Axel Kára þjónar kúabændum

Axel Kárason er ekki bara liðtækur á körfuboltavellinum heldur einnig dugmikill í fjósinu. Mynd: Aðalsteinn Orri Arason.
Axel Kárason er ekki bara liðtækur á körfuboltavellinum heldur einnig dugmikill í fjósinu. Mynd: Aðalsteinn Orri Arason.

Sagt er frá því á vef Landssambands kúabænda að körfuboltakappinn í Tindastól, Axel Kárason, muni leysa sveitunga sinn úr Skagafirði, Margréti Gísladóttur framkvæmdastjóra samtakanna, af í hlutastarfi frá 1. ágúst til 1. janúar 2018. Þar sem Margrét er að fara í fæðingarorlof mun skrifstofa LK  verða lokuð frá 1. júlí – 1. ágúst en brýnum erindum skal beint til Arnars Árnasonar, formanns LK yfir þann tíma.

Axel mun hafa starfsaðstöðu bæði á skrifstofu samtakanna í Bændahöllinni í Reykjavík sem og á heimili sínu í Skagafirði. Aðspurður segir Axel starfið felast að mestu í því að fylgja eftir hinum ýmsu  verkefnum sem LK er nú þegar að vinna að. „Þannig að það má segja að ég eigi viðhalda skriðþunganum hennar Margrétar,“ segir hann og spurður út í hvað hugsanlega taki við eftir 1. janúar 2018 segir Axel: „Ég hef nú ekki velt árinu 2018 mikið fyrir mér, hér á ekki asinn við. Þú verður að spyrja Stefán Jónsson, formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls, hvar ég eigi eftir að halda heimili. Örlög mín eru að miklu leyti í hans höndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir