A-Húnavatnssýsla

Dreifing á Feyki og Sjónhorni tefst um sólarhring

Það er ekki bara vorið sem lætur bíða eftir sér. Að öllu jöfnu hefðu Feykir og Sjónhorn verið á leiðinni í hús þennan ágæta miðvikudagsmorgunn en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá tefst dreifing um sólarhring. Beðist er velvirðingar á þessu og vonandi endurtekur þetta sig ekki – enda afar óheppilegt í alla staði.
Meira

Sigurður Örn til PLAY

Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, frá Geitaskarði í Langadal, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Fram kemur í fréttatilkynningu á netsíðu PLAY að um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Siggi mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins.
Meira

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

Kosning biskups Íslands fór fram dagana 11.- 16. apríl og kosningu lauk á hádegi í dag, 16. apríl og niðurstaða kosninganna liggur fyrir þrjú voru í kjöri og féllu atkvæði þannig:
Meira

Háskólinn á Hólum hlýtur viðurkenningu fyrir framsækið og metnaðarfullt háskólastarf

Háskólinn á Hólum hlaut á dögunum Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Meira

Synjun Skagabyggðar um efnistöku í sveitarfélaginu stendur

Kröfu Vegagerðarinnar um að snúa við synjun Skagabyggðar um efnistöku í sveitarfélaginu var hafnað af Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nú í byrjun apríl. Málavextir voru þeir að í október 2023 óskaði Vegagerðin eftir heimild Skagabyggðar til efnistöku á unnu efni í námu norðan Hvammkotsbruna sem nýtt yrði í sjóvarnir við Réttarholt á Skaga­strönd. Heildarmagn grjóts og sprengds kjarna í verkið var áætlað allt að 1.500 rúmmetrar. Þrátt fyrir synjun Skagabyggðar um efnistöku í sveitarfélaginu hefur Vegagerðin nú þegar hafið flutninga á efni úr námunum.
Meira

Ólíkir tónlistarheimar mætast á ferðalagi um landið

Marína Ósk kemur úr heimi djass og Ragnar Ólafsson úr rokki. Þau leggja nú saman af stað í tónleikaferðalag saman um allt land 16.-28. apríl. Þau kynntust í Húsi máls og menningar, þar sem þau spila flest kvöld vikunnar fyrir fullu húsi. Semja nú saman söngvaskáldatónlist og gáfu meðal annars út lagið Er kólna fer ekki alls fyrir löngu. Þau heimsækja Gránu á Sauðárkróki á morgun – miðvikudaginn 17.apríl og hefjast tónleikarnir kl.20.30.
Meira

Öldungamót Smára

Nú er lag fyrir gamlar frálsíþróttakempur og aðra áhugasama að skrá sig á öldungamót Smára sem fram fer í íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 20.apríl nk.
Meira

1500 FRÆ

Meðmæli eru frækorn. Við erum að sá og fjárfesta til framtíðar. Við munum enn fremur uppskera eins og við sáum. Ef við sáum þeirri hegðun að frambjóðendur verði að vera þekkt andlit, með reynslu úr pólitík eða opinberri þjónustu – þá uppskerum við eftir því. Umsóknarkröfum ætti þá að breyta til samræmis hið snarasta sem og heiti starfsins. Embætti fyrir útvalda. Embætti fyrir fræga. Embætti fyrir völd og pólitík.
Meira

Séra Sigríður skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi frá og með deginum í dag, 15. apríl 2024. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ en hún lét af störfum þann 1. desember síðastliðinn.
Meira

List á ferð / Art travels

Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari. Þannig höfum við betri stuðningskerfi almennt sem leiðir til betri heilsufars.
Meira