Listasmiðja á Húnavöku

Mynd af Facebooksíðu Þekkingarsetursins.
Mynd af Facebooksíðu Þekkingarsetursins.

Í tilefni af Húnavöku mun Þekkingarsetrið á Blönduósi bjóða upp á listasmiðju - þrykknámskeið í Kvennaskólanum, föstudaginn 20. júlí frá kl. 16:00 - 18:00.

Listasmiðjan er fyrir börn fædd árin 2004-2008. Elsa Arnardóttir forstöðumaður Þekkingarsetursins og listkennari hefur umsjón með námskeiðinu.

Ath! Takmarkaður fjöldi - skráning er skilyrði. Skráning fer fram á netfanginu tsb@tsb.is fyrir fimmtudaginn 19. júlí. Frítt inn, en þátttakendur þurfa að koma með efni sem hægt er vinna með og lita. Stuttermabolur er tilvalinn kostur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir