Náði að sannfæra litla bróður um að Chelsea væri liðið fyrir hann

Sigurður Þór Jósefsson er ungur pizzubakari á Kaffi Krók á Sauðárkróki og heldur með Chelsea í enska boltanum. Hann segir það afi verið liðið sem heillaði hann mest af öllum liðunnum þegar hann var enn yngri piltur. Þegar Sigurður er spurður hvernig hann spái um gengi liðsins á tímabilinu, segist hann, miðað við hvernig hefur gengið hingað, bara halda að þeir vinni deildina.

 

Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? Það er ekki hægt að vera ósáttur við fyrsta sæti.

Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já, það hefur nokkur sinnum gerst og það eru oftast Arsenal aðdáendur. Þeir eru oftast að röfla um að Chealsea eigi enga sögu á bak við sig. Þá segi ég bara að við höfum allavega unnið allt sem er hægt að vinna.

Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Michael Ballack

Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Ekki enn.

Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Það safnast alltaf hellingur af hlutum með einum tilgangi og það er að sýna að ég er stoltur Chelsea aðdáandi.

Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Ég náði að sannfæra litla bróður minn að Chelsea sé liðið fyrir hann. En ég náði ekki að sannfæra  litla frænda minn sem heldur núna með Manchester United.

Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, það á maður ekki að gera

Uppáhalds málsháttur?        Blue is the color

                                                Football is the game

                                                We are together

                                                And winning is our aim

                                                So cheer us on through the sun and rain

                                                Cos Chelsea, Chelsea is our name.

 

Einhver góð saga úr boltanum? Ég fór með Tindastól 3. flokki til Spánar í æfingaferð og það er ekki hægt að segja að það hafi verið leiðinlegt. Við gerðum margt þar, eins og að fara á leik með Barcelona og Ath Bilbao. Við spiluðum svo æfingaleiki og töpuðum en það var samt gaman.

Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Ég náði einu sinni að plata frænda minn til að trúa því að Kaka væri að fara að spila fyrir Liverpool og hann er líka mikill Liverpool aðdáandi. Kaka var líka nýbúinn að vinna ballon d‘or.

Spurning frá Matthíasi Rúnarssyni - Hvenær á svo að fara á leik?

Svar... Bara þegar tíminn leyfir.

Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? Tómas Guðmundsson.

 

Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Manstu nokkuð hvenær Liverpool vann deildina seinast? Því það er dáldið síðan.

Áður birt í 48. tbl. Feykis 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir