Borgunarbikar kvenna – Tindastóll fær Fylki í heimsókn

Það var Kolbrún Ósk Hjaltadóttir sem opnaði markareikning Stólastúlkna gegn Völsungi sl. mánudag. Mynd: PF
Það var Kolbrún Ósk Hjaltadóttir sem opnaði markareikning Stólastúlkna gegn Völsungi sl. mánudag. Mynd: PF

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls komst áfram í 16 liða úrslit með sigri á Völsungi sl. mánudagskvöld 3-1. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir opnaði markareikning Stólanna á 22. mínútu en  Hulda Ösp Ágústsdóttir svaraði fyrir gestina nánast á sömu mínútunni. Það var svo Bryndís Rún Baldursdóttir sem jók mun heimaliðsins rétt áður en dómarinn blés til hálfleiks og staðn því 2-1. Undir lok leiks gulltryggði Madison Cannon sigur Stólanna með marki þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum og Stólastúlkur komnar í 16 liða úrslit.

Dregið var í dag hvaða lið eigast við í 16 liða úrslitum og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. 

Leikirnir fara fram föstudaginn 2. júní og hefjast klukkan 19:15. Þessi lið eigast við:

KR - Stjarnan
FH - Valur
Þróttur R. - Haukar
Breiðablik - Þór/KA
Sindri - Grindavík
Selfoss - ÍBV
Tindastóll - Fylkir
HK/Víkingur - Fjölnir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir