Búist við ofsaveðri, suðaustan og sunnan 25-30 m/s

Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Strandir og Norðurland vestra. Búist er við sunnan og suðaustan ofsaveðri á Ströndum og Norðurlandi vestra. Búast má við að vegir lokist eða verði ófærir á meðan veður sem spáð er gengur yfir. Viðvörunin gildir miðvikudaginn 21 feb. kl. 09:00 – 15:00

Veðurstofan segir að það gangi í suðaustan og sunnan 25-30 m/s. Talsverð snjókoma á Ströndum í fyrstu og hvessir síðast þar, úrkomulítið annars staðar. Nauðsynlegt er að huga að öllu lauslegu þar sem foktjón er mjög líklegt. Dregur fyrst úr vindi vestast.

Samgöngutruflanir eru mjög líklegar og hefur Vegagerðin gefið út töflu með líklegum veglokunum og þ.á.m. er Holtavörðuheiði milli kl. 10:00 og 15:00; vegir á Norðurlandi vestra milli kl. 09:00 og 15:00 og Öxnadalsheiði milli kl. 09:00 og 16:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir