Blöndubrú lagfærð

Á huni.is er sagt frá því að vegagerðin hyggist hefja lagfæringar á Blöndubrú í næsta mánuði. Steypta stéttin sem liggur sunnan megin á brúnni verður tekin burt og mun þá akreinin á brúargólfinu breikka um 60-70 sentímetra.

Nýtt vegrið rís sunnan megin á brúna og verður brúargólfið malbikað. Þá verður vegurinn beggja megin brúarinna breikkaður í samræmi við breikkun akbrautar á brúnni. Stéttin norðan megin helst óbreytt.
Blönduósbær þarf, samhliða framkvæmdum Vegagerðarinnar, að ráðast í breytinga á vatnsveitu sem liggur undir brúnni. Kostnaðaráætlunin nemur um 6,2 milljónir króna. Framkvæmdirnar voru samþykktar á byggðarfundi á dögunum. Þar var einnig samþykkt að fresta framkvæmdum við Félagsheimilið til næsta árs, svo hægt væri að ráðast í framkvæmdirnar við vatnsveituna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir