Árvistarhúsið á Vatnsnes

Á leið til nýrra heimkynna.
Á leið til nýrra heimkynna.

Árvistarhúsið á Sauðárkróki, eitt víðförulasta hús samtímans, var flutt á nýjan stað í upphafi vikunnar og er nú niðurkomið á Tjörn 2 á Vatnsnesi í Vestur Húnavatnssýslu. Það eru þau Elín Lilja Gunnarsdóttir og Elmar Baldursson sem keyptu húsið af Sveitarfélaginu Skagafirði og létu flytja vestur.

Ferðin hófst við gamla barnaskólann á Sauðárkróki seinnipart á mánudag og ekið með það á Blönduós þar sem beðið var til morguns því sæta þurfti lagi vegna viðgerða á Blöndubrú. Húsið var flutt í tvennu lagi á tveimur stórum flutningabílum í fylgd lögreglu. Að sögn Jóns Árnasonar bifreiðastjóra gekk ferðin vel og á léttu nótunum bjóst hann við því að húsið væri komið á endanlegan stað. 

Fyrir utan þetta ferðalag var húsið flutt árið 2003 frá Lambanes-Reykjum í Fljótum inn í Lýtingsstaðarhrepp hinn forna og síðar á Sauðárkrók. Á Lambeyri var því var breytt fyrir þá starfsemi sem það átti að þjóna á Sauðárkróki, gæslu barna utan skólatíma. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir