Anna Þóra sýnir Vinjar

Anna Þóra Karlsdóttir við opnun sýningarinnar. Myndir: KSE
Anna Þóra Karlsdóttir við opnun sýningarinnar. Myndir: KSE

Á sunnudaginn var opnuð árleg sumarsýning í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni er það Anna Þóra Karlsdóttir úr Reykjavík sem sýnir í safninu.

Yrkisefni Önnu Þóru hefur gjarnan verið náttúran og lífsbaráttan og efniviðurinn íslenska ullin og nefnir hún sýninguna „Vinjar,“ sem minnir á gróinn blett, vin í eyðimörk, haga eða engi.

Í ávarpi Elínar Sigurðardóttur, forstöðumanns safnsins, kom fram að Anna Þóra á að baki glæsilegan feril. Auk myndlistakennslu í ýmsum skólum hefur hún tekið þátt í hátt í 50 samsýningum bæði hérlendis og erlendis.

Við opnunina söng Guðrún Helga Stefánsdóttir sópran, dóttir Önnu Þóru, nokkur lög við undirleik Benedikts Blöndal og Nínu Benediktsdóttur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir