Ásdís Brynja Jónsdóttir valin íþróttamaður USAH

Íþróttamaður USAH, Ásdís Brynja Jónsdóttir. Mynd: Facebooksíða Hestamannafélagsins  Neista.
Íþróttamaður USAH, Ásdís Brynja Jónsdóttir. Mynd: Facebooksíða Hestamannafélagsins Neista.
Ársþing 

Ungmennasambands Austur Húnvetninga var haldið í gær á Húnavöllum. Á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga, utan eins, auk gesta frá UMFÍ. Í máli Rúnars A. Péturssonar, formanns USAH, kom fram að starfsemi síðasta árs var blómleg, fjölmargt var gert og mörg afrek unnin hjá félögum í USAH. Rekstur sambandsins gekk vel og má aðallega þakka það auknum tekjum af Lottói.

 

 

Hvatningarverðlaun USAH voru afhent á þinginu en  þau hlaut Sigrún Líndal hjá Fram á Skagaströnd fyrir óeigingjarnt starf sitt fyrir sambandið og margar nýjungar sem hún hefur bryddað upp á í starfi sínu á Skagaströnd. Einnig var tilkynnt um val á íþróttamanni ársins hjá USAH og fyrir valinu varð Ásdís Brynja Jónsdóttir hjá Hestamannafélaginu Neista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir