„Alltaf náði ég að pota boltanum í markið“

Matreiðslumaðurinn síkáti, Tómas Guðmundsson, á Sauðárkróki fékk forláta Liverpool fána að gjöf frá pabba sínum, þegar hann var um átta ára gamall. Þá var framtíðin björt hjá Liverpool eins og nú og engin  spurning um með hvaða liði átti að halda. Liðið er nú í öðru sæti í úrvalsdeildinni ensku og Tommi spáir því að svo verði allt til enda í vor. „Svo tökum við þetta á næsta ári,“ segir hann.

Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? Ég væri allveg til í að vera einu sæti ofar, ég bið ekki um meira.

Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði?  Nei, en hef oft verið litinn öfundaraugum fyrir að halda með svona sigursælu liði

Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Maradona, en ef ég á að velja Liverpool leikmann þá er það Robbie Fowler.

Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei, en vonandi á það eftir að breytast.

Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Stóran ljósaplatta, trefil, úr, könnu og treyju sem ég passa ekki lengur í.

Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Hræðilega, ég er eini Púllarinn í nánustu fjölskyldu.

Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei!

Uppáhalds málsháttur? Sá hlær oft sem víða hlær.

Einhver góð saga úr boltanum? Það var eitt sinn á æfingu hjá Þrym að ég skorað óvenju grimmt. Hvaðan sem fyrirgjafirnar komu, frá hægri eða vinstri skipti engu, alltaf náði ég að pota boltanum í markið. Eftir æfingu erum við að teyja eitthvað á  þegaar Árni Malla segir við mig: „Tommi, djöfull varst þú í miklu stuði, það fór bara allt inn hjá þér.“ „Ég var að fá mér nýja skó,“ segi ég. Þá fer Árni eitthvað að þukla á skónum og segir svo. „Tommi,  þeir eru allt of stórir.“ „Nei,“ segi ég þá, „á æfingunum undanfarið vantaði alltaf 1 til 2 cm til að ég næði í boltann, en ekki lengur.“

Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Eitt sinn í vinnuni skar ég gat á plast súpuskál og tróð löngutöng inn í súpuskálina og setti tissjú utan um puttann og slurk af tómatsósu. Hljóp síðan skelfingu lostin til þjónsins og sagðist hafa skorið puttann af og hún yrði að skutla mér uppá sjúkrahús eins og skot..  Mikið panikk....

Spurning frá Sigurði Jósefssyni – Manstu nokkuð hvenær Liverpool vann deildina síðast? Því það er dáldið síðan.     

Svar...      Minnið hjá mér er nú ekki eins gott og það var í denn en ég myndi skjóta á 2 til 3 ár, ekki meira.

Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum?     Viktor Guðmundsson

Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi?     Hvernig heldur þú að enska deildin endi í vor... Topp 5 í þeirri röð sem þú heldur að hún endi í?

Áður birt í 3. tbl. Feykis 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir