Mikil eftirspurn eftir vinnuaðstöðu og kennslu fyrir textílnemendur

Kvennaskólinn á Blönduósi hýsir Textílsetur Íslands og Þekkingarsetrið á Blönduósi. Mynd:FE
Kvennaskólinn á Blönduósi hýsir Textílsetur Íslands og Þekkingarsetrið á Blönduósi. Mynd:FE

Á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi kemur fram að mikil eftirspurn er eftir kennslu og vinnuaðstöðu fyrir textílnemendur í Kvennaskólanum á Blönduósi en eitt af áhersluverkefnum Þekkingarsetursins og Textílsetursins síðustu árin hefur verið uppbygging náms á sviði textíl, fræðslumiðlun og efling samstarfs við innlenda og erlenda skóla. 

Nemendur Listaháskóla Íslands hafa komið í starfsnám undanfarin ár og dvalið í Kvennaskólanum með kennurum sínum. Þar hafa þeir fengið kennslu í prjóni, spuna og vefnaði frá textílsérfræðingum í Kvennaskólanum, þeim Ragnheiði Björk Þórsdóttur og Jóhönnu E. Pálmadóttur. Nemendur frá Håndarbejdes Fremmes UCC í Kaupmannahöfn hafa einnig dvalið hér á hverju ári og auk þess hefur Jóhanna verið gestakennari í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og í grunnskólum á svæðinu.  

Framundar eru heimsóknir frá ýmsum hönnunarskólum í Evrópu. Þar má nefna nemendur frá Saint Martins í London sem koma á vegum Listaháskóla Íslands og munu vinna úr fiskiskinni frá Gestastofu Sútarans undir leiðsögn sérfræðinga á þessu sviði og nýta sér aðstöðu Kvennaskólans. Nemendur frá Concordia háskóla í Montreal í Kanada eru svo væntanlegir í júní og munu dvelja dvelja í listamiðstöðinni og fá kennslu hjá Jóhönnu og Ragnheiði á þeirra sérsviðum. Nú þegar hafa borist fyrirspurnir frá nýjum skólum erlendis frá og er ánægjulegt að sjá hvernig samstarf við skóla er að þróast, segir á heimasíðu Þekkingarsetursins

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir