Sjúkraflutningsmaður á rauðu ljósi á Blöndubrú!

Anna Margret Valgeirsdóttir
Anna Margret Valgeirsdóttir

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig það verður leyst að koma sjúkraflutningsmönnum og öðrum viðbragðsaðilum yfir Blöndubrú hratt og örugglega, en eins og háttar til núna þá standa framkvæmdir yfir þar. Ef slys eða veikindi verða austan megin brúar og sjúkraflutningsmaðurinn sem er á vakt í það skiptið býr austan megin við brúna, þá er viðbúið að miklar tafir geti orðið.

Viðkomandi þarf að komast að heiman eða úr vinnu og þá er hann á sínum einkabíl og fær engan forgang. Þetta gæti kostað þó nokkurra mínútna tafir. Síðan þarf sjúkrabíll að komast yfir og þó hann sé með forgangsljós og sírenur þá þarf brúin að tæma sig, ef ljósið er rautt hans megin. Þetta getur kostað margar mínútur, sem eins og við vitum, geta kostað mannslíf.

Því spyr ég: Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að koma sjúkraflutningsmönnum, sjúkrabílum og öðrum viðbragðsaðilum hratt og örugglega þarna yfir?

Þetta þurfum við íbúar Blönduóss að vita.

Anna Margret Valgeirsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir