A-Húnavatnssýsla

,,Færið eins og að skíða í sykri"

Guðrún Hildur Magnúsdóttir er 45 ára, frá sveitabænum Stað á Ströndum. Hennar maður, stoð og stytta, er Magnús Thorlacius og eiga þau saman einn strák, Víking Tý. Guðrún vinnur á Bílaverkstæði KS sem lager- og þjónustustjóri. Þegar Feykir hafði samband við Guðrúnu var hún að lenda frá Svíþjóð eftir að hafa farið þangað til að taka þátt í lengstu gönguskíðakeppni í heimi.
Meira

„Í hæsta máta óeðlileg vinnubrögð“

Kröfur fjármálaráðuneytisins um eignarhald á eyjum og skerjum, sem byggðar eru á vinnu óbyggðanefndar, hafa komið mörgum spánskt fyrir sjónir og hafa síður en svo slegið í gegn. Hér á Norðurlandi vestra slær óbyggðanefnd til að mynda eign ríkisins á 105 eyjar, hólma, björg og sker og þar á meðal Drangey, Þórðarhöfða og Hrútey í Blöndu svo eitthvað sé talið til. Það fellur síðan í hlut réttmætra eigenda að sanna eignarhald sitt.
Meira

„Þetta getur enginn gert nema þjóðkirkjan“ - Elínborg Sturludóttir skrifar

...Þjóðkirkjan er stór og sterk stofnun. Ég fullyrði að engin hreyfing í landinu býr að eins stórum og virkum hópi fólks í sínum röðum nema ef vera skyldi björgunarsveitirnar, sem við eigum svo margt að þakka. Því þarf að hlúa að söfnuðunum sjálfum, sem eru grunneining þjóðkirkjunnar, í sveit og í borg. Biskup á að fara fyrir því að efla söfnuðina, styðja þá og styrkja með öllum ráðum...
Meira

Sveitarstjórn vill kanna áhuga íbúa á samvinnu við merkjalýsingu

Sveitarstjórn Skagabyggðar vill kanna áhuga íbúa á að sameinast um átak í merkjalýsingu (hnitsetningu) lögbýla sinna með aðkomu sveitarfélagsins að verkinu. Sveitarstjórn telur að með því að íbúar sameinist í þessu verkefni með aðkomu sveitarfélagsins sé hægt að gera merkjalýsingar mun hagkvæmar fyrir íbúa.
Meira

Jón Oddur stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins

Fjórða mótið í Kaffi Króks mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar fór fram í gærkvöldi. Alls voru það 16 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni og var keppt í tveimur deildum. Fyrstu deildina sigraði Jón Oddur Hjálmtýsson en í öðru sæti varð Arnar Már Elíasson.
Meira

Veisluís í páskabúningi með makkarónubotni og karamellusósu að hætti GRGS

Veisluísinn er kominn aftur í verslanir! Hafðu páskadesertinn einfaldan og bragðgóðan – Páskarnir eru til að njóta, þetta þarf ekki að vera flókið.
Meira

Biopol gerir tilraunir til að nýta grásleppuna betur

Hjá Biopol á Skagaströnd hafa verið gerðar tilraunir til að nýta kjöthluta grásleppunnar til framleiðslu á matvöru og verða afurðirnar kynntar á sjávarútvegssýningu í Barcelona í næsta mánuði. Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol, segir í umfjöllun Fiskifrétta Viðskiptablaðsins, að gerðar hafi verið tilraunir með kald- og heitreykingu grásleppuflaka og þurrkun á grásleppuhveljum með það fyrir augum að bjóða hana sem valkost í gæludýrafóður.
Meira

Nýtt þrekhjól tekið til kostanna á HSB eftir góðan styrk

Húnahornið segir af því að stjórnarfundur var haldinn þann 21. mars hjá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Eftir fundinn mætti stjórn Styrktarsjóðs A-Hún, þau Valgarður Hilmarsson formaður, Erla Ísafold Sigurðardóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir, og færðu samtökunum rausnarlega gjöf, kr: 500.000, upp í kaup á þrekhjóli fyrir skjólstæðinga 3. og 4. hæðar spítalans.
Meira

Að gefnu tilefni – tekið undir réttmæta ádeilu

Sá ágæti maður Steinar Skarphéðinsson fer nokkrum vel völdum orðum um hækkun fasteignagjalda á Sauðárkróki í aðsendri grein í 8. tbl. Feykis nú nýverið. Ég vil í öllu taka undir málflutning hans, því nýlegar hækkanir fasteignagjalda á Skagaströnd eru að mínu mati hreint og beint óásættanlegar sem slíkar.
Meira

Fjórir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir harðan árekstur

Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Enniskot í Húnaþingi vestra sem er um 20 km suðvestur af Blönduósi. Tilkynnt var um slysið skömmu fyrir kl. 17. Um var að ræða harðan árekstur tveggja bifreiða sem ekið var úr gagnstæðum áttum eins og segir í tilkynningu á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook.
Meira