Lawrence mun leika Agnesi

Jennifer Lawrence. MYND AF NETINU
Jennifer Lawrence. MYND AF NETINU

Fyrir rúmum fjórum árum birti Feykir frétt þess efnis að kvikmyndaréttur bókarinnar Burial Rites eftir Hönnu Kent, þar sem sögð er sagan af Húnvetningunum Agnesi og Friðriki, hefði verið seldur og líkur væru á að stórleikkonan Jennifer Lawrence færi með aðalhlutverkið. Hlutirnir gerast oft löturhægt í kvikmyndaheimum en það hefur nú verið staðfest, fjórum árum síðar, að Jennifer Lawrence, sem nú er enn stærri stjarna en fyrir fjórum árum, fari með hlutverk Agnesar og að Luca Guadagnino, sem gerði eina bestu mynd þessa árs, Call Me By Your Name, ætli að leikstýra myndinni.

Þar sem myndin, sem framleidd verður af TriStar Pictures, er enn á undirbúningsstigi þá er ekki búið að ákveða frumsýningardag og kannski ekki ólíklegt að aðdáendur Burial Rites verði að bíða nokkur ár til viðbótar eftir að sjá Jennifer Lawrence í hlutverki Agnesar á hvíta tjaldinu.

Ef einhverjir átta sig ekki á frægðarsól Jennifer Lawrence þá hefur hún farið með aðalhlutverkin í The Hunger Games myndunum vinsælu, hún leikur Raven í X-Men myndunum og þá hefur hún farið með aðalhlutverkin í gæðaræmunum Silver Lining Playbook og American Hustle auk fjölda annarra mynda.

Fréttin gamla af Feyki.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir