Búist við áframhaldandi hvassviðri og snjókomu

Eftir hríðarhvell síðasta sólarhringinn hafa margir vegir teppst. Ófært er milli Fljóta og Siglufjarðar en þar féll snjóflóð á vegin í gær. Einnig er Þverárfjall og Holtavörðuheiði ófærar samkvæmt vef Vegagerðarinnar, einnig Brattabrekka svo suðurleiðin er lokuð eins og er. Verið er að moka Öxnadalsheiði og er hún fær. Þæfingur er milli Sauðárkróks og Fljóta sem og í Hrútafirði en annars er krap eða snjóþekja á helstu leiðum.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir landið allt.

 

 Allt Ísland

Hvöss norðanátt með snjókomu og snörpum hviðum (Gult ástand) 22 nóv. kl. 14:00 – 23:59

Norðan og norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en þurrt sunnan heiða. Útlit fyrir slæmt ferðaveður, annaðhvort í stífum vindi með ofankomu og slæmu skyggni, eða vegna varasamra vindstrengja.

 Strandir og Norðurland vestra

Hvöss norðaustanátt og snjókoma (Gult ástand) 21 nóv. kl. 11:00 – 19:00

Norðaustan hvassviðri og snjókoma eða él. Búast má við slæmu skyggni í hríð og skafrenningi og mjög slæmu ferðaveðri bæði á fjallvegum og láglendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir