240 þúsund bílar fóru um gatnamótin við Varmahlíð fyrstu sex mánuði ársins

Pétur Stefánson, verslunarstjóri í KS Varmahlíð. Mynd: Skjáskot frá N4.
Pétur Stefánson, verslunarstjóri í KS Varmahlíð. Mynd: Skjáskot frá N4.

Á norðlensku sjónvarpsstöðinni N4 er reglulega að finna efni frá Norðurlandi vestra. Í nýlegum þætti þar er fjallað um verslun KS í Varmahlíð og kemur m.a. fram að um gatnamótin við Varmahlíð höfðu farið um 240 þúsund bílar fyrstu sex mánuði þessa árs.

Í þessu innslagi spjallar María Björk Ingvadóttir við Pétur Stefánsson, verslunarstjóra í Varmahlíð. Í viðtalinu kemur fram að ferðamannastraumurinn hefur aukist gríðarlega þau 20 ár sem Pétur hefur staðið vaktina í KS Varmahlíð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir