Greinar

Strandveiðar á tímamótum – næstu skref

Strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkenda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af. Auk útgefinna heimilda til strandveiða, hefur á undanförnum árum verið hægt að bæta við strandveiðipott ársins áður en vertíð líkur af heimildum annarsstaðar frá sem sýnt hefur verið að verði ekki nýttar á því fiskveiðiári.
Meira

Vér mótmælum öll !

Nú þegar strandveiðarnar eru sigldar í strand með einu pennastriki ráðherra og stöðvaðar yfir hábjargræðistímann, þegar allt er vaðandi af þorski á grunnslóð þá er ekki skrítið að sjómenn rísi upp og mótmæli við Alþingishúsið á laugardaginn aðgerðarleysi stjórnvalda við að efla og tryggja Strandveiðar í 48 daga !
Meira

Eyjólfur Ármannsson sem skrifar: Mannréttindi eiga að vera í forgangi

Vandræðagangurinn á matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, virðist ómælanlegur þegar litið er til stjórn hennar á sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Frumvörp hennar um stjórn fiskveiða hafa annað hvort miðað að því að færa fleiri nytjategundir inn í gjafakvótakerfið á borð við grásleppuna eða hleypa togskipum með óheftu vélarafli upp í fjöru.
Meira

Riðusérfræðingarnir heillaðir af norðlenskum bændum

Eins og Feykir greindi frá nýlega, mætti stór hópur erlendra vísindamanna á upphafssvæði riðuveiki vikuna 19. til 23. júní og fór í vettvangsferð í Svarfaðardalinn og Skagafjörðinn. Á lokafundinum voru allir sammála: Þeir voru heillaðir af brennandi áhuga sauðfjárbænda á efninu, af umfangsmikilli þekkingu þeirra um málin, af vilja þeirra að leysa málin á vísindalegan hátt. Þeim kom líka hinn sterki félagsandi bænda á óvart, náin tengsl þeirra við hjörðina sína, ástríðan og - í orðsins fyllstu merkingu - ódrepandi bjartsýni og seigla „riðubænda“ til að halda áfram þrátt fyrir að hafa misst kindurnar sínar í niðurskurði.
Meira

Endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði

Hópur ungmenna frá Blöndustöð Landsvirkjunar gróðursetti nýlega á níunda hundrað pottaræktaðar birkiplöntur á ræktunarsvæði Brimnesskóga, félags í grennd við ána Kolku í Skagafirði. En þar hefur félagið til afnota um 23 ha lands sem er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Tilgangur félagsins er að endurheimta hina fornu Brimnesskóga og að miðla fræðslu um verkefnið. Við endurheimt Brimnesskóga er eingöngu gróðursett birki, reynir og gulvíðir sem á uppruna í Skagafirði og hefur vaxið þar frá örófi alda.
Meira

Sturluhátíðin verður 15. júlí

Hátíðin hefst kl. 13 að Staðarhóli í Saurbæ í Dölum, bæ Sturlu Þorðarsonar, með því að við afhjúpum söguskilti sem Sturlufélagið hefur látið gera. Mjög hefur verið vandað til þessarar framkvæmdar. Sérfrótt fólk hefur ritað texta á skiltin og eru þeir bæði á íslensku og ensku. Listamenn myndskreyttu, myndirnar unnar af mikilli kúnst og var þess gætt að útlitið væri í samræmi við söguskilti sem sett hafa verið upp á þekktum sögustöðum í Dalasýslu.
Meira

Skrapatunga á Laxárdal :: Torskilin bæjarnöfn

Ekki verður annað sjeð, en að Skrapa-tungunafnið komi fyrst upp eftir aldamótin 1400. Fram að þeim tíma hefir bærinn heitið Tunga. Annars skal geta þess að nálega allir Tungubæir hafa heitið aðeins Tunga í öndverðu, en forliður Tungunafnanna komið upp einhverntíma seinna.
Meira

Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð

Alþingi veitti fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022.
Meira

Hvalveiðibann byggt á misskilningi?

Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna.
Meira

Sumargestir á bökkum Sauðár - Aðsent Hörður Ingimars

Þeir leynast víða „leynistaðirnir“ við Sauðána þó öllum séu aðgengilegir. Svo litfagrir að staldra verður við og njóta Guðsgjafanna. Á heitasta degi sumarsins 16. júní í 24 gráðum teyga sóleyjarnar sólarljósið og lúpínan sperrir sig sem mest hún má umlukin iðjagrænu grasinu og sumargestirnir njóta stundarinnar.
Meira