„Berlín var draumaborg okkar beggja“

Erla María Lárusdóttir frá Skagaströnd er í opnuviðtali Feykis þessa vikuna.
Erla María Lárusdóttir frá Skagaströnd er í opnuviðtali Feykis þessa vikuna.

Erla María Lárusdóttir ólst upp í sjávarþorpinu Skagaströnd en býr ný í milljónaborginni Berlín. Hún féll fyrir borginni eftir stutta dvöl þar á interrail ferðalagi um Evrópu og lét sig dreyma um að búa þar en lét ekki verða af því fyrr en fjórtán árum síðar. Nú hefur hún búið í Berlín í tvö ár, ásamt unnusta sínum, Grétari Amazeen. Hún er við nám í innanhúsarkítektúr og tekur að sér leiðsögn um borgina á vegum Berlínanna.

„Það er dásamlegt að eiga ennþá ættingja á Skagaströnd og koma heim. Pabbi býr ennþá í húsinu sem ég ólst upp í þannig að ég kem heim þegar ég er að koma á Skagaströnd en ekki eins og stundum gerist þegar foreldrar flytja úr húsunum sem þau ólu börnin sín upp í að þá einhvern veginn á maður ekkert „heim“ lengur. Mér þykir voða vænt um að geta farið heim,“ sagði Erla María m.a. þegar blaðamaður Feykis hitti hana á Alexandersplatz í síðustu viku. Hún er í opnuviðtali í nýjasta tölublaði Feykis sem kemur út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir