4. flokkur Tindastóls/Hvatar/Kormáks með 12 efstu á Íslandsmótinu

Hvöt, Tindastóll, og Kormákur eiga sameiginlegt lið sem er meðal þeirra 12 efstu á Íslandsmótinu í knattspyrnu í 4. flokki.
Hvöt, Tindastóll, og Kormákur eiga sameiginlegt lið sem er meðal þeirra 12 efstu á Íslandsmótinu í knattspyrnu í 4. flokki.

Strákarnir í 4. flokki Tindastóls/ Hvatar/ Kormáks eru meðal tólf liða sem keppa til úrslita á Íslandsmótinu í knattspyrnu helgina 2.-4. september. Hafa þessi þrjú lið átt í samstarfi í yngri flokkunum í knattspyrnu síðan í fyrra og sent sameiginleg lið á Íslandsmót í 2., 3. og 4. flokki.

Að sögn Valdimars Gunnlaugssonar, þjálfara Kormáks, var samstarfið aukið í vetur og nú í sumar, enda erfitt að halda úti liðum í öllum flokkum hjá hverju félagi. Valdimar segir liðin þó ekki æfa saman, enda langt að fara til þess, en þau sameinist um eitt lið í hverjum flokki á Íslandsmótinu. „Þetta hefur reyndar líka teygt sig niður í yngri flokkana og við höfum lánað keppendur á milli okkar á hinum ýmsu mótum.“

Valdimar segir einnig að samstarf milli byggðarlaga eigi sér lengri sögu og hafi til að mynda teygt sig til Hólmavíkur og Skagastrandar, þannig að þetta samstarf í íþróttunum dekki raunar orðið allt Norðurland vestra.

„Þetta hefur gengið ljómandi vel og krakkarnir kynnast vel í gegnum þetta samstarf. Þetta er ekki bara spurning um íþróttir og árangur, þetta er líka byggðamál og það skiptir fjölskyldur sem búa hérna máli að börn og unglingar geti tekið virkan þátt í íþróttum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir