A-Húnavatnssýsla

Barnamót USAH á Skagaströnd

Barnamót USAH fór fram á Skagaströnd í gær. Veðrið lék við þátttakendur og áhorfendur en 42 börn tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Barnamót USAH er árlegt mót ætlað börnum átíu ára og yngri.
Meira

Þriðja tölublað ICEVIEW komið út

Þriðja tölublað ICEVIEW er komið út. Tímaritið fjallar um verk rithöfunda og listamanna, sem ferðast til Íslands, í sköpunarhugleiðingum. Það miðlar reynslu listamanna af dvöl þeirra á Íslandi með viðtölum, myndum af listaverkum auk þess að birta ritverk þeirra.
Meira

Útboð á skólamáltíðum í Blönduskóla

Blönduósbær auglýsir á vef sínum eftir tilboðum í skólamáltíðir skólaárið 2018-2019. Verkið felst í framleiðslu hádegisverða fyrir nemendur og starfsfólk, flutningi frá framleiðslustað til skóla og frá skóla að matarhléi loknu hvern dag.
Meira

Fjöldi mótsgesta talinn um fjögur til fimmþúsund

Landssmót UMFÍ á Sauðárkróki var haldið um síðustu helgi, dagana 12.-15. júlí og var það nú í fyrsta sinn haldið með breyttu sniði sem fjögurra daga íþróttaveisla þar sem allir, 18 ára og eldri gátu skráð sig til leiks og valið úr tæplega 40 íþróttagreinum.
Meira

Kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra

Á fundi stjórnar SSNV, sem fram fór þann 10. júlí sl., lagði Unnur Valborg framkvæmdarstjóri fram lista yfir nýkjörna aðalmenn í sveitarstjórnum á starfsvæði SSNV. Samkvæmt honum er konur nú 47% sveitarstjórnarfulltrúa samanborið við 38% á nýliðnu kjörtímabili.
Meira

Listasmiðja á Húnavöku

Í tilefni af Húnavöku mun Þekkingarsetrið á Blönduósi bjóða upp á listasmiðju - þrykknámskeið í Kvennaskólanum, föstudaginn 20. júlí frá kl. 16:00 - 18:00.
Meira

Hátíðarfundur Alþingis í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins

Alþingi kemur saman til funda í dag, þriðjudaginn 17. júlí, og á morgun, miðvikudag, í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Í dag hefst þingfundur kl. 13.30. Á morgun verður hátíðarfundur Alþingis að Lögbergi á Þingvöllum og hefst sá fundur kl. 14.
Meira

Perlað af Krafti á Landsmótinu

Einn af viðburðum Landsmótsins á Sauðárkróki síðustu helgi var Perlað af Krafti þar sem keppst var við að ná Íslandsmeti í perlun armbanda. Um 250 manns lögðu leið sína í Árskóla og perluðu af kapp
Meira

Margir tóku þátt í íþróttum í fyrsta sinn á Landsmótinu

„Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi. Það var frábært að sjá og heyra viðbrögð fólks við breytingunni. Það er alveg ljóst að framtíðin er fólgin í því að vinna frekar með þessar breytingar,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Meira

Færri umferðaróhöpp en fleiri hraðakstursbrot

Mikil fjölgun hefur orðið á hraðakstursbrotum í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra það sem ef er ári. Þannig voru útgefnar kærur það sem af er þessu ári orðnar 3.689 talsins sl. fimmtudag samanborið við 1.417 á sama tíma í fyrra og 602 árið 2016. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu á föstudag þar sem rætt er við Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Meira