120 nýnemar hefja nám við FNV

Við skólasetningu FNV. Mynd/PF
Við skólasetningu FNV. Mynd/PF

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur í 37. sinn í gær í hátíðarsal skólans. Að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara er aðsókn í skólann mjög góð og kennt í öllum deildum iðngreina í vetur. Alls hefja 120 nýnemar nám við skólann í haust.

Í ræðu sinni sagði Ingileif frá nokkrum breytingum, ma. í starfsmannahaldi en stærsta breytingin felst þó í  breyttri námskrá sem styttir nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Hvatti hún nemendur til að sinna námi sínu vel enda meiri vinna framundan vegna breytinganna.

   Innritun í fjarnám stendur nú yfir og lýkur sunnudaginn 28. ágúst. Innritun fer fram á heimasíðu skólans en þar er jafnframt hægt að sjá þá áfanga sem í boði eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir