Blóðbankabíllinn á ferð

Blóðbankabíllinn. Mynd: FE
Blóðbankabíllinn. Mynd: FE

Nú er Blóðbankabíllinn á ferð um Norðurland í þeim tilgangi að safna blóði og mun hann hafa viðdvöl bæði á Sauðárkróki og á Blönduósi. Ávallt skortir blóð fyrir sjúklinga og slasaða og á Facebooksíðu Blóðbankans kemur fram að skortur er á blóði í öllum blóðflokkum. Því er mikilvægt að sem flestir gefi blóð. Blóðbankinn, sem þarf 70 blóðgjafa á dag, vonast til að sjá sem flesta og eru allir velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar.

Bíllinn verður við Skagfirðingabúð á Sauðárkróki á morgun, miðvikudag, milli klukkan 12 og 17 og á fimmtudagsmorgun frá 9-11:30. 
Á planinu við N1 á Blönduósi á fimmtudag frá klukkan 14-17.

Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Gott heilsufar er því forsenda blóðgjafar og mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda varðandi blóðgjafir. Nánari upplýsingar má finna á vef Blóðbankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir