Fornleifar í Fljótum

Gimbur gistiheimili 14. október kl. 13:00-16:00
14okt

Minjar og náttúra - Fornleifar í Fljótum laugardaginn 14. október kl. 13:00.

Flutt verða þrjú stutt erindi sem endurspegla áhrif náttúru á staðsetningu minja og mótun menningarlandslags og varðveislu þess.

Guðmundur St. Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, fjallar um menningarminjar og loftlagsbreytingar, Guðný Zoëga, fornleifafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga, gerir grein fyrir fornleifarannsóknum sumarsins í Fljótum og Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, veltir fyrir sér landnámi í Fljótum. Í framhaldinu verður heimsóttur einn af þeim fjölmörgu minjastöðum sem nýlega hefur fundist eða nýjar upplýsingar hafa fengist um.

Dagskrá hefst kl. 13:00 og að erindum loknum verður farið á einkabílum á minjastað í nágrenninu. Áætlað er að dagskrá ljúki eigi síðar en kl 16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.