Barnamót USAH á Skagaströnd

Veðrið lék við þátttakendur. Mynd: Róbert Daníel Jónsson
Veðrið lék við þátttakendur. Mynd: Róbert Daníel Jónsson

Barnamót USAH fór fram á Skagaströnd í gær. Veðrið lék við þátttakendur og áhorfendur en 42 börn tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Barnamót USAH er árlegt mót ætlað börnum tíu ára og yngri.

Keppt var í fjórum keppnisgreinum, 60m hlaupi, 600m hlaupi, boltakasti og langstökki. Mikið fjör var hjá þáttakendum á meðan á keppni stóð en þau voru dugleg að hvetja hvort annað áfram. 

Að loknu móti voru grillaðar pylsur og viðurkenningarskjöl og verðlaunapeningar afhent öllum þátttakendum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir