Thierry Henry hefur alltaf verið minn maður

Nú hefur enska deildin í fótbolta tekið sér frí fram á haustið og misánægðir stuðningsmenn sitja eftir og ráða í stöðuna. Einn þeirra er körfuboltakappinn Viðar Ágústsson sem heldur með Arsenal. Hann segist ekki sáttur við stöðu liðsins í dag og telur um versta tímabil Arsenal að ræða frá árinu 1996. Viðar svarar nokkrum laufléttum spurningum og hendir svo boltanum á félaga sinn, Hannes Inga Másson, sem væntanlega svarar í haust þegar boltinn rúllar á ný á enskri grundu.

Nafn..  .. Viðar Ágústsson     

Heimili..  .. Birkihlíð1

Starf..  .. Umsjónarmaður reiðhallar

Hvert er uppáhaldsd liðið þitt í enska boltanum og af hverju? Það mun vera Arsenal, er búinn að halda með Arsenal frá því að ég fór fyrst í heimsókn til Péturs Birgissonar sem er æskuvinnur minn en þá náði Biggi (Birgir í landsbankanum) pabbi hans Péturs að sannfæra mig að þetta væri eina liðið.

Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já, marg oft, margir Liverpool menn að æfa með manni í körfunni en sem betur fer gekk nú ekki mikið betur hjá Liverpool í ár.

Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Thierry Henry hefur alltaf verið minn maður

Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei en vonandi einn daginn

Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já maður hefur safnað að sér allskonar dóti, treyjur, fánar og húfur og fleira

Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldmeðlimi upp í stuðningi við liðið? Gengur erfiðlega, erum samt 2 bræðurnir Arsenalmenn.

Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei og það er ekki að fara gerast.

Uppáhalds málsháttur? Enginn verður óbarinn boxari.

Einhver góð saga úr boltanum? Arsenal- Liverpool hafa alltaf verið stórleikir, man alltaf eftir leiknum frá árinu 2009 þar sem við hittumst vinirnir, 2 Arsenal  og 2 Liverpool aðdáendur og horfðum saman á leikinn sem endaði 4-4 og Arshavin skoraði öll mörkin fyrir Arsenal

Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Nei ekkert sem ég man eftir

Spurning frá Sædísi Bylgju: – Er Wenger búinn að vera? Ef svo er; hver á að taka við liðinu?

Svar...  ,,in Wenger we trust‘‘ sagði einhver 

Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum á nýju tímabili í haust? Hannes Inga Másson

Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Eiga Liverpool heima í meistaradeildinni?

 

Áður birst í 21. tbl. Feykis 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir