A-Húnavatnssýsla

Fimmgangurinn fer fram á Akureyri á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 21. mars, fer fram keppni í fimmgangi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Keppnin fer fram í Léttishöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19:00. Lið Hrímnis hefur forystu í liðakeppninni en það hefur sigrað í tveimur fyrstu keppnum vetrarins.
Meira

Ásdís Brynja Jónsdóttir valin íþróttamaður USAH

Ársþing Ungmennasambands Austur Húnvetninga var haldið í gær á Húnavöllum. Á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga, utan eins, auk gesta frá UMFÍ. Í máli Rúnars A. Péturssonar, formanns USAH, kom fram að starfsemi síðasta árs var blómleg, fjölmargt var gert og mörg afrek unnin hjá félögum í USAH. Rekstur sambandsins gekk vel og má aðallega þakka það auknum tekjum af Lottói.
Meira

Mikil eftirspurn eftir vinnuaðstöðu og kennslu fyrir textílnemendur

Á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi kemur fram að mikil eftirspurn er eftir kennslu og vinnuaðstöðu fyrir textílnemendur í Kvennaskólanum á Blönduósi en eitt af áhersluverkefnum Þekkingarsetursins og Textílsetursins síðustu árin hefur verið uppbygging náms á sviði textíl, fræðslumiðlun og efling samstarfs við innlenda og erlenda skóla.
Meira

Samkeppni um fullveldispeysu

Textílsetur Íslands efnir til hönnunarsamkeppni þar sem hanna skal peysu með þemanu 100 ára fullveldi Íslands í tilefni þess að á þessu ári er öld liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Samkeppnin er haldin í tengslum við Prjónagleði 2018 sem verður á Blönduósi dagana 8.-10. júní í sumar.
Meira

Bleikjuterrína, engiferfyllt önd og páskaterta

„Það er nú ekki komin hefð í matargerð hjá okkur hjónaleysunum (nema þá kannski grilluð samloka með osti) enda einungis þrír mánuðir síðan við fórum að búa sjálf. Við erum því ekki enn búin að finna okkar sameiginlega uppáhaldsmat en við ætlum að gefa lesendum færi á að eiga jafn girnilega páska og við ætlum að eiga. Hvern þessara rétta hefur betri helmingurinn einungis gert einu sinni á ævinni, með margra ára milli bili, en með miklum ágætum þó,“ sagði Heiða Haralds. í 10. tbl Feykis 2016 en hún og Böðvar Friðriksson voru þá matgæðingar vikunnar og buðu upp á uppskriftir að herlegum veisluréttum fyrir páskamatseðilinn en nú styttist í að fólk fari að huga að honum.
Meira

Skagaströnd kaupir hlut í Ámundakinn ehf.

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í gær, 15. mars, var lagt fyrir erindi frá Ámundakinn ehf. þar sem óskað var eftir að sveitarfélagið keypti 5 milljóna króna hlut í Ámundakinn ehf. á genginu 1,8 og nemur kaupverðið því 9 milljónum króna. Ástæða beiðnarinnar er að þörf er á viðhaldi og endurbótum á húsnæði félagsins að Bogabraut 1 á Skagaströnd sem Samkaup leigir undir verslunarrekstur sinn.
Meira

Ársþing USAH á sunnudaginn

Ungmennasambands Austur-Húnvetninga heldur 101. ársþing sitt á Húnavöllum næstkomandi sunnudag, þann 18. mars, og hefst það klukkan 10:00. Á dagskrá þingsins verða hefðbundin þingmál eins og framlagning skýrslu stjórnar og endurskoðaðra reikninga, skipun þingnefnda og kosningar. Einnig verða Hvatningarverðlaun USAH afhent og kjöri Íþróttamanns USAH lýst.
Meira

Upplýsingavefur um sameiningarmál í Austur-Húnavatnssýslu

Húni.is segir frá því að nú hefur verið opnaður upplýsingavefur um sameiningarmál sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu þar sem er að finna fréttir og tilkynningar, fundargerðir, minnisblöð og aðrar upplýsingar sem tengjast mögulegri sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur- Húnavatnssýslu; Skagastrandar, Skagabyggðar, Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, sem nú eiga í viðræðum um sameiningu. Slóðin á vefinn er:sameining.huni.is.
Meira

Vel heppnað námskeið fyrir ferðamálafélaga

Síðastliðinn þriðjudag var félagsmönnum í Ferðamálafélagi Austur-Húnavatnssýslu og Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði boðið á námskeið í Húnaveri þar sem fjallað var um þjóðerni og þjónustu. Á námskeiðinu fjallaði Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur um þjónustu, ólíka menningarheima og hvernig best sé að uppfylla þarfir ólíkra gesta. Margrét hefur sérhæft sig í námskeiðahaldi um þjónustu og hefur meðal annars gefið út fimm bækur um þjónustu og sex íslensk þjónustumyndbönd. Námskeiðið skipulagði Þórdís Rúnarsdóttir, ferðamálafulltrúi Austur-Húnavatnssýslu ásamt Margréti Reynisdóttur.
Meira

Nemendur fá val um endurtöku könnunarprófa

Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en margir þeirra tóku próf við óviðunandi aðstæður í liðinni viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð, samkvæmt ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust.
Meira