Héraðsbókasafn A-Húnvetninga með aðgang að Rafbókasafninu

Skjámynd af forsíðu Rafbókasafnsins
Skjámynd af forsíðu Rafbókasafnsins

Á Facebooksíðu Héraðsbókasafns A-Húnvetninga segir frá því að bókasafnið sé nú komið með aðgang að Rafbókasafninu en það var opnað 30. janúar á þessu ári. Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Hingað til hefur aðgangur að safninu verið takmarkaður við lánþega stærstu almenningsbókasafnana en nú er það opið öllum lánþegum almenningsbókasafna á Íslandi.

Á Rafbókasafninu er hægt að nálgast raf- og hljóðbækur á vegum OverDrive, sem er bandarískt fyrirtæki. Meginhluti efnisins er á ensku, en stefnt er að því að fá meira íslenskt efni inn sem fyrst.

Rafbækurnar má ýmist lesa á vef Rafbókasafnsins eða á snjalltækjum í gegnum t.d. Overdrive-appið. Skilyrði fyrir notkun er gilt lánskort hjá bókasafninu.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Rafbókasafnsins eða á safninu en stefnt er á að halda örnámskeið um notkun safnsins fljótlega eftir áramótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir