Greinar

Sókn í byggðamálum

Meira

Tíminn sem aldrei týnist

Áskorandi Helga Sigurðardóttir
Meira

Nokkur orð um nærgætni og heilindi Þórarins Tyrfingssonar

Á lífsferli mínum hef ég kynnst mörgum sem hafa verið í meðferð hjá SÁÁ. Sumir þeirra hafa greint mér frá því hvernig fyrrverandi yfirlæknir samtakanna, Þórarinn Tyrfingsson, hefur talað niður til meðferðarþega sinna - þeirra og annarra - með hroka og gikkshætti sem varla getur talist sæmandi manni í þeirri stöðu sem hann gegndi.
Meira

RÉTTINDI

Forréttindi, sérréttindi, kvenréttindi, mannréttindi, jafnrétti, umgengisréttur. Allt eru þetta íslensk orð, sem ætla mætti að nútíminn hefði í heiðri og lifði eftir í siðuðu samfélagi. Breyttir tímar hafa skerpt merkingu þeirra og breytt þjóðfélagsgerð fengið þeim annan farveg til eftirbreytni. Þó siðalögmál, kurteisi og tillitsemi, séu á öllum tímum grunnurinn að jafnræði og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
Meira

Friðriki svarað

Það var athyglisvert viðtal við Friðrik G. Halldórsson, talsmann dragnótaveiðimanna í Feyki þann 22. nóvember 2017. Friðrik er búsettur á Seltjarnarnesi í kjördæmi sjávarútvegsdrottningarinnar. Fer hann frjálslega með sannleikann í tilsvörum og lætur vaða á súðum því hann er einn á miðunum með blaðamanninum og tilgangurinn helgar meðalið. Dragnótaveiðar hafa verið stundaðar hér á Skagafirði með hléum síðast liðin hundrað ár og hafa ætíð endað á sama veg, með ördeyðu og lokun fyrir dragnótaveiðum. Það hefur ætíð þurft mörg ár til að jafna sig aftur.
Meira

Skagafjörður er vannýtt gullkista

Feykir fjallaði í 42. tbl. um óánægju smábátasjómanna í Skagafirði vegna banns dragnótaveiða sem féll úr gildi þann 1. nóvember sl. Þar kom fram að smábátasjómenn óttist um afkomu sína verði bannið ekki sett á aftur og byggðaráð Svf. Skagafjarðar tók málið fyrir og styður áframhaldandi bann. Feykir hafði samband við Friðrik G. Halldórsson, talsmann dragnótamanna, og innti hann eftir hans hlið á dragnótaveiðum í Skagafirði.
Meira

Stofnanavætt óargadýr

Eitt sinn hlýddi ég á tal tveggja lífsreyndra manna sem nú eru báðir fallnir frá. Annar var bifvélavirki, en hinn lögfræðingur. Þetta voru rosknir menn, mestu sómakarlar og í vínhneigðara lagi. Þeir höfðu báðir gengið í AA-samtökin og töluðu mjög hlýlega um þann félagsskap, en um SÁÁ töluðu þeir ekki hlýlega og voru hjartanlega sammála um að SÁÁ væru búin að eyðileggja AA-samtökin. Svo einkennilegt sem það var, lagði ég ekki nógu vel við hlustir eða hjó eftir því í hverju sú eyðilegging ætti að vera fólgin og með hvaða hætti hún hefði átt sér stað, en ætla nú að gera vanburðuga tilraun til að ráða eitthvað í það, og bið lesendur um að virða viljann fyrir verkið.
Meira

Vinátta

Áskorendapistill Margrét Óladóttir Flugumýri
Meira

Saga úr sundi

Eftir þrásetu á þingi ákvað ég einn morguninn að fara í sund í Reykjavík. Ekki voru aðrir í búningsklefanum en ég og nokkrir strákar sem voru í skólasundi, auk baðvarðarins sem hafði aðgát með öllu sem fram fór.
Meira

Að tilheyra

Áskorandapenninn Kristín Guðmundsdóttir
Meira