Helgargóðgætið - gamla góða perutertan

Gamla góða perutertan klikkar seint ef aldrei og ef þið hafið tilefni um helgina þá mæli ég með því að skella í þessa.

Botnar - 2 stk

4 stk. egg

140 gr. sykur

60 gr. hveiti

40 gr. kartöflumjöl

1/2 tsk. salt

Þeytið saman egg og sykur. Bætið við hveiti og kartöflumjöli og bakið í tveimur formum 22-24 cm í 10 mín við 200gr.

Súkkulaðikrem

5 eggjarauður

5 msk. flórsykur

100 gr. brætt súkkulaði

4 dl. rjómi

Þeytið vel saman eggjarauður og flórsykur, bætið súkkulaðinu varlega saman við, stífþeytið rjómann og setjið varlega saman við. 

til að nota inn í tertuna og utan á þarf:

- 1 stór dós af niðursoðnum perum.

- 1/4 rjómi þeyttur til að skreyta kökuna 

  
Setjið annan botninn á tertudisk, vætið vel í honum með safanum úr perudósinni, setjið helminginn af súkkulaðirjómanum á og nokkrar perur skornar í helminga, hinn botninn yfir, vætið botninn með smá safa. Dreifið úr restinni af súkkulaðirjómanum yfir og raðið perunum á. Sprautið þeyttum rjóma á hliðarnar og ofan á að vild.
 
Njótið helgarinnar fallega fólk
kv sigga sigga sigga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir