Gunnsteinsson sem voru matgæðingar vikunnar í 39. tölublaði ársins 2015.
Meira

Listi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í lok október. Listinn endurspeglar þann breiða hóp sem að framboðinu stendur; fólk úr viðskiptalífinu, menntamálum og matreiðslu. Frambjóðendurnir eru á öllum aldri, með ólíka reynslu að baki en sameiginlega sýn á framtíð Íslands. Listinn er fléttaður konum og körlum til jafns og er leiddur af Gylfa Ólafssyni, heilsuhagfræðingi og aðstoðarmanni fjármála- og efnahagsráðherra.
Meira

Kynningarfundur um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Frá þessu er sagt á vef SSNV . Fundirnir verða haldnir þriðjudaginn 17. október, sá fyrri á Hótel Laugarbakka klukkan 10:30 – 12:00 og síðari fundurinn verður haldinn á Hótel Varmahlíð kl. 14:00 – 15:30.
Meira

Ókeypis heilsufarsmæling á Norðurlandi vestra

Í næstu viku verður íbúum Norðurlands vestra boðið upp á ókeypis heilsufarsmælingu á vegum forvarnarverkefnisins SÍBS Líf og heilsa. Það er SÍBS ásamt Hjartaheill, Samtökum lungnasjúklinga og Samtökum sykursjúkra sem standa að verkefninu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðin þátttaka í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.
Meira

Heimilt að fjarlægja bíla í slæmu ástandi af einkalóðum

Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að í nýjum úrskurði úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindanefndar, sem kveðinn var upp þann 3. október síðastliðinn, komi það skýrt fram að heilbrigðiseftirlitið hafi heimild til að fjarlægja númerslausa bíla á einkalóðum, á þeirri forsendu einni að um sé að ræða lýti á umhverfinu. Þar segir að úrskurðað hafi verið í kærumáli á hendur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja sem fjarlægt hafi númerslausan, ryðgaðan bíl í slæmu ástandi af einkalóð.
Meira

Framtíð Vestfjarða er björt

Líf okkar sem búum á Vestfjörðum er eftirsóknarvert og mörg tækifæri eru í farvatninu til að efla samfélagið. Tækifærin felast fyrst og fremst í auðugri náttúru okkar í bland við hugvit og sköpun fólksins sem hér býr. Ég fullyrði að það sé ansi langt síðan svo bjart hafi verið yfir samfélaginu okkar. Við upplifum nú vaxandi þrótt eftir mörg mögur ár sjávarbyggða í tilvistarkreppu, gjaldþrot fiskvinnsla, kvóta sem seldur var hæstbjóðanda og fólksflótta. Nú er staðan önnur víðast hvar á Vestfjörðum, þó enn séu fámennustu byggðirnar í vanda. Ný tækifæri í ferðaþjónustu, menntun og fiskeldi hafa gjörbreytt trú fólks á samfélagið.
Meira