Alvin og íkornarnir: Ævintýrið mikla

Króksbíó 14. febrúar kl. 16:00-17:45
14feb

Fjórða teiknimyndin um Alvin og íkornana verður sýnd á ný í Króksbíó sunnudaginn 14. febrúar kl. 16:00.

Myndin segir frá því þegar Davíð kynnir þá Alvin, Símon og Theódór fyrir unnustu sinni, Selmu. Íkornunum líst vel á hana en sömu sögu er ekki að segja um son hennar sem er á unglingsaldri. Sá er nefnilega alltaf að stríða íkornunum og er svo leiðinlegur við þá að þeim hættir alveg að lítast á blikuna. Af þessum sökum vilja íkornarnir alls ekki fá hann fyrir stjúpbróður og ákveða að reyna að koma í veg fyrir að Davíð biðji Selmu að giftast sér. Vandamálið er að þau Davíð og Selma eru farin til Flórída og ef Alvin og íkornarnir ætla að tala við hann verða þeir auðvitað að fara til Flórída líka. Þar með hefst kostuleg ævintýraferð í lofti, á láði og legi.

Myndin er að sjálfsögðu öllum leyfð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.