Greinar

Lulla fer í leikhús..

Síðastliðið föstudagskvöld brá ég mér í leikhús og sá uppfærslu Leikfélags Fjallabyggðar á farsanum Beint í æð eftir konung farsanna Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Gestir streymdu inn í salinn og greina mátti tilhlökkun gesta og á móti manni tók stílhrein og flott leikmynd. Eina sem mér fannst mögulega vanta upp á var að hafa smá tónlist í salnum áður en sýningin hófst.
Meira

Íslenskur matur

Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda matvæla, neytenda, stjórnvalda og ekki síður verslunarinnar og innflutningsaðila, að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna þeirra, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif.
Meira

Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum og búsetu á landsbyggðinni

„Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár.
Meira

Auknar veiðiheimildir til strandveiða

Í liðinni viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um um eflingu strandveiða með auknum aflaheimildum. Í tillögunni er lagt til að stækka félagslega hluta kerfisins úr 5,3% upp í 8,3%. Einnig er lagt til að endurskoðuð verði skipting aflamagns á milli aðgerða innan kerfisins og meiri veiðiheimildum beint til strandveiða og smærri útgerða. Matvælaráðherra verði falið „að efla félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins með aukinni hlutdeild í heildarafla og með endurskoðun á skiptingu aflamagns innan kerfisins og á hlutverki hverrar aðgerðar innan þess.“
Meira

Fréttatilkynning frá meirihluta í sveitarstjórn Skagafjarðar

Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Skagafjarðar fagnar því að stór félög innan ASÍ hafi skrifað undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins og að meginmarkmið þeirra sé að ná niður verðbólgu og þar með vöxtum í landinu.
Meira

Gefum íslenskunni séns!

Þegar tengdasonur, frá Kentucky, kom inn í fjölskylduna í byrjun Covid, flutti unga parið inn á heimili okkar hjóna í tvö ár. Við tókum honum fagnandi enda virkilega góður drengur. Hvað varðar tungumálið er það almennt ekki erfitt að koma frá enskumælandi landi hingað til lands, þar sem flestir tala ensku frá unga aldri. Á sama tíma er það oft hamlandi fyrir þann sem sest hér að og vill læra íslenskuna. Oft skortir tækifæri til að æfa sig að tala tungumálið okkar. En í því samhengi var hann heppnari en margur annar, það er að lenda inn á heimili með tilvonandi tengdapabba sínum sem talar bara íslensku. Þá talar hann Siggi minn bara hærra ef hann vill koma sínu til skila. Það var því ekkert val fyrir unga manninn að læra þetta einstaka mál sem okkar ylhýra er, og það gekk vel og hann er hér enn.
Meira

Gjafir til samfélagsins

Það er hægt að segja að Kvenfélög í Skagafirði séu einn af styrkleikum Skagafjarðar, með vinnu sinni og styrkjum til hinna ýmissa verkefna í nærumhverfinu. Í Skagafirði eru tíu kvenfélög og elst þeirra er kvenfélagið í Hegranesi. Hvað gera kvenfélög og til hvers eru þau? Kvenfélögin eru góður vettvangur fyrir einstaklinga til þess að hittast, kynnast, spjalla, læra eitthvað nýtt, hafa gaman og láta gott af sér leiða. Þannig að ef þig langar til þess að kynnast nýju fólki og láta gott af þér leiða þá er kvenfélag góður vettvangur til þess.
Meira

Segjum já við gjaldfrjálsum skólamáltíðum Skagafjörður!

Í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum leggur verkalýðshreyfingin áherslu á að hluti gjaldskrárhækkana sveitarfélaga frá síðustu áramótum verði dregin til baka, að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað og að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Svo virðist sem einhver sveitarfélög leggist því miður gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum en ríkið kemur til með að greiða 75% þess kostnaðar, eða tæpa 4 milljarða af 5 milljörðum.
Meira

Fasteignagjöld á Sauðárkróki 2024

Þriðjudaginn 13. febrúar sl. birtist grein á Feykir.is undir nafninu ,,Álagningarseðill fasteigna". Einhver umræða um þennan álagningarseðil virðist hafa átt sér stað og í ljósi þess telur formaður byggðaráðs Einar E. Einarsson sig þurfa að gera nánari grein fyrir þessum lið í rekstri Sveitarfélagsins.
Meira

Spurning um forgangsröðun - þarf eitt að útiloka annað?

Hvers vegna þarf að forgangsraða einu umfram annað og stilla upp tveimur valkostum um hvort sé mikilvægara fyrir samfélagið – menntastofnanirnar eða menningarstofnanirnar? Getum við ekki sammælst um að starfsemi beggja sé mikilvæg og hlúa þurfi að hvoru tveggja? Jafnvel væri ráð að fagna þeirri meðgjöf sem framkvæmdir munu hljóta frá stjórnvöldum í stað þess að stilla þeim upp á móti hvorri annarri og afþakka það fjármagn sem ríkið mun leggja fram til nauðsynlegra framkvæmda. Ljóst er að annað hvort þarf sveitarfélagið að standa straum af öllum kostnaði við varðveislurými eða fá til þess stuðning frá ríkinu í formi framlags til menningarhúss.
Meira