A-Húnavatnssýsla

Ályktað um sjókvíaeldi á norskum laxi

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum um stórfellt eldi frjórra norskra laxa við strendur landsins þar sem ljóst sé að slíkt eldi geti haft margvísleg neikvæð áhrif á villta stofna silunga og laxa. Erfðablöndun sé þó þeirra alvarlegust.
Meira

Framleiðsla á mann er hvergi minni en á Norðurlandi vestra

Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur gefið úr skýrsluna Hagvöxtur landshluta 2008-2015 og er þetta í áttunda skipti sem slík skýrsla er unnin. Nokkrar af helstu niðurstöðum skýrslunnar eru að hagvöxtur á tímabilinu mældist 3% á höfuðborgarsvæðinu en 6% utan þess. Framleiðsla jókst mest á Suðurnesjum, Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Lítill vöxtur var á Austurlandi og Norðurlandi vestra og að á Vestfjörðum dróst framleiðsla saman.
Meira

Humarsúpa ala Áslaug og Oreo ostakaka

Matgæðingar Feykis í 32. tölublaði ársins 2015 voru þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd. Þau sendu inn girnilegar uppskriftir; humarsúpu að hætti Áslaugar í forrétt, beikon- og piparostafylltan hamborgara í aðalrétt, ásamt uppskrift af heimagerðu hamborgarabrauði, og loks Oreo ostaköku í eftirrétt.
Meira

Mældur á 162 km hraða á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar

Það var mikið um að vera Lögreglunni á Norðurlandi vestra síðastliðna viku samkvæmt fésbókarsíðu embættisins en þar hafa umferðarmál komið mikið við sögu. Alls voru 152 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og var sá hraðasti mældur á 162 km/klst á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar þar sem hámarkshraði er 90.
Meira

Meiri endurbætur við sundlaugina á Skagaströnd en upphaflega var áætlað

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í vikunni gerði sveitarstjóri grein fyrir stöðu framkvæmda ársins og hvernig verk hafa gengið og staðist kostnaðaráætlanir. Þar kom fram að kostnaður við endurbætur á Sundlaug Skagastrandar hefur farið langt fram úr áætlun sem skýrist af því að ráðist var í mun meiri endurbætur en ráð var fyrir gert í upphafi.
Meira

Voru í næsta nágrenni við hryðjuverkin í Barcelona

Hjónin Líney Árnadóttir og Magnús Jósefsson i Steinnesi í Austur-Húnavatnssýslu voru stödd rétt við Römbluna í Barcelona þegar mannskæð hryðjuverkaárás var gerð þar seinni partinn í gær. Rætt var við Líneyju í Sídegisútvarpinu á Rás 2 í gær. „Við vorum kannski svona 100 metrum frá þessu,“ sagði Líney en þau hjónin voru á gangi á götunni Carrer de la Boqueria í gotneska hverfinu á leið að markaði sem er á torgi á horni götunnar og Römblunnar. „Við vorum alveg að koma á torgið þegar við heyrum hróp og öskur og ískur í bílnum og skelfileg vein,“ segir Líney. Þau hjónin tóku til fótanna og hlupu í átt frá Römblunni ásamt hópi fólks sem flýði í dauðans ofboði.
Meira

Hætta á stórfelldri byggðaröskun

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum í gær ályktun vegna lækkunar á afurðaverði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð og lýsir yfir þungum áhyggjum. „Verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika er rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Afleiðingarnar verða, hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfelld byggðaröskun“.
Meira

Vörusmiðja BioPol kynnir aðstöðu fyrir frumkvöðla og framleiðendur

Kynningarfundir vegna starfsemi Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd fara fram í næstu viku en smiðjan hefur öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu. Leyfilegt er þó að vinna með fleira en matvæli s.s. öll hráefni til olíugerðar, í snyrtivörur og eða sápur. Smiðjan mun taka til starfa innan tíðar.
Meira

Snjólaug María Íslandsmeistari

Snjólaug María Jónsdóttir, félagi í Skotfélaginu Markviss, endurheimti um síðustu helgi Íslandsmeistaratitil kvenna í Skeet á Íslandsmeistaramóti sem fram fór á skotíþróttasvæti Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn. Snjólaug er handhafi beggja Íslandsmeistaratitlanna í haglagreinum þetta árið en fyrr í sumar vann hún titilinn í Nordisk Trap þar sem hún setti jafnframt Íslandsmet. Er þetta í fyrsta sinn sem sami handhafi er að titlum í báðum greinum. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Snjólaugu.
Meira

Mikil blessun fylgdi Hólahátíð í ár

Hólahátíð fór fram um liðna helgi og var hún tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers, með áherslu á siðbót í samtíð. Hátíðardagsskrá setti Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup í Auðunarstofu á föstudaginn en meðal dagsskráliða má nefna þátttökugjörninginn Tesur á Hólahátíð, sem fór fram alla helgina og Tón-leikhúsið á sunnudeginum. Þá lagði hópur fólks upp í Pílagrímsgöngu á laugardagsmorgni frá Gröf á Höfðaströnd, eftir Hallgrímsveginum að Hóladómkirkju.
Meira