Atriði frá Tónadansi fékk viðurkenningu á Nótunni

Stúlkurnar frá Tónadansi, alsælar með verðlaunagripinn. Mynd: Kristín Halla Bergsdóttir.
Stúlkurnar frá Tónadansi, alsælar með verðlaunagripinn. Mynd: Kristín Halla Bergsdóttir.

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, var haldin hátíðleg þann 9. febrúar sl. með svæðistónleikum fyrir Norður- og Austurland sem haldnir voru í Hofi á Akureyri. Alls tóku sex atriði úr Skagafirði þátt í hátíðinni, eitt frá Tónadansi og fimm frá Tónlistarskóla Skagafjarðar.Ekki gekk þátttakan áfallalaust fyrir sig eins og sjá má í eftirfarandi frétt sem Kristín Halla Bergsdóttir hjá Tónadansi sendi okkur: 

Fyrir hönd Tónadans fór eitt atriði en það voru þær stöllur Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Áróra Ingibjörg Birgisdóttir og Auður Ásta Þorsteinsdóttir.

Spiluðu þær á klukkuspil og fiðlur íslensku þjóðlögin Ljósið kemur langt og mjótt og Móðir mín í kví kví í útsetningu Hildigunnar Rúnarsdóttur, Kristínar Höllu og sinni eigin en þær voru duglegar að koma að gerð verksins. Þar sem veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir komumst við bara í Varmahlíð þar sem heiðin var lokuð. Alls fóru frá Skagafirði sex atriði, eitt frá Tónadansi eins og áður sagði og fimm frá Tónlistarskóla Skagafjarðar.  Í Varmahlíð tóku Tónlistarskólinn og Tónadans saman höndum voru atriði Tónadans og Tónlistarskólans tekin upp og send til Akureyrar. Svo endaði Tónadans í íspartý í KS Varmahlíð.

Eftir verðlaunaafhendingu í Hofi kom í ljós að af öllum þeim atriðum sem tóku þátt (29 atriði) enduðu stúlkurnar frá Tónadansi í hópi þeirra 10 sem fengu viðurkenningu fyrir flutning sinn!  Þær fengu verðlaun í opnum flokki fyrir frumlegt atriði. Það skilaði fallegum verðlaunagrip í Skagafjörð. Ekkert atriði frá Skagafirði komst þó suður á lokahátíðina í þetta sinn en frábær atriði engu að síður frá báðum skólunum  og vel flutt. Til hamingju öll sem eitt unga tónlistarfólk.

Vill Tónadans þakka Sveini og Mikka og fleirum hjá Tónlistarskólanum fyrir góða samvinnu og Hönnu Dóru í Varmahlíðarskóla einnig. Við vorum samtaka um að gera sem best úr deginum og getum verið stolt af því unga tónlistarfólki sem við eigum !

Hér að neðan fylgir atriði Tónadans 2018 - linkur á Facebook  og á tvö atriði Tónlistarskólans.

https://www.facebook.com/Tonadans/videos/1140845399384804/ 

https://www.facebook.com/kristin.halla.96/videos/pcb.10214899862106836/10214899848786503/?type=3&theater 

https://www.facebook.com/gudbjorg.sigfusdottir/videos/vb.1594733966/10213317892733878/?type=2&theater

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir