A-Húnavatnssýsla

Frábært veður fyrir Tækjamótið sl. helgi

Hið árlega Tækjamót Slysavarnarfélags Landsbjargar var haldið á laugardaginn í Skagafirði og nágrenni af sveitum á svæði 9 og 10 sem eru björgunarsveitirnar í Húnavatnssýslu og í Skagafirði. Um 260 manns voru skráðir á mótið og gríðarmagn af tækjum fylgdi þeim. Veðrið var frábært og ekki skemmdi fyrir að vel bætti í snjóinn á föstudeginum.
Meira

Sautján verkefni frá Norðurlandi vestra fengu styrk úr húsafriðunarsjóði

Alls bárust 241 umsókn um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2024. Veittir voru styrkir til 176 verkefna. Úthlutað var 297.600.000 kr., en sótt var um ríflega 1,3 milljarð króna. Sautján verkefni frá Norðurlandi vestra fengu styrk og var heildarupphæðin 27.2 millj. kr. hæsti styrkurinn fór til Skagafjarðar en það var Silfrastaðakirkja (fjórar millj.) sem hefur verið í uppgerð á Sauðárkróki síðan í október 2021. Næst hæsti styrkurinn var 3 m.kr., Sýslumannshúsið við Aðalgötuna á Blönduósi og verkefnin Torfhús í Húnavatnssýslum og Fornverkaskólinn: viðhald handverkshefða fengu bæði 2,5 m.kr.
Meira

Íslenskur matur

Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda matvæla, neytenda, stjórnvalda og ekki síður verslunarinnar og innflutningsaðila, að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna þeirra, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif.
Meira

Gul viðvörun frá hádegi í dag til kl. 12 á morgun

Gul veðurviðvörun tekur gildi kl.12.00 á hádegi í dag og gildir til kl. 12.00 á hádegi á morgun, mánudaginn 18. mars. Á veður.is segir að þetta skelli á með norðaustan 13-18 m/s og snjókomu. Búast má við skafrenning með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir í flugsamgöngum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og veðri á vefjum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar.
Meira

,,Byrjaði að prjóna þegar vinkona mín var ófrísk af sínu fyrsta barni,,

Berglind Ösp býr á Sauðárkróki ásamt maka sínum, Fannari Loga Kolbeinssyni og syni þeirra, Erni Inga. Berglind hefur verið að prjóna í nokkur ár.
Meira

Ingólfur Arnarson sestur í helgan stein

Á vef fisk.is segir að Ingólfur Arnarson bátsmaður á Arnari HU1 hefur lagt pollabuxurnar á hilluna eftir áratuga starf á sjónum. Ingólfur byrjaði á sjó á Drangey SK1 árið 1986 þaðan fór hann yfir á Hegranesið og svo á Skagfirðing. Lengst af gegndi Ingólfur starfi bátsmanns á Málmey SK1 en eftir að henni var breytt í ísfisk árið 2014 hóf hann störf á Arnari HU1.
Meira

Styttist í að FoodSmart Nordic haldi á fjárfestihátíð Norðanáttar

Nú fer að styttast í fjárfestahátíð Norðanáttar sem haldin verður á Siglufirði þann 20. mars nk. Þar munu stíga á stokk átt fyrirtæki en eitt af þeim er fyrirtækið FoodSmart Nordic sem framleiðir hágæða vatnsrofið prótein úr sjávarfangi, m.a. kollagen og sæbjúgnaduft. Hráefnin sem þau nota koma úr nærumhverfinu sem styður við gæði, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið og er það staðsett á Blönduósi og verður gaman að sjá hvernig þeim á eftir að ganga. 
Meira

Stórleikur í Síkinu seinnipartinn í dag - skyldumæting!

Í dag kl. 18:00 fer fram mjög mikilvægur leikur í Síkinu þegar Stólastúlkur mæta Hamar/Þór Þorlákshöfn. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í vetur og eru nú í toppbaráttunni í 1. deildinni og þurfa þær á öllum þeim stuðningi sem hugsast getur fyrir þennan leik. það er því skyldumæting í Síkið fyrir alla þá Tindastóls aðdáendur sem geta klappað og örkrað á stelpurnar þeim til stuðnings. 
Meira

Húnaþing vestra undirritar samkomulag um aukna uppbyggingu íbúðarhúsnæðis

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, hafi undirritað, þann 14. mars sl., samkomulag um að auka framboð á íbúðarhúsnæði í sveitarfélag Húnaþings vestra á tímabilinu 2024-2029 og fjármagna uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum og félagslegu húsnæði.
Meira

Stella í orlofi í Höfðaborg

Unglingastig Grunnskólans austan Vatna setur á sviðið í Höfðaborg Stellu í orlofi föstudaginn 15.mars kl.18:00.
Meira