Fjölskyldan er helsta áhugamálið -

Þórdís Kolbrún, lengst til hægri, í góðum félagsskap vinkvenna. Mynd úr einkasafni.
Þórdís Kolbrún, lengst til hægri, í góðum félagsskap vinkvenna. Mynd úr einkasafni.

Þingmaðurinn Þórdís Kolbrún
Fimmti þingmaður Norðvesturskjördæmis er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokki, og fer með embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún býr í Kópavogi er lögfræðingur að mennt gift Hjalta Sigvaldasyni Mogensen og eru börn þeirra tvö, Marvin Gylfi 5 ára og Kristín Fjóla sem er ársgömul. Áður en þingmennskan kallaði gegndi Þórdís Kolbrún starfi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, Ólafar Nordal. Þórdís er þingmaður vikunnar á Feyki.

Hvenær settist þú fyrst á þing? -Í október 2016.

Hvaða máli værir þú líkleg til að beita þér fyrir á Alþingi framar öðrum? -Eðli máls samkvæmt eru það þau mál sem undir mig heyra sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið.

Telur þú að stjórnmálaumhverfið hafi breyst eða sé að breytast frá því sem áður var? -Já.

Telur þú að fjölmiðlar, Facebook og aðrir samfélagsmiðlar, hafi áhrif á skoðanir og gjörðir þingmanna? -Já.

Hvaða verkefni bíður helst íbúa Norðvesturkjördæmis að þínu mati? -Uppbygging efnahagslegra innviða og samfélagslegra til þess að jafna búsetuskilyrði landsvæða og auka samkeppnishæfni svæðisins og bæta lífsgæði og lífskjör.

Hvaða málefni telur þú að brenni helst á íbúum Norðurlands vestra? -Þau sömu og bíða helst kjördæmisins alls, til viðbótar myndi ég nefna stöðu bænda og fjölbreyttari atvinnutækifæri á svæðinu.

Hvaða áhugamál áttu fyrir utan pólitíkina? -Fjölskyldan er helsta áhugamálið, að ferðast innanlands og utan og sundferðir í öllum veðrum.

Hver er uppáhalds tónlistarmaðurinn? -Beyoncé og Ásgeir Trausti.

Hvert er uppáhalds íþróttafélagið? -ÍA. Grindavík í körfubolta.

Áður birst í 2. tbl. Feykis 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir