Samkeppni um fullveldispeysu

Hanna skal peysu með þemanu 100 ára fullveldi Íslands Mynd: Fullveldi1918.is
Hanna skal peysu með þemanu 100 ára fullveldi Íslands Mynd: Fullveldi1918.is

Textílsetur Íslands efnir til hönnunarsamkeppni þar sem hanna skal peysu með þemanu 100 ára fullveldi Íslands í tilefni þess að á þessu ári er öld liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Samkeppnin er haldin í tengslum við Prjónagleði 2018 sem verður á Blönduósi dagana 8.-10. júní í sumar.

Markmiðið með samkeppninni er að draga fram samlíkingu milli fortíðar og nútíðar í sögu lands og þjóðar með tilvísun til fullveldis Íslands. Samkeppnin er opin öllum en skila þarf myndum af fullbúnu verki fyrir 10. maí 2018 á netfangið samkeppni.textilsetur@simnet.is   

Dómnefnd fer yfir allar innsendingar og verða sigurstranglegustu peysurnar kallaðar inn og hafðar til sýnis á Prjónagleðinni 2018. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og horft til frumlegustu og bestu útfærslunnar. Afmælisnefnd fullveldis Íslands, Ístex og Prjónagleðin leggja til verðlaunin.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Prjónagleðinnar,  www.prjonagledi.is eða í síma 452 4300 og á síðunni Fullveldi Íslands 1918-2018, www.fullveldi1918.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir