A-Húnavatnssýsla

easyJet byrjað að selja flugferðir út febrúar til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í gær flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024 til febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.
Meira

Vonskuveður og ófærð á Norðurlandi vestra

Það verður áfram vont óveður í dag og víða á Norðurlandi vestra eru vegir ófærir eða akstursskilyrði erfið. Bæði Vatnsskarð og Þverárfjall eru lokuð sem og Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði og þá er ófært fyrir Vatnsnesið og Siglufjarðarvegur er ófær frá Hofsósi en þar er stórhríð. Reikna má með vonskuveðri í allan dag, snjókomu og hvassviðri, og því skynsamlegt að bíða af sér veðrið þurfi það að skjótast milli sýslna.
Meira

Enn er möguleiki að sjá Fegrunarmörk í Hillebrandtshúsi

Um síðustu helgi var opnuð sýningin Fegrunarmörk í Hillebrandtshúsi á Blönduósi. Á sýningunni eru verk frá listafólki af svæðinu sem deila sýn sinni á mannlega fegurð. Yfir 40 manns mættu á opnunardaginn, nutu léttra veitinga og tóku þátt í að skapa lifandi myndverk á staðnum, afrakstur þess má sjá á sýningunni!
Meira

FermingarFeykir kominn út

FermingarFeykir kom út í gær og er nú á leið inn um bréfalúgur áskrifenda. Venju samkvæmt er FF stútfullur af alls konar efni tengdu fermingum og spjallað er við bæði verðandi og fyrrverandi fermingarbörn. Þá má finna í blaðinu lista yfir fermingarbörn á Norðurlandi vestra og hina ómissandi verðlaunakrossgátu sem Palli Friðriks útbjó af alkunnri snilld.
Meira

Nemendur Húnaskóla fóru í vettvangsferð í Blöndustöð

Þann 11. mars sl. fóru nemendur níunda og tíunda bekkjar ásamt náttúrufræði kennurum sínum í vettvangsferð upp í Blöndustöð í blíðskaparveðri. Í frétt á heimasíðu Húnaskóla á Blönduósi segir að markmið ferðarinnar hafi verið að tengja námsefni um rafmagn og segulmagn, sem nemendur hafa verið að vinna í, við nánasta umhverfi og gefa þeim kost á að sjá með eigin augum hvernig rafmagn er framleitt.
Meira

Skagfirsk sveifla á Frjálsíþróttaþingi um síðastliðna helgi

Frjálsíþróttamenn héldu sitt 64. þing í Skagafirði um helgina sem leið. Um var talað hve heimamenn í UMSS tóku vel á móti þingfulltrúum allsstaðar að af landinu í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Þingið var sérlega starfssamt en fyrir því lágu 29 tillögur um hin ýmsu málefni frjálsíþrótta. Þar á meðal voru margar tengdar hlaupum og eflingu hlaupa, þar sem FRí fer með æðsta vald og ábyrgð.
Meira

Syngjandi sveifla í Hörpu

Þann 6. apríl næskomandi verður „Syngjandi sveifla“ í Eldborgarsal Hörpu þegar landslið tónlistarmanna stígur á svið til heiðurs Geirmundi Valtýssyni og syngur brot af því besta sem sveiflukóngur Skagafjarðar hefur samið.
Meira

Það er hvellur í kortunum

Það er gul veðurviðvörun í gangi í spám Veðurstofunnar fyrir Norðurland vestra og er í gildi til hádegis á morgun, föstudag. Reikna má með norðaustanátt á Ströndum og Norðurlandi vestra upp á 15-23 m/s með slyddu eða rigningu, hvassast á annesjum. Hitinn verður á bilinu 0 til 5 stig en ólnar og fer að snjóa síðdegis.
Meira

Mislitir sokkar til að fagna fjölbreytileikanum

Í dag er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2011 að 21. mars ár hvert skuli vera Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en eitt barn af hverjum sjö hundruð sem fæðast í heiminum er með Downs-heilkenni.
Meira

Frábær mæting á 106. ársþing USAH

Síðastliðinn laugardag fór fram 106. ársþing USAG í Húnaskóla á Blönduósi. Alls mættu 35 fulltrúar af 36 á þingið en Viðar Sigurjónsson ÍSÍ og Gunnar Þór Gestsson UMFÍ voru gestir þingsins. Í tilkynningu á Facebook-síðu USAH segir að átta tillögur voru lagðar fyrir þingið en nokkur umræða spannst í kringum þær en að lokum var komist að niðurstöðu sem allir voru sáttir við.
Meira