Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gegn áfengisfrumvarpi

Á fundi byggðarráðs í gærmorgun var lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar þar sem stjórn þess skorar á sveitarfélagið að fara að dæmi nokkurra annarra bæjar- og sveitarfélaga og mótmæla opinberlega frumvarpi sem er til umræðu á Alþingi um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggjast gegn því.

Í fundargerð byggðarráðs segir að sveitarstjórnin vilji beina því til þingmanna að beita sér gegn því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar og hafnar því alfarið.

„Hugmyndir sem ganga gegn lýðheilsusjónarmiðum og fara þvert gegn ráðgjöf sérfræðinga geta ekki verið farsælar fyrir íslenskt samfélag,“ segir í fundargerð byggðarráðs sem leggst gegn framkomnu frumvarpi.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir