Bjarni Jónsson - Öflugur talsmaður landsbyggðarinnar

Björg Baldursdóttir/Aðsend mynd
Björg Baldursdóttir/Aðsend mynd

Bjarni Jónsson hefur gefið kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Bjarni er einn reyndasti sveitastjórnarmaður á Norðurlandi vestra og þótt víðar væri leitað.

Sú reynsla er ómetanleg fyrir þá sem sitja á Alþingi og vilja standa vörð um búsetu og lífsgæði allra landsmanna til sjávar og sveita. Bjarni hefur verið ötull talsmaður landsbyggðarinnar og mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum hennar, enda mun ekki af veita, þar sem hinar dreifðu byggðir eiga æ meir undir högg að sækja. Náttúruvernd og skynsamleg nýting náttúruauðlinda eru honum mikið hjartans mál og á náttúran öflugan talsmann í honum.
Bjarni yrði öflugur fulltrúi landsbyggðarinnar á Alþingi. Kjósum Bjarna Jónsson í 1.sæti í forvali VG
Björg Baldursdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir