„Afi kallaði hann alltaf Scholes litla“

Sædís Bylgja ásamt Magnúsi bróður sínum.
Sædís Bylgja ásamt Magnúsi bróður sínum.

Sædís Bylgja, frá Garði í Hegranesi, fékk áskorun frá vinnufélaga sínum í Fisk Seafood að svara spurningum í Liðinu mínu hér á Feyki. Hún hlustaði ekki á pabba sinn sem sagði henni að halda með Liverpool og ákvað að halda með Man Utd eins og afi hennar.

 

Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Ég vona að við vinnum Evrópudeildina og tökum svo 4. sætið í deildinni.

Ertu sátt við stöðu liðsins í dag? -Hún mætti vera betri, það er ekki alltaf hægt að vera á toppnum.

Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Já það gerist alveg reglulega. Það er alltof mikið af Poolurum í kringum mig bæði heima við og í vinnunni og þá aðallega í vinnunni þar sem þeir halda að þeir geti snúið mér og láta mig fara halda með Liverpool sem mun aldrei gerast. 

Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Paul Scholes hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og afi kallaði hann alltaf Scholes litla.

Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei ekki ennþá en það er planið að fara á leik þegar Kristján Grétar og Jón Örn hafa gengið í Man Utd klúbbinn.

Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Já, alveg þó nokkuð sem hefur safnast í gegnum tíðina. Allt Man Utd dót sem ég fann bað ég afa um að kaupa og alltaf keypti hann það fyrir mig.

Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Já, ég náði Magnúsi bróður í klúbbinn fyrir nokkrum árum og tel ég það mikið afrek þar sem að ég var ein á heimilinu sem hélt með Manchester. Þannig þetta er allt í rétt átt. Segir ekki málshátturinn þolinmæði þrautir allar vinnur.

Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Nei, aldrei! Alltaf verið harður Manchester United stuðningsmaður og það er ekki að fara breytast.

Uppáhalds málsháttur? -Sá hlær best sem síðast hlær.

Einhver góð saga úr boltanum? -Fyrir nokkrum árum var leikur Liverpool – Man Utd og ég fer í Skjaldborg til pabba að horfa á leikinn. Þegar ég kem í Hofsós þá er pabbi búinn að flagga Liverpool fána og ég hleyp inn og beint í skápinn hjá afa og næ í Manchester fánann og útá pall að flagga fánanum. Pabbi kemur á eftir mér út og reyna að segja mér að það sé bara vitleysa að vera flagga þessum fána og eins og svo oft áður þá hlustaði ég ekkert á hann og setti fánann upp og fengum við feðginin mikla athygli út á þetta stríð sem við vorum í.

Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Ég bið alltaf eftir hrekknum frá Kristjáni og Jóni því þeir eru alltaf að segja að þeir ætli að skrá mig í Liverpool klúbbinn.

Spurning frá Kristjáni Grétari: – Hver er uppáhalds Liverpool leikmaðurinn þinn?

Svar... -Hef alltaf haldið uppá Steven Gerrard

Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Ég ætla að skora á Viðar Ágústsson.

Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Er Wenger búin að vera? Ef svo er hver á að taka við liðinu?

Áður birst í  15. tbl. Feykis 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir