Greinar

Hver er munurinn á safni, setri og sýningu og fyrir hvað stendur Byggðasafn Skagfirðinga?

Í ljósi frétta um sýndarveruleikasafn, -setur eða -sýningu á Sauðárkróki, eftir því hvaða fjölmiðill hefur fjallað um þann veruleika, er ekki úr vegi að útskýra hver munurinn á þessu þrennu er. Sömuleiðis langar mig til að benda á hvaða áhrif uppsetning og rekstur sýndarveruleikasafns, -seturs eða -sýningu á Aðalgötu 21 a-b mun hafa á Byggðasafn Skagfirðinga. Ef Byggðasafnið missir húsnæðið sem það átti að fara inn í, af því að búið er að selja Minjahúsið þar sem safnið hefur haft safngeymslu, rannsóknaraðstöðu, skrifstofur og sýningar, mun það þrengja mjög að starfsemi þess. Í framhaldi er mér ljúft og skylt að útskýra fyrir hvað Byggðasafn Skagfirðinga stendur.
Meira

Að þora að taka skrefið

Áskorandi María Eymundsdóttir Sauðárkróki og Huldulandi Eitt af hlutverkum manneskjunnar er að finna sinn stað í lífinu þar sem henni líður sem best. Snýr það að búsetu og ekki síður hvernig manneskja maður vill ver(ð)a og hvað á að gera. Það er ekki eitthvað verkefni sem klárast á einu kvöldi eða degi heldur lýtur stöðugum breytingum eftir, auknum, þroska einstaklinga og þeim áskorunum sem tekist er á við. Þá er gott að reyna reglulega á sig og stíga út fyrir þægindarammann.
Meira

Í tilefni 98. ársþings UMSS sem haldið var 10. mars síðastliðin

Ágætu Skagfirðingar! Markmið ungmennasambandins er að stuðla að auknu samstarfi aðildarfélaga, vinna að öðrum sameinginlegum hagsmunamálum þeirra og vera málsvari þeirra og tengiliður við UMFÍ og ÍSÍ. Sterk staða og traust til sambandsins skiptir því miklu fyrir allt íþróttalífið í firðinum. Ungmennasamband Skagafjarðar er elsta starfandi ungmennsamband landsins. Hlutverk þess hefur legið svolítið á milli hluta undanfarin ár en síðastlið ár leyfi ég mér að fullyrða að spítt hefur verið allveruleg í.
Meira

Söguhéraðið Skagafjörður

Stuttu eftir að ég flutti til Sauðárkróks skrifaði faðir minn bréf til ömmu, í bréfinu stóð; Sigrúnu finnst svo leiðinlegt í sögu, henni finnst hún alls ekkert þurfa að búa yfir þekkingu á því sem búið er og hvað þá mönnum sem eru löngu dauðir. Þetta hefur þó breyst. Kannski var það flutningurinn í Skagafjörðinn sem einmitt breytti þessu áhuga mínum, söguhéraðið Skagafjörður. En hvað er það sem gerir Skagafjörð svo eftirtektaverðan, það er hversu rík sagan er í öllu okkar umhverfi, hér er faglegt lifandi safnastarf og m.a. eigum elsta starfandi Héraðsskjalasafn á landinu.
Meira

Svo kemur febrúar

Áskorandapenninn – Þóra Margrét Lúthersdóttir Forsæludal
Meira

Ekki stætt á öðru en styðja ÍA

Þingmaðurinn - Guðjón S. Brjánsson Guðjón S. Brjánsson er 6. þingmaður Norðvesturkjördæmis og situr fyrir Samfylkinguna. Hann býr á Akranesi, kvæntur Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið og sjónfræðingi, og eiga þau tvo uppkomna syni og fimm barnabörn. Guðjón er með félagsráðgjafapróf frá Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og masterspróf í lýðheilsufræðum frá Svíþjóð (MPH). Áður en Guðjón settist á þing 2016 starfaði hann sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Meira

Theodórsstofa á Sögusetri íslenska hestsins

Kristinn Hugason skrifar um hesta og menn.
Meira

Fjölskyldan er helsta áhugamálið -

Þingmaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Meira

Þingmenn halda á eigin fjölmiðli

Þingmaðurinn Haraldur Benediktsson Haraldur Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi er búfræðingur og bóndi á Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit. Hann er kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur og eiga þau þrjú börn. Ásamt því að starfa við búskap gegndi Haraldur formennsku í Bændasamtökunum Ísland í níu ár áður en þingmennskan kallaði. Haraldur segir að áhugi hans á pólitík hafi kviknað árið 1978 við alþingiskosningar sem þá fóru fram en árið 2013 settist hann fyrst á þing. Haraldur er þingmaður Feykis að þessu sinni.
Meira

Áhugamaður um forvarnir áfengis og vímuefnaneyslu

Sigurður Páll Jónsson kemur nýr inn í þingmannalið Norðvesturkjördæmis en hann sat sem varamaður á Alþingi haustið 2013. Sigurður Páll býr í Stykkishólmi, kvæntur Hafdísi Björgvinsdóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Sigurður er menntaður rafvirki og með skipstjórnar og vélstjórapróf á báta að 30 tonnum og hefur starf hans verið sjómennska undanfarin ár auk þess að vera varaþingmaður og bæjarfulltrúi í Stykkishólmi síðan árið 2014. Sigurður Páll er þingmaður vikunnar á Feyki.
Meira