Byggðastofnun byggir nýtt húsnæði undir stofnunina á Sauðárkróki

Byggingarreiturinn sem Byggðastofnun hyggst reisa nýtt húsnæði á er sunnan við Íslandspóst á Sauðárkróki. Mynd: BÞ
Byggingarreiturinn sem Byggðastofnun hyggst reisa nýtt húsnæði á er sunnan við Íslandspóst á Sauðárkróki. Mynd: BÞ

Byggðastofnun ætlar að byggja nýtt húsnæði undir stofnunina á Sauðárkróki. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Herdís Sæmundardóttir formaður stjórnar greina frá fyrirætlununum í opnuviðtali nýjasta tölublaðs Feykis sem út kom í gær.

 Í dag er starfsstöð Byggðastofnunar til húsa við Ártorg á Sauðárkróki. „Við erum búin að vera hér á Ártorgi síðan 2001 og það hefur farið prýðilega um okkur hér en starfsemin hefur vaxið, starfsmönnum og verkefnum fjölgað. Þetta hentar okkur ekki lengur þannig að það er farið að huga að breytingum,“ útskýrir Aðalsteinn í viðtalinu.

Þar sem lítið framboð er á fasteigum, til leigu eða kaups, á Sauðárkróki varð niðurstaðan sú að Byggðastofnun byggi yfir sig sjálf. „Við erum að vona að það fari að komast á framkvæmdastig fljótlega og vonandi getur það gerst á næstu tveimur árum að það sé klárað og við getum flutt í nýtt húsnæði,“ segir Aðalsteinn.

Reiknað er með að byggingin rísi á lóð sunnan við Íslandspóst og austan við N1 við Ártorg. „Það er staður sem gæti hentað okkur afskaplega vel. Við höfum rætt við sveitarfélagið um það og lagt inn beiðni um að þeirri lóð sé haldið fyrir okkur þar til formleg umsókn kemur fram. Við erum að hugsa um allt að 1000 fermetra, með möguleika á stækkun ef til kemur,“ útskýrir Herdís.

Í viðtalinu fara Aðalsteinn og Herdís yfir helstu þætti í starfssemi stofnunarinnar og kynna fyrirætlanir um hvernig treysta eigi hana í sessi á landsbyggðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir