A-Húnavatnssýsla

Brúðuleikhúsið Handbendi í leikferð um Ísland og Pólland

Brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga leggur á næstu dögum upp í leikferð um Ísland og Pólland með leiksýninguna Engi sem áður hefur verið sýnt víða um Bretland auk nokkurra staða á Íslandi. Að sögn Gretu Clough, stjórnanda leikhússins, fjallar sýningin um dýrin sem áttu eitt sinn heima á enginu og eru þau endurvakin til lífsins með handgerðum brúðum úr efnivið sem til fellur þar. Greta segir sýninguna hafa verið hugsaða fyrir börn á aldrinum þriggja til átta ára en hún höfði þó til mun breiðari hóps. „Það hafa komið kornabörn á sýningar sem hafa haldið athyglinni allan tímann og táningar sem hafa líka orðið hugfangnir. Fullorðnir njóta sýningarinnar líka þannig að mínu viti er hún fyrir alla aldurshópa.”
Meira

Jogvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar á ferðalagi á Norðurlandi vestra

Um þessar mundir eru tónlistarmennirnir Jogvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar á ferðalagi og koma við á Hvammstanga, Skagaströnd og Sauðárkrók. „Við byrjuðum á Akranesi, Grundarfirði, Búðardal, Hólmavík, Bíldudal, Þingeyri og núna í kvöld erum við á Bolungarvík,“ segir Jogvan.
Meira

Suðrænn fiskréttur og rabarbaraeftirréttir

„Þessi fiskréttur er bæði einfaldur og góður enda í uppáhaldi hjá mér. Sem eftirrétt nota ég nýsprottinn rabarbara og heimatilbúið brauðrasp,“ segir Pálína Sumarrós Skarphéðinsdóttir en hún og Jens Guðmundsson á Gili í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 21. tbl Feykis 2016.
Meira

Fyrsta skóflustungan tekin að gagnaveri í næstu viku

Loksins er komið að því að skóflustunga verður tekin að byggingu gagnavers við Svínvetningabraut á Blönduósi. Það er íslenska hýsingarfyrirtækið Borealis Data Center sem ráðgerir að reisa tvö hús á lóðinni á þessu ári en áætlað er að fleiri hús verði byggð á lóðunum á næstu árum.
Meira

Kuldi í kortunum

Nú fer í hönd sú helgi sem oft er talað um sem fyrstu ferðahelgi sumarsins. Þrátt fyrir að með breyttum tímum séu flestar helgar orðnar miklar ferðahelgar eru óneitanlega fleiri sem hugsa sér til hreyfings þær helgar sem eru lengri en gengur og gerist. Þá er ekki úr vegi að minna fólk á að fara varlega í umferðinni og að best er heilum vagni heim að aka.
Meira

Húnavatnshreppur ræður Verus til ráðgjafar

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. maí sl. að ráða ráðgjafarfyrirtækið Verus til að veita ráðgjöf vegna framtíðaruppbyggingar á Þrístöpum sem ferðamannastað. Er það gert með fyrirvara um fjármögnun verkefnisins.
Meira

Hvar er hægt að greiða utankjörfundaratkvæði og kynna sér kjörskrá?

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí nk. er nú hafin fyrir nokkru og hægt er að greiða atkvæði á skrifstofum og útibúum sýslumanna á afgreiðslutíma á hverjum stað.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra

Fimmtudagana 17. maí og 24. maí 2018 verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofunni á Blönduósi og sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki vegna atkvæðagreiðslu utankjörfundar til sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 26. maí 2018.
Meira

Stjórnarkjör hjá Markaðsstofu Norðurlands

Á aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands sem haldinn var á Hótel Kea þann 3. maí sl. voru stjórnarkjör á dagskrá. Kosið var um stöður tveggja aðalamanna, annars vegar af Norðurlandi vestra og hins vegar af Norðurlandi eystra en stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára.
Meira

Blóðbankabíllinn á ferð

Nú er Blóðbankabíllinn á ferð um Norðurland í þeim tilgangi að safna blóði og mun hann hafa viðdvöl bæði á Sauðárkróki og á Blönduósi. Ávallt skortir blóð fyrir sjúklinga og slasaða og á Facebooksíðu Blóðbankans kemur fram að skortur er á blóði í öllum blóðflokkum. Því er mikilvægt að sem flestir gefi blóð. Blóðbankinn, sem þarf 70 blóðgjafa á dag, vonast til að sjá sem flesta og eru allir velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar.
Meira