Boðið í jólaskóg

Mynd: Huni.is
Mynd: Huni.is

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga býður Húnvetningum og öðrum landsmönnum að koma í „jólaskóginn“ á Gunnfríðarstöðum um helgina. Þar verður hægt að fella sitt eigið jólatré laugardaginn 16. desember og sunnudaginn 17. desember milli kl. 11 – 15. Verð á jólatrjám er 5.000 krónur og eru ýmsar tegundir í boði. Hafa skal samband við Pál Ingþór Kristinsson í síma 865 3959. 

Í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga segir að reynt verði að hella upp á ekta skógarkaffi við varðeldinn en „Gunnukakóið“ verði áfram í boði.

Með því að kaupa lifandi jólatré í heimabyggð sparast kolefnisspor en það er sá mælikvarði sem notaður er til þess sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingarnar. Vísar mælikvarðinn til þess magns gróðurhúsalofttegunda sem við losum beint eða óbeint í okkar daglega lífi, t.d. vegna samgangna, neyslu matar og drykkjar, áhugamála, ferðalaga o.s.frv. Með því að kaupa lifandi jólatré sem næst heimili sparast m.a. flutningskostnaður og stutt er við skógrækt í heimahéraði auk þess sem stuðlað er að bindingu koltvísýrings. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir