Á fjórða þúsund gestir í fyrra

Á fjórða þúsund gestir heimsóttu Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi á síðasta ári. Mynd: KSE
Á fjórða þúsund gestir heimsóttu Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi á síðasta ári. Mynd: KSE

Gestir Heimilisiðnaðarsafnsins voru vel á fjórða þúsund á síðasta ári. Komu flestir þeirra á eigin vegum en einnig hefur hópum fjölgað meðal safngesta. Sagt er frá þessu í ársskýrslu safnsins sem nýlega var birt á heimasíðu þess.

Í skýrslunni segir að rekstur safnsins sé í járnum en þrátt fyrir verulega fjárhagserfiðleika 2014 hafi náðst að skila örlitlum hagnaði á síðasta ári. Safnið fellur undir safnalög og þarf því að uppfylla ýmis skilyrði. Þá er hafin skráning safnmuna í Sarpinn

Í skýrslunni er líka fjallað um styrki til safnsins, gjafir sem því bárust, verkefni sem safnið tók þátt í og viðburði sem það stóð fyrir. Þá er getið um samstarfssamning safnsins við Þekkingarsetrið og rannsóknarvinnu ársins. Skýrsluna í heild má lesa á heimasíðu safnsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir