And­lát: Pálmi Jóns­son á Akri

Pálmi Jónsson. Mynd: Althingi.is
Pálmi Jónsson. Mynd: Althingi.is

Pálmi Jónsson á Akri, bóndi og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 9. október. Hann var fæddur 11. nóvember 1929 á Akri í Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna þar, Jóns Pálmasonar, bónda, alþingismanns og ráðherra, og Jónínu Valgerðar Ólafsdóttur, húsfreyju.

Pálmi lauk búfræðiprófi frá Hólum árið 1948 og tók við búskap á Akri árið 1953. Hann var Alþingismaður Norðurlands vestra árin 1967–1995 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var landbúnaðarráðherra 1980-1983, hann sat lengi í fjár­laga­nefnd Alþing­is og var formaður sam­göngu- og alls­herj­ar­nefnd­ar. Auk þess gegndi hann fjölmörgum ábyrgðarstöðum, jafnt í heimabyggð sem á opinberum vettvangi. 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Pálma er Helga Sig­fús­dótt­ir. Þau eignuðust þrjú börn, Jón, Jó­hönnu Erlu og Nínu Mar­gréti. 

Minn­ing­ar­at­höfn um Pálma fer fram í Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík laug­ar­dag­inn 14. októ­ber kl. 11 en útför hans fer fram frá Blönduós­kirkju mánu­dag­inn 16. októ­ber kl. 14. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir